Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 5. febrúar 1998
Eglé Plétiene og Sandra Anulyté eru litháskar stúlkur sem leika me
Maöur er eins og
heimahjásér
-en samf er heima langt í burtu, segja Sandra og Egle um
dvölina í Vestmannaeyjum
Það eru alltaf einhverjar mannabreytingar á keppnisliðum, hvort sem
er hér á landi eða erlendis. fslenskir leikmenn hverfa til útlanda og
erlendir leikmenn koma til íslands, til hess að freista gæfunnar. í
Vestmannaeyjum spila tveir erlendir leikmenn með karlaliði ÍBV í
fyrstu deild. Annar heirra er frá Litháen og hinn frá Ungverjalandi.
Tvær stúlkur frá Litháen leika svo með ÍBV í fyrstu deild kvenna.
Fréttir téku hús á lithásku leikmönnunum sem spila með ÍBV í
handboltanum og forvitnuðust um uppruna heirra og viðhorf til
lífsins í Litháen og Vestmannaeyjum.
Sandra, Gabriella og Eglé, talið frá vinstri.
Mikil hreyfing á
ungu f ólki í Litháen
Eglé Plétiene og Sandra Anulyté eru
tvær tuttugu og sex ára litháskar
stúlkur sem hafa vakið nokkra athygli
með með meistaraliði ÍBV í hand-
knattleik kvenna. Þær spila baðar með
landsliði Litháen og hafa fjölbreytta
reynslu úr handboltanum. Þær kornu
hingað til Vestmannaeyja síðast liðið
haust og hófu að spila með liðinu.
Þær segja að þær hafi strax fundið sig
í hópnum og engin vandræði komið
upp, þó stundum hafi verið erfitt
sökum tungumálaerfiðleika í fyrstu.
Eglé er með kennaramenntun úr
háskóla og kenndi bömum í Vilnius.
Hún er fædd í bænum Siluté.
Foreldrar hennar eru menntafólk.
Faðir hennar er sögukennari og móðir
hennar er lögfræðingur, svo á hún einn
bróður sem vinnur í banka. Eglé hóf
að spila með liðinu Druskininkuvjsm,
en þjálfari þar var J. Svietlauskas.
Hún leikur stöðu markvarðar í ÍBV
liðinu. Hún segir að það hafi orðið
miklar breytingar í Litháen eftir að
jámtjaldið féll og að mikil hreyfing sé
á ungu fólki þar. „Ungt fólk fer ekki
mikið frá Litháen til þess að leita sér
vinnu og menntunar, þó er það
eitthvað að aukast, hins vegar fer unga
fólkið frá minni bæjum til þeirra stærri
í sama tilgangi. Eldra menntafólk
heldur samt ró sinni og leitar ekki
mikið úr landi. Hún segir að menntun
ungs fólks sé mjög góð í Litháen, hins
vegar hafa möguleikamir verið frekar
tregir til atvinnu. Ég lærði rússnesku
sem annað tungumál í skóla, en ensku
sem þriðja tungumál. Núna eru hins
vegar auknir valmöguleikar í skólum
og frelsið hefur aukist."
Kærastarnir sRildir eftir
heima
Eglé er gift og á dóttur, Gabriellu sem
hún hefur hjá sér í Vestmannaeyjum.
Hún er eins árs og sex mánaða og
hefur aðlagast vel í Eyjum. En er ekki
erfitt að hafa eiginmanninn svona
langt í burtu?
„Jú auðvitað er það. en við ræddum
ntálið vandlega áður en ég ákvað að
fara og komumst að þeirri sameigin-
legu niðurstöðu að rétt væri að prófa
þetta. Hann spilar með körfuboltaliði
í Vilnius og gengur vel. Gabriella er í
heimapössun og finnst það gaman, og
stundum svo gaman að hún vill ekki
fara heint. Hún er líka miklu mót-
tækilegri fyrir íslenskunni eins og
reyndin er með börn. Þau em miklu
móttækilegri fyrir nýjum tungumál-
um. Gabriella skilur greinilega miklu
meira en við, en segir samt ekki mikið,
nemalBV. Húnerdugleg viðþað.“
Sandra er menntuð sem íþrótta-
kennari og kenndi handbolta. Hún
leikur stöðu homamanns og skyttu.
Sandra á kærasta í Litháen sem er að
læra verslunar- og framkvæmda-
stjómun í háskóla. Ég spyr hana sömu
spumingar og Eglé, hvort ekki sé erfitt
að hafa kærastann svona langt f burtu?
Hún brosir sínu fallegasta og segir það
alveg skelfilegt, en þær hafi farið til
Litháen um jólin, svo að þær gátu hitt
sína heitt elskuðu.
Sandra er frá bænum Tauragé en fór
svo til Skaudvillé og spilaði þar með
liðinu Azuolas, sem Marcelinas
þjálfaði en hann er jafnframt fyrsti
þjálfari hennar. en hvemig lágu leiðir
þeirra Eglé saman?
Tiluíljun að báðar lentu
íEyjum
„Við kenndum við sama skólann en
bjuggum samt ekki á sama stað. Þetta
er meira og minna tilviljun að við
skulum lenda báðar hér í Vest-
mannaeyjum. Hins vegar er það mjög
gott að við skulum vera báðar héma.
