Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 30. apríl 1998 Færslumflölgar Sumarblíðan um helgina virðist hafa haft talsverð áhrif á bæjarbúa því að færslur í dagbók lögreglu voru talsvert fleiri en á undan- fömum vikunt. Alls voru 198 færslur bókaðar enda var talsverður erill í vikunni. Af þessum færslum voru 30 frá því á föstudagskvöldi og fram á sunnudagsmorgun. Sérstæður sumarfagnaður Það mun nokkuð misjafnt hvemig fólk fagnar sumarkomu. Hjá flest- um fer slíkt fram án þess að það trufli aðra. En ekki þó hjá öllum. Að morgni sumardagsins fyrsta var tilkynnt til lögreglu að bíl hefði verið stolið frá netaverkstæðinu Net. inni á Eiði og stuttu síðar var tilkynnt unt innbrot íHótel Bræðra- borg. Á föstudagsmorgun var svo tilkynnt að brotist hefði verið inn í Net og þar hefði lyftara verið ekið um. Fljótlega bárust böndin að fjórum mönnum úr áhöfn skips sern lá við bryggjukantinn við netaverk- stæðið. Eftir yfirheyrslur viður- kenndu þeir að hafa tekið bílinn, ekið að Hótel Bræðraborg og brotist þar inn. Þá viðurkenndu þessir athafnasömu fjórmenningar einnig að hafa farið inn í Net og ekið þar um á lyftaranum. Þar með lauk þessum sérkennilega sumar- fagnaði þeitTa. Enn einn öluaður Um helgina hafði lögregla afskipti af 11 ökumönnum vegna umferðar- lagabrota og var í flestum þeimt urn minniháttar brot að ræða. En einn þessara ökumanna var ölvaður og það telst alvarlegt brot. Nagladekkin burtá stundinni Rétt er að benda ökumönnum og eigendum ökutækja á að tírni nagladekkjanna er liðinn. Þó svo að enn megi búast við hálku á fjallvegum landsins þá á það ekki við f Vestmannaeyjum. Fljótlega verður farið að sekta þá sent enn aka á nöglum. Þess má geta að sekt við því er hærri en nemur kostnaði við að umfelga bflinn. Vinnudagurog flaggakeppni hjá golfurum Á morgun, föstudaginn I. maí, er hinn árlegi vinnudagur golfara. Þá verður unnið við hreinsun og tiltekt á golfvellinum. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta en undanfarin ár hefur mæting verið með afbrigðunt góð á þessum vinnudegi. Mætingerkl. 12.00 og endað verður með grillveislu og fleiru. Á laugardaginn kenuir verður Flaggakeppnin á dagskrá hjá GV. Leiknar verða 18 holur nteð forgjöf. Athygli er vakin á því að leikið verður á öllum velUnum, bæði þeim nýja og gamla og sumarflatimar verða í leik. Þetta er í fyrsta sinn á árinu sem það er gert en völlurinn hefurkomið vel undan vetri. Hér verður því um „alvöru- golf' að ræða. Bent skal á að lokaskráning er á föstu-dagskvöld kl. 20. Afli hefur verið mjög góður í apríl: Drangairík VE hefur landað 460 tonnum á 24 dögum „Það hefur verið mokafli hjá okkur,“ segir Magnús Ríkharðsson skipstjóri á Drangavíkinni VE. „Þó að veiðin haft verið góð á sama tíma í fyrra þá slær þettaalltút. Við erum búnir að landa milli 430 til 460 tonnum á 24 dögum í 10 löndununt.'1 Magnús segir að aflinn sé að stórum hluta ýsa. Hins vegar sé mikíl þorskgengd á miðunum. „Við höfum fengið þennan afla á Selvogsbankanum og það eru margir bátar að veiðum. Hins vegar höfum við fregnir af mikilli þorskgengd á Eldeyjarbanka, en hann syndir þar í rólegheitum óáreittur. Það er aðallega vegna þess að bátarnir eru búnir nteð kvótann. Við erum aftur á móti vel settir með kvóta, en þetta hefur verið mikill handleggur og menn varla haft undan á stundum. Einnig hefur tíðin hefur verið sæmileg þennan mánuð svo ekki spillir það,“ segir Magnús að lokum. Stefán Friðriksson útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar segir að það haft verið hálfgert nudd hjá þeim bátum sem verið hafa á kolmunnanum. „Þeir hafa verið að fá þetta 100 tonn á dag. Kap var búin að fá 500 tonn, en ekki er vitað nteð Huginn. Zephyr kom inn ýgærmeðum 1700 tonn. JónVídalín ÁR landaði 125 tonnum á mánudag og var aflinn mest karfi.