Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 30. aprfl 1998 Sumarið heilsa Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur á fimmtudaginn í blíðskaparveðri en þó sólarlausu. Veg og vanda af dagskránni höfðu Félagið Þroskahjálp og Skátafélagið Faxi Mikill fjöldi fólks safnaðist saman fyrir ofan Stakkagerðistúnið, þaðan sem skrúð- ganga lagði af stað með skáta í broddi fylkingar ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja. Mikil og góð stemmning var í göngunni og greini- legt að sumarið er handan við hornið. Skrúðgangan hélt svo sem leið lá upp í íþróttamiðstöð þar sem flutt voru skemmtiatriði við góðar undirtektir gesta. Meðal skemmtiatriða voru fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar, dansatriði frá stelpum úr Barnaskólanum og eróbiksýning frá Hressó. Tilhlýðilegt þótti að fá fram- bjóðendur þeirra lista sem hafa boðið sig fram til sveitar- stjórnarkosninganna i vor og sprella svolítið með þeim. Meðal annars tókust þeir á í sjómanni, þríhjólakeppni, pallapuði auk þess sem karlkandidatar listanna tóku nokkrar „pósuh1 með Smára Harðarsyni. Allir skemmtu sér hið besta, þrátt fyrir hina pólitísku skophlið sem var á sumum skemmtiatriðunum. Félagið Þroskahjálp var einnig með köku- og blómasölu í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar og Skátafélagið Faxi var með kaffisölu í félagsheimili sínu til styrktar starfseminni. Frambjóðendurnir Björn Elíasson, Drífa Kristjánsdóttir og Guðjón Hjörleifsson sýndu listir sínar uið góðar undirtektir áhorfenda. Góð þátttaka uar í skrúðgöngunni. X-Bæjarstjórnarkosningarnar -Lára Skæringsdóftir á V-lista Búum okkur snyrtilegri eyju -Sjálfstæðisflokkurinn er steinsofandi í umhverfismálum Eldhresst skemmti- kuöld hjá Eldhressum Gleðilegt sumar. Nú þegar sumarið er gengið í garð og náttúran að vakna til lífsins, blæs Vestmannaeyja- listinn til sóknar fyrir bæjarstjórn- arkosningamar 23. maí nk. Meðal þess sem Vest- mannaeyjalistinn setur á oddinn í kosningabaráttu sinni eru UM- HVERFISMÁL sem hangir auðvitað á sömu spýtu og ferðamál. Fyrir skömmu fóru frambjóðendur Vestmannaeyjalistans f vinnuferð um okkar fallegu eyju vegna málefna- vinnu í umhverfismálum. Það var samdóma álit frambjóðenda Vest- mannaeyjalistans að okkar helsta aðdráltarafl í ferðamannabransanum síðastliðinn 25 ár, nýja hraunið, sé að breytast í stóran ruslahaug ef ekkert verður að gert. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega gjörsamlega sofíð á verðinum í umhverfismálum. Ut- sýnispallurinn á Eldfelli, þar sem ferðamenn eiga væntanlega að sjá nýja hraunið, ósnortna náttúm, sjá þeir í staðinn sorpeyðingarstöð, spýtur, járnadrasl og rusl. Við göngu- og hjólreiðastíga fyrir neðan Sorpu er sama sagan, msl og aftur msl og jafnvel heilu tölvuhræin á víð og dreif. Inni á gamla hitaveitusvæðinu er búið að sturta múrbroti og spýtnadrasli ásamt fleim í hauga hingað og þangað og stingur ákaflega illa í augun. Ef okkur er alvara með að vilja fá fleiri ferðamenn til Eyja verður að hagræða hlutunum þannig að draslið blasi ekki við á helstu útsýnisstöðum. Að mínu mæti ætti helst að friðlýsa það land sem ósnortið er enn á nýja hrauninu því það er búið að ganga ansi nærri því. Þá er