Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Side 11
Fimmtudagur 30. apríl 1998 Fréttir 11 auðveldara að hverfa í t]öldann.“ Sigrún segir að samt sem áður sé það mjög mikilvægt að þegar upp er staðið og lítil samfélög eru skoðuð nánar, að þá sé samhjálpin og samhugurinn mjög niikilsverður, ef fólk lendir í einhverjum vandræðum eða hremmingum. „Ef eitthvað kernur upp á, þá eru allir boðnir og búnir á sinn hátt til þess að rétta hjálparhönd. Þessa sér maður merki í daglegu lífi.“ Eldingamyndinfræga Ef við snúum okkur að öðru. Hvemig var að eiga pabba sem var ljósmynd- ari? „Það var hundleiðinlegt. Hann var að taka myndir af einhverju á 36 mynda filmu og splæsti kannski 28 myndum, svo þú getur ímyndað þér hver lenti í því að sitja fyrir á hinum átta myndunum sem eftir voru. Þannig að maður lærði snemma að sitja og halla höfði og líta í allar áttir. Eg man til dæmis eftir því þegar hann tók þessa frægu eldingamynd í Surts- eyjargosinu 1. desember 1963. Við höfðum farið á bíl út á Breiðabakka. Hann fer að stilla upp græjunum og byrjar að taka myndir en ég og mamma vorum orðnar mjög óþolin- móðar og pirruðum okkur miklu meira á því hvað pabbi var lengi að ljósmynda, heldur en að njóta sjónarspilsins sem þessar hamfarir voru.“ Sigrún segir að hún hafi hins vegar ekki átt neinum sérstökum vinsældum að fagna þótt pabbi hennar hafi verið Ijósmyndari. ,J>egar ég er að alast upp og man best eftir mér er hann að vinna hjá Flugfélaginu. Það var miklu meira spennandi að eiga pabba sem var á Fluginu. Maður fékk að fara með upp á flugvöll í Flugfélagsbílnum og fékk að fljúga í gamla Douglas DC 3 upp á Hellu og Skógasand. Auðvitað var maður mjög grobbinn af kallinum, þegar voru að koma myndir eftir hann í Mogganum. En það hefur frekar komið á fullorðinsárunum, sem ég hef farið að njóta þess að vera dóttir Sigurgeirs ljósmyndara, heldur en sem krakki." Mikil pabbastelpa Hvort telur þú að hafi mótað þig meira, pabbi þinn eða mamma? „Eg var alltaf miklu meiri pabbastelpa og held að hann hafi mótað mig meira en mamma. Eg fmn marga takta hjá mér sem mamma hefur. en þeir eru fleiri frá pabba. Eg hef líklega stjómsemina frá honum og opið viðmót. Kannski er ég svolítill ljósmyndari í mér að því leyti að koma auga á ýmsa möguleika, en að horfa í gegnum iinsu Ijósmyndavélar sem slíkrar. það frábið ég mér með öllu. En mamma er líka opinská og stjómsöm, þannig að það er erfitt að gera upp á milli þama. Hins vegar er mamma fljót að rjúka upp. en að sama skapi fljótt að rjúka úr henni aftur. Eg átti hins vegar til að vera langrækin, sem krakki, en hef vonandi þroskast frá því.“ Bláígegn Hversu mikinn þátt á áhuginn á pólitík rætur í uppeldinu og skaphöfninni? „Ég er alin upp á pólitísku heimili. Stundum hef ég sagt það að ég sé svo blá að það sé blátt blóð í æðum mínum. Ekki samt f þeirri merkingu að hægt sé að tengja það smákónga- tilhneigingu Vestmannaeyinga. Móð- urafi minn. Guðlaugur í Geysi, var þingmaður og bæjarstjóri í Eyjum þegar ég var unglingur. Ég leigði hjá afa og ömmu þegar ég var í skóla í Reykjavík. Þetta var heittrúað fólk í sínum pólitísku skoðunum og ég starfaði í öllum kosningum, bæði í Eyjum og Reykjavík fyrir Sjálfstæðis- flokkinn frá fjórtán ára aldri. Ég fór í stjómmálaskóla Sjálfstæðisflokkins 1979 og hafði mjög gaman af því. í gegnum þann skóla fékk ég áhuga á félagsmálum og að geta tjáð mig um það sem mér var efst í huga. Ég hef kannski alltaf verið ófeimin, en maður lærði öguð vinnubrögð í þessum skóla. Ég man þar sérstaklega eftir Sigurði Líndal, sem kenndi stjóm- málasögu. Þar fann ég mig mjög vel. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sögu og verið mikill bókaormur og finnst mjög mikilvægt að rækta söguna og þekkja sína fortíð til þess að geta byggt upp framtíðina. Annað áhuga- mál mitt er hins vegar lestur bóka og ég á ágætis bókasafn og er alæta á bækur. Ég er í fjórum bókaklúbbum og kaupi mikið af bókum. Mér fmnst líka einhvem veginn vænt um bækur. Fólk og mannleg samskipti er þó hins vegar mitt aðaláhugamál. Pólitfk fmnst mér hins vegar spennandi og skemmtileg, ekki síst að vinna með fólki. Ég hef alltaf viljað vera þátt- takandi frekar en þiggjandi og finnst spennandi að reyna fyrir mér í bæjarmálapólitíkinni núna, til þess að geta haft áhrif og komið góðum málum til leiðar sem mér eru hugleikin." Áhugiáskólamálum Eitt af áhugamálum Sigrúnar Ingu á vettvangi bæjarmálanna em skóla- málin. ,JÉg starfaði f foreldraráðum f Mela- og Hagaskóla meðan bömin mín vom þar og þótti hálf súrt í broti að það skyldi ekki vera foreldraráð við MR þegar krakkamir fóm þangað. En mér hafur þótt athyglisvert eftir að ég fór í þetta framboð að ég hlusta á náttúru- vemdarfólk, íþróttafólk, miðbæjará- hugafólk og alla aðra hópa, að allir em með hugmyndir um framkvæmdir. Allt kostar þetta hins vegar peninga og að reka bæjarfélag er ekkert öðru vísi en að reka heimili eða fyrirtæki. Það em til svo og svo miklir fjármunir, og það þarf alltaf að forgangsraða þeim verkefnum eða framkvæmdum sem við viljum fara í. Og það eru margreynd gömul sannindi að: „Enginn gerir svo öllum líki, ekki Guð í himnariki. Fyrir mig er pólitíkin líka þroskandi vettvangur. Ég hef alltaf leitast við það að reyna að þroska sjálfa mig. Þar kemur inn að starfa með ólíku fólki við ólíkar aðstæður. Ég hef aldrei áður tekið svona beinan þátt í pólitík, en þetta er ögrandi verkefni." Vestmannaeyjarskiptu meiramáli Sigrún segir að í Reykjavík hafi hún starfað í Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt, en hins vegar hafi hún ekki átt þær rætur í Reykjavík sem liggja svo djúpt í Vestmannaeyjum. Þess vegna hafi hún ekki farið út í frekara pólitískt starf í Reykjavík. „Þó ég hafi búið í Reykjavík í tuttugu og sex ár, skipti Reykjavík alltaf miklu minna máli en Vestmannaeyjar. Ég var miklu meiri þiggjandi og áhorfandi þar. í Vest- mannaeyjum langar mig miklu meira til þess að taka þátt og vera gerandi. En ég hef alla tíð starfað í flokknum hvort sem ég var í Reykjavík eða Vestmannaeyjum. Það var lengi búið að blunda í okkur Gunnari að flytja til Eyja og þegar tækifærið kom og hann fékk vinnu hér, slógum við til. Hérer yndislegt að búa, en ég skil það mjög vel að fólk vilji skoða sig um og sjá eitthvað nýtt. Mín er sú að grasið sé ekki alltaf grænna einhvers staðar annars staðar. í félagsmálum beitti ég mér miklu meira innan JC hreyf- ingarinnar. Ég átti þar skjótan frama og varð landsforseti JC 1991. í fram- haldi af því fer ég í heimsframboð fyrir JC og beiti mér meira á þeim vettvangi en f pólitíkinni. Ég var líka komin með fjölskyldu sem að þurfti sína athygli og orku. Hins vegar minn- ist ég þess að þegar ég bauð mig fram sem landsforseta í JC kom móðurafi minn að máli við mig og tilkynnti mér að hann sæi í mér pólitíkus. Hann sagði hins vegar að það þýddi ekkert fyrir mig að reyna að komast áfram innan Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Hann ráðlagði mér að skipta um lögheimili og ganga til liðs við Kvennalistann á Suðurlandi og komast í fyrsta sæti þar og svo inn á þing. Með þeini hætti gæti ég farið að berjast fyrir mínum málum. En að komast eitthvað áfram í pólitíkinni í Reykjavik væri vonlaust. Þetta sagði gamli maðurinn. blár í gegn og búinn að vera það alla sína ævi. Ég skyldi alveg hans sjónarmið en JC hreyfingin átti allan minn hug, svo þessi pólitíska ráðagjörð féll um sjálfa sig. Ég náði ekki kjöri sem heimsstjómarmaður í JC, en hins vegar kynntist ég því hvernig og í hvaða farveg svona barátta getur lent. Ég er vel skóluð að því leyti.