Það veitir okkur stuðning, sérstaklega
ef heimþráin sækir að. Það er styrkur
að hafa landa sína þegar maður er
langt að heintan. Svo er auðvitað
Robertaz héma líka og við höfum
töluverð samskipti við hann. Hann
kemur til okkar í heimsókn og við
förum til hans. Við göngunt líka
stundum saman öll fjögur. Það ntá
ekki gleyma Gabriellu.“
Hvemig var að alast upp íTauragé?
„Þetta er lítill bær og ekki mikið við
að vera, unga fólkið vill fara til stærri
staða í leit að frama og menntun.
Sumurn tekst vel upp og öðrum ekki,
eins og gengur. Ég tel okkur mjög
heppnar að hafa komið hingað.
Reyndar stóð til að ég færi til
Danmerkur fyrst, en ég vildi heldur
fara til íslands."
Hvemig þá teljið þið ykkur
heppnar?
„Maður er eins og heima hjá sér en
samt er heima langt f burtu,“ segir
Eglé. „Landslagið er auðvitað
gjörólíkt, en það er eitthvað sent
ntanni finnst kunnuglegt. Kannski er
það bara andrúmsloftið, eða rnaður
reynir að taka með sér eitthvað að
heiman í huganum, til þess að nálgast
það sem rnaður hefur ekki."
Hvað vissuð þið um Island áður en
þið komuð hingað. Rennduð þið ekki
blint í sjóinn?
Kannskieinsogaðupplifa
síg á tunglinu
„Nei ekki alveg,“ segir Eglé. „Við
höfðurn nú einhverja glóm um landið.
Við höfðum heyrt um Island í
landafræði í skólanum, þannig vissurn
við að minnsta kosti hvar það var á
hnettinum og að þar væru eldfjöll og
snjór. Við urðum kannski ekki hissa,
heldur skildum við þetta ekki alveg.
Tilfinningin var eitthvað lík því sem
maður rnyndi kannski upplifa á
tunglinu."
Þær em báðar í vinnu með hand-
boltanum og líkar það vel. Sandra er
gangavörður í Hamarsskóla, en Eglé
er gangavörður í Bamaskólanum.
„Það er mjög gott að vinna sem
gangaverðir.“ segja þær. „Krakkamir
eru skemmtilegir og hafa tekið okkur
vel. Stundum getur þetta verið erfitt
vegna tungumálsins, en það er alltaf
hægt að bjarga málunum ef á þarf að
halda.“
Eglé bætir við að hún hafi einnig
verið að vinna sem aðstoðamiaður við
pípulagnir og segir að sér finnst það
mjög áhugavert starf.
Er þá ekkert neikvætt við Vest-
mannaeyjar?
„Ekki finnist okkur það. Kannski
það eina sem okkur finnst að er
vöruverðið. Matur finnst okkur dýr
miðað við Litháen.
Þær segja í einum rónti að það hafi
verið vel tekið á móti þeim í Vest-
mannaeyjum og að stelpumar í liðinu
séu bæði skemmtilegar og alltaf
tilbúnar að aðstoða þær. ef einhver
vandamál koma upp á. „IBV er mjög
gott og skemmtilegt lið en það þarf
kannski meiri samhæfingu í liðið.
Liðið stendur að vísu ffekar illa vegna
mikilla breytinga og meiðsla, hins
vegar teljum við að liðið eigi eftir að
skána. Alla vega ætlum við ekki að
láta okkar eftir liggja.“
ÍBV getur náð langt
Er handbolti vinsæll í Litháen ? „Já
hann er það,“ segir Sandra. „Samt er
hann ekki eins vinsæll og körfubolti.
Ef við getum sett upp einhvem
vinsældalista, þá er körfubolti
vinsælastur. þar eftir fótbolti og svo
frjálsar íþróttir. Handboltinn kæmi
líklega í fjórða sæti.“
Þær segja nokkum mun á hand-
boltanumíLitháenogáíslandi. Þær
hafi ekki verið í vinnu með boltanum
í Litháen. „ÍBV borgar ferðir á milli
landa og ábyrgðist að við fengjum
vinnu en við fáum ekkert greitt fyrir
leiki. Við erurn bara ráðnar þessa
leiktíð og við vitum ekki hvort
framhald verður á. En við emm mjög
sáttar við þá aðstoð sem við fáum hér.
Við fengum borgað fyrir að spila í
Litháen, hins vegar skiptir fólk mikið
um lið í leit að betri launum og
samningum."
Eglé segist hafa samning en Sandra
ekki hér í Vestmannaeyjum. Eglé
segir að það séu möguleikar á góðum
tekjum í handboltanum í Litháen og
peningamir sem settir eru í íþróttina
séu að aukast. „Hins vegar er þessi
íþrótt mikið studd af einstaklingum,
fyrirtækjum og sveitarfélögum."
Þær em einhuga um að IBV liðið
geti náð góðum árangri á keppnis-
tímabilinu. Þær segja að heimaleikir
liðsins séu mjög skemmtilegir vegna
þess hve stuðningsmenn eru duglegir
að mæta og hvetja liðið. „Það er
hálfur sigur að hafa öfluga stuðn-
ingsmenn til þess að hvetja liðið.
Enda sýnir það sig að við höfunt bara
tapað einum heimaleik á tímabilinu."
Eglé og Sandra að lokinni æfingu með félögum sínum í ÍBV.