Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 5. febrúar 1998 HreingerningafyrirtækiðKristjánssynir: Eigum okkar leyniblðndur Ungir menn reyna alltaf að finna farveg til þess að sjá sér farborða. Fyrir þremur árum hófu tveir ungir menn í Eyjum rekstur fyrir- tækis sem þeir kalla Kristjáns- syni sf. og hefur haslað sér völl í hreingerningar- bransanum. Nafnið Kristjáns- synir er tilkomið til að heiðra föður þeirra. Hann benti þeim á þennan atvinnu- möguleika og starfaði sjálfur um tíma í Vest- mannaeyjum, en er nú stórveldi í bransanum í Þorlákshöfn. Elías Rúnar Kristjánsson segist vera forstjóri, bók- haldari og sá sem sér um daglegan rekstur fyrirtækis- ins, jafnt á skrif- stofunni og á vettvangi. ,,Já Sig- mundur Karl bróð- ir minn er að vinna í Hurðaverk- smiðjunni, en ég kalla hann til ef að einhver stór verkefni eru í gangi. En annars gengur samstarfið vel og við höfum nóg að gera, þó að núna sé daufasti tími ársins. Við höfum hins vegar föst verkefni, svo þetta reddast alveg." Elías segir að mesti annatíminn hjá þeim sé í nóvember og desember, en það dofni yfir starfinu eftir áramótin. „Svo kemur vorfiðringurinn í fólkið,“ segir hann. „Verkefnin aukast með hækkandi sól, þegar fólkið eygir betur óhreinindin." Hann segir að meðal verkefna hjá þeim séu föstu verkefnin þeirra, hreingemingar á gólfum hjá fyrir- tækjum í bænum. „Þessi föstu verkefni eru bundin við að bóna og bónleysa ásamt viðhaldi og fægingu gólfa. Einnig þrífum við íbúðir sem eru að fara í sölu eða leigu, auk þess sem við erum í gluggahrein- gemingum. Svo emm við mjög góðir í því að hreinsa rimlagardínur. Við erum með algert galdj^'ni á ElíasRúnar aðstörfum. rimlagardínurnar, sem veldur því að næst þegar þarf að þrífa þær, liggur við að nóg sé að blása á þær Þetta efni myndar verndarhúð á gardínunni þannig að óhreinindin festast ekki í þeim. Það er góður markaður fyrir fyrirtæki af þessum toga. Fólk þarf bara að átta sig á því að það eru til menn sem hafa þetta starf að atvinnu." Efnin sem þið notið, eru þau ekki bæði hættuleg og óvistvæn og kannski líka einhver galdraefni sem eru bara auglýsingaskrum? „Nei við notum eingöngu vistvæn efni og það er ytirleitt ekki hægt að kaupa þau í smásölu. Nokkur þeiiTa em framleidd sérstaklega fyrir þennan bransa, en við eigum einnig okkar leyniblöndur. Efnin standa nú yfirleitt fyrir sínu, hins vegar eru alls konar græjur sem notaðar eru sem ekki standa undir væntingum." Eru Vestmannaeyingar þrifnir? „Já þeir eru það, en samt em þeir frekar á eftir tímanum, þegar kemur að nýjungum. Uppi á landi eru fyrirtæki þrifin á hverjum degi, það er eins og það gildi strangari kröfur þar og veitir kannski ekki af. Ég held að þetta helgist dálítið af smæðinni héma. Mér finnst Eyja- menn ganga vel og þrifalega um jafnt heima hjá sér sem annars staðar.