Kópavogur - 21.11.2014, Blaðsíða 14

Kópavogur - 21.11.2014, Blaðsíða 14
14 21. Nóvember 2014 Matar-vörumerkið Ísland Um helgina hefst heimsmeistara- mótið í matreiðslu í Lúxemborg og stendur út vikuna. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti og vekur jafnan mikla athygli víða um lönd. Flestir sem til þekkja reikna með því að íslenska kokkalands- liðið muni standa sig vel í harðri keppni við færustu matreiðslu- menn heims. Til þess að komast á pall þarf margt að koma til og flest að ganga upp. Gerð er krafa um útlit rétta og frumleika, ekki síður en bragð og áferð. Íslenska kokkalandsliðið leggur áherslu á íslenskt hráefni og rammíslenskur barðbúnaður úr rekaviði gefur kalda borðinu enn íslenskara yf- irbragð. Sem fyrr er nokkuð víst að kokkalandsliðið verði landi og þjóð til sóma. Sendiherrar Íslands Þessi glæsilegi flokkur íslenskra karla og kvenna (aðallega karla þó) verður því í hlutverki nokkurs konar sendi- herra fyrir Ísland, íslenskan mat og íslenska matarmenningu . . . og allt saman er þetta gert í sjálfboðavinnu. Eins og áður hefur verið farið yfir á þessum síðum væri þetta ómögulegt nema með dyggum fjárhagslegum stuðningi nokkurra íslenskra fyr- irtækja. Ríkið leggur nú reyndar til dálítið fé í gegnum Íslandsstofu, en annars hefur stuðningur hins opin- bera við kokkalandsliðið í gegnum árin verið í mýflugumynd. Á þessum síðum hefur líka verið bent á að aðrar þjóðir sjá bein og sterk tengsl á milli útbreiðslu eigin matarmenningar og aukins útflutnings á matvælum, fjölgun ferðamanna og meiri efna- hagslegrar velsældar. Afreksfólk og frumkvöðlar Það er svosem ekkert skrítið að stuðningur hins opinbera við íslenska matarfrumkvöðla eða afreksfólk í matreiðslu sé lítill, fálmkenndur og ómarkviss. Hér er reyndar rétt að halda því til haga að MATÍS hefur staðið sína vakt af ótrúlegri seiglu - að segja má ein íslenskra stofnanna. Ástæður þessa er ekki að finna í fjand- skap eða fordómum hins opinbera eða þeirra sem velja sér starfsvettvang í stjórnmálum. Þetta snýst miklu frekar um stefnuleysi. Eins og matarblaða- maður hefur áður bent á er ekki til neitt sem heitir matarstefna fyrir Ís- land. Hvað þá að til sé framtíðarsýn í þessum málum. Hvorutveggja er hins vegar hægt að finna hjá nágranna- þjóðunum, t.d. Svíum, sem hafa titil að verja í komandi heimsmeistara- keppni í matreiðslu í Lúxemborg. Eins og áður hefur verið drepið á í þessum pistlum hafa Svíar mótað sér sérstaka víðtæka matarstefnu og að fenginni nokkurra ára reynslu telja þeir ávinn- inginn ótvíræðan – jafnvel þegar talið er í beinhörðum krónum og aurum. Skýrslur og stólar En af hverju ætli þessi sofandaháttur stafi? Hefur engum hér á landi dottið í hug að móta íslenska matarstefnu, setja markmið eða forgangsraða í þágu matarmenningar? Jú, svo merkilegt sem það er, þá er búið að benda ítrekað á þetta, gera úttektir og skrifa skýrslur. Ein þessara skýrslna kom út á haust- mánuðum 2002 og ber yfirskriftina „Íslenska eldhúsið, þróun og markaðs- setning íslenskrar matargerðarlistar.