Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Síða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 21. maí 1998 udagur 21. apríl 1998 Fréttir 13 Bjartar vonir vakna í betri bæ -Fréttir kíkja á stefnuskrár listanna sem bjóða fram í kosningunum á laugardaginn Það fer ekki fram hjá nokkmm manni að fyrir dyrum standa bæjar- stjórnarkosningar. A þessari stundu er ó- mögulegt að spá um hvernig fer en val- kostirnir hafa aldrei verið eins kristaltærir í Eyjum, aðeins tveir listar í boði. D-listi Sjálfstæðisflokks stend- ur á gömlum merg í pólitíkinni í Eyjum en hinn valkosturinn, V- listi Bæjarmálafélags Vestmannaeyjalistans, sem fyrst kom fram í kosningunum 1994, er að ná að festa sig í sessi. í kosningunum 1994 vom það Alþýðubanda- lag, Alþýðuflokkur og Framsókn sem stóðu að Vestmannaeyj al i stanum en nú hafa óháðir bæst í hópinn og stofnað hefur verið Bæjarmálafélag Vestmannaeyj al i stans. Gæti félagið skipað svipaðan sess á vinstri vængnum og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna. Fréttir hafa gluggað í stefnuskrár beggja fram- boðanna til glöggvunar fyrir kjósendur. Báðar lýsa þær vilja til góðra verka og aðeins í tveimur málum má segja að línur skarist; annars vegar hvað varðar bæjarstjóra og hins vegar um að leggja fjármagn í atvinnu- rekstur. Vestmannaeyja- listinn telur eðlilegt að það verði gert, tíma- bundið en slíkt er aðgjört eitur í beinum sjálfstæðismanna. Gerum góðan „í stefnuskránni koma fram á- hersluatriði frantbjóðenda Sjálfstæðis- flokksins næstu fjögur árin og þau mál sem við munum helst beita okkur fyrir. Við hvetjum þig til að lesa stefnuskrána og kynna þér hana vel,“ segir í bæklingi sem sjálfstæðismenn dreifðu urn helgina. Þar segjast þeir að sjálfsögðu ntunu beita sér fyrir öllurn góðum málurn sem koma upp á kjörtímabilinu því að markmið þeirra sé, eins og allra Vestmannaeyinga, að stuðla að sem farsælustu og blóm- legustu bæjarlífí hér. Atvinnumál í þessunt málaflokki segir að unnið verði markvisst að því að skapa í Eyjum störf fyrir ungt fólk að loknu framhaldsnámi. Útgerðarfélag Vest- mannaeyja segja þeir dæmi um samstöðu um almenningshlutafélag, sem hafði það að markmiði að auka veiðiheimildir og fjölgun starfa en þar hafi bæjaryfirvöld kornið að. Sjálf- stæðismenn segjast munu halda áfram á þessari braut en þvert ofan í áætlanir Vestmannaeyjalistans, ætla þeir ekki að leggja fé úr bæjarsjóði í fyrirtækin. Góða stöðu atvinnumála segja sjálfstæðismenn eitt brýnasta verkefni á hverjum tíma og benda á að þar hafi þeir lagt ýmislegt af mörkunt. Benda þeir á lægstu útsvarsálögur á landinu og segja að áfram verði lágar álögur hjá bæjarsjóði og stofnunum hans. Þá er Þróunarfélag Vestmannaeyja nefnt til sögunnar og er því ætlað að leita leiða til að efla fjölbreytni atvinnu- lífsins og fjölga störfum í byggðar- laginu. Forsendu blómlegs atvinnulífs segja sjálfstæðismenn vera að ytri skilyrði séu hliðholl atvinnurekstrinum og án öflugra fyrirtækja verði launafólki ekki búið það atvinnuöryggi sem tryggir eðlilega byggðaþróun í Vest- mannaeyjum. Þeir vilja hlúa að vaxt- arbroddum og nýsköpun í atvinnu- lífinu á hverjunt tíma. Eins kentur frant hjá þeim að efla þurfi ferðaþjónustu í Vestmanna- eyjum með það að markmiði að fjölga komum ferðamanna og lengja dvöl þeirra hér. Forsenda blómlegrar ferða- þjónustu eru traustar samgöngur að mati sjálfstæðismanna. Þá skal unnið að ýmsunt atriðum sem tíunuduð eru nákvæmlega. Unnið verði gegn atvinnuleysi með því að ráða fólk af atvinnuleysisskrá til fyrirtækja sem stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Þá er vakin athygli á að ný fyrirtæki sem hefja starfsemi í Eyjum og eru ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki sem fyrir eru fái áfram tímabundinn afslátt