Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 5. febrúar 1998
Fremurrólegt
Hjá lögreglu voru menn nokkuð
sammála um að síðasta vika hefði
verið fremur róleg og helgin þar
með talin. í dagbók lögreglunnar
voru skráðar 168 færslur og er það
nokkru minna en vikuna á undan
og ekki langt frá meðaltali.
Níufengupunkta
Eins og venjulega voru umferðar-
málin ofarlega á verkefnalista
lögreglunnar. Höfð voru afskipti af
níu ökumönnum sem ýmist fengu
áminningu eða voru sektaðir. Þá
munu þeir hinir sömu hafa safnað
nokkrum punktum vegna brota
sinna. Meðal þessara var einn
stöðvaður vegna glæfraaksturs og
áminntur. Annar var stöðvaður á
70 km hraða á Kirkjuvegi og hlaut
sá sekt fyrir.
Þríggja bíla árekstur
Tveir árekstrar urðu í vikunni. Sá
fyrri varð á fimmtudag við
Friðarhafnarskýlið en þar var um
minniháttar óhapp að ræða. Seinni
áreksturinn varð á föstudag og var
þar um þriggja bíla árekstur að
ræða á gatnamótum Illugagötu og
Kirkjuvegar en þar hefur margt
umferðaróhappið átt sér stað.
Bifreið, sem ekið var austur
Kirkjuveg, lenti aftan á kyrrstæðri
bifreið á gatnamótunum og kast-
aðist sú á þriðju bifreiðina sem var
á leið vestur Kirkjuveg. Talsverðar
skemmdir urðu á bifreiðunum en
ekki alvarleg slys á fólki.
laminnvið
Safnaðarheimilið
Á fimmtudag í síðustu viku kom
fjórtán ára piltur á lögreglustöðina,
ásamt móður sinni, og lagði fram
kæru á hendur jafnaldra sínum
vegna líkamsárásar við Safnaðar-
heimilið. Vart flokkast slíkt nú
undir kiistilegt athæfi en sem betur
fer munu meiðsl kærandans ekki
vera alvarleg.
Hjóli stoliö
Á sunnudag var tilkynnt um stuld á
kvenreiðhjóli frá Áshamri 49.
Hjólið er af gerðinni 28 Pro Style.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um
þennan þjófnað eru beðnir að hafa
samband við lögreglu.
Fámenntí
fangaklefum
Ekki var mikil aðsókn í fangaklefa
lögreglunnar um helgina. Þó fékk
einn þar gistingu á aðfaranótt
laugardags og hafði sá fengið sér
heldur mikið neðan í því og hafði
verið með óspektir á einu öldurhúsa
bæjarins.
Leiðréttingar
í síðasta blaði var sagt að Bæjar-
veitur séu meðal þeirra sem taka
þátt í eldtjallavöktuninni, sem verið
er að koma upp á Nýjahrauninu.
Það er ekki rétt því það er tækni-
deild bæjarins sem kemur að
verkinu með Ólaf Ólafsson bæjar-
tæknifræðing í broddi fylkingar
Hanna María Siggeirsdóttir apótekari:
Engar forsendur fy rir bæiar-
stjóm að mfflla með öðm apóteki
í greinargerð sem Hanna María
Siggeirsdóttir apótekari hefur sent
bæjarstjórn varar hún við því að
stofnað verði nýtt apótek í Vest-
mannaeyjum og vill að unisókn um
lyfsöluleyfi verði hafnað. Segir hún
að markaðurinn sé ekki það stór að
hann standi undir rekstri tveggja
lyfjaverslana. Þar af leiðandi verði
ekki hægt að lialda uppi því
þjónustustigi sem lyfjalög krefjast.
Tilefni greinargerðar Hönnu Maríu
eru fréttir af því að í undirbúningi er
stofnun annars apóteks sem á að taka
til starfa í næsta mánuði. Sá aðili ber
fyrir sig lög um veitingu lyfsöluleyfa
og hæstaréttardóm sem kveður á um
að sveitarstjórn sé untsagnaraðili en
leyfisveiting er í höndum ráðherra.
Ber þeint að gæta þeirra sjónamtiða er
lúta að íbúatjölda að væntanlegri
lyfjabúð og fjarlægð hennar að næstu
lyfjabúð. „Sveitarstjórn hefur stað-
bundna þekkingu og getur því rnælt
gegn veitingu leyfis á grundvelli slíkra
sjónarmiða, ef hún telur þau einhverju
skipta. Ráðherra fer Itins vegar nteð
sjálfstætt mat og ber ákvörðunar-
valdið undir hann að lögunt,“ segir í
hæstaréttardóminum sem Hanna
María vitnar í.
