Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur5. febrúar 1998 Fréttir 11 Langt síoan ég felldi allar fyiimtyndir af stalli -segir Helcgi Ólafsson, stórmeistari ískák Helgi Úlafsson, stórmeistari, uann allar sínar skákir á opna hraðskákmótinu. Opna hraðskákmót Taflfélags Vestmannaeyja og Sparisjóðs Vest- mannaeyja var haldið um síðustu helgi. Meðal þátttakenda á mótinu var Helgi Olafsson stórmeistari, en hann bjó hér í Eyjum hluta af unglings- og æskuárum sínum. Það er skemmst frá því að segja að Helgi vann allar skákir sínar og sigraði þar með á mótinu. Helgi segir að mótið hafi verið haldið vegna þess að tuttugu og fimm ár væru liðin frá því að gos hófst í Eyjum. „Hins vegar eru líka fimm ár sfðan fræg biðskák var til lykta leidd hér í Eyjurn sem ég tefldi við Andra Hrólfsson. Það er vilji fyrir því að halda þessu móti áfram og gera að föstum lið í skáklffi Eyjamanna. Þetta var skemmtileg keppni og andrúms- loftið gott. Ég stend að vísu nokkuð vel að vfgi í svona keppni, en það kemurekki að sök. Margir þeirra sem tóku þátt í mótinu voru íTaflfélaginu þegar ég bjó héma og það var gaman að hitta þá aftur.“ Sérstaktsamband uiðEyjar Hann segir að það hafi alltaf verið sérstakt samband við Vestmannaeyjar vegna þess að hér byrjaði hann að tefla. En er til einhver Vestmanna- eyjastíll í skákinni? „Nei það held ég nú ekki en ef Eyjamenn myndu taka þetta jafn alvarlega og til að mynda aðrar íþróttir, þá held ég að þeir yrðu fljótir að ná góðum árangri Mér sýnist líka vera efnilegir menn í skákinni héma. Hörðustu keppnimar eru hins vegar fyrir sunnan og mesta breiddin er þar. Það fer hins vegar ekki hjá því að menn verða að afla sér reynslu þar. Fjarlægðimar eru ekki þær sömu og hér áður fyrr. Aður voru menn ekki eins mikið á ferðinni og nú. Svo em önnur tækifæri til þess að tefla núna og þá á ég við Intemetið, þar sem menn geta teflt við alls konar menn út um allan heim. Ég hef stundum velt því fyrir mér að maður hefði líklega notfært sér það ef þeir hefðu verið fyrir hendi þegar ég var að byrja að tefla. Möguleikamir til þess að tefla hafa breyst mikið á þessum ámm en mér finnst að þeir sem vom að tefla þegar ég byijaði hafi nú alltaf reynt að miða sig við þá bestu.“ Helgi segir að hann hafi að sumu leyti verið nokkuð einangraður. „Ég ólst í rauninni upp með fullorðnum mönnum. Það var ekkert unglinga- starf og ég var dálítið einn hvað þessu við kemur. Þetta hafði sína kosti og galla. Ég hefði nú viljað hafa einhvem með mér í þessu á sama reki og ég. En ég tók skákina nokkuð alvarlega “ Hvemig kviknar þessi hugsun um það að skáka taflmönnum á skákborði. Hvað er undirliggjandi þessari löngun til að tefla? Skákinávelvið íslendinga „Ég held að skák eigi nokkuð vel við íslendinga almennt. Þeir eru baráttuglaðir, hugsandi menn og skák nær vel inn og hentar vel eðli þeirra. Skákhefð á íslandi gegnum tíðina og hér í Vestmannaeyjum hefur alltaf verið mjög sterk alveg frá aldamótum. Þannig að við höfum alltaf búið nokkuð vel hvað það snertir. Hvað mig varðar þá hef ég alltaf verið frekar hrifnæmur og skákin varð bara á vegi mínum. Það hefði allt eins getað orðið eitthvað annað, til dæmis tónlist. En þegar ég fann skákina þá tók ég hana af öllu alefli og hún var mér mikið mál. En þetta er nú eins og ungir menn hafa tilhneigingu til held ég. Hins vegar vil ég segja það að ef unglingur tekur sér eitthvað fyrir hendur sem menn álíta oft vera á skjön við það sem er viðtekið, þá getur það oft verið erfitt fyrir viðkomandi. Kannski mætti ég því að einhverju leyti. Taflfélag Vestmannaeyja var félagslega nokkuð sterkt þótt það hafi ekki verið fjölmennt. En það var vel haldið utan um þetta. Og það voru oft skemmtilegir kvistir sem voru að taka þátt í þessu.