af gjaldskrám bæjarstofnana. Stuðlað verði að því að fyrirtæki í sjávarútvegi vinni að fullnýtingu sjávarafla í Eyjum. Efld verði vöru- og markaðsþróun í tengslum við starf- serni Rannsóknasetursins í Vest- mannaeyjum. Fjölskyldu- og félagsmál „Vestmannaeyjar eru paradís barna- fjölskyldna; uppeldisskilyrði og þjón- usta er með því besta á landinu. Fjölskyldan er hornsteinn samfélags- ins, hún er uppspretta lífsgilda og vettvangur tilfinningatengsla, því leggjunt við áherslu á málefni hennar. Byggð verði upp markviss fjölskyldu- stefna sem taki tillit til mismunandi þarfa hverrar kynslóðar," segir í málaflokknum unt fjölskyldu- og félagsmál. Þar er boðað að komið verði á fót Fjölskyldustofnun Vest- mannaeyja, áhersla verði lögð á heild- stæða ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu unna á þverfaglegum grunni mismun- andi starfsstétta. Markvisst verði unnið að forvömum varðandi áfengis- tóbaks- og vírnu- efnaneyslu til að spoma við neyslu og dreiftngu vímuefna. Komið verði á samvinnu skóla, heilsugæslu og kirkju um fræðslu fyrir ungt fólk um stofnun heimilis og byggt upp markvisst fræðslustarf fyrir foreldra. Útivistaraðstaða foreldra og barna verði bætt og efld með skipulögðu útivistarsvæði fyrir fjölskylduna þar sem athafnaþrá bamanna fær útrás. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Öllum bömum sem náð hafa tilskild- unt aidri verði tryggt leikskólapláss. Málefni fatlaðra Sjálfstæðisflokkurinn segir að yfirtaka bæjarins á ntálefnum fatlaðra hafi verið framfaraspor og telja að fatlaðir eigi að hafa meiri áhrif á eigin mál. „Huga þarf sérstaklega að þörfum einstaklinga með ýmsar sérþarfir og jafna stöðu þeirra til virks félags- og tómstundastarfs. Markvissa uppbygg- ingu þarf í málefnum fatlaðra, og þá sérstaklega fullorðinna, hvað mennta. atvinnu- og búsetumál þeina varðar. Brýn þörf er á úrbótum í aðgengis- málum fatlaðra," segir m.a. um þennan málaflokk. Málefní aldraðra Sjálfstæðismenn ætla áfram að vinna að uppbyggingu aukinnar og breyttrar heimaþjónustu. „Til að fyrirbyggja einangrun við starfslok eða heilsubrest þarf að konta á nýjum þjónustu- úrræðunt eins og félagslegri liðveislu. Dagvistun aldraðra verði efld enn frekar og þeir virkjaðir til samstarfs í eigin málefnum. Með skipulags- breytingum á Hraunbúðunt hafa þær verið efldar sem þjónustumiðstöð aldraðra. Við munurn áfram vinna í samstarfi við Félag eldri borgara að málefnum þeirra," segja þeir. Skólamál Sjálfstæðismenn eru sáttir við stöðu grunnskólanna sem þeir segja mjög glæsilega og það starf sem þar fari fram sé til mikillarfyrirmyndar. Þeir segja að nýsamþykkt skólastefna, sem nær yfir leikskóla, grunnskóla, Framhaldsskólann. Listaskólann og fullorðinsfræðslu, marki tímamót og séu Vestmannaeyjar fyrsta sveitar- félag á landinu sent samþykkir sant- fellda skólastefnu. Verkefni sem þeir nefna eru framkvæmdir við grunnskólana og einsetningu verði að fullu lokið á tilskildum tíma, efling Framhalds- skólans, m.a. með enn frekari fjölgun menntaðra kennara og að lokið verði samningum við ríkið urn byggingu bóknámsálmu. Þá vilja þeir auka kennslu á sjávarútvegsbraut og hún verði efld og jafnframt verði tryggt að nám í stýrimanna- og vélstjómarfræðum verði áfram í Vestmannaeyjum. Talið er mikilvægt að starfsemi útibús Háskólans í Eyjunt og annarra stofnana Rannsóknasetursins tengist Framhaldsskólanum enn frekar. Stefnt verði að því að auka samstarf í tölvukennslu rnilli grunnskóla, Framhaldsskólans og Athafnavers og að Listaskólinn verði efldur og boðið upp á sem fjölbreyttast nám. Þá segir að Vestmannaeyjabær sé bakhjarl Athafnaversins og ntuni verða það áfram. Æskulyós-ogílirottamal Sjálfstæðismenn segja nýja möguleika hafa skapast við sameiningu Þórs og Týs og brýn þörf sé á