Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Blaðsíða 15
Fimmtudagur30. aprfl 1998 Fréttir 15 Skólamálaráð samþykkir breytingar á leikskólunum: Sveigjanlegur vistunartími meðal þess sem koma skal Nýr tími á sumarlokunum og tekin upp aldursskipting deilda Á fundi skólumálaráös í síðustu viku voru kynntar hugmyndir um breytingar á leikskólunum sem taka eiga gildi í sumar og haust. Um er að ræða suniarleyfislokanir, aldursskiptingu deilda á Sóla og Kirkjugerði og sveigjanlegan vistunartíma. í skoðanakönnun meðal foreldra bama á leikskólum um tíma til sumar- leyfislokunar kom fram mestur áhugi fyrir tímabilinu 15. júlf til 15. ágúst. Ellý Gunnlaugsdóttir, leikskólakenn- ari á Kirkjugerði og fulltrúi í skóla- málaráði, segir að fallist hafi verið á að loka leikskólunum á þessu tímabili en tímanum þó hnikað til þannig að upphaf og lok beri upp á helgi. „Samkvæmt því hefst sumarlokun allra leikskólanna mánudaginn 20. júlí og verða þeir opnaðir aftur mánudaginn 23. ágúst,“ segir Ellý. „Komi fram vilji foreldra um að einn leikskóli verði opinn á þessu tímabili, verður það skoðað seinna í sumar.“ Á fundinum var einnig samþykkt að taka upp aldursskiptingu deilda sem nær til Kirkjugerðis og Sóla. „Á þessum tveimur leikskólum er deildunum ekki skipt upp eftir aldri en ætlunin er að taka upp aldursskiptingu í haust. Á leikskólunum eru tveggja til sex ára börn og verður skipt upp í deildir við fjögurra ára aldur. Nánari útfærsla verður unnin í hveijum skóla fyrir sig og verður hún kynnt foreldrum," segir Ellý. Jafnframt þessu samþykkti bæjarráð að á Sóla verði að öllu jöfnu ekki innrituð yngri en þriggja ára böm. Þá samþykkti ráðið að reynt verði að mæta eftirspum eftir öðrum möguleikum á vistunartíma á leikskólunum. Skólaskrifstofu var falið í samráði við leikskólastjóra að leggja fram áætlun um hvemig unnt verði að taka þetta upp á hverjum leikskóla frá og með 1. september nk. Jafnframt verði raunveruleg þörf könnuð og hún ásamt kostnaðaráætlun verði lögð fyrir fyrsta fund ráðsins í maí. Að sitja i sópunni Það var vel til fundið hjá þeim sjálf- stæðismönnum að hafa hringborðs- umræður um miðbæinn sl. laugardag. Málefni miðbæjarins eru nefnilega lýsandi dæmi um vinnubrögð sjálf- stæðismanna í hinum ýmsu mála- flokkum sl. átta ár. Ekkert - nákvæmlega ekkert - hefur verið gert í málefnum miðbæjarins í tvö heil kjörtímabil, eða eins og Ársæll Sveinsson orðaði það á ofangreindum fundi: „Þetta er auðn, þetta er hörmung,“ og er það í samræmi við afskipta- og fram- kvæmdastefnu þeirra sjálfstæðis- manna. Ekkert gert. og þó! Ævintýramaður að norðan varfenginn til að setja fram „hugmyndir" um miðbæinn og fékk greiddar háar fjárhæðir fyrir. Að einungis örfáir útvaldir hafa barið þessar „hugmyndir“ augum og að ævintýramaðurinn fór til Kína að opna lakknsverksmiðju um svipað leyti með fríðu föruneyti. þar á meðal ónefndum þingmanni, er sjálfsagt einskærtilviljun. Einkaframtak núverandi bæjarstjóra gagnvart miðbænum felst síðan í þvf sem ekki er hægt að kalla annað en umhverfisskemmdarverk. Við fjöl- fömustu umferðargötu blasir við allt í senn: ömurleg sjónmengun, leiðinda hávaðamengun og svo óþefur af alls konar lökkum, þynni og öðrum eiturefnum. Ég fullyrði að hvergi í heiminum yrði slíkt liðið nema í Vestmannaeyjum, þar sem þó er talað um að gera átak í ferðamálum! Þannig má segja að í stefnu þeirra sjálfstæðismanna, gagnvart