“ Eru þið ekkert beðnir um að þrífa í bátum og skipum? „Nei því miður hefur ekkert verið um það. En það er kannski ráð að fara að markaðassetja sig í þeim geira. Pabbi hefur hins vegar verið mikið í því að þrífa vistarverur í bátum. Auðvitað skitnar út í bátum eins og annars staðar." Elías segir að hann vilji nú helst losna við að standa í hreingemingum heima hjá sér. Að minnsta kosti segist hann sýna lítið frumkvæði í þeim efnum þar. En hvemig sérðu framtíðina? „Ég er bjartsýnn. Það er gott að vera sinn eigin herra og geta ráðið vinnutíma sínum mikið til sjálfur. Ég ætla að minnsta kosti að vera í þessu starfi áfram og lýst vel á framhaldið." Um 70 manns mættu á kynningu Húseyjar. Fjörugt kynningar- og skemmtikvöld hjá Húsey Síðastliðinn föstudag efndi Bygg- ingavöruverslunin Húsey til kynn- ingar á ýmsum vörum sem versl- unin hefur upp á að bjóða. Tveir öflugir fulltrúar komu frá Húsa- smiðjunni í Reykjavík og kynntu verkfæri, gluggakarma, ýmis galdraefni og allt sem nöfnum tjáir að nefna úr heimi byggingariðn- aðarins. Var gerður góður rómur að kynningunni og fyrirspurnum fróðleiksþyrstra Eyjamanna svarað. Boðið var upp á veitingar í mat og drykk sem allt rann Ijúflega niður. Mönnum var gert að skyldu að mæta með höfuðföt. því verðlauna skyldi frumlegasta höfuðfatið. Óhætt er að segja að hápunktur kvöldsins muni hafa verið þegar skorið var úr um frumlegasta höfuðfatið. Sá sem varð fyrir valinu og hreppti verðlaunin fyrir frumlegasta og glæsilegasta höfuð- fatið var Egill Egilsson. Eða eins og sagði í umsögn dómnefndar: „Hattur- inn er einstaklega glæsileg og vönduð smíð á allan hátt og ber maðurinn höfuðfatið sérstaklega vel. Þar fer saman holning og hattur.“ Að lokinni vel heppnaðri dagskrá Egill Egilsson með flottasta hattinn. sem fór að mestu fram í glæsilegum golfskála Golfklúbbs Vestmannaeyja héldu menn út á örkina í frjálsu flugi og mun hafa tekist með sóma í hvívetna. Vestmannaeyjalistinn býður fram Síðastliðinn sunnudag var haldinn opinn fundur um framboðsmál Vestmannaeyjalistans. Á fundinum urðu líflegar umræður og er greinilegt að mikill áhugi er á því að stefna að sigri Vestmannaeyjalistans við kosn- ingamar í vor. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að Vestmannaeyja- listinn bjóði fram og er undirbúningur fyrir framboðið þegar hafinn. Sem fyrr standa Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur að baki framboðinu en að auki hafa bæst við óflokksbundnir einstaklingar sem fram til þessa hafa sumir hverjir lítt eða ekki tekið þátt í pólitísku starfi. Ofangreind stjórnmálasamtök og aðilar munu stofna sérstakt bæjar- málafélg um framboðið og starf Vest- mannaeyjalistans í bæjarstjóm Vest- mannaeyja. Stofnfundur félagsins verður haldinn í Þórsheimilinu fimmtudaginn 12. febrúarn.k. kl. 20. Við uppröðun á framboðslista Vestmannaeyjalistans verður haldin skoðunarkönnun meðal bæjarbúa þannig að framboðið spegli vilja sem flestra. Allir þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram eða komið geta með ábend- ingar um áhugasama frambjóðendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við einhvem eftirtalinna sem allra fyrst þar sem stefnt er að þvf að skoðanakönnunin verði í byrjun mars og framboðslistinn verði tilbúinn skömmu síðar. