Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Síða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 30. aprfl 1998 Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119 Kosningar verða til bæjarstjómar eftir tæpan mánuð og aðeins farið að bera á skjálfta í mönnum vegna þeirra. Raunar finnst skrifara sem frekar dauft hafi verið yfir pólitíkinni fram til þessa eins og raunar á kjörtímabilinu öllu. Það var ekki fyrr en Ragnar Oskarsson sneri lieim úr útlegðinni í Danmörku að lifnaði yfir hlutunum. Að þessu sinni eru aðeins tveir listar í framboði og segja fróðir menn að það sé í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum. Það em þvf einfaldir og þægi- legir þrír kostir sem okkur standa til boða á kjördag, að kjósa D, kjósa V eða skila auðu. Úrslit síðustu kosninga urðu V-lista fólki mikil vonbrigði. Þar á bæ bjuggust menn við að ekki yrði erfitt að kollvarpa veldi íhaldsmanna með sameinuðu framboði, sérstaklega þegar klofn- ingur kom upp hjá íhaldsmönnum og varð til þess að Georg Þór fór fram í sjálfstætt framboð. Flestir urðu og undrandi yfir því mikla fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut, ekki sfst sjálfstæðis- menn sjálfir. Sameining flokka skilar nefnilega ekki alltaf þeim árangri sem menn búast við, þeir eru til sem eru á móti öllu slíku samkrulli og kjósa ekki sinn gamla flokk, taki hann þátt í slíku. Nærtækasta dæmið er fyrrum stórkratinn Kristjana Þor- finnsdóttir sem lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að hún styddi ekki V-listann heldur ætlaði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Og nú hefur hún enn bætt um betur og skipar sjálft heiðurssætið á D-listanum. Og Kristjana er ekki ein um þessa skoðun, þeir eru margir sem ekki geta hugsað sér að kjósa lista sem hefur á sér einhvem „kommastimpil“ eða „framsóknarsvip" eða „krataeðli." Þó svo að allt eigi að vera með kyrrum kjömm undir merkjum sameiningar þá er því bara ekki þannig farið. Á því hagnaðist Georg Þór síðast en nú er það spumingin hverjir hagnast á því. Skrifari hefurum það gmn að öllu mjórra gæti orðið á mununum að þessu sinni en sfðast. Þrátt fyrir að ferill sjálfstæðismanna í bæjarstjóm sé langt í frá hnökralaus er ekki margt um stór- skandala á tímabilinu og yfirhöfuð hafa hlutimir mnnið þægilega í gegn. Það er helst að hundrað milljónimar, sem bærinn óvart fékk upp í hendurnar og þarf nú að fara að endurgreiða, gætu reynst vont mál. Aftur á móti föttuðu fulltrúar minnihlutans ekki heldur þessi mistök fyrr en um seinan og því vafasamt að slá því upp sem kosningabombu. Það sem mesta athygli vekur að þessu sinni er hve rnikið af nýju fólki er að kveða sér hljóðs í pólitík. Með réttu má segja að um uppstokkun sé að ræða á báðum listum. Þessi nýju andlit gætu haft sitt að segja í því að úrslit yrðu á annan veg en menn búast við. Báðir listar bjóða fram fólk sem er fullt áhuga og verður spennandi að sjá hvemig það stendur sig bæði fyrir og eftir kosningar. Skrifari er ekki spámannlega vaxinn og ætlar ekki að velta fyrir sér væntanlegum úrslitum. Þau koma til með að Iiggja Ijós fyrir eftir tæpan rnánuð. Þá verða einhveijir glaðir og aðrir hrygg- ir, rétt eins og í öðmm h'fsins leikjum. Skrifari reiknarekki með að úrslit þessara kosninga komi til með að valda honum andvökum. eftir því sem gráu hámnum hefur Ijölgað á kolli hans, hefur hann öðlast þann þroska að láta slíkt ekki koma sér úr jafnvægi. Fyrir nú utan það að þetta er allt Ijómandi gott fólk á báðum listum, fólk sem segist vilja byggðarlaginu allt hið besta og meinar það ábyggilega. Þar með ættum við að verða í góðum höndum næstu íjögur árin, sama hvemig allt fer. Sigurg. Margo með hluta af heim grípum sem hún ætlar að sýna. eiga fyrirmyndir sýnar úr dýraríkinu, en einnig hef ég búið til báta og aðra hluti á þennan hátt.