Kópavogur - 21.11.2014, Blaðsíða 11
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
1121. Nóvember 2014
Á að vinna á nóttunni?
Kristín Loftsdóttir er 39 ára sellóleik-
ari og tónlistarkennari í verkfalli. Hún
hefur stundað tónlistarnám frá sex
ára aldri en byrjaði á sellóinu átta ára.
Hún hefur stundað kennslu frá því
snemma á þrítugsaldri en var einnig
mörg ár í framhaldsnámi við erlenda
háskóla, í Finnlandi og Lundúnum, en
í framhaldsnáminu lagði hún stund á
kennslufræði samfara tónlistarnám-
inu.
„Ég væri ekki sellóleikari, tónlist-
arkennari og raftónlistarmaður í dag
nema vegna þess að ég hef lagt svo
ótrúlega mikið á mig í mínu námi
og starfi í gegn um tíðina. Og ég veit
að kollegar mínir gera slíkt hið sama.
Menntun, reynsla, óreglulegur vinnu-
tími og stöðugar æfingar meðfram
kennslu - allt er þetta lítils metið.
Við fáum ekki hærra kaup. Mér var
sagt síðast fyrir nokkrum dögum af
bæjarstjóra Mosfellsbæjar að ég ætti
að leggja meira á mig til þess að fá
hærra kaup. Síðan spurði aðstoðar-
maður hans hvar við gætum gefið
meiri sveigjanleika á móti hærra
kaupi. Hvar sjáið þið sveigjanleik-
ann? Að vinna á nóttunni? Þurfum
við virkilega að brjóta vinnulöggjöf-
ina varðandi hámarks vinnutíma til að
fá sæmileg laun? Er ekki hægt að sýna
okkur meiri virðingu en svo?“ segir
Kristín Loftsdóttir í samtali við blaðið.
Hvað bjóða
sveitarfélögin?
Fram kemur í minnisblaði sem Inga
Rún Ólafsdóttir sendi sveitarstjórn-
armönnum á dögunum að samn-
inganefnd Sveitarfélaganna hafi gert
tónlistarkennurum fjögur tilboð,
sem Bæjarblaðið Kópavogur birtir
hér í tímaröð hér að neðan. Síðasta
tilboðið var lagt fram daginn fyrir
verkfall:
1. 2,8% hækkun launatöflu. Þrjár
eingreiðslur á samningstímanum;
14.600 kr., 20.000 kr. og 20.000
kr. – engar efnislegar breytingar
á samningi. Viðræðuáætlun til
að ræða mögulegar breytingar á
kjarasamningi aðila. Gildistími
samnings yrði frá 1. mars 2014
til 31. ágúst 2015.
2. 4,4% hækkun á launatöflu – engar
efnislegar breytingar á samningi.
Viðræðuáætlun til að ræða mögu-
legar breytingar á kjarasamningi
aðila. Gildistími samnings yrði frá
1. mars 2014 til 31. ágúst 2015.
3. 7,5% hækkun á launatöflu á
samningstíma – litlar efnislegar
breytingar en þær snéru ekki
að greinum 2.1.5 og 2.1.6.4 og
fólu ekki í sér tillögu um aukið
kennsluframlag. Viðræðuáætlun
til að ræða mögulegar breytingar
á kjarasamningi aðila. Gildistími
samnings yrði frá 1. mars 2014 til
31. ágúst 2015.
4. 7,5% hækkun á launatöflu – smá-
vægilegar efnisbreytingar. Við-
ræðuáætlun til að ræða mögu-
legar breytingar á kjarasamningi
aðila. Gildistími samnings yrði frá
1. mars 2014 til 31. ágúst 2015.
Aukið vinnuframlag
fyrir hærri laun?
Sveitarfélögin hafa sagt við samninga-
borðið að til að verða við kröfum Fé-
lags tónlistarkennara verði að koma til
hagræðing á móti. Í minnisblaði Ingu
Rúnar Ólafsdóttir segir að á samn-
ingafundum hjá Ríkissáttasemjara
hafi verið lagt til að vinnuframlag
tónlistarkennara verði aukið á móti
launahækkunum. Að auka „sveigj-
anleika varðandi lengd skólaársins“.
Að finna leiðir til að milda kostnað-
aráhrif vegna álags vegna samkennslu
og hlutanemenda. Breytingar á formi
álagsgreiðslna, og einnig hafi verið
viðraðar hugmyndir um að taka
viðbótarlaun tónlistarkennar inn í
grunnlaun.
„Við samningaborðið hefur öllum
tilraunum SNS til að opna á umræðu
um þessi atriði verið hafnað,“ segir í
minnisblaðinu.
Fram kom í umræðum í borg-
arstjórn Reykjavíkur á þriðjudags-
kvöldið að tilboð hefðu gengið milli
samningsaðila. Fram kom í máli Hall-
dórs Halldórssonar, borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins en hann er jafn-
framt formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga að sér þætti sem bilið
milli samningsaðila væri minna en
áður. „Ég er bjartsýnni í dag en ég
var fyrir helgi, en það getur brugðið
til beggja vona,“ sagði Halldór Hall-
dórsson í umræðunum.
Besta gjöfin
„Tónlistarnám er einhver besta gjöf
sem hægt er að gefa barni og ætti að
vera aðgengileg öllum grunnskóla-
börnum. Það er deginum ljósara
að tónlistarlífið í dag byggir á þeim
grunni sem tónlistarkennarar hafa
lagt í gegnum tíðina.“ sagði Arna K.
Einarsdóttir framkvæmdastjóri Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands í viðtali við
Reykjavík vikublað á dögunum,
þegar hún var spurð um verkfall
tónlistarkennar og hvort starf þeirra
væri vanmetið.
börn syngja í Hörpunni. „Það er deginum ljósara að tónlistarlífið í dag byggir á þeim grunni sem tónlistarkennarar
hafa lagt í gegnum tíðina,“ segir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Tónlistarkennarar hafa meðal annars komið á fund bæjarstjórnar Kópavogs
þar sem þessi mynd var tekin.