Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Síða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1998, Síða 19
Fimmtudagur 30. aprfl 1998 Fréttir 19 Handboltinn: Magnús Bragason, formaður handknattleiksdeildar, gerir upp veturinn Draumurinn að eiga topplið einsoou skipað Eyjamönnum Handboltinn var með slútt á laugardaginn þar sem leikmenn fengu viðurkenningar fyrir árang- urinn og styrktaraðilum þakkaður stuðningurinn á tímabili. Að því tilefni var rætt við formann hand- knattleiksdeildar. Þegar blaðamaður FRÉTTA náði tali af Magnúsi Bragasyni, formanni handknattleiksdeildar, var að Ijúka fundi hjá handknattleiksráði. Þeir sem skipa ráðið, ásamt Magnúsi, eru: Eyþór Harðarson gjaldkeri, Jóhann Pétursson ritari, Viktor Ragnarsson, Kári Vigfússon og Sigurður Rich- ardsson meðstjómendur. En þegar menn líta yfir farinn veg, eru menn þá sáttir við árangurinn og eru menn bjartsýnir á framhaldið? „Ég held að ef að menn líta yfir farinn veg, þá geta þeir ekki verið annað en sáttir. Fyrir síðasta tímabil missum við 5 menn, en fáum tvo í staðinn. Okkur var spáð falli í deild- inni, en við föllum út í 8-liða úrslitum fyrir Fram og komumst í undanúrslit í bikamum gegn Val. Þetta held ég að sé alveg ásættanlegur árangur,” segir Magnús. „ Einnig er vert að minnast þess góða samstarfs, sem karla- og kvennadeildimar í handbolta hafa átt í vetur og einnig hafa engir meiriháttar árekstrar verið á milli handknatt- leiksdeildar og knattspymudeildar. Þess ber þó að geta að þetta er fyrsta árið sem nýja félagið er starfandi, þannig að það er ekkert skrýtið þó að einhverjir hagsmunaárekstrar séu, þar sem allir eru jú auðvitað að passa sitt. En ég er bjartsýnn á að þetta eigi eftir að verða betra og betra með tímanum.” Tímamótasamningur Hvemig hefur rekstur deildarinnar gengið? „ Það er mjög ánægjulegt að geta sagt að rekstur deildarinnar hefur verið réttu megin við núllið síðustu tvö ár, og á Eyþór gjaldkeri stærstan heiðurinn að því. en hann hefur haldið mjög vel utan um þau mál. í nóv- ember var síðan gerður þriggja ára samningur við Shell, sem er mikill léttir fyrir reksturinn. Síðan munum við sjá um sýninguna Vor í Eyjum, sem fer fram seinni hlutann í maí. Þannig að við erum með ýmis jám í eldinum.” segir Magnús. Leikmannamál Magnús segir að enn eigi eftir að hnýta nokkra hnúta, hvað varðar leikmannamál fyrir næsta vetur, en þeir vonist til að geta haldið sama hóp og jafnvel bætt við einum til tveimur leikmönnum. „Guðfinnur Krist- mannsson og Haraldur Hannesson verða áfram; Robertas er með samning við ÍBV, en hann mun spila með Litháen í Evrópukeppninni f sumar, og ef hann fær mjög gott tilboð frá einhverju atvinnumannaliði eftir þá keppni, þá er möguleiki að hann fari, en annars verðu hann áfram með okkur. Davíð Hallgrímsson verður Ifklega áfram. fer kannski í skóla. Hinir ungu og efnilegu Ríkharð Þ. Guðmundsson og Davíð Egilsson, verða líklega áfram. En þetta eru björtustu vonir ÍBV-liðsins. Það er ekki frágengið með Svavar Vignisson, en góðar líkur eru á að hann verði áfram. ErlingurRichardsson, verður bamapía í Reykjavík en spilar líklega með IBV. Sigmari Þresti finnst hann vera orðinn of gamall en aðrir vita betur. Emil Andersen verður hér og veriðeraðsemjaviðBelló. Sigurður Bragason hefur ekki tekið ákvörðun hvað varðar skólagöngu, en verður vonandi hér. Hjörtur Hinriksson er að klára skólann hér, en framhaldið er óljóst. Amar Pétursson er samnings- bundinn ÍBV, en það er enn óljóst hvar hann mun spila næsta vetur. Að lokum standa yftr viðræður við Þor- berg Aðalsteinsson, um áframhaldandi þjálfun,” sagði Magnús. Hann segir að tveir erlendir leikmenn séu inni í myndinni og það hjálpar mikið til að Belló sé orðinn íslenskur ríkisborgari. En þess má til gamans geta að nú heitir Belló; Zophanías Bragi Belánýi. Sætur sigur á móti Aftureldingu En hvað var eftirminnilegast frá nýafstöðnum vetri ? „Innan vallar var það sæti sigurinn á Aftureldingu á útivelli, í áttaliða