Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Qupperneq 10
10 Fréttir Fimmtudagur 30. aprfl 1998 Fólk hér er ekkert öðru vísi en annars staðar Er þó sjálfstæðara og reynir að bj arga sér -Menn eru kóngar í sínu tiki og það líkar mér vel eða eins og Siggi Gúm sagði einhvern tíma: -Það er betra að vera Siggi Gúm í Vestmannaeyjum heldur en nafnnúmer í Reykjavík, segir Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir sem skipar 3. sæti á lista sjálfstæðismanna Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir hefur lifað fjölbreyttu lífi og farið víða. Hún flutti frá Eyjum 1969, þá fimmtán ára og hélt til náms til Reykjavíkur. Hún flutti aftur til Eyja 1995 eftir 26 ára dvöl í Reykjavík. Sigrún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á félagsmálum og ber þar hæst starf hennar hjá Junior Chamber, auk fjölmargra annarra verkefna sem hún hefur tekið að sér. „Stundum kemur það mér mest á óvart að ég skuli lenda í svona mörgum stjórnum og nefndum, en þetta er bara svona, segir Sigrún. Sigrún er bindindiskona og telur sig aldrei hafa þurft á því að halda að vera önnur en hún er undir áhrifum áfengis. Nú hefur hún tekið sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til sveitarstjórnarkosninga í vor og af því tilefni heimsótti ég hana á Brimhólabrautina til þess að forvitnast um konuna, pólitíkusinn og Vestmannaeyjar fyn- og nú. Sigrún Inga er fædd og uppalin í Eyjum, en foreldrar hennar eru Sigurgeir Jónasson Ijósmyndari og Jakobína Guðlaugsdóttir, golfari. Hún á tvö systkini, Guðlaug deildarstjóra hjá Ratsjár- stofnun Islands og Guðrúnu Kristínu matvælafræðing hjá Rann- sóknastofnun Fiskiðnaðarins hér í bæ. Eiginmaður Sigrúnar Ingu er Gunnar K. Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Þau eiga þrjú börn, Maríu Kristínu 23 ára, Gunnar Geir 21 árs og Ingu Lilý 20 ára. SIGRÚNINGA er mikill bókaormur og á orðið dágott bókasafn. Yndislegt aö alast upp í Eyjum „Það var yndislegt að alast upp héma. Það var mikið frjálsræði og náttúran greip mann strax sterkum tökum. Maður fór urn alla eyju og margt forvitnilegt sem vakti áhuga bama á þessum árum. Þetta var ntikill ævin- týraheimur. Maður fékk kannski mjólk á tómatsósuflösku og nesti með sér og hélt svo á vit ævintýranna. Föðurafi minn Jónas í Skuld var mikið með okkur systkinunum, mér og Gulla bróður og hann fór með okkur í göngutúra um alla eyju. það var alltaf eitthvað nýtt sem bar fyrir augu. Ég man líka eftir því að hafa farið með pabba upp á Heimaklett þegar ég var tólf ára, sem var mikil upplit'un" Sigrún segir að pabbi sinn sé Áls- eyingur og þegar hún var unglingur hafi hún fengið að fara með í sókn- ingsferðir. Eg furða mig á svo frarn- andi orði og spyr hvað það þýði. „Það er von þú spyrjir,“ segir Sigrún. „í þá tíð var farið út í eyju og verið þar kannski í viku til hálfan mánuð við veiðar. Tvisvar í viku kom svo bátur með kost til þeirra sem vom við veiðamar og sótti lundann sem veiddur hafði verið. Þetta var kallað að fara í sókningsferð. Oft var sam- einuð ferð í Álsey og Suðurey og einstaka sinnum man ég eftir að hafa kontið við í Brandinum. í þessar ferðir fékk maður oft að fara, en þetta var á þeim árutn sem kvenfólk var illa séð í úteyjunt og fékk ekki að gista. Hins vegar fékk bróðir minn. sem er tveimur ámm yngri, að gista. Ég held að ég hafi fyrst fengið að fara út í eyju þegar ég er sjö ára og hann fimm ára. Þess vegna var ég afskaplega móðguð að hann svona lítill skyldi fá að fara á sama tíma og ég. Auk þess fékk hann að gista eina nótt, en ekki ég. En við vomm samt góðir vinir. Ef eitthvað er hef ég kannski stjórnað honum og hafði möguleika til þess í skjóli aldurs. Hins vegar verður systir mín meira eins og eitt af mínum bömurn. Það eru ellefu ár á milli okkar og í gosinu þegar ég var í Reykjavík leitaði hún mikið til mín, en í dag er hún búin að ná stóru systur og við erum góðar vinkonur. Milli mín og hennar varð kannski aldrei þetta systkinauppeldi. Þannig að í dag emm við meiri vin- konur. heldur en litla og stóra systir. “ Úteyjarnaruorukarla- samfélag Hvaða viðhorf heldur þú að valdi þessum kynjahlutverkum sem krist- allast milli bróður og systur á þessum árum? „Þetta var bara karlasamfélag. Ég lít allt öðrum augunt á þetta í dag og fmnst í lagi að þeir hafi þetta útaf fyrir