Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 5. febrúar 1998 og baki fa bæst við ngar sem hverjir lítt ísku starfi Landakirkja Fimmtudagur 5. febrúar Kl. 17:00 T.T.T. (10- 12ára) Laugardagur 7. febrúar Kl. 14:00 Útför Guðrúnar Sig- urðardóttur Sunnudagur 8. febrúar Kl. 11:00 Sunnudagaskólinn Kl. 14:00 Almenn guðsþjónusta -Hverfísmessa! Sjá fréttatil- kynningu. Kl. 20:30 Rokkmessa - Hljóm- sveitin Dee Seven leikur við góða heilsu. Mánudagur 9. febrúar K1.20:30 Bænasamvera og Biblíulestur í KFUM & K húsinu Kl. 20:30 Fundur með foreldrum og fermingarbörnum úr Barna- skólanum. Þriðjudagur 10. febrúar Kl. 16:00 Kirkjuprakkarar (7-9 ára) Kl. 20:30 Eldrideild KFUM & K l'undar í húsi félaganna. Kl. 20:00 Fullorðinsfræðsla Landakirkju: Opinn fundur þar sem frummælendur leggja fram niðurstöður umræðukvöldanna þriggja í samantekt sem flytja skal á norrænni ráðstefnu um Siðfræði Sjávarútvegs. Miðvikudagur 11. febrúar Kl. 10:00 Mömmumorgunn Kl. 12:10 KyiTðarstund í hádegi Kl. 15:30 Fermingartímar-Bama skólinn Kl. 16:30 Fermingartímar- Ham- arsskóli Kl. 20:00 KFUM & K húsið opið unglingum Kl. 20:30 Fundur með foreldrum og fermingarbömum úr Hamars- skóla. Fimmtudagur 12. febrúar Kl. 11:00 Kyrrðarstund á Hraun- búðuni Kl. 17:00 T.T.T. (10 - I2ára) Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur - Um að vera „hluthafi í Kristi"! -eiga pant himinsins. Er liægt að vita hvort við förum til himins? Skoðum málið í Biblíulestrinum!!! Föstudagur Kl. 17:30 Krakkakirkja fyrir böm á aldrinuni 3 til 9 ára. KI. 20:30 Unglingasamkoma. Laugardagur Kl. 20:30 Bænasamkoma. Munið ábyrgð fyrirbiðjenda, heilu borgirnar og löndin fengu varðveislu frá hörmungum vegna þeirra er báðu fyrir landi og lýð - Guð er að kalla okkur kristna til að sameinast í bæn. heill landsins er okkar heill. Við biðjum fyrir því að verkföll og óáran hvers konar verði bægt frá okkur. Sunnudagur KI. 15:00 Vakningarsamkoma Ræðumaður: Jóhannes Hinriksson Samskot vegna Kristniboðsins Þriðjudagur an1n7ú3m°W®alVrÍrbÖmá Fjölbreyttur söngur og lifandi orð. Hjartanlega velkomin. Aðventkirkjan l.augardagur 7. febrúar. Kl. 10:00 Biblíurannsókn Kl. 11:00 Guðsþjónusta. Gestur helg- arinnar Theódór Guðjónsson. Allir velkomnir. Frábær árangur í fimleikum: Ránarstúlkur kræktu sér í 18 verðlaunapeninga Tuttugu stúlkur í Fimleikafélaginu Rán gerðu góða ferð á Skrúfu- og meistaramót Fimlcikasambandsins um síðustu helgi. Se\ þeirra komu heim með verðlaun í farteskinu og þar af voru tvær sem hlutu hæstu einkunn sem veitt voru á mótinu. En þeim árangri náðu aðeins þrjár stúlkur. Þátttakendur í Rán kepptu í 1„ 2. og 3. þrepi og var Þórsteina Sigur- bjömsdóttir sú eina sem keppti í 3. stigi. Hún náði frábærum árangri á dýnu, fékk 9,15 stig og varð í 3. sæti. í fyrsta þrepi var keppt í tvennu lagi, krakkar fæddir 1988 annars vegar og krakkar fæddir 1987 annars vegar. í fyrsta þrepi 1988 í gólfæfingum röðuðu Ránarstúlkur sér í sæti tvö til sjö. Olga Möller fékk 8,80 stig, Tanja Björg Sigurjónsdóttir 8.75. Margrét Rut Halldórsdóttir 8.60, Steinunn Adolfsdóttir 8,40. Lilja Dröfn Kristinsdóttir 8,20 og Jóhanna Lind Þrastardóttir 8.05. A dýnu skipuðu stúlkurnar sér í öll fyrstu sætin. Tanja varð í l. sæti með 8,90, næst komu Stefanía Þorsteins- dóttir með 8,80, Olga með 8,45, Alma Guðnadóttir með 8,35 og Margrét með 8,20. Sama sagan endurtók sig á trampólíninu. Olga varð í I. sæti með 9,60 og á eftir henni komu Stefanía með 8,60, Tanja með 8,25, Margrét með 8,00, Sigrún Halldórsdóttir með 7,00 og Lilja Dröfn með 6,05. I samanlögðu var Olga efst með 26,85, Tanya kom næst með 25,90, Margrét 24,80, Stefanía 24,60, Lilja 22,25, Sigrún 21,60 og Alnra 21,25.' Keppendur í þessunr flokki voiu 20. í l. þrepi 1987 voru 34 keppendur og þar náði Anna Kristín Magnúsdóttir frábærum árangri. I gólfæfingum var hún í 2. sæti með 8,90. Á dýnu var hún í l. sæti með 9,60 og einnig var hún efst á trampólíni með 9,30. í 2. þrepi varð Ama Björg Sigur- björnsdóttir í 1. sæti í stökki með 8,50.. Af 112 keppendum voru tíu hæstu stúlkumar valdar til að taka þátt í meistaramótinu sem fram fór á sunnudaginn og þeim hópi vom