úrslitum bikarsins og það skemmti- lega við það var að á sama tíma tryggðu stelpumar sér einnig sæti í 4 - liða úrslitum, með því að vinna Hauka, líka á útivelli. Síðan áttum við markahæsta mann deildarinnar og besta markamanninn, sem var lfka mjög ánægjulegt. Utan vallar var eftirminnilegust sú nýbreytni hjá hópnum að fyrsta sunnudag í aðventu. fór allur hópurinn í kirkju. Astæðan var sú að liðið var í lægð og í staðinn fyrir að vera með grill eða halda einhvern krísu fund, þá fóru menn bara í kirkju. Þetta hafði góð áhrif á mannskapinn og þess má til gamans geta að af næstu 8 leikjum hjá liðinu, þá tapaðist einn en 7 unnust,” sagði Magnús. „Draumur okkar er náttúrlega að vera eingöngu með Eyjamenn í liðinu og vera jafnframt í toppbaráttunni og að því stefnum við”, sagði Magnús Bragason að lokum. Eygló Kristinsdóttir, sem hér er ásamt Grími Guðnasyni eiginmanni sínum, er að láta af störfum fyrir handboltann eftir 20 ára starf. Zóphanías Bragi Belánýi skal hann heita Markahæstu leikmenn meistarflokks voru Sandra Anulyte og Zoltán Belányi sem verður íslenskur ríkisborgari á þessu ári. Hann hefur tekið sér nafnið Zóphanías Bragi Belánýi. Braganafnið tekur hann til heiðurs Braga Steingrímssyni, guðföður sínum. Bestu leikmenn 2. flokks voru Guðbjörg Guðmannsdóttir og Ríkharð Þ. Guð- mundsson. Bestu leikmenn voru Ingibjörg Jónsdóttir og Sigmar Þröstur Óskarsson sem varði flest skot í deildinni í vetur. Krístján og ívar meiddir Kristján Georgsson og ívar Bjark- lind, hjá meistaraflokki ÍBV í knatt- spyrnu eiga við meiðsli að stríða. Kristján fékk slæmt spark í leik gegn Sindra frá Homafirði í síðustu viku og fer hann í skoðun í vikunni. Síðan var talið að fvar Bjarklind hafi meiðst mjög illa í leik gegn Val, en nú er komið í Ijós að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu, en hann gæti samt sem áður verið frá í tvær til þrjár vikur. Jafntefli hjá ÍBV Eyjamenn léku gegn Val í deildar- bikamum í síðustu viku, en þess má geta að Valur hefur á að skipa einu grófasta liðinu á landinu. Leik- menn ÍBV náðu ekki að sýna sitt rétta andlit í þessum leik og endaði leikurinn með jafntefli. 3-3. Mörk ÍBV í leiknum skomðu þeir Stein- grímur Jóhannesson, Kristinn Haf- liðason og Sindri Grétarsson. Sigur hjá stelpunum IBV stelpumar gerðu góða ferð til Reykjavíkur, þegar þær mættu Haukum í deildarbikamum. Eyja- stúlkur sigruðu leikinn, 4-7 og fór Bryndís Jóhannesdóttir á kostum í leiknum. Bryndís gerði 4 mörk. Olga 2 og Hjördís 1. ÍBV á að spila við Akranes á morgun og dugar stelpunum jafntefli, til að komast í 4-liða úrslitin. Bæjarins bestu sigr- uðu í hópaleikinn Nú liggja fyrir úrslitin í hópaleik IBV. Bæjarins bestu unnu nokkuð sannfærandi og em sigurlaunin ekki af verri endanum, en það er ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum. í öðru sæti var Don Revie og hljóta þeir að launurn helgarferð til Reykjavíkur. í þriðja sæti var síðan ER en þeir fá mat fyrir tvo á veitingastað hér í bæ. Þess má geta að Mondrad-leiknum vinsæla er ekki enn lokið. Fimleikasýning Fjáröflunarsýningfimleikafélagsins Ránttr verður á laugardaginn 2. maí, í íþróttamiðstöðinni. Sýningin hefst kl. 13:00, frítt er inn og frjáls fram- lögeru vel þegin. Sigur á HK Á þriðjudagskvöldið spiluðu HK og ÍBV í 16-liða úrslitum deild- arbikars karla. Leikurinn fór 6 - 2 fyrir okkar menn. Kristinn Lárusson skoraði fjögur, Kristinn Hafliða eitt og Hjalti Jóhannesar eitt. í átta liða úrslitum mætir ÍBV annaðhvort Tindastól eða KR og fara þau fram á laugardaginn. Leiörétting í 14. tölublaði, þar sem sagt var frá árangri félaga úr Ægi sem er íþróttafélag fatlaðra, urðu þau mistök að ekki var farið rétt með árangur Sigríðar Þóm Ólafsdóttur. Hið rétta er að Sigríður varð í 2. sæti í 100 m fjórsundi kvenna, í 2. sæti í 100 m bringusundi og í 4. sæti í 50 m baksundi og 4. í 100 m skriðsundi. Þórarinn Á. Jónsson varð í 2. sæti í 50 m baksundi karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.