sig. Fyrir þrjátíu árum heyrði það til algerra undantekninga ef kvenmaður gisti í úteyjum svo ég viti til. Þegar ég var fjórtán ára fór ég með vinkonu minni út í Elliðaey, þá fengum við að gista, en við urðum að vera í tjaldi langt í burtu frá kofanum." Sigrún segir að undirrót þessa liggi í samfélaginu sjálfu. „Menn voru að draga björg í bú, en konumar voru heima að hugsa urn börnin og heim- ilið. Þetta er ekkert ósvipað því að karlar spttu sjóinn. en konan var heima. I seinni tíð er þessi úteyjavera frekar frí en lífsnauðsyn og afþreying karla frá konum sínum og búi. Hins vegar þegar pabbi fór út í Álsey hér á ámm áður. þá var eiginlega sumarfrí hjá mér og mömmu." Talandi um þetta karlasamfélag, ertu kvenréttindakona? „Ég held ég geti ekki sagt það. Ég er á minn hátt mikill jafnréttissinni. Ég lít hins vegar á einstaklinginn og það sem hann gerir. fruntkvæði hans og baráttu. Ég hef fengið góða skólun að þessu leyti í gegnum félagsmála- starf mitt í JC hreyfingunni. Þar er mikið byggt á því að þroska ein- staklinginn og litið á hvað menn segja og gera, en ekki hvemig viðkomandi lítur út eða hvers kyns viðkontandi er. Mér hefur gengið vel að vinna bæði með konum og körlum og hér á heimilinu ríkir jafnrétti að mínu mati.“ Eínkalíf fólks kemur mér ekkivið Sigrún segist hafa kynnst Junior Chamber árið 1981, en þá er hún tuttugu og sjö ára. Hún kynnist þeim félagsskap í Reykjavík og byrjar að starfa ötullega innan hans. Ertu einstaklingshyggjumanneskja að upplagi? „Ég er opin og á auðvelt með að eiga samskipti við fólk. Mér þykir lika mjög vænt um fólk. Hins vegar er ég ákveðin og get verið eigingjöm. En ég held að ég haft nú þroskast frá því. Ég hef hins vegar skoðanir og óhrædd við að láta þær í ljós. Þar af leiðandi lendi ég oft í stjómum og framarlega þar sem ég er á fundum.“ Finnst þér að þú þurfir að hafa skoðanir á öllu, eða kemur þér allt við? „Nei, nei. Mér kemur til dæmis einkalíf fólks ekkert við. Mér þykir vænt um fólk og þykir gaman að spjalla og vita deili á fólki. en hvort einhver er búinn að kaupa sér nýjan bíl, fara til útlanda eða sefur hjá ná- grannakonunni, það vekur ekki áhuga minn.“ En einhver leiðtogi leynist í þér? „Gísli í Geysi, móðurbróðir minn. segir að það sé í genunum hjá mér. Mér finnst að allir eigi að geta komist áfram á sínum verðleikum, því það býr svo margt innra með okkur öllum. Það er misjafnt hvað fólk leggur á sig til þess að þjálfa það upp í sér og ná því fram. Það er ekki endilega það að ég vilji minn persónulega frama sem mestan, heldur að einstaklingurinn í okkur öllum fái að njóta sín. Ég hef verið að leiðbeina á námskeiðum bæði innan og utan JC frá 1984. jafnt ræðu- námskeiðum. námskeiðum í mannleg- um samskiptum og fundarsköpum og það er fátt meira gefandi í líftnu en að taka við hópi af fólki sem er óöruggur og þorir varla að standa upp og segja nafnið sitt. Að sjá þetta fólk blómstra eftir sex eða átta kvölda námskeið er alveg frábært. Það hafa allir skoðanir. en fólki gengur misjafnlega vel að koma þeim á framfæri. Og að eiga smá hlutdeild í því að fólk þroskist sjálft er góð tilfinning. Einfaldlega að fólk geti tjáð sig og barist fyrir rétti sínunt og málefnum er mjög mikil- vægt í lífmu.“ BetraaðueraSiggiGúmí Eyjumennafnnúmerí Reykjauík Sigrún segir að einangrunin sem félagastarfsemi í Vestmannaeyjum átti við að etja hafi verið áberandi og að hún hafi tekið eftir því að það háði allri umræðu og mannlegum sam- skiptum. „Fólk hér er samt ekkert öðru vísi en annars staðar. Ef eitthvað er er það sjálfstæðara og reynir að bjarga sér. Menn eru kóngar í sínu ríki og líkar það vel. Eins og Siggi Gúm sagði einhvem tíma: „Það er betra að vera Siggi Gúm í Vest- mannaeyjum heldur en nafnnúmer í Reykjavfk. Héma eru menn einstak- lingar og það líkar mér vel að fólk í Eyjum nýtur orða sinna og verka. Þeir sem standa upp úr eða skara fram úr og skera sig úr eiga samt það á hættu að lenda milli tannanna á fólki. En þetta er alltaf háð því hvað fólki tinnst. Ef fólk ætlar sér að komast áfram er það iðulega auðveldara á fá-mennum stað. En þetta er samt sent áður hægt á fjölmennari stöðum, eins og í Reykjavík. Hvort sem maður er stjómmálamaður. rithöfundur. banka- stjóri eða eitthvað annað, en þar er líka

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.