Kópavogur - 21.11.2014, Síða 12

Kópavogur - 21.11.2014, Síða 12
 Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Til í svörtu, hvítu, rauðu og burstuðu stáli! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Jólagjöfin í ár! Ostabúðin Delicatessen - Skólavörðustíg 8 - Sími. 562 - 2772 - ostabudin@ostabudin.is Opnunartími - Mánudaga - Föstudaga 11 - 18 - Laugardaga 11 - 16 Tilvalið handa sælkeranum Glæsilegar gjafakörfur færðu hjá okkur fyrir jólin í síma 5622772 Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum 21. Nóvember 20148 Íslendingar geta fylgt fordæmi Namibíu „Mig langaði til að koma því til skila heim til Íslands sem ég upplifði og reyndi í Afríku“ segir Stefán Jón Hafstein sem hefur fyrir eign reikning gefið út bókina Afríka – Ást við aðra sýn. Sagt er frá ólíkum kynþáttum í jaðarbyggðum, lífsbaráttunni lýst þar sem fólk þarf að gera sér mikið úr litlu og ofinn þráður úr ýmsum áttum með myndum og texta sem saman varpa ljósi á töfra Afríku, hve óvægin hún er og viðnámsþróttur fólksins mikill. Á milli kafla er skotið dagbókarbrotum höfundar sem færa lesanda enn nær vettvangi, segir í kynningu. „Þetta er bók um fólk, fyrir fólk,“ segir Stefán Jón. „Ég vona bara að þegar þetta raðast allt saman fái fólk gleggri sýn á álfuna heitu, lífskjör og náttúru og mannlíf í miklum fjölbreytileika.“ Bæjarblaðið Kópavogur birtir hér stuttan kafla úr bókinni sem ber yf- irskriftina Vernd og er sá fyrsti í bók- arhluta um náttúrugersemar í álfunni stóru: „Framsýni sannar sig þegar maður lítur um öxl. Eins og óafturkræf mistök fylla mann sorg og reiði leyfir maður sér að blessa þá sem eitt sinn sáu lengra en sumum okkar er fært enn þann dag í dag. Fyrir rúmri öld var friðhelgi slegið á einhverjar fegurstu villidýralendur Afríku. Þar sem nú heitir Etosha í Namibíu og„náttúran nýtur vafans“ hvern einasta dag, þar sem villt dýr eiga réttinn og maðurinn er bara gestur sem fær að láta lítið fyrir sér fara. Hvað mun baksýnisspeglinn segja mönnum eftir önnur hundrað ár þegar þeir meta framsýni okkar tíma? Prúðar antilópur og voldugar fílahjarðir enn á sínum stað eins og um aldir alda? Og hér heima á Íslandi? Munu menn hafa fetað sömu slóð og mörkuð var í Etosha á sínum tíma? Auðvitað þurfti djöfulskap og böðul- skap áður en friði var lýst með dýrum. Fyrstu hvítu mennirnir komu til Etosha um það leyti sem þjóðfundurinn var haldinn í Lærða skólanum í Reykja- vík 1851. Þjóðverjar voru að brjóta undir sig nýlenduna sem síðar varð Namibía. . . Þessi paradís varð fljótlega að blóð- völlum þegar byssuvæddir innflytj- endur hófu grimmilega slátrun sem á örfáum árum ógnaði tilveru dýrastofna sem áttu rætur að rekja til upphafs lífs á jörðu, óáreittir og spakir. Einn hvítu aðkomumannanna keypti víðar lendur þar sem nú er hjarta Etosha garðsins fyrir saltkjöt af einu hrossi, tunnu af koníaki og 25 riffla. Þeirra viðskipta naut héraðshöfðingi heimamanna. Þegar aðkomumenn hófu nautgripa- rækt þótti nauðsynlegt að fella öll villt dýr og útrýma til að verjast gin- og klaufaveiki sem þau voru talin bera á milli búgarða. 