í franthaldi af þessu vísar Hanna
María í bréf heilbrigðisráðherra til
Sambands íslenskra sveitarfélaga í
mars 1996. Þar er að finna
leiðbeiningar til sveitarstjóma sem má
hafa til hliðsjónar þegar umsagnir eru
veittar. Þar segir að lytjabúðir eða
útibú frá þeim skuli vera á sem að-
gengilegustum stöðum. taka má tillit
til íbúatjölda og staðsetningar heilsu-
gæslustöðva, læknastofa og þjónustu-
og atvinnusvæða auk skipulags
íbúðahverfa. Viðmiðunartalan að því
er kentur fram í greinargerðinni er
5000 íbúar.
Hún segir það álit sitt að tilkoma
nýs apóteks í Vestmannaeyjum muni
kippa rekstrargrundvelli undan þeirri
þjónustu sem þegar er í Vestmanna-
eyjum. Einnig kentur fram hjá hentti
að vegna legu Vestmannaeyja sé
nauðsynlegt að hér sé öflugt apótek
sem bjóði upp á neyðarþjónustu.
Hún segir það skoðun sína að
markmiðum lyfjalaga urn eðlilega
samkeppni sé nú þegar fullnægt í
Eyjum og að Apótek Vestmannaeyja
sé í samkeppni við önnur apótek í
landinu. „Enda er lyfjaverð í Apóteki
Vestmannaeyja sambærilegt við
meðalverð lyfja á höfuðborgar-
svæðinu.“
í ljósi þessa segir Hanna Marfa
engar forsendur fyrir því að
bæjarstjórn mæli með stofnun annars
apóteks. „Ég fer því vinsamlega frarn
á það við bæjarstjórn Vestntannaeyja
að hún mæli ekki með því við
heilbrigðisráðherra. að lyfsöluleyfi
fyrir nýju apóteki í Vestmannaeyjum
verði veitt," segir Hanna María.
Þriðji fundurinn um siðfræði í
sjávarútvegi var haldinn í
Safnaðarheimili Landakirkju síðast
liðinn þriðjudag. Var þetta þriðji
fundurinn af þreniur þar sem
metin hafa verið hin ýmsu sið-
fræðilegu álitamál er tengjast
sjávarútveginum sérstaklega.
Er skemmst frá því að segja að
fundurinn var að flestra áliti skemmti-
legur og fjörlegur. Séra Bjarni flutti
eina skelegga, þríeina. lærða ræðu frá
þeirn kristilega siðferðisgrundvelli
sem honum er lagið. Byggði hann
framsögu sína á hugtökum úr garði
Páls Skúlasonar heimspekings. Sagði
hann að hamingja fólks byggði á
þremur gæðahugtökum: veraldlegum
gæðum, andlegum gæðum og
siðferðilegum gæðum. Hvert þeirra
skaraðisvohittátjölbreyttan hátt. Et'
menn vildu ná þessari farsæld yrðu þó
að vera til staðar frelsi, réttlæti og
kærleikur sem byggðu á leiðurn til
þess að hámarka siðferðisgæðin. Guð
væri hið efsta vald og rnenn aðeins í
ráðsmennsku hjá honum og með allt
sitt veraldlega stúss að láni. Síðan
yrðu menn að nota skynsenti sína til
þess að greina hvað væri siðleg
breytni. Öllum væri gefin skynsemi
til þess að meta rétt og rangt.
Viðbrögð panelsins við framsögu
Bjama vom nokkuð blendin. Var sem
panelnum þætti að sér vegið og
viðbrögð hans líkt og drukknandi
manns. Menn héldu líklega að séra
Bjami myndi virða hlutleysi vett-
vangsins, eins og hann hafði lagt upp
meðáfyrstafundi. En það getur verið
erfitt að nefna ekki Guð í húsi hans.
Ekki ósvipað því að erfitt er að nefna
ekki ráðherra í sölum Alþingis, eða
fisk í útgerðarbæ.
Bjami skýrði mál sitt á ný og
færðist heldur ró yfir panei. Éfst í
huga fundarntanna var þó framsal
kvóta og verkfallið sem hófst á
miðnætti á þriðjudaginn. Menn beittu
fyrir sig hinum lærðu hugtökum sem
séra Bjarni hafði svo ágætlega byggt
framsögu sína á og fluttu ntál sitt af
hógværð og skynsemi. Er þá til
nokkurs af stað farið.
