Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Blaðsíða 1
í ! t ! ! t ! ! ! í t t t ! t t t t Í Í i i i i I i i i 25. árgangur • Vestmannaeyjum 30. apríl 1998 • 17. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Fimmtán stúdentar útskrifastfrá Framhaldsskólanum á bessu uori. Nú er próflestur hafínn en að uenju tóku hau úr sér mesta hrollinn fyrir hann slay með dimmiteringu á föstudaginn. Fulltrúar frá Keikósjóðnum skoðuðu aðstæður í Eyjum á þriðjudaginn: Vestmannaeyjar koma sterklega til greina verði Keikó fluttur Ul fslands Fulltrúar frá Keikósjóðnum kynntu sér aðstæður í Vest- mannaeyjum á þriðjudaginn. Eru Vestmannaeyjar einn þriggja staða á landinu sem kemur til greina sem heimili fyrir háhyrn- inginn Keikó, verði hann fluttur til heimalands síns frá Flórída þar sem hann dvelur nú. Fulltrúarnir vildu sem minnst við blaðamenn tala en Hallur Hallsson, sem er talsmaður Keikósjóðsins hér á landi var mjög ánægður með ferðina. Fóru þau m.a. í siglingu með Lóðs- inum út í Klettsvík sent er líklegur staður fyrir kví undir hvalinn. „Eftir að við höfum skoðað aðstæður verður gerð skýrsla. Um þetta hef ég ekki meira að segja á þessu stigi," sagði Hallur. Auk Vestmannaeyja stendur valið á milli Hvammsvíkur í Hvalftrði og Eskitjarðar en samkvæmt heimildunt blaðsins koma Vestmannaeyjar og Eskifjörður helst til greina. Islensk stjómvöld eru nú nteð málið til skoðunar og er m.a. beðið niðurstöðu af sýnatöku úr Keikó. Þegar hún liggur fyrir er ákvörðunar að vænta. Gæti það orðið á allra næstu dögunt. Það er Ijóst að mikið er í húfi því flutningur Keikó til íslands mun vekja óhemju athygli. meiri en nokk- um tíma hefur þekkst hér á landi. Búist er við að um 750 blaðamenn fylgi honum og að einn milljarður fylgist með flutningnum í fjöl- miðlum. Auk þess mun hann í fram- tíðinni draga til sín fjölda ferða- manna. Þó stutt sé síðan Vestmannaeyjar komu inn í myndina er Fréttum kunnugt um að sú staðreynd að Háskólasetrið, Hafró, Rannsókna- stofnun ftskiðnaðarins og Náttúru- gripasafnið skuli vera til staðar. styrki stöðu Vestmannaeyja í slagnum um Keikó. Fjarskiptanámskeið fyrir skipstjórnarmenn: Aðeins haldin í lyjum og Reykjauík -Gæti dregið hingað mörg hundruð manns efstaðið verður við bakið á Kjartani Bergsteinssyni sem á heiðurinn afþessu framtaki Kjartan Bergsteinsson, loftskeyta- maður, hefur undanfarin misseri staðið fyrir námskeiðum fyrir skipstjórnarmenn á fiskiskipa- llotanum í meðferð nýrrar tækni í fjarskiptum. í þessum mánuði var hann með námskeið þar sem flestir nemendurnir voru ofan af landi. Astæðan er sú að aðeins er boðið upp á þessi námskeið í Eyjum og í Reykjavík. Um er að ræða svokallað GMDSS- námskeið, sem er alþjóðlegt öryggis- og fjarskiptakerfi sem stofnsett var af Alþjóðasiglingamálastofnuninni. Kjartan, sem lagt hefur mikla vinnu í að koma upp námskeiðunum, segir að þetta kerfi nái til alls heimsins. Til þess eru notaðir gervihnettir og land- og strandstöðvar. „Það var ljóst að gamla kerfið var orðið ónýtt og þá var ráðist í þessa framkvæmd," segir Kjartan. „Þetta kostar ný tæki í öll skip og um leið verða loftskeytamenn óþarfir. í staðinn þarf að kenna skip- stjómarmönnum á tækin og það er ég einmitt að gera.“ , Hvert námskeið er 72 kennslustundir og tekur a.m.k. tíu daga. „Ég byrjaði 1996 og hef verið að þessu af og til síðan. Alls hafa um 70 manns setið námskeiðin og á síðasta námskeiði var ég með níu manns, sex frá Eskifirði og einn frá Akureyri, Fáskrúðsfirði og Vestmannaeyjum.“ Kjartan segist sjá fram á næg verkefni því reglugerð um notkun á GMDSS- tækjum nær til allra skipa sem eru 24 m og Iengri. „Það verða því a.m.k. tveir menn á hverju skipi að vera með þessi réttindi. Vestmannaeyjar em annar tveggja staða á landinu þar sem boðið er upp á þessi námskeið og ég get liaft eins mikið að gera eins og ég hef tíma til vegna vinnu minnar. Jafnframt þessu þarf að skipta út fjarskiptatækjum og mér skilst að það sé pakki upp á 2 til 3 milljónir." Þetta framtak gæti dregið hingað mörg hundruð ntanns og ætti að skoðast af bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu. Zoltan Beláný, sem verið hefur einn af lykilmönnum ÍBV undanfarin ár, og Gabriella Polkovics og börn beirra brjú sjá nú loks fyrir endann á ára- langri baráttu fyrir bví að fá íslenskan ríkisborgararétt. Bls. 4 og 19. YGGI IIR LDUNA ig þægilegan hi Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813 T(í“5) Sumaráœtlun Herjólfs —▼ ▼ Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: : Alla daga nema sun.. Kl. 08:15 Kl. 12:00 : sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00 aukaferð föstudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 Iderjólfur .BRUAR BILIÐ Simi 481 2800 Fax 481 2991 Bókabúóin Heiðarvegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.