“ Ekkert öruggt í lífinu Nú ertu í þriðja sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum í vor Ertu ekki pottþétt inni f næstu bæjarstjóm? „Það er ekkert öruggt í lífinu. Ég hef sjálf rekið mig á það. Ég get tekið mjög persónulegt dæmi. Innan JC hreyfingarinnar var ég vinsæl og fólki þótti gott að starfa með mér. Ég var hvött til þess að fara í framboð til landsforseta og allir ætluðu að styðja við bakið á mér. En ég lenti líka í andstöðu. Þetta er eitt erfiðasta ár í lífi mínu, þegar ég starfaði sem lands- forseti. Ég öðlaðist hins vegar dýrmæta reynslu og þykkan skráp gagnvart umtali og baktali, jafnvel öfund. Þeir sem ná hátt eiga þetta alltaf víst yfir sér. En í þessu starfi stóð maður mikið til einn. Það gerir enginn hlutina fyrir þig. Maður stendur og fellur með sínu starfi og gjörðum. Maður getur líka verið við hestaheilsu í dag, en er dauður á morgun. Það er mjög mikilvægt að grípa tækifærið og lifa í deginum í dag, því maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Tækifærin eru óendanleg í lífinu og þau koma til manns. Hins vegar þarf maður reynslu og þekkingu til þess að geta vegið og metið það sem stendur til boða. Og ég vona að ég haft þann aldur og þroska til þess að geta sagt nei. Stundum tekur maður hins vegar að sér eitthvað sem maður hræðist en þegar upp er staðið þá eru það gjöfulustu verkefnin og veita manni mesta ánægju. Þetta er stundum spurning um að ögra sjálfum sér. Ef maður tekst ekki á við sjálfan sig, þá verða engar breytingar. Það bankar enginn upp á hjá ntanni og býður manni allan heiminn." Að sjá hlutina í ferskara Ijósi Hvemig var með þriðja sætið á listanum núna. Kom ekki einhver og færði þér það upp f hendumar? „Ég veit ekki hvað skal segja. Ég hef starfað í fulltrúaráði Sjálfstæðis- flokksins og í þvf starfi hef ég haft skoðanir og læt þær í Ijós. Ekki til þess að eiga þær í bakhendinni og að einhver bjóði mér bæjarstjórastólinn. Heldur vegna þess að mig langar til þess að tjá mig og taka þátt í umræðunni. Ég held lfka að ég sjái málin í öðru samhengi og ferskara ljósi vegna þess að ég hef búið það lengi í Reykjavík. Ég bað ekki um sæti á þessum lista. Hins vegar kom formaður uppstillinganefndar að máli við mig og bauð mér þriðja sætið. Eftir mikla umræðu og eftir að hafa kynnt mér málið ákvað ég að segja já. Grípa tækifærið, vegna þess að það er ekkert vfst að ég hefði áhuga á því eftir fjögur ár og aðstæður allt aðrar en í dag. Þannig verður maður að vega og meta stöðuna hverju sinni. Núnaer mitt tækifæri og ég gríp það. en ekki eins og Jóhanna, að minn tími komi síðar. Minn tími er hér og nú og ég ætla bara að njóta þess. Það þýðir ekkert að lifa í morgundeginum." Sigrún segir að allt hennar starf að félagsmálum hafi ekki bitnað á fjölskyldunni. Sigrún segir hins vegar að á þeim stundum væru bömin svo heppin að eiga föður líka. „Gunnar hefur alltaf verið minn mesti og besti stuðningsmaður og í raun og veru ýtti hann mér stundum lengra en ég vildi fara sjálf. Ég man eftir því þegar ég var forseti í JC Nes var ég alveg komin að því að gefast upp. Þá „sparkaði" hann í rassinn á mér og skoraði á mig að klára mitt ár.“ Sigrún hefur nýlega haftð störf hjá hurðaverksmiðjunni Imex í Vest- mannaeyjum, eða frá I. aprfl síðast- liðnum, eftir að hafa starfað hjá Pósti og síma. „Það var ómetanlegt tækifæri til þess að kynnast fólkinu í bænum að starfa á póstinum. Maður lærði á andlit fólksins upp á nýtt og eftir alla þessa fjarveru var það ómetanlegt. Þama fer ég að kynnast fólki á ný og fylla upp í þetta tuttugu og sex ára gat sem myndaðist meðan ég var í burtu. Statfið hjá Imex var mér boðið og ég tók því, vegna þess að ég taldi mig hafa reynslu og þekkingu til þess að takast á við það. Þetta er mjög spennandi, kretjandi og ögrandi starf og vonandi gengur það vel og þá er ég ánægð.“ Á STRENG YFIR VESTMANNAEYJUM: Þessa stórskemmtilegu mynd tók Sigurgeir af Guðlaugi og Sigrúnu Ingu á strengumsemláuppáKlif. WELLCOME T0 THE 29TH JCI-EUROPEAN CONFERENCE OPENING CEREMONY GUNNAR OG SIGRÚN á 29. JC-pinginu en Sigrún hefur starfað mikið innan JChreyfingarinnar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.