að nýta þau tækifæri. Þeir minnast einnig á góðan árangur Eyjamanna í íþróttum og stuðla beri að því að svo verði áfram. Á loforðalistanum er að finna uppbyggingu íþróttamannvirkja og að íjrróttamiðstöðin verði endurbyggð skv. fyrirliggjandi teikningum. Æsku- lýðsstarfsemi verði endurskipulögð og efld í samráði við unglinga og áhugi þeirra á fjölþættu og upp-byggjandi tómstunda- og íþróttastarfi í samvinnu við hin ýmsu félagasanttök og skóla verði efldur. Leggja á áherslu á forvamir gegn vímuefnanotkun með þátttöku foreldra, íþróttafélaga og annarra frjálsra félagasamtaka. Því er lofað að aðstaða til félags- og tómstundastarfa ungmenna verði stórlega efld nreð nýjungum sem mæta þeirra þörfum til samveru og virkrar þátttöku í samfélaginu. Unglingunt, sem hafa áhuga á að stofna hljómsveitir eða stunda aðrar músíktilraunir, verði sköpuð aðstaða. Vestmannaeyjabær mun áfram styðja Athafnaver ungs fólks. Umhverfismál „Umgangast þarf náttúm og auðlindir í og við Vestmannaeyjar nteð varfærnum hætti. Soipeyðingarmál í Vestmannaeyjum eru til fyrirmyndar og munu Vestmannaeyingar áfram verða í forystu á því sviði,“ segir í upphafi greinar unt þennan málaflokk. „Brotajám og spilliefni sem til falla verða flutt frá Eyjunt. Settar verði skipulagsreglur um efnistöku á Heimaey. Unnið verði með ein- staklingum og félagasamtökum að uppgræðslu sælureita á Eldfells- hrauninu. Áfram verði unnið nteð skipulögðunt hætti að uppgræðslu og heftun vikurfoks og unnið gegn uppblæstri. Með samstilltu átaki bæjaryfirvalda og bæjarbúa verði Vestmannaeyjabæ áfram haldið hrein- urn og snyrtilegum. Menningarmál Á kjörtímabilinu verður tekin ákvörðun urn framtíðaruppbyggingu Náttúrugripa- og fiskasafnsins og hugsanlega útvíkkun starfsemi þess, segja sjálfstæðismenn sem stefna nt.a. að því að koma á fót sjóminjasafni og ljúka á útgáfu ömefnaskrár. Þeir boða áframhaldandi góð samskipti við félagasamtök sem sinna menningar- málum og að undir forystu menning- armálanefndar verði áfram farið í skoðunarferðir á sögustaði í Vestinannaeyjum. Endurbyggingu Landlystar verði lokið á kjörtímabilinu og unnið verði markvisst að viðhaldi sögulegra minja í Eyjum. Heilbrigðismál Áfranthaldandi viðræður við Heil- brigðisráðuneytið unt yfirtöku bæjarins á heintahjúkrun aldraðra eru boðaðar og að heimaþjónusta verði samræmd og betur sniðin að þörfum hvers og eins. Efla á öldrunarþjónusta enn frekar og stefnt skal að því að þjónusta Heilbrigðistofnunarinnar í Vestmannaeyjum verði sem best og fjölbreyttust, iðju- og sjúkraþjálfun verði aukin enn frekar og aðstöðu verði komið upp fyrir dýralækna til þess að sinna dýralæknaþjónustu í Vestmannaeyjum. Efling miðbæjarins og samgöngur Sjálfstæðismenn sjá ástæðu til að hafa sérstaka grein um miðbæinn sem á að endurskipuleggja með eflingu og framtíðarsýn í huga. og konta á upp fjölskyldugarði á Stakagerðistúni. Leiktækjum, bekkjum og borðum verði komið þar fyrir og frágangi gangstétta í miðbænum verði lokið á kjörtímabilinu. I samgöngumálum er athyglinni beint að jarðgöngum eða annarri vegtengingu milli lands og Eyja. Sjálf- stæðismenn fagna líka lækkuðum fargjöldum með Herjólfi og boða að fljótlega verði boðin út stækkum flugstöðvarinnar. Þungamiðjan er að traustar samgöngur séu skilyrði efl- ingar byggðar í Eyjum. Ferðamáloghöfnin „Bæjaryfirvöld ntunu beita sér fyrir stofnun Ferðamálasamtaka Vest- mannaeyja í samvinnu við hags- munaaðila í ferðaþjónustu. Settur verði á stofn vinnuhópur í samvinnu við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu sem kannar og kynnir áhrif þess á ferðaþjónustu ef vegtengingu (jarð- eða flotgöngum) verður kornið á milli lands og Eyja. Með varðveislu sögulegra minja verði ýtt undirfrekari möguleika í ferðaþjónustu. Nýir möguleikar varðandi