Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. febrúar 1998 Fréttir 7 HITACHI Eggert Björgvinssgn HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA MK>STOt>IN Strandvegi 65 Sími 481 1475 UMBOÐIEYJUM: Friðíiimur Fiimbogason 481-1166 og 481-1450 (fc ÚRVAL- ÚTSÝN Bæjarsjóður og skítamál Af gefnu tilefni vil ég árétta eftir fyrri skrif mín að ég er ekki eini þjónustuaðilinn hér í eyjum sem bæjaryfirvöld hafa tekið fálega. Einhver man sjálfsagt eftir því að fyrir u.þ.b. 7 árum flutti hingað ungur maður frá Hveragerði að mig minnir og stofnaði hér Gámaþjónustu Vestmannaeyja. Hann kom hingað með sérútbúinn bíl til þessara starfa og fór að þjónusta fyrirtækin í bænum. Þetta var nýr atvinnuvegur á sínum tíma og myndi í dag eftir að Þróunarfélag Vm var stofnað jafnvel flokkast undir hið fagra orð nýsköpun. Nú jæja ekki liðu margar vikur áður en Vestmannaeyjabær sá sig knúinn til að kaupa svona bíl með nákvæmlega eins sérútbúnaði. En kaupgleði Vestmannaeyjabæjar á alls kyns tækjum og tólum til mismunandi verktakastarfsemi er með ólíkindum og eru vandséðir þeir hagsmunir sem þar ráða ferðinni. Þessi maður gerði örlagaríka tilraun til að ná sér í föst viðskipti og snarundirbauð sorphirð- una í bænum þegar hún var boðin út árið 1992. Hann tók við 1. apríl 1993 og samkvæmt útboði átti hann að sjá um sorphirðu þar til 30. mars 1997. Fljótlega fór að halla undan fæti og í árslok 1994 seldi hann allt draslið og kom sér héðan í burtu, sjálfsagt saddur af samvinnu við „Kastró". Annað dæmi má ég til með að nefna, þar er um að ræða enn einn unga manninn sem er að reyna að skapa sér og öðrum atvinnu hér í bænum. Hann rekur hér hellugerð en hefur verið í hálfgerðum hrakningum með húsnæði. En nýverið horfði til betri vegar þegar hann keypti húsnæði uppi við flugvöll nálægt Ofanleiti. Einn galli var þó á gjöf Njarðar því engin skolplögn var til staðar þarna upp frá. Nú skolp og skítamál heyra ótvírætt undir bæjarsjóð því að bærinn á allar skolplagnir sem eru fyrir utan lóðarmörk. Hann innheimtir sérstakt holræsagjald sem á að fara í að koma upp og viðhalda skolplögnum, þess vegna er bænum skylt að koma ullabjakkinu burtu. Hellugerðar- meistarinn fór í yfirvaldið sem lofaði öllu fögru, sfðan beið hann og hélt í sér. Þegar biðin var orðin nokkuð löng og kamarferðimar niður í bæ orðnar æði margar fór minn maður aftur til æðstráðanda og sagði við hann nokkur vel valin orð og ekki álasa ég honum það enda maðurinn í spreng. Nú stóð ekki á viðbrögðum og þau voru eins og hjá sönnum kammerötum, bæjarsjóður klippti á öll viðskipti við Hellugerðina. Nú kaupir bærinn hellur úr Reykjavík og skapar einhverjum atvinnu þar með útsvarinu okkar. Þetta er glimrandi gott fordæmi fyrir alla bæjarbúa og gott innlegg í baráttu verslunarmanna við að halda viðskiptum hér heima, en þeir hafa kjörorðið „Verslum í okkar heimabyggð". Það síðasta sem ég frétti af þessu skítamáli var að eftir 19 mánaða bið var skolpið tengt en Óskar er orðinn vanur að létta bara á sér einu sinni á sólarhring enda kominn með stærstu selskapsblöðru norðan Alpa. Reynslunni ríkari hefur hann leitað til annarra sveitarfélaga með það hvort þau hafi áhuga fyrir að fá slíkan rekstur í byggðarlagið. Nú er hann að fá einhver viðbrögð við þessum fyrirspumum svo kannski eigum við öll eftir að kaupa hellur úr Reykjavík einn góðan veðurdag og láta þannig enn meira af tekjum okkar enda í höfuðborginni. En Gaui, segðu mér eitt, var skítalykt af hellunum hjá Óskari? Eggert Björgvinsson, handverksmaður. ATVINNA A NORÐURLÖNDUM Dýrlegur kostur fyrir verkafólk sem og kontórista Noregur Sími: 0047-80033166 l-net: www.link.no/aetat. Danmörk: Sími: 0045-33551020 Fax: 0045-35362150 l-net: www.ammulti.dk/af Svíþjóð: Sími: 0046-21153000 Fax: 0046-21153180 l-net: www.umu.se/as. Aðalfundur Kvenfélag Landakirkju heldur aðalfund sinn mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu Dagskrá hefst með borðhaldi Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Nýar félagskonur velkomnar. Vinsamlega látið vita um þátttöku í síma: 481 1970, Valgerður 481 1926, Stína 481 1568, Marý Sflómln FASTEIGNAMARKAÐURINN í VESTMANNAEYJUM Opið MO.ÖO-18:00alla viika daga. Sími 4811847 Fax. 481 1447 Viðtalstímilögmanns 16.30 -19.00 þriðjudaga til föstudaga. Skiilstola í Rvk. Garðastræti 13, Viðtalstími mánudaga kl. 18 -19, Sími 551-3945 Jón Hjaltason, hrl. Löggiltur fasteignasali Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali |Ík|Teífrna og smiða: Sólstofur, útihurðir, 9lu99a’ Litanhúss- u m ktæðningar, þakviðgerðir og mótauppsláttur. m - flnon Þriðjudoga: Byrjendofundir kl: 20:00 fllmennir fundir kl: 20:30 flð Heimogötu 24 Hjarta mitt er eins og vínhjnna, sem ég aldrei tappa af fyrr en vínið er orðið eSal. Láttu þess vegna hugsanir (oínar sem þú hefur í höfði þínu, fara til hjartans, áður en (dú framkvæmir (oær. Enginn getur búið til vín sem öllum líkar Guðbjartur Heimlys lllugagötu 38 BINGO Bingó í Þórsheimilinu fimmtudag 5. febrúar kl. 20.30 Fjöldi glæsilegra vinninga. ~ BINGÓ .Jlalli rneyms föstudags og laugardagskvöld ATVINNA Starfsfólk óskast í dyravörslu, á bar og í næturvörslu. Upplýsingar veittar á staðnum Hótel Bræðraborg Félagsfundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20.30 Dagskrá: 1. Staðan í fyriitækjasamningunum. 2. Lagabreytingar, önnur umræða 3. Önnur mál Stjórnin

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.