Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Page 8
8 Fréttir Fimmtudagur 30. apríl 1998 Frábær árangur nemenda í Framhaldsskólanum í Hugvísiskeppninni: Sigmðu í annað sinn á bremur áram -Stofnstærð og lifnaðarhættir lundans voru viðfangsefnið Páll Manrin, Bjarki, Dauíð, Egill, Freydís og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Hugvísir, hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum og tækni fór fram í Hinu húsinu, menningar og upplýsingamiðstöð ungs fólks í Reykjavík 25. apríl síðastliðinn. Lið frá Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum tók þátt í keppninni og er skemmst frá því að segja að þau fengu fyrstu verðlaun, en deildu vinningssætinu með Fram- haldsskólanum í Garðabæ. Dómnefndin átti í vandræðum með að gera upp á milli verkefnanna svo að ákveðið var að veita þeim báðum fyrstu verðlaun. Það voru þau Bjarki Steinn Traustason, Davíð Egilsson og Freydís Vigfúsdóttir, sem kepptu fyrir hönd Framhaldsskólans. Hópurinn fékk vegleg peningaverðlaun að lok- inni keppninni hér á landi og jafnframt umboð til að taka þátt í keppni í umhverfisrannsóknum sem haldin er á vegum YEER-stofnunarinnar. Sú keppni er haldin árlega og er þátttaka íslands styrkt af umhverfisráðu- neytinu. Það var Bjöm Bjamason sem athenti þeirn verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hinu húsinu. Verkefni þeirra laut að rannsóknum á stofnstærð lunda og í sambandi við það var athuguð veiði, uppvöxtur pysju og gerð var gervilundahola í Stórhöfða í þeirri von að lundi settist að í henni, og að hægt yrði að athuga hegðunarmynstur lunda í holu. Þau segja að lundarannsóknin eigi sér nokkuð langan aðdraganda og sé í beinu framhaldi af Jasonarverkefni sem staðið hafi yfir frá 1996 til 1997. „Keppnin er hluti af mannauðsáætlun Evrópusambandsins og Island tekur þátt í með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Hugvísir er styrktur af ísaga hf. menntamálaráðuneytinu, umhverfisráðuneytinu og Hinu húsinu hér á landi, auk þess sem fjölmargir aðilar hafa aðstoðað okkur við rannsóknimar." Hverjar voru helstu niðurstöður rannsóknanna? „Það er lítið vitað um stofnstærð lunda í öllum heiminum," segir Freydís. „Athuganir leiddu þó í ljós að mikils misræmis gætir í áætlaðri stofnstærð lundastofnsins í heiminum. M.P. Harris, einn helsti sérfræðingur í heiminum um lunda telur að þeir séu um 10 - 20 milljónir fugla og þar af 60% við Islandsstrendur." Bjarki segir að þess vegna hafi verið ákveðið að taka fyrir dæmigert búsvæði lunda og varð Stórhöfði fyrir valinu. „Við könnuðum einnig fjölda nýmyndana til að athuga hvort stofn- inn færi stækkandi." Hvaða aðferðum beittuð þið við rannsóknimar? „Við mældum stærð lundabyggðar- innar á svæðinu og þéttleiki holanna á hvem m2 var kannaður,“ segir Davíð. „Út frá því var reiknaður fjöldi lunda í byggðum og stofnstærð áætluð. Stærð lundabyggðanna reyndist um 85.000 m2 og lundaholurnar um 100.000. Nýmyndanir voru samkvæmt rann- sókninni um 17.000. Út frá því áætluðum við stofnstærðina á bilinu 200 til 250 þúsund lunda að pysju og ungfugli meðtöldum.“ I sambandi við athuganir á stofnstærð var veiði í Stórhöfða athuguð og kom í ljós að veiðin hefur haldist í nokkru jafnvægi, eða um það bil 90 kippur á ári. (I einni kippu eru 100 fuglar). Síðastliðin tvö ár hefur veiðin dottið niður. „Árið 1997 voru veiddar 43 kippur í Stórhöfða, en orsakir þess að veiði hefur minnkað eru ekki að fullu kunnar, en rann- sóknir í framtíðinni munu væntanlega leiða það í ljós,“ segir Davíð. Þau segja að uppvöxtur pysju hafi einnig verið kannaður og borinn saman við niðurstöður á Skomer í Wales og sást greinileg fylgni þegar athuguð var þyngdaraukning, en engin þyngdaraukning verður á þeim á tjaðramyndunartímabilinu. „Þegar hámarksþyngd er náð minnkar matar- lyst pysjunnar og hún léttist. Lundinn ber minna í hana og þá er þess skammt að bíða að pysjan leggi út á víðáttur hafsins og benda rannsóknir til að pysjan yfirgefi lundann en ekki öfugt.