“ Margo segir að nú hafi hún keypt sér tölvustýrðan glerbræðsluofn sem hún hyggst nota til að rnóta stærri hluti. „Eg keypti þennan ofn í júlí í fyrra og hef verið að prófa mig áfram við að búa til skálar og aðra nytjahluti. Það er mjög nauðsynlegt að hafa góðan ofn nteð fullkontinni hitastýr- ingu þegar verið er að móta gler á þennan hátt. Það myndast alltaf spenna í glerinu við hitun og kælingu, þess vegna þarf góða stýringu til að tempra kælinguna." Hún segir að hún noti mót sem hafi söntu lögun og sá hlutur sem hún ætli að búa til, en mótin geti verið úr leir eða stáli. „Eg legg síðan glerplötu í mótið og við hitann leggst glerplatan yftr mótið og tekur á sig lag þess. Það er einnig hægt að lita glerið áður en það er brætt, með því að strá lituðu glerdufti á það. Einnig er hægt að leggja fleiri lög af gleri á mótið og fá þannig fjölbreytt mynstur." Hvað ætlar Andri að vera með á sýningunni? „Hann ætlar að sýna hálsmen og bindisnælur. Mótífin hjá honunt eru úr íslenskri eða erlendri mynt. Hann sker út úr peningnum þær myndir sem á honum eru, hvort heldur skjaldar- merki eins og á tíkallinum eða dýramyndir eins og höfrungamir á fimmkallinum. Síðan festir hann myndimar í umgjörð sem hæfir hverju Sigurgeir Jónsson skrifar udegi Helgina 1. til 3. maí næstkomandi verður haldin stór og mikil sýning í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Það er ferðaþjónusta Akureyrar í samstafl við Handverk og Hönnun sem stendur fyrir sýningunni. Sýningin er tvískipt. Annars vegar verður um handverkssýningu að ræða og hins vegar ntunu ferða- þjónustuaðilar kynna þjónustu sín. Að sögn aðstandenda sýningarinnar telja þeir að þessar atvinnugreinar fari vel saman og þess vegna var ákveðið að hafa þann háttinn á. Sýningin er sölusýning á listhandverki og heim- ilisiðnaði af öllu landinu, auk þess sem kynnt verður það helsta sent ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Mikill tjöldi handverksfólks og fólks í ferðaþjónustu hefur skráð sig til þátttöku í 94 sýningarbásum. Einnig ntun verða sérstök sýning á verð- launuðunt og athyglisverðum tillögum úr minjagripasamkeppni Átaks til atvinnusköpunar og Handverks og Hönnunar í tengslum við sýninguna. Margo Renner og Andri Run- ólfsson, sonur hennar, munu taka þátt í sýningunni. Margo er löngu þekkt í Eyjurn fyrir listsköpun sína og er einn þeirra aðila sem reka Gallerí Heimalist. Margo segir að hún muni sýna glerverk á sýningunni en Andri sýni skartgripi. ,,Ég hef verið að vinna smáskúlptúra úr gleri sem ég móta yfir opnum eldi. Það hafa ekki verið nytjahlutir, heldur skrautniwáf sem Af framboðum sinm. Margo segir að oft sé erfitt að draga línu milii handverks og listar. „Sumt sem maður gerir er kannski ekki list samkvæmt hörðustu skilgreiningu. Hins vegar þarf einhverja listræna gáfu til þess að skapa eitthvað, hvort heldur um er að ræða nytjahluti, eða skrautmuni. Hugtakið er teygjanlegt en módelhlutir. þar sem enginn þeirra er eins, er alltaf list fyrir mér, hvort sem það eru skartgripir eða nytja- hlutir." Hér má sjá hluta af handuerki Andra. Frá tónleikunum á sunnudaginn. Á sunnudaginn var hélt Ingveldur Yr Jónsdóttir messosópran, söng- tónleika í Safnaðarheimili Landa- kirkju. Undirleikari á píanó var Guðmundur H. Guðjónsson. Tón- leikarnir voru vel sóttir og áheyr- endur greinilega glaðir og ánægðir þegar þeir gengu út í aprílblíðuna að tónleikunum loknum. Dagskrá tónleikanna stóð saman af erlendum og íslenskum lögum. Ing- veldur Yr hóf sönginn á ástarljóðum eftir Paisiello, B. Pergolesi og Giordani, sem hún sagði að væru oft notuð til þess að kynna byrjendum ópemsöng. Því næst söng hún lög eftir Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson og Jón Nordal. Það voru hin þekktu íslensku lög við ekki síður þekkt ljóð og oft talin með því fegursta sem samið hefur verið á íslensku. Lögin vom íslenskt vögguljóð á hörpu, Hjá lygnri móðu. Vísur Vatnsenda Rósu og Hvert örstutt spor. Að þessum hluta tónleikanna loknum var gert stutt hlé. Eftir hlé söng Ingveldur Ýr þrjú ástarljóð eftir spænska tónksáldið Enrique Granados. Þessi lög eiga sér rætur í spænskri þjóðlagahefð og fór Ingveldur Ýr á kostum í þeim flutningi. Því næst sögn hún fjögur lög eftir Atla Heimi Sveinsson við íslensku ljóðin, Fömmenn, Spurðu mig ekki. Ég hef farið um víða veröld og Snert hörpu mína, falleg og krefjandi fyrir söngkonuna. Að lokum söng Ingveldur Ýr tvö aukalög við mikla hrifningu tónleika- gesta. Þau voru. L’amour úr Carmen og Draumalandið eftir Sigfús Einars- son. Ingveldur er glæsileg kona með hrífandi útgeislun, ekki síður en fagra og þróttmikla söngrödd. Samhæfing Ingveldar Ýrar og Guðmundar H. Guðjónssonar sem Iék undir á píanó var með miklum ágæturn og tónleika- gestir kunnu vel að meta góða tón- leika. Söngtónleikar Ingveldar Ýrar Jónsdóttur: Kraftmikill söngur og hrffandi útgeíslun

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.