1907 tók framsýni við. Landstjóri Þýsku Suð-vestur Afríku, Dr Friedrich von Lindquist friðlýsti verndarsvæði á stærð við Ísland. Eitt- hvað var það við fegurð merkurinnar sem hreyfði svo mjög við tilfinn- ingalífi þeirra sem réðu för að jafn- vel ábatastöm niðursuðuverksmiðja á sebrahestakjöti varð að víkja þegar fram liðu stundir. Einhver hefur eftir munnmælum að þeir hafi ráðið ráðum sínum og sagt: Þetta er of fagurt til að það glatist. . . Villidýralendurnar í Etosha eru eins ólíkar Íslandi og hægt er að hugsa sér. Þessi ótrúlegi grúi dýra og ógnar- legu andstæður. Ekki andstæður elda og ísa, heldur þurrka og vætu. Um þurrkatímann fer hitinn langt upp í fjörutíu gráður. Stóra saltsléttan sem einkennir landið þornar upp og verður eins og bakarofn. Ekki stingandi strá. Dýrin þjappast saman kringum vatns- bólin sem halda þeim á lífi. Þegar svo hrannast upp skýjabólstrar og þéttast og dökkna yfir hvítri sléttunni kemur lemjandi regn. Eins og hendi sé veifað verður allt grænt. Runnar, tré og gras- lendi blómgast, fuglar syngja og endur svamla glaðhlakkalegar á flæðiengjum innan um flamengóa og storka. Allt er syngjandi svalt og ungviðið kemur í heiminn til að spretta eins hratt og hægt er upp úr kafgresinu, í leyni fyrir rándýrum. Eins ólíkt Íslandi og hægt er - í fleiri en einum skilningi. Hugsum um hálendið okkar sem er jafn víðáttu- mikið og þetta verndarsvæði. Í stað þess að fylgja fordæmi Namibíu er draslaramenning á hálendinu. Engin heildarstefna í gildi. Þingvellir kom- ast á heimsminjaskrá UNESCO og við leggjum hraðbraut í gegn. Ethosa er vandlega afmarkað og girt, þangað fer enginn inn nema um ákveðnar leiðir gegnum mönnuð hlið. Ökutæki og fjöldi farþega er skráður. Hvergi má gista nema á mörkuðum svæðum sem tekin eru frá, þar bjóðast góð hótelherbergi með þægindum og þjónustu sem og tjaldstæði fyrir þá sem kjósa einfaldan kost. Engir sjoppuskálar, að hruni komnir bensínskúrar eða ruslgámar á víð og dreif. Allir verða að vera í náttstað fyrir sólsetur. Umferð er bundin við valda slóða, sums staðar bönnuð. Merkingar eru látlausar og falla vel að umhverfi, allir fá vandað kort sem sýnir það helsta og hvar má fara. Fólk fer bara úr bifreið á afmörkuðum hvíldarsvæðum og út- sýnisstöðum. Ströng viðurlög gilda ef reglur eru brotnar. Hófleg gjöld standa undir hluta kostnaðar. Það veit sá sem víða hefur ratað að villidýralendur um sunnanverða Afr- íku eru óviðjafnanlegar. Upplifunin af því að ferðast innan um dýrin í náttúru- legu umhverfi er ekki himnesk heldur jarðnesk eins og best getur orðið. Hér opinberast að heimurinn er fagur. Að koma út í dagrenningu og sjá rán- dýrin læðast í skjól. Sjá blettatígra við termítahrauk og hitta villihundahjörð við moldarslóða. Reka augu í ljónahjörð undir tré, pakksödd á meltunni. Gap- andi augntóftir af vísundi á afnöguðum haus. Tugir fíla þramma hljóðlaust gegnum skógarrjóður, 70 tonn þeir stærstu og yngstu kálfarnir vel varðir milli fóta sem eru gildir eins og trjábolir. Sjá lit- ríka spörfugla á blómguðum greinum, perluhænur á vappi og hegra í tjörn. Mörg hundruð stökkhafra innan um lágvaxna runna og kliðmjúkur ómur fyllir loftið þegar þeir bíta laufin. Það veit sá sem víða hefur ratað að hér verður mannskepnan agndofa. Og trúleg þau orð Davids Attenboroughs að hvergi í heiminum setji Móðir nátt- úra á svið jafn stórbrotna sýningu og í Afríku. Manneskja sem skynjar svona fegurð getur aldrei orðið annað en betri mann- eskja. Þá lifir maður fágætt augnablik og óskar þess heitt og innilega – ómeð- vitað og ósjálfrátt - að allir menn fái einhvern tíman að lifa slíka stund. Svona er Afríka.“

x

Kópavogur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.