“ Friðrik Már Sigurðsson útgerðar- stjóri hjá Isfélaginu segir að veiðin hafi verið þokkaleg. „Álsey landaði á mánudaginn 140 körum mest ýsu og Bergey landaði í gær 200 körum en hún var með nteiri blandaðan afla. Alla aðra báta er verið að undirbúa fyrir sfldarvertíðina." Friðrik Már segir að gert sé ráð fyrir að hetja síldarveiðar 5. maí. „Það er hins vegar óljóst ennþá með útlið. Færeyingar og Danir hafa verið að leita fyrir sér en ekkert fengið. En það er verið að undirbúa rannsókna-skip til þess að fara á miðin og kanna hvort eitthvað er af síld,“ segir Friðrik Már. Samræmdu prófunum hjá 10. bekkingum lauk á priðjdaginn og nú voru bað ekki bara nemendur sem fögnuðu bví foreidrarnir slógust í hópinn. Foreldrar og jafningjafræðslan í Framhaldsskólanum buðu upp á hljómleika með D7 á Stakkó síðdegis en um kvöldið var slegið upp grillveislu í Hrafnaklettum. Tilgangurinn var að koma i veg fyrir fyllírí á krökkunum sem tókst ekki alueg en viðleitin er góðra gjalda verð. Skjálfti í bæjarráði útafdrætti Eins og sagt var frá í síðustu Fréttum hefur farið nokkur óþol- inmóður skjálfti urn Ragnar Osk- arsson bæjarfulltrúa V-listans vegna þess hve seint honum finnst ganga hjá meirihlutanum að Ieggja frarn ársreikninga vegna ársins 1997. Bæjarstjóri sagði frá því á fundi bæjarráðs á þriðjudaginn að reikn- ingamir yrðu lagðir frant í bæjarráði þann 5. rnaí nk. Við það tækifæri lét Ragnar Óskarsson bóka að sér fyndist drátturinn óþarflega langur og að núverandi bæjarstjóm geti ekki afgreitt reikningana nema nteð því að boða til sérstaks aukafundar í bæjarstjóm. Elsa Valgeirsdóttir og Guðjón Hjörleifson óskuð þá að fært yrði til bókar að reikningarnir væru lagðir fram fyrr í ár en f fyrra og vildu meina að aðeins væri verið að gera störf embættismanna bæjarins og endurskoðenda tortryggileg. Töldu þau að lesa mætti slíkt úr óþolin- ntæði Ragnars. jafnframt því sent væntanlegar kosningar yllu honum einhverju hugarangri. Ragnar lýsti furðu sinni á bókum tvímenninganna og lýsti yfir fullu trausti á embættismönnum bæjarins og endurskoðendur. Hann lýsti hins vegar fullri ábyrgð á drætt- inurn á hendur meirihluta bæjar- stjómar. Hann benti einnig á að á kosningaári væri mun nauðsynlegra en við aðrar aðstæður að leggja reikningana sem fyrst frarn og það hafi verið gert fyrir kosningamar 1990 og 1994. Tvímenningamir óskuðu þá eftir að bóka að aldrei í sögu Vest- mannaeyjabæjar hafi reikningar verið lagðir fram í bæjarráði fyrr en þeir væru tilbúnir. Við þessa bókun þakkaði Ragnar fróðlegar upplýsingar og fór fram á í einni bókun til viðbótar að bæjarstjóm tæki á sig rögg og legði af dráttinn. Annar í fermingu á sunnudaginn Annar í fermingum á þessu vori er á sunnudaginn þegar 28 börn verða fermd í Landakirkju í messu klukkan ellefu fermast Dóra Dúna Sighvatsdóttir Brekkugötu 11, Garðar Heiðar Eyjólfsson Hrauntúni 59. Birgir Magnússon Búhantri 52, Gísli Steinar Jónsson Birkihlíð 14, Viktor Smári Kristjánsson Miðstræti 14, Ástvaldur Helgi Gylfason Brekastíg 24, Birgit Ósk Baldursdóttir Brimhólabraut 32, Hanna Guðný Guðmundsdóttir Áshamri 57. Bjartey Hermannsdóttir Hásteinsvegi 32, Sindri Haraldsson Höfðavegi 59, Hildur Jóhannsdóttir Austurvegi 2, Grettir Heimisson Dverghamri 34, Sigurður Ámi Tryggvason Dverghamri 19 og Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir Miðstræti 16. í messunni klukkan 14:00 fennast íris Elíasdóttir Vestmannabraut 57. Marý Njálsdóttir Miðstræti 9a. Ema Dögg Sigurjónsdóttir Illugagötu 55, Sigurlaug Aðalsteinsdóttir Fjólugötu 17, Elva Dögg Jónsdóttir Foldahrauni 42f, Friðrik Guðmundsson Goðahrauni 24. Kristjana Ingibergsdóttir Höfðavegi 45, Sólveig Jónsdóttir Illugagötu 19. Hörður Snær Pétursson Vestmannabraut 72. Heiða Rós Ólafsdóttir Foldahrauni 41 d, Aníta Ýr Eyþórsdóttir Hólagötu 38. Aron Ingvar Stígsson Kirkjuvegi 39 og Sigurður Freyr Pétursson Búhamri 12. Á myndunum em fermingarbömin með prestunum, Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjama Karlssyni. FRETTIR Utgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.