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, sími: 481 1714, Guðni F. Gunnarsson, sími: 481 2208, Jóhanna Njálsdóttir, sími: 481 1177 og Skæringur Georgs- son, sími:481 1196 Undirbúningshópur Bæjarmálafélags V estmannaeyjalistans Sigurgeir Jónsson skrifar ttodegi Af opinberum framkvæmdum Oft er það sem skrifari botnar lítið í framkvæmdum manna. Einkum á það þó við þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Þá er oft eins og allt sem heitir heilbrigð skynsemi sé látin lönd og leið og bara sullast áfram í framkvæmdagleði. Enda allt í lagi, það em bær eða ríki sem borga brúsann. Fyrir allmörgum árum starfaði skrifari hjá Vestmannaeyjabæ sem forsvarsmaður einnar af stofnunum bæjarins. Einhverju sinni þurfti hann að fá handverksmann til smávægilegra viðgerðarstarfa í húsinu. Sá mætti á staðinn og kannaði hvað gera þyrfti, sagðist síðan myndu koma kl. átta morguninn eftir og taldi að þessu smáræði yrði lokið fyrir hádegi. Skrifari var mættur til starfa kl. átta næsta dag en ekkert bólaði á viðgerðarmanninum. Raunar hringdi hann upp úr níu og sagðist hafa verið kallaður til mjög aðkallandi verkefnis, kæmist því ekki fyrr en eftir hádegi. Það var svo sem allt í lagi og kl. eitt mætti hann til starfa, hvarf síðan á braut um þrjúleytið til eigin erinda en kom aftur kl. fimm og lauk störfum klukkutíma síðar. Nokkrum dögum síðar kom hann með reikning sem hann bað skrifara um að skrifa upp á. Sá reikningur hljóðaði upp á átta tíma vinnu og skrifari tilkynnti honum strax að þetta plagg skrifaði hann ekki undir. Verkið hefði tekið þrjá tíma en ekki átta. Þá kom setningin sem skrifari man enn í dag: „Skiptir þetta einhverju máli, er það ekki bærinn sem borgar þetta?" Eftir nokkur orðaskipti skrifaði viðgerðar- maðurinn nýjan reikning og skrifari samþykkti að fjórir tímar teldust hæfileg þóknun til hans. Með það plagg hvarf hann síðan á braut og hefur væntanlega fengið borgað. í haust var hafist handa við framkvæmdir á hinu nýja húsnæði Listaskólans og var ákveðið að verja sex milljónum til verksins. Nú hefur skrifari starfað í þessu húsi um nokkurra ára skeið og taldi næsta víst að byrjað yrði að dytta að þaki og gluggum hússins en það hefur vart haldið vatni og vindi um langan tíma. Þrátt fyrir ábendingar var það þó ekki gert, heldur farið í breytingar innanhúss. Ekki dugðu sex milljónimar umræddu langt í þeim fram- kvæmdum og einhvers staðar sá skrifari það á prenti að tuttugu milljónir til viðbótar hefði þurft. Og enn er talsvert eftir ógert. Svo fengum við á dögunum mikið vatnsveður eins og ekki er sjaldgæft í Vestmannaeyjum. Þar með gerði gamalkunnur þakleki vart við sig en á undanfömum árum hefur oft þurft að tína til fötur og stampa til að taka við vatni sem lekið hefur úr loftinu. Sem betur fer var verið að kenna í tækjastofu Framhaldsskólans, sem enn er staðsett í húsinu, og gátu því menn breitt yfir tæki og tól sem eflaust hefðu annars farið illa. Þetta var í vesturhluta hússins en ekki varð vart leka í austurhlutanum sem hefur þó alla jafna verið meira vandamál. Skrifari hefur um það illan grun að vatn hafi þó komist þar inn en mikil og þykk ný einangrun í lofti, ásamt nýrri loftklæðningu, hafi komið í veg fyrir að vatnið kæmist alla leið niður. Nú er skrifari ekki illspár maður að eðlisfari og vissulega vonar hann að nýju innréttingamar í Listaskólanum skemmist ekki í vetur. En til þess þarf hagstætt veðurfar. Og skrifari beinir þeim eindregnu tilmælum til þeirra sem fara með ferðina í málefnum þessa húss að því fé sem ætlað er tíl framkvæmda í því á þessu ári, verði varið til að gera það vatnshelt. Þrátt fyrir það að bærinn borgi brúsann ef illa fer. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.