Lofsvert er framtak séra Bjama
með þessari siðferðisumræðu og
verður fróðlegt að sjá hinn sameigin-
lega texta og niðurstöðu fundanna
þriggja. En þar sem séra Bjami
vitnaði svo ágætlega í Pál Skúlason er
ekki úr vegi að nefna það, svo öll
sjónarmið fái að njóta sín, að margur
leikmaðurinn kann ekki að skilja
heintinn út frá rökum kristilegrar
siðfræði. En Páll segir í inngangi að
bókinni Náttúrusýn (safn greina urn
siðfræði og náttúru) útg. 1994:
„Náttúran lýtur ekki stjórn okkar
mannanna. Að vísu er það ein hug-
sjón manna að drottna yfir náttúrunni
og vissulega höfum við vald til þess
að hafa alls kyns áhrif á það sem þar
gerist, að minnsta kosti á afmörkuðum
svæðunt. En náttúran sem eðli
skapaðra hluta, sem kerfi þeirra afla
sem ráða gerð þeirra hluta og sent
sýnileg heild himins og jarðar og alls
þess sent þar birtist, er handan allrar
mannlegrar stjómar. Það er ekki
heldur víst að hún lúti guðlegri stjóm,
því skaparinn, sé hann til, kann
vísvitandi að hafa hugann við önnur
verk, en þetta riki náttúmnnar sem við
byggjum.“
Bragi Júlíusson verkstjóri hjá Eimskip í Vestmannaeyjum segir að
níutíu og fimm, fjörutíu feta frystigámar standi nú á svæði félagsins
við höfnina. Gámar þessir eiga vera undir frysta loðnu til Asíu.
Bragi segir að í næstu viku sé gert ráð fyrir að gámarnir verði orðnir
hundrað og fjörutíu á athafnasvæði Eimskips.
Björgvin Arnaldsson verkstjóri hjá Samskip í Vestmannaeyjum
segir að þeir hafi verið að fá gáma undanfarið og að þeir hafi nú
hundrað, fjörutíu feta frystigáma klára undir loðnu á kæjanum hjá
sér.
Áskorun til
deíluaðíla
Á fundi sínunt á þriðjudaginn lýsti
bæjarráð yfir áhyggjum vegna
þeirrar stöðu sem upp er komin í
kjaradeilu sjómanna og útvegs-
ntanna.
„Afieiðingar
vinnustöðvunarinnar í lengri tíma
yrðu þungbærar fyrir Vestmanna-
eyjar og landið allL sérstíiklega nú í
febrúar þegar háannatíminn í
sjávarútvegi hefur venjulega verið.
Áhrif verkfalls rnunu koma frant
af niiklum þunga á afkomu heimila,
lyrirtækja og sveitarfélagsins.
Bæjarráð skorar á samningsaðila
að þeir geri allt sem mögulegt er til
þess að finna lausn á þessu erfiða
deilumáli,“ segir í bókun bæjarráðs.
Safnastjórar á fundi
Fundur var haldinn í menningar-
málanefnd síðastliðinn fimmtudag í
Safnahúsinu. Forstöðumenn safn-
anna hér í bæ mættu á fundinn og
lögðu fram óskalista sína og gerðu
grein fyrir þörfum sínunt og
væntingum varðandi fjárhags-
áætlun næsta árs. Munu safna-
stjórar þegar hafa kynnt bæjarstjóra
óskir sínar og gert honum grein
fyrir stöðu mála.
Skjalasafnið óskaði eftir 400
þúsund krónum til skjalaskápa-
kaupa, Náttúmgripasafnið óskaði
eftir nýju þaki á safnið unt
kostnaðarhlið er ekki getið,
Byggðasafnið vantar geymsluskápa
og tölvukerfi. Einnig var rætt um
Blátind og Landlyst. Bókasafnið
lagði fram lista yfir ýmis mál sem
óskað er eftir að fram nái að ganga
á næsta ári.
Stjóri Brunabótafél-
agsinsíheimsókn
Á þriðjudaginn var haldinn fundur
bæjaifulltrúa með Hilmari Pálssyni,
forstjóra Eignarhaldsfélags Bruna-
bótafélagsins, þar sem hann gerði
grein fyrir starfsemi félagsins. Ekki
kemur fram í fundargerðinni hvort
þaðan sé einhverra peninga að
vænta eins og sumir að hafa ýjað
að.
Bréffrá JónuHrönn
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir hafði
skrifað nefndinni bréf og óskað
eftir styrk til myndbandsgerðar um
„Litlu lærisveinana“ sem eru að
gefa út geisladisk nteð eigin söng.
Nefndin mun hafa samþykkt að
styrkja myndbandið um 35 þúsund
krónur.
Enn bréffrá Oddi
Júlíussyni
Oddur Júlíusson vekur athygli á því
í bréfi til nefndarinnar að fjöldi laga
og texta eftir Áma í Eyjum hafi
aldrei verið útgefin. Samþykkti
nefndin að kanna málið.
FRÉTTIR
Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson.
Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293.
Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir.
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni,
Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.