Anna Kristín, Olga og Tanja úr Rán. Þær náðu góðum árangri í mótinu, sér- staklega Anna Kristín senr sigraði í í æfingum á dýnu og trampólíni. Á dýnu fékk hún 8,25. Olga var í 6. sæti með 7.40 og Tanja í 8. með 7,10. Á trampólíni fékk Anna Kristín 9,15, Olga varð í 2. sæti með 8,95 og Tanja í 5. með 8,65. í samanlögðu varð Anna Kristín efst með 25,40, Olga í 4. sæti með 24,00 og Tanja í 7. sæti með 23,75. Hæsta einkunn sem náðist á mótinu Guðmundur Þ.B. Úlafsson, tómstunda- og íbróttafulltrúí, Björguin Eyjólfsson ípróttakennari. Guðjón Hjörfedsson bæjarstjóri, Þór Vilhjálmsson formaður ÍBV- íjiróttafélags og ióhannes Úlafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV á þeim stað sem búningsaðstaðan á að koma. Á fimmtudaginn skrifuðu bæjar- stjórn og IBV-íþróttafélag undir samning vegna búningsaðstöð- unnar við Hásteinsvöll sem verður komin í gagnið fyrir sumarið. ÍB V tekur að sér framkvæmdina og hefur það fengið byggingafyrirtækið 2 Þ til að byggja húsið. Það verður byggt við noröurendann á sal Týsheimilisins. Teikningar, sem unnar voru af Páli Zóphóníassyni, gera ráð fyrir tveimur hæðum en f fyrsta áfanga verður byggð ein hæð. Þar verða tveir stórir búningsklefar fyrir mfl. karla og kvenna, gufubað, dóm- ai’aherbergi og sjoppa. Inni íTýsheim- ilinu verður útbúin salernisaðstaða fyrir vallargesti. Tækjageymsla, sem nú er í anddyri, verður færð í núver- andi þrekherbergi en þrekaðstaða verður í garnla tippherberginu. Um leið stækkar anddyrið. Bærinn veitti 15 milljónum króna til verksins. „Eg hlýt að gleðjast yfir þessum áfanga,“ sagði Jóhannes Ólafsson formaður knattspymu- deildar. „Þetta hefur verið baráttumá! mitt í mörg og nú er búningsaðstaðan loks í sjónmáli." HÖFDINGLEGAR MÓTTÖKUR Hópurínn kom með Herjólfi á sunnudagskuöldíð og uar vel fagnað. Allar fengu stúlkumar, tijálfarar og fararstjórar blóm sem viðurkenningarvott fyrir góða frammistölu. var 9,60 og þeim árangri náðu þrjár stúlkur, þar af tvær úr Rán. þær Ánna Kristín og Olga. Þjálfarar stúlknanna eru Kristjana Ingibergsdóttir, Kristbjörg O. Þórðar- dóttir og Anna Hulda Ingadóttir. „Þetta er sennilega besti árangur sem við höfum náð,“ sagði Kristbjörg í samtali við Fréttir. „Stúlkumar stóðu sig allar frábærlega og það að koma heim með 18 verðlaun segir sína sögu. Við náðum átta gullverðlaunum. fimm silfur og fimm brons. Þetta vakti mikla athygli og var stúlkunum hrósað í hástert fyrir góðan árangur, góða framkomu og getu.“ Fréttatilkynningar frá Landakirkju: Huerfismessa í Landakirkju Nú hefjast hverfismessur á nýju ári. Markmiðið er að loka hringnum fyrir vorið svo að allir íbúar bæjarins hafi fengið boð um að koma í hverfismessu. Hafa viðbrögð íbúa verið mjög jákvæð hingað til bæði í mætingu og kökubakstri fyrir messukaffið. Lætur nærri að 80 manns til viðbótar við þá rúmlega hundrað sem venjulega sækja messu hafi látið sjá sig hverju sinni sem fulltrúar síns hverfis. Nú er heitið á íbúa við Bröttugötu. Heiðartún, Strembugötu. Hátún. Smáragötu. Fjólugötu, Sóleyjargötu, Illugagötu og Brekkugötu að gera enn ben.tr og fjölmenna til messu og koma með meðlæti á hlaðborðið fyrir messukaffið. Fermingarböm úr þessum götum tnunu taka virkan þátt. Prestar Landakirkju. Nú stendur fyrir dyrum fyrsti fundur Sjálfshjálparhóps um sorg á nýju ári. Hann verður haldinn í KFUM & K húsinu við Fífilgötu næstkomandi fimmtudag. 5. febrúar, kl. 20:30. Á fúndinum mun Vera Björk Einarsdóttir hjúkrunatfræðingur kynna ýmsar aðgengilegar bækur sem fjalla um málefni sorgarinnar og lesa valinn kafla úr einni þeirra. Er fundur þessi gott tækifæri fyrir all syrgjendur til að sitja yfir kaffibolla og kertaljósi og ræða um það brýna málefni sem sorgin og viðbrögðin við henni eru. F ramkvæmdahópurinn. Systir mín, uppeldissystir og kær vinkona Guðrún Sigurðardóttir frá Blátindi Vestmannaeyjum verður jarðsungin 7. febrúarkl. 14.00 frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Fyrir hönd vandamanna Sigurrós Sigurðardóttir, Anna Jónsdóttir, Eygló Emilía Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Stefanía Þorsteinsdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.