Kópavogur - 21.11.2014, Page 10

Kópavogur - 21.11.2014, Page 10
10 21. Nóvember 2014 Víða stuðningur við tónlistarskólakennara í verkfalli: „Ekkert annað en ferlega hallærislegt“ „Ég lýsi frati á það skilningsleysi sem virðist ríkja gagnvart tónlistar- kennurum; þeirri stétt sem hlúði að okkar frábæra tónlistarfólki í æsku og á unglingsárum. Það er ekkert annað en ferlega hallærislegt að koma svona fram og ég mun minnast þessarar framkomu þegar kosið verður í næstu sveitastjórnarkosningum. Ég vona að fleiri séu sömu skoðunar,“ segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður um verkfall tónlistarkennara. Á þriðja hundrað kennara Tónlistarkennarar í Félagi tónlist- arkennara hafa nú verið í verkfalli í rúmar fjórar vikur og ekki sést enn til lands í samningarviðræðum þeirra við Samband sveitarfélaga. Nokkur fjöldi tónlistarkennara í Kópavogi er enn í verkfalli en þeir sem eru félagar í FÍH eru við störf. Tugir eða jafnvel á annað hundrað tónlistarkennara í nágrannasveitarfélögunum eru einnig í verkfalli og nemendurnir skipta þús- undum. Ljóst er að verkfallið hefur töluverð áhrif. Mikil efnahagsleg áhrif Ágúst Einarsson, prófessor og hag- fræðingur, vann ítarlega skýrslu um hagræn áhrif tónlistar á íslenskt samfélag fyrir fáum misserum. Hann hefur bent á að tónlist velti milljörðum króna á ári hverju og veiti þúsundum vinnu. Menningin sé drjúgur hluti af landsframleiðslunni, um 4 prósent af heildinni. Tónlistin skipti þar miklu máli. Menningin vegi meira í lands- framleiðslunni en öll veitustarfsemi og „þrefalt meira en landbúnaður annars vegar og ál- og kísiljárnfram- leiðsla hins vegar“. Landkynning og gjaldeyrir Fleiri taka í svipaðan streng um kjara- deiluna og Jón Ólafsson. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Airwaves hátíðarinnar sem haldin var nýlega er ómyrkur í máli: „Við Íslendingar hömpum listamönnum ekki síst tón- listarmönnum fyrir árangur þeirra á erlendri grundu. Við tökum glöð við gjöfunum sem þeir færa okkur í formi þroska, gleði, ferðamanna, landkynn- ingar og gjaldeyris. En okkur virðist svona upp til hópa slétt sama um hvort þeir hafi til hnífs eða skeiðar eða hvort aðbúnaður þeim til handa sé boðlegur,“ segir Grímur. Til framtíðar geti þetta þýtt fábreytt samfélag og gleðisnautt. „Við getum ekki alltaf bara staðið upp fyrir stétt- irnar hvers verkföll snerta okkur hér og nú. Það er mikilvægt að halda úti öflugu tónlistarskólastarfi. Það skilar okkur menningu og betri bú- setuskilyrðum. Það skilar okkur líka alveg helling af peningum sem því miður virðist vera það eina sem vekur áhuga fjöldans. En við skulum fyrst og fremst hafa þetta í huga: Sjálfsmynd samfélaga koðnar niður þegar menn- ingin hverfur,“ bætir hann við. BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – Sími 515 8701 Nánari upplýsingar á www.funi.is Úrval áhalda fyrir eldstæði FR U M „Tónlist og tónlistarnám hefur marg- vísleg jákvæð áhrif. Þannig hafa áhrif tón- listarnáms á ýmsa þætti hjá ungmennum, eins og einkunnir, reykingar, áfengisneyslu og hassneyslu, verið rannsökuð. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem stunda tónlist- arnám reykja miklu síður en aðrir […] Grunnskólanemar sem stunda tónlistarnám reykja 60% minna en aðrir […] Ungmenni sem stunda tónlistarnám drekka 40% minna en önnur ungmenni.“ - Einar Ágústsson, Hagræn áhrif tónlistar, Háskólinn á Bifröst, 2012, bls. 73 Einar Ágústsson. Klukkan tifar Sú spurning vaknar hvers vegna ekki er hægt að semja, ef stór sveitarfélög eða fyrirsvarsmenn þeirra kalla eftir samningum, eins og dæmi eru um, en það eru jú sveitarfélögin sem mynda Samband sveitarfélaganna. „Þú veltir fyrir þér hvernig það megi vera, að þegar svo mörg sveitarfélög og/eða stofnanir og kjörnir fulltrúar þeirra taka heilshugar undir okkar sanngjörnu kröfur um launaleið- réttingu og að það sé eðlileg og réttmæt krafa að við séum á sömu launum og aðrir kennarar, eins og við vorum fyrir efnahagshrunið, hvers vegna svo illa gangi að semja,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins. „Við veltum þessari spurningu líka fyrir okkur og þegar það eru meira en ellefu mánuðir síðan viðræðuáætlun var undirrituð milli aðila þá getum við ekki annað en túlkað það sem svo að þeir sem semja við okkur hafi ekki umboð til að semja við okkur á sömu nótum og aðra kennara, að nú eigi að undanskilja okkur meginsamningsmarkmiði Sambands íslenskra sveitarfélaga um jafnrétti í launasetningu,“ bætir hún við. Það undirstriki þetta að á öllum þessum tíma, síðast á mánudag, hafi tónlistarkennurum verið „stillt upp andspænis kröfum sem við getum ekki orðið við og öllum okkar hug- myndum hefur verið ýtt út af borðinu. Ef samningsborðið væri taflborð þá er viðhöfð ákveðin þráskák og slíkt myndu skákmenn varla leyfa sér í tafli ef notuð væri klukka. Við erum hins vegar í verkfalli og því getur það þjónað öðrum markmiðum sveitar- félaga að stilla okkur aftur og aftur upp með þeim kröfum sem þeir vita að við getum ekki orðið við, meðan klukkan tifar.“ Ekki hefur náðst í Ingu Rún Ólafs- dóttur, sviðsstjóra kjarasviðs Sam- bands sveitarfé- laga, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir og hefur hún ekki svarað skilaboðum. Sigrún Grendal. Inga Rún Ólafsdóttir. Jón ólafsson. Grímur Atlason. fotspor.is

x

Kópavogur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.