“ LærðimestafBirni lækní Helgi segir að trúlega hafi hann lært mest af Bimi Karlssyni lækni. Hann segir að þeir hafi teflt mikið saman og Bjöm held ég hafi stúderað skákina hvað mest hér í Eyjum. Félagslega séð þá heldur Helgi að hann hafi haft mestan stuðning af Arnari Sigur- mundssyni og Andra Hrólfssyni auk bræðranna Hrafns og Bergvins Odds- sona og að það tengist ekkert nema góðar ntinningar þessum ámm. Helgi segir að pabbi hans, Ólafur Helgason, hafi kennt honum mann- ganginn Hann var mikill áhuga- maður um skák, en hann var útibús- stjóri Útvegsbankans í Eyjum sem þá var. En heldur Helgi að það geti skipt sköpum fyrir ungt fólk að kenna þvf skák, hvort sem viðkomandi ætlar að leggja það fyrir sig eða ekki, jafnvel að setja skák á námsskrá grunn- skólíinn? „Ég vil nú ekki gera meira úr því en ástæða er til. Markmiðin hjá mér til dæmis, sem skólastjóri Skákskóla íslands, hafa verið að kynna þessa grein. Það er ekkert atriði að búa til einhverja atvinnumenn. Þetta er frekar spuming um að vekja athygli á skólanum. Hér eru haldnar skóla- keppnir með þúsundum þátttakenda og það þyrfti að koma að því starfi með einum eða öðmm hætti. Það em of fáir sem leggja það fyrir sig að kenna skák eða hafa sérstakan metnað til þess. Þetta er alveg jafn góð grein og hver önnur. Oft er skákin líka tengd stærðfræði og rökhugsun, sér í lagi ef menn eru að tala um einhverjar túlkunarleiðir í skákinni. Það getur vel verið að skák geti hjálpað í slíkum tilfellum og ég er frekar á því, án þess að ég sé nokkuð að trana þeirri skoðun fram. Almennt séð er þetta heilbrigt áhugamál og það er af hinu góða.“ Míkill skákáhugi „Það er mikil þátttaka í þessari grein," segir Helgi. „Ég sá einhverjar tölur frá íþrótta og tómstundaráði og þar var skák í þriðja sæti á eftir tölvukennslu og leiklist hvað vinsældir snertir." Þegar spjallið kemur að Fischer hvarflar að mér kvikmynd sem sýnd var í sjónvarpi á dögunum, þess vegna er ekki úr vegi að spyrja hvort hann hafi séð hana og ef svo er, hvernig honum hafi þótt myndin. ,Mér fannst myndin að mörgu leyti ágæt og boðskapurinn eins og ég skildi hann, vera ágætur. Ég held til að mynda að einhvers konar einæði sé ekki af hinu góða fyrir þroska einstaklingsins. Menn eiga að líta í aðrar áttir og vera félagslega virkir. Þetta verður allt að haldast í hendur. Menn verða að hafa góðan gmnn til að byggja á og það er alveg sama hver í hlut á. Ég mæli eindregið með því að foreldar hafi það í huga, ef þeir eygja einhvem hæfileika hjá bömum sínum. Unglingsárin em oft mikilvægustu árin ef þeir hafa áhuga á að taka sér eitthvað fyrir hendur sem þeir hafa sérstaka hæfileika til og það er ekkert óeðlilegt að krakkar verði að fá svigrúm til þess að hella sér út í það sem þeir era að gera. Þetta eru oft á tíðum úrslitaár fyrir framtíð þeirra, hvort sem það á við myndlist, tónlist, skák eða hvað sem er. Þetta skynja krakkar held ég, en því fyrr sem þau byrja því betra. Hins vegar held ég að öll utanaðkomandi pressa geti eyðilagt efnilegt fólk.