“ Hún var afrakstur margra mánaða vinnu sérstaks starfshóps sem stofn- aður var að frumkvæði Tómasar Inga Olrich, sem þá var alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs. Enginn þeirra sérfróðu manna eða kvenna sem matarblaðamaður leitaði til kannast við að skipulegt framhald hafi orðið á þessari vinnu. Skýrslan er þó forvitnileg lesning. Í henni má í senn skynja stórhug og vanmáttar- kennd okkar Íslendinga þegar kemur að menningu okkar og siðum. Fátt ís- lenskt virðist nógu gott í okkar augum nema útlendingar segi það. Ísland hefur þetta allt Í skýrslunni er fyrst farið yfir stöðu mála en svo eru lagðar fram ítar- legar tillögur um hvað má betur fara. Eitthvað af þessum tillögum virðast hafa orðið innblástur til breytinga eða aðgerða. En betur má ef duga skal. Kostir Íslands sem matarlands eru miklir og ótvíræðir. Við eigum fagmenn á heimsvísu, hvort sem er í matreiðslu eða framreiðslu. Fáar þjóðir er jafn vel í sveit settar hvað varðar fiskimið og íslenskur sjávar- útvegur er í farabroddi þegar kemur að nútímalegum aðferðum við veiðar og vinnslu sem skilar sér í einstaklega góðri vöru. Landbúnaðurinn okkar hefur líka þróast gríðarlega á síðustu árum, við búum orðið að fjölbreyttri grænmetisflóru og íslenska lambakjöt er einstakt hvað varðar mýkt og bragð- gæði. Áhugi almennings og þorsti eftir matartengdum nýjungum og góðum mat fer vaxandi í stórum stökkum, samhliða aukinni fagmennsku og meiri vörugæðum. Orðstír deyr aldregi Matartengd nýsköpun kraumar um allar koppagrundir eins og berlega má sjá, m.a. á sívaxandi vöruúrvali og ekki síður því hversu Matarmarkaði Búrsins í Hörpunni hefur vaxið fiskur um hrygg. Þetta byggir hins vegar að stórum hluta á einstaklingsbundnu frumkvæði, ósérhlífni og gríðarlegri vinnu fjölda fólks. Þessi þróun er auðvitað frábær, sjómenn, bændur, kokkar og frumkvöðlar af ýsmu tagi standa sig með eindæmum vel. En eins og áður sagði er hér engin sam- eiginleg matarstefna eða markmið. Því staðreyndin er auðvitað sú að öll erum við að vinna undir merkjum íslensks matar og matarmenningar. Í öllu sem gert er í matargeiranum, rétt eins og í ferðaþjónustunni, er vöru- merkið Ísland í húfi, svo gripið sé til leiðinda frasa. Þess vegna þurfum við sameiginlega stefnu og markmið. Þeir einu sem ekki virðast skilja þetta eru leiðtogar þjóðarinnar. Sjómennnirnir veiða, bændurnir rækta, kokkarnir kokka – ættu ekki leiðtogarnir að leiða? Matarsíða svavars svavar@islenskurmatur.is. VILT ÞÚ ÖÐLAST STARFSRÉTTINDI ? FINNDU ÞÍNA FRAMTÍÐ Í SKEMMTILEGUM OG PERSÓNULEGUM SKÓLA Opið er fyrir innritun frá 1. nóv. til 20. des. í gegnum menntagatt.is Flatahrauni 12 220 Hafnarfirði sími 585 3600 www.idnskolinn.is Eftirfarandi námsleiðir í boði: Almennt nám Grunnnám bíliðna Grunnnám rafiðna Grunnnám bygg. og mannvirkja Hársnyrtibraut 2. 3. 4. og 5. önn Húsasmíði Húsgagnasmíði Listnám hönnun og handverk Málmiðngreinar fyrri hluti Pípulagnir Rafvirkjun Rennismíði Stálsmíði Tækniteiknun Vélvirkjun ALLIR ALDURSHÓPAR ERU VELKOMNIR Kokkalandsliðið er í Lúxemborg og keppir um helgina á heimsmeistaramótinu. Útlit og frumleiki skipta máli í eldamennskunni ekki síður en áferð og bragð. Mynd: Kokkalandslið Íslands.

x

Kópavogur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.