Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 5. febrúar 1998 • 5. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 Alltklárt fyrir loðnuna Sigurður Friðbjörnsson, hjá bræðslu Vinnslustöðvarinnar, sagði að þeim væri ekkert að vanbúnaði að byrja. „Að vísu erum við þessa stundina að vinna við önnur verkefni en mynd- um snarlega hætta í þeint ef loðna færi að veiðast og yrðum klárir um leið og fyrsti farmurinn kæmi, sem vonandi verður sem fyrst,“ sagði Sigurður. Afkastagetan verður hin sama og í fyrra. 800 til 900 tonn á sólarhring. „Við erunt alltaf klárir,“ sagði Bogi Sigurðsson, verksmiðjustjóri í FES. „Og við erum klárir í slaginn þegar hann byrjar, okkur er ekkert að van- búnaði í því.“ Bogi sagði að afkasta- geta þeirra í vetur yrði sú sama og í fyrra eða um 700 tonn á sólarhring. Þá er allt klárt fyrir frystinguna en sameiginleg afkastageta stöðvanna er hátt í 800 tonn á sólarhring. Sjómannaverkfall Fyrstu merki sjómannaverkfallsins eru að nú er nær allur Eyjaflotinn bundinn í höfninni. Dragist það á langinn verða áhrifm víðtækari og í fiskvinnslunni má gera ráð fyrir að þau komi fram af fullum þunga strax í lok næstu viku. Sjómenn í Vestmannaeyjum eru um 400 og fjöldi fiskvinnslufólks er álíka þannig að fari allt á versta veg verða um 800 manns atvinnulaus um miðjan mánuðinn. Verkfall sjómanna í Vestmanna- eyjum nær til allra undirmanna á flotanum og vélstjóra á skipum með 1500 KWH aðalvélar og stærri. í þeint flokki eru stærstu loðnuskipin og togaramir. Félagar í S.s. Verðandi felldu verkfallsboðun og eru þeir og vélstjórar á minni bátunum ekki í verkfalli. Það er þó sþammgóður vermir því verkbann LÍÚ tekur gildi frá og með næsta þriðjudegi. Þá verða allir sjómenn í Eyjum, rúmlega 400 manns, ýmist í verkfalli eða verk- banni. Vinnslustöðin virðist vera einna best sett hvað hráefni varðar. Ingi Júlíusson, verkstjóri, sagði í gær að þeir væru að vinna úr ferskunt fiski sem Jón Vídalín landaði. „Einnig erum við með Rússafisk og þetta samanlagt á nægja vinnslunni fram í næstu viku. Jafnvel út vikuna,“ sagði Ingi. „Við eigum fisk út þessa viku, kannski fram á mánudag," sagði Jón Ólafur Svansson, hjá ísfélaginu. ,JEftir það verður lítið um að vera hjá okkur að óbreyttu ástandi. Reyndar höfum við alltaf keypt nokkuð af trillufiski en bæði sýnist mér að spáin fyrir næstu daga lofi ekki góðu um sjósókn hjá þeim og eins má búast við að hart verði barist um ftskinn frá þeim á markaðnum,'1 sagði Jón Ólafur. Sigurbjöm Hilmarsson, hjá ftskverk- uninni Eiði, sagði að þar væri til hráefni til vinnslu fram í miðja næstu viku. „Síðan bara stoppar þetta. Að vísu koma trillumar til með að landa einhverju en sá ftskur hentar okkur yfirleitt ekki,," sagði Sigurbjöm. Hjá fiskverkuninni Kinn fengum við þær upplýsingar að þar væri hægt að vinna í fiski út næstu viku, miðað við að full vinna væri fyrir allt starfs- fólkið. Sigríður Magnúsdóttir, hjá Aðgerð- arþjónustunni Kútmagakoti, sagði að vinna hjá þeim dygði einungis út þessa viku. „Svo fáum við fiskinn frá trillunum, þvíþeirmegaróa. En það fer náttúrlega eftir veðri og vindum hver sá afli verður og í febrúar hefur það nú oft verið stopult hjá trillunum," sagði Sigríður. Sjómannafélagið Jötunn sendi frá sér harðorða ályktun í gær þar sem því er mótmælt að Smáey VE hélt til veiða á þriðjudagskvöldið eftir að verkfallið skall á. Um borð voru fimm menn, skipstjóri, stýrimenn og vélstjórar sem ekki eru í verk- falli. „Með þessu athafi em félagar okkar í S.s. Verðandi að ganga í okkar störf og er illa farið ef félagar okkar svíkjast svona aftan að okkur," segir í ályktuninni. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður Smáeyjar, formaður Útvegsbænda- félagsins og í stjóm LIÚ er sakaður um siðleysi að senda skip sitt til veiða undir þessunt kringumstæðum. Skor- Ekki eru ntiklar líkur til að samn- ingar náist allra næstu daga en fari svo að verkfallið dragist á langinn verða 800 manns án atvinnu strax í næstu viku. Auk þess sem loðnan ntun sigla óáreitt framhjá en það er von manna að hún verði til þess að kveikja samningsvilja hjá deiluaðilunt. að er á samninganefnd sjómanna að hvika hvergi og em sjómenn hvattir til að standa saman. Málið hefur vakið sterk viðbrögð og haft áhrif á samningaviðræður hjá ríkissátta- semjara en bæði Magnús og skipstjóri Smáeyjar vilja láta reyna á hvort rétturinn sé þeirra megin eða ekki. ,JEg tel mig ekki vera að brjóta lög,“ sagði Magnús. „Ég vil þó ekki verða þess valdandi að samningaviðræður stöðvist. Það er alfarið mín túlkun að ég sé ekki að brjóta lög eða mínir menn. Um borð í Smáey hafa bæði undir- og yfirfmenn tekið troll og gengið frá afla.“ Smáeyjardeilan veldur titringi SmáeyVE, Breki VE og íjórar trillur að veiðum Samkvæmt upplýsingum á Loftskeytastöðinni voru Smáey VE, Breki VE, Dala Rafn VE og fjórar trillur á sjó í gær. Smáey er á sjó í óþökk sjó- mannasamtakanna en Breki fiskar í siglingu sem er heimilt í verkfalli og Dala Rafn er að koma úr siglingatúr frá Þýskalandi. I Eyjum eru um 40 trillur og þar af eru um tíu sem gerðar eru út allt árið. Af þeim voru fjórar á sjó í gærmorgun. Þá er vitaþ um fjóra báta sem eru í breytingum annars staðar en að öðru leyti var allur Eyjaflotinn í heimahöfn í upphaft verkfalls. Formaður Verðandi: Kvótagreíf- arnir uiróast ráða ferðinni Magnús Guðmundsson, for- niaður Verðandi, segir stöðuna vera heldur ógæfulega í kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna. Og reyndar sé málið skrýtið þegar grannt er skoðað. „Málið er að 80% til 90% útgerða í landinu eru í þokkalegunt málurn gagnvart sjómönnum og eru að hluta til nteð ýmist markaðstengt verð, selja á mörkuðum eða senda fiskinn út í gámunt. Ef samn- inganefnd LÍÚ viðurkenndi þessa staðreynd er kominn samnings- grundvöllur til að byggja á. Svo eru sumar bræðslurnar að bjóða afurðatengt verð sem ég held að geti verið framtíð í,“ segir Magnús. Þessi 10% til 15% útgerðannanna kallar Magnús kvótagreifa og segir að frá sínum bæjardyrunt séð virðist þeir fara með ferðina í samn- ingamálunum. „Kvótagreifamir virðast vera það sterkir innan LÍÚ að hin 80% til 90% fá engu ráðið. Þetta hafa okkar samningamenn undrast mjög,“ sagði Magnús. YGGI IR LDUNA gingamálin á ægilegan h Bílaverkstæðið BRAGGINN s/1. RÉWNGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813: Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun. Kl, 08:15 Kl. 12:00 sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00 Zlerinlhir BRUAR BILIÐ Tttr/utQt-i/ Sími 481 2800 Fax 481 2991 Bókabúðin Heiðaivegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.