“ Heldurðu að þessi mynd endur- spegli íslenskan vemleika að einhverju leyti? „Ekki gat ég nú séð það. Tengingin var allt of amerísk til þess. Dæmið með Fischer er hins vegar mjög athyglisvert. Hann gerði kannski það sem hann þurfti. Hann tók þessa stefnu f lífinu og náði markmiðinu. Fischer hafði hins rnikið fyrir því. Hann varð einskonar fulltrúi og kannski fómarlamb í pólitískri refskák heimsveldanna. Einnig fengu menn kannski aðra mynd af honum í fjölmiðlum sem var í raun ósönn. Hann var mjög greindur og alls ekki þessi eintrjáningur sem fjölmiðlar vildu vera láta. Hann bara fór sína götu, en var þessi „american kid“ að því leyti að hann elst upp á kaldastríðsámnum og afstaða hans er rosalega bundin við að ná þessum heimsmeistaratitli af Rússum. í samhengi við það fer maður að skilja eitt og annað." Hreifst af Físcher Hver var stærsta fyrirmynd þín af hetjum skáksögunnar? „Það er nú svo langt síðan ég felldi allar fyrirmyndir af stalli. Ég var mjög hrifinn af skákum Fischers. Á þessum árum í kringum nítján hundruð sjötíu og tvö valtaði hann yfir alla. En ég held að hann hafi nú ekki haft nein áhrif á það að ég gerðist atvinnumaður í skákinni. Ég held ég eigi mér engar fyrirmyndir í raun og veru á skáksviðinu. En það sem hafði mest áhrif á mig að ég fór að tefla voru foreldrar mínir. Þau voru bæði mjög skáklega sinnuð og ég tefldi mikið við pabba. Svo komum við til Eyja og ég man eftir því að það var fjöltefli héma í samkomuhúsinu fyrstu vikuna sem við vorum hér. Þá kom hingað rússneski stórmeistarinn Vasikov. Ég man vel eftir því fjöltefli. Það var ein skák sem ég man eftir, sem Einar klink tefldi því að Vasikov drap peð hjá honum með framhjáhlaupi, en Einar hafði aldrei séð þetta áður og kom honum í opna skjöldu. En það var talsverð þátttaka í mótum hér þegar ég kom hingað nítján hundmð sextíu og átta, svo dalaði þetta eitthvað, en varð svo alger sprenging eftir einvígi Fischers og Spasskís nítján hundmð sjötíu og tvö.“ Erekkiaðhættaí skákinni Helgi segist ekki hafa nein sérstök plön núna. Hann sé hins vegar skólastjóri Skákskólans og hafi dregið töluvert úr taflmennsku. „Við sem höfum verið sterkastir í skákinni höfum gefið sviðið dálítið eftir. Ég er hins vegar alveg á þeirri skoðun, eins og í mínu tilviki að skák á sér ýmsar aðrar hliðar en bara að vera að tefla. Það er alls konar annað starf sem hægt er að stunda, eins og þjálfun, kennslu og skrif í fjölmiðla. Þannig séð er ég ekkert að hætta. Það má kannski segja að í skákinni sé maður sinn eigin óvinur. Maður þarf að reyna að sneiða hjá ýmsum veikleikum. í sambandi við mig þá reikna ég nú með að benda megi á ýmislegt í mínum karakter sem blasir ekkert endilega við og henti ekkert sérstaklega við taflið. Kannski er ég of örlyndur, en ég held ég sé dálítið töff þrátt fyrir allt eða harður af mér ef ég lendi í erfiðleikum. Það er stundum talað um það að karakter manna komi fram í skákinni, en í mjög mörgum tilfellum er það nokkuð ýkt.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.