“ Freydís segir og að gaman verði að fylgjast með því hvort lundi muni setjast að í gervilundaholunni sem útbúin var á Stórhöfða, en rannsóknir standa enn yfir. Páll Marvin Jónsson og Gfsli Oskarsson hafa verið hópnum innan handar hér í Eyjum og veitt þeim ómetanlega hjálp og leiðbeiningar. Þau segja að vegna eðlis rannsókna þeirra muni þau fara til Berlínar og taka þátt í alþjóðlegri keppni þar. „Sú keppni snýr meira að vemdun náttúr- unnar, umhverfismálum og hug- myndum ungs fólks þar að lútandi. Evrópukeppni Hugvísis fer hins vegar fram í Lissabon í Portúgal í sept- ember,“ segja þau og horfa björtum augum til framtíðarinnar. Þau vilja að lokum þakka öllum þeim sem hafa greitt götu þeirra og gert þeim mögulegt að stunda þessar rannsóknir og vonast til að framhald verði þar á. Þess má einnig geta að Freydís er skáti og sömu helgi fékk hún afhent forsetamerkið í móttöku á Bessa- stöðum ásmt Einari Emi Amarssyni. Forsetamerkið er veitt í lok drótt- skátastarfs, en þar liggur að baki lausn ýmissa verkefna sem unnið er að í skátastarfinu. Bjarki, Dauíð og Freydís fengu blóm frá Framhaldsskólanum fyrir árangurinn. Auk bess f ékk Freydís forsetamerkið fyrir störf með skátunum. Fróðlegur kynningarfundur Nýsköpunarsjóðs Nýsköpunarsjóður atvinnulífs gekst fyrir kynningarfundi á starfsemi sinni í sal Listaskólans sl. föstudag. Alls mættu um 40 manns á fundinn sem var hinn fróðlegasti. Arnar Sigurmundsson form. stjórnar sjóðsins greindi frá aðdraganda að stofnun sjóðsins, en forsendur stofnunar Nýsköp- unarsjóðs og Fjárfestingabanka atvinnulífsins hf. má rekja til uppstokkunar í fjárfrestingalána- sjóðum iðnaðar og sjávarútveg um síðustu áramót. Þegar Iðn- lánasjóður, Iðnþróunarsjóður og Fiskveiðasjóður voru lagðir niður um síðustu áramót varð sam- komulag um að taka 4000 milljónir af eigin fé þessara sjóða og nota til þess að koma á fót öflugum Nýsköpunarsjóði. Nýsköpunarsjóður er sjálfstæður sjóður í eigu rikisins, en atvinnulffið rnyndar meirihluta í stjórn hans, enda hefur eigið fé sjóðsins orðið til af framlögum sjávarútvegs og iðnaðar til sjóðanna í gegnum áratugina. Þessar 4000 milljónir rnynda stofnfé sjóðsins og miðast allar athafnir sjóðsins við að skerða ekki þennan höfuðstól. Til viðbótar þessum fjánnunum em 800 milljónir í sérstökum Vömþróunar- og mark- aðssjóði, sem ætlaðar em til þess að veita framlög til vömþróunar og markaðsaðgerða, einkum vegna útflutnings. Til viðbótar þessu mun Nýsköpunarsjóður síðar á þessu ári bjóða útfjárvörslu á 1000 milljónum króna í fjórum 250 milljón kr. hlutum, svokölluðum Framtakssjóði. Framtakssjóði er meðal annars ædað að fjárfesta í upplýsinga- og tölvu- fyrirtækjum á landsbyggðinni. Ný- sköpunarsjóður mun gera mjög ákveðnar kröfur til þeirra aðila sent munu gera tilboð í fjárvörslu á Fram- takssjóði. í máli Páls Kr. Pálssonar frkvstj. Nýsköpunarsjóðs kom fram að áhugi er á nokkrum stöðum á landsbyggðinni meðal annars í Eyjurn að stofna fjárfestingafélög í samvinnu við verðbréfafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þá kom fram í máli Páls að meginhlutverk sjóðsins er að efla ís- lenskt atvinnulíf og skapa möguleika til útrásar á erlenda markaði. Verður það einkum gert með hiuta- fjárþátttöku, áhættulánum og fram- lögum til einstakra styrkhæfra verk- efna á sviði vöruþróunar og mark- aðaðsstaifs. Af um 150 umsóknum sem borist hafa sjóðnum eru fjórar frá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Frarn kom á fundinum að Ný- sköpunarsjóður hefur sanþykkt að taka þátt í túnfiskverkefni v/b Byrs VE. með veitingu sérstaks áhættu- láns, en endurgreiðsla þess tengist aflahlut af væntanlegum túnftskafla bútsins. Fjölmargar fyrirspumir bárust til framsögumanns og fór fundurinn ágætlega fram. Nýsköp- unarsjóður hélt stjómarfund í Vest- mannaeyjum sl. laugardag og var þetta fyrsti fundur stjómar á landsbyggðinni eftir að formleg starfsemi sjóðsins hófst í byrjun janúar á þessu ári. kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. Nemendur briðja bekkjar Barnaskólans uoru með skemmtidagskrá og matarboð fyrir foreldra sína í skðlanum á miðvikudaginn í fyrri uiku. Brugðið uar á leik í sal skólans og og ýmis frumsamin skemmtiatriði fluti Suo uar haldið í stofu 22, bar sem allir gerðu ueitingunmum góð skil, jafnt nemendur semforeldrar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.