ástandið fyrir utan Þrælaeiði í skolpmálum okkar ekki nógu gott og þyrfti að taka þessi mál föstum tökum. Stefna núverandi meirihluta er nú reyndar að lengja skólplögnina um 20 m á meðan hún er lengd um 4 km í Reykjavík. En það er náttúrulega ekki við öðru að búast þegar holræsa- gjaldinu er eytt í rekstur bæjarins eins og ílialdið gerir í Eyjum á sama tíma og holræsagjaldið hjá Reykjavíkur- listanum fer í umhverfisvænar fram- kvæmdir. Að þeim loknum ætlar Reykjavíkurlistinn að lækka holræsa- gjaldið. Að vakna til lífsins Sprangan er einnig staður sem er mjög vinsæll viðkomustaður hjá ferða- mönnum enda á sprang að heita gömul þjóðaríþrótt okkar Eyjamanna. Og þeir sem hafa gaman af gömlu ryðguðu drasli, sem er í námunni við Sprönguna, fá auðvitað eitthvað fyrir sinn snúð. En ég hygg að flestir eru sammála mér að gamla ryðgaða draslinu í námunda við Sprönguna, þyrfti að koma þaðan í burtu sem fyrst. Væri ekki nær að laga til og skapa notalegan stað fyrir fjölskylduna og útivistarfólk. Leyfa unga fólkinu kannski að spreyta sig og taka þátt í skemmtilegu verkefni og skapa því atvinnu um leið. Það má til dæmis breyta ryðgaða og ljóta vatnstankinum í eitthvað skemmtilegt, til dæmis mætti skrá á hann sögu vatns í Vestmannaeyjum. Herjólfsdalur er önnur náttúruperla sem nýta mætti betur sem útivistarsvæði. Tjömin er vægast sagt drullug. Þama fara ferðamenn um í hundraða tali og það hlýtur að vera lágmarks kurteisi að tjömin sé hreins- uð á vorin en ekki bara rétt fyrir þjóðhátíð. Þetta sýnir okkur enn og aftur hversu steinsofandi Sjálfstæðis- flokkurinn er í umhverfismálum. Það virðist bara ekki koma þessum einræðishermm við að okkur stendur ekki á sama hvemig farið er með umhverfi okkar. Eyjan okkar er náttúruperla sem við eigum öll og okkur ber skylda til að hugsa sem best um hana. Með breyttu hugarfari Vestmannaeyjalistans getum við ekki bara fegrað umhverfi okkar heldur einnig laðað til okkar ferðamenn í auknum mæli. Það ætti um leið að bæta atvinnuástandið í bænum. Framtíðin er okkar. Leggjum lín- umar fyrir framtíðina og höfum kjark til að breyta. Bjartar vonir vakna með X - V þann 23. maf nk. Lára Skæringsdóttir Höfundur skipar 4. sætið á V-lista Klúbburinn Eldhress var með skemmtikvöld í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 22. aprfl. Margt var sér til gamans gert á skemmtuninni, jafnt í söng, hljóðfæraslætti og leikjum. Foreldrar, ættingjar og vinir mættu á skemmtunina og tóku að sjálfsögðu virkan þátt í leikjum og söng. Stjóm- andi ásamt eldhressum félagsmönn- um var séra Bjami Karlsson og hans skelegga frú. séra Jóna Hrönn, og lék hann við hvum sinn fingur í spaugleikjum og léttum hrekkjum. Var góður rómur gerður að geimflugi, flöskutipli og frúnni í Hamborg sem mætti galvösk og meinaði fólki að segjajá og nei, og svart og hvítt. Að því loknu vom bomar fram veitingar ásamt meðlæti sem bráðnaði í munni og gestir gerðu góð skil. Hér er hópurinn ásamt Maríu Gunnarsdóttur og Bjama Karlssyni presti. Frá vinstri: Marfa, Bjami, Fimmbogi Gunnarsson, formaður, Þóra Magnúsdóttir, Ylfa Óladóttir, Hulda Ólafsdóttir, Júlíana Haralds- dóttir og fyrir framan hana situr Guðríður Haraldsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.