miðbæn- um kristallist þrjú aðalstefnumið núverandi meirihluta: í fyrsta lagi afskipta- og framkvæmdaleysi, í öðru lagi kunningjapólitík á kostnað bæjarbúa og Ioks grímulaus einka- hagsmunagæsla í blóra við velferð íbúanna. Og síðan eru þessir sömu menn steinhissa á fólksflótta úr bænum! Ég tel hinsvegar tímabært sé að spúla dekkið og gefa þessum súpugutlurum frí, a.m.k. næstu ljögur árin, þannig að þeir geti orðið sér úti um nýjar og ferskari uppskriftir. Jón Hauksson. Höfundur býr í miðbœnum. Orlofshús á sér- stöku Eyjatilboði Á síðasta ári hóf fyrirtækið Rang- árflúðir rekstur á sex orlofshúsum sem staðsett eru á bökkum Ytri- Rangár. Alls er rúm fyrir 30 manns í húsunum auk þess sem á staðnum er baðhús með gufubaði og búnings- klefum fyrir karla og konur. Húsin rúma frá þremur upp í sjö gesti í tveggja til þriggja manna herbergjum. I þeim eru uppábúin rúm, setustofa, sjónvarp, eldhús með öllum búnaði, sólpallur, útigrill og salemi með sturtu. Umhverfi húsanna er sérlega fallegt og kyrrlátt á bökkum Ytri- Rangár um tvo km frá Hellu. Hið rómaða mótssvæði sunnlenskra hestmanna á Gaddstaðaflötum blasir við handan árinnar. Bústaðirnir eru vel staðsettir miðsvæðis á Suður- landi og stutt í allar helstu nátt- úruperlur svæðisins. Héðan er hægt að ferðast vítt og breitt um Suður- land á dagsstund. Á Hellu er alla almenna þjónustu að finna, s.s. verslun. banka, pósthús, sundlaug og ýmis þjónustufyrirtæki. Lax- og silungsveiði er í Ytri-Rangá og víðar í nágrenninu. Átján holu golfvöllur er á Strönd í níu km fjarlægð og hyggjumst við brydda upp á þeirri nýjung að bjóða ókeypis vallargjöld með tveimur húsanna ef gist er a.m.k. í tvær nætur. Frá Helluflugvelli er liægt að fljúga til Vestmannaeyja og þægilegar gönguferðir eru unt nágrennið, t.d. að Ægissíðufossi og hinum fornu Ægissíðuhellum sem taldir eru vera gerðir af írskum munkum fyrir kristnitöku. Fyrirhugaðar breytingar í sumar eru að koma upp heitum potti í baðhúsið og leiktækjum fyrir bömin ásamt því að gróðursetja og hlúa að nánasta umhverfi húsanna. Núna erum við með sérstök tilboð til kynningar á fyrirtækinu og er hægt að fá upplýsingar í s. 487-5165 eða 895-6915. Fréttatilkynning. Smáey VE lengd um þrjá metra á Seyðisfirði Tíu tilboð bárust í þriggja metra lengingu á Smáey VE sem Bergur- Huginn gerir út. Helmingur tilboðanna kom erlendis frá en það var Vélsmiðjan Stál á Seyðisfirði sem átti lægsta tilboðið. „Við gemm ráð fyrir að Smáey fari austur í byrjun september nk. og á verkið að taka um sex vikur,“ segir Magnús Kristinsson framkvæmda- stjóri Bergs-Hugins. „Smáey er rétt tæpir 29 metrar en verður tæplega 32 eftir lenginguna. Lestunum verður einnig breytt þannig að hægt verður að setja allan fisk í kör. Það bætir meðferð aflans og á að tryggja hærra afurðaverð. Með því teljum við að kostnaður við breytingarnar muni skila sér á skömmum tíma.“ Smáey mun eftir sem áður hat'a rétt til veiða allt að þremur mflum frá landi eftir breytingamar. X-Bæjarstjórnarkosningarnar - Ragnar Óskarsson á V-lista Fjármálastjórnin hefur brugðist Hvimleitt Það hefur alltaf verið að aukast að ólíkustu fyrirtæki styrki hvers konar starfsemi. Ekki á það síst við um íþróttir og menningar- dagskrá af ýmsu tagi. Á sumardaginn fyrsta var haldin mikil og skemmtileg dagskrá í íþróttamiðstöðinni. Athygli vakti upptalningaruna kynnisins á þeim tjölda fyrirtækja sem lögðu hátíð- inni lið á einhvem hátt. Ekki þótti það duga að því er virtist því ítreka þurfti hluta þessara styrktaraðila að minnsta kosti einu sinni í miðri dagskránni og svo í lok hennar. Þótti fólki þetta hvimleitt og óvíst hvert erindi slík romsa á við þann bamafjölda sem saman var kominn á hátíðinni og var í miklum meirihluta. Þótti auglýsingaskörin vera farin að færast all verulega upp á siðferðisbekkinn, þrátt fyrir það ágæta hugarfar sem liggur að baki hjá fyrirtækjum sem leggja góðum og gildum málefnum lið. Töldu menn að hófleg kynning styrktar- aðila skilaði betri og meiri árangri þeirra. Þegar sjálfstæðis- menn komust til valda í bæjarstjóm Vestmannaeyja fyrir tæpum átta árum gáfu þeir fögur fyrirheit um ábyrga og örugga fjármálastjóm. Nú skyldi koma í Ijós hverja yfirburði þeir hefðu á sviði tjármála, í áætlanagerð og þar fram eftir götum. Vafasöm fyrirheit Snemma kom þó í ljós að fyrirheitin var erfitt að standa við og mjög stóð á árangri í þeim efnum. Skuldirnar héldu áfram að aukast og er nú svo komið að skuldastaða bæjarfélagsins er komin á alvarlegt stig. Nú nema skuldimar um 2.000.000.000, tveimur milljörðum króna, en það jafngildir að hver fjögurra manna fjölskylda skuldar hart nær 2 milljónum. Þannig hafa fyrirheitin tekið á sig þveröfuga mynd en sanna á sama hátt að ábyrgð og öryggi sjálfstæðismanna í fjármál- um er vafasamt fyrirbæri. Onákvæmar áætlanir Fjölmargar meiriháttar framkvæmdir hafa farið langt fram úr þeim fjár- hagsáætlunum sem meirihluti sjálf- stæðismanna hefur gert. í þessu sambandi má nefna framkvæmdir við Listaskólann, Bæjarveituhúsið, Lóðs- inn og Sorpu. Þar eru framkvæmdir tugum ef ekki hundruðum milljóna dýrari en áætlað var. Hér er ekki verið að efast um nauðsyn þessara verkefni heldur þann þátt að sjálfstæðismenn virðast ekki geta gert nákvæmari áætlanir er dæmin sýna. Allt slíkt hlýtur að vera bænum dýrkeypt í meira lagi. Milljónirnar ofgreiddu Ekki alls fyrir löngu kom í Ijós að ríkissjóður hefði ofgreitt Vestmanna- eyjabæ um eitt hundrað milljónir vegna skila á fé ríkisins til sveit- arfélagsins. Þessar ofgreiðslur fóru með öllu framhjá fjármálastjóm sjálf- stæðismanna og verður það að sæta furðu þar sem ekki er um neinar smáupphæðir að ræða eða tæpar tvær milljónir á hverri einustu viku miðað við heilt ár. Hvað líður reikningunum Mikill dráttur hefur orðið á því að leggja fram reikninga bæjarfélagsins fyrir árið 1997. Þess má geta hér að á kosningaárinu 1990 vom reikningamir lagðir fram 22. mars og á kosn- ingaárinu 1994 voru þeir lagðir fram hinn 21. mars. Nú er maí að heilsa og enn eru reikningamir óafgreiddir. Hvers vegna skyldi þetta vera svo? Skyldu vera einhverjar óþægilegar tölur í reikningunum, svo óþægilegar að ekki megi þær líta dagsljósið fyrr en í lengstu lög? Allt á það eftir að koma í ljós en mér býður í grun að hér sé á ferðinni ein enn sönnun þess hve illa sjálfstæðismenn hafa staðið sig í tjármálastjórn bæjarfélagsins þau ár sem þeir hafa setið að völdum. Tími til að breyta 23. maí verður gengið til kosninga. Þá er sannarlega tími til að segja upp fjármálastjóm sjálfstæðismanna. Þá er tími til að velja til stjórnar bæjarins fólk sem vill fara nýjar leiðir í stjóm bæjarfélagsins, einnig í stjórn fjármálanna. 23. maí er tími til að breyta frá stöðnun til framfara í Vestmannaeyjum. Ragnar Oskarsson. Höfimdur skipar 2. sœti á V-lista.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.