afþreyingu fyrir ferðamenn verði kannaðir," segja sjálfstæðismenn um þennan mála- flokk. Greinin um höfnina er heldur ekki löng en þar er boðað að áfram verði unnið að því að koma í veg fyrir að Skansfjara þrengi meira að inn- siglingunni. „Framkvæmdir við smá- bátaaðstöðu eru vel á veg komnar. Framkvæmdum við hana verði lokið á kjörtímabilinu. Haldið verði áfram uppbyggingu hafnarmannvirkja með því að bæta núverandi hafnaraðstöðu og stækka viðlegukanta eftir því sem þörf krefur." Orkumál í orkumálum er lækkuðu orkuverði til húshitunar fagnað og boðað að viðræðum við iðnaðarráðuneytið unt milliliðalaus raforkukaup Bæjarveitna af Landsvirkjun, verði haldið áfram en slfkt mun leiða til enn frekari lækkunar orkuverðs. Frekari athuganir verði gerðar á aukinni varmaorku- framleiðslu í Sorpeyðingarstöðinni með brennslu orkuríkra úrgangsefna og kannaðir verði möguleikar á nýtingu jarðvarma í framhaldi af niðurstöðum rannsókna á borholu við Skiphella. Fjármál, yfirstjórn og gjaldastefna Að lokunt eru það fjármálin en þar er boðað að álögur á einstaklinga og fyrirtæki verði áfrant í lágmarki, öll lán verði áfram í skilum og enginn yfirdráttur á hlaupareikningi og áfram verði skilvísar greiðslur til við- skiptamanna. „Það er gæfa bæjar- félagsins að atvinnurekstur í Vest- mannaeyjum hefur verið í höndum einstaklinga og fyrirtækja. Vestmannaeyjabær hefur ekki veitt bæjarábyrgðir og því ekki tapað pen- ingum vegna ábyrgða. Mörg sveitarfélög í landinu hafa tapað tugum eða hundmðum milljóna vegna bæjarábyrgða. Engar bæjarábyrgðir verða veittar,“ segja sjálfstæðismenn, sem ásamt því að bjóða fram bæjar- stjóra, er það helsta sem skilur að D-lista Sjálfstæðisflokksins og V-lista Bæjarmálafélags Vestmannaeyjalist- ans í kosningunum á laugardaginn en að lokum boða sjálfstæðismenn að með lágunt álögum og gjaldskrám verði áfram stuðlað að eflingu atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Bjartar vakna „Stefna Vestmannaeyjalistans byggir á því að snúa vöm í sókn fyrir Vestmannaeyjar með bjartsýni að vopni, hverfa frá stöðnun til framfara. Lýðræðislegir stjómarhættir, efling atvinnulífs og fjölmargir aðrir þættir eru forsenda þess að ná þeim markmiðum. Vestmannaeyjalistinn gengurtil bæjarstjórnarkosninga árið 1998 undir kjörorðinu „Bjartar vonir vakna“ með eftirfarandi stefnumál að leiðarljósi: Þannig hljóðar upphafið að því sem Vestmannaeyjalistinn kallar stefnulýs- ingu sína. Helstu málaflokkar eru. atvinnumál, umhverfis- og ferðamál, skóla- og menningarmál, félags- og heilbrigðismál, íþrótta- og æskulýðs- mál og stjórn bæjarfélagsins. Þar kemur fram góður vilji til góðra verka. „Blómstrandi atvinnulíf er megin- forsenda fyrir alhliða framfömm í Vestmannaeyjum,“ segir í stefnulýs- ingunni og Iögð áhersla á að bæjaryfirvöld hafi þar tvímælalaust skyldum að gegna. Að öðru leyti er stefnulýsingin al- mennt orðuð, stuðla á að fjölbreyttara atvinnulífi með nýsköpun í sjávar- útvegi, iðnaði og í þjónustugreinum. Skapa þarf aðstæður fyrir fólk sem leitað hefur sér menntunar til að geta fengið störf við sitt hæfi f Vestmanna- eyjum. Þá vilja V-listamenn gera Vest- mannaeyjahöfn að þjónustumiðstöð í sjávarútvegi sem lætur kunnuglega í eymm. Af sama meiði er vilji til að efla Vestmannaeyjar sem miðstöð rannsókna í sjávarútvegi og nátt- úrufræði, þannig segja þeir að nýtist og eflist sú þekking sem hér er fyrir í Rannsóknasetri Vestmannaeyja. Þá er komið að því atriði sem skilur framboðslistana algjörlega að. Reynd- ar eru menn sammála um að bæjar- yfirvöld hafi frumkvæði að stofnun almenningshlutafélaga á ýmsum sviðum en Vestmannaeyjalistinn vill leggja tímabundið fram fjármagn til hlutabréfakaupa í því skyni sem er algjört eitur í beinum sjálfstæðis- manna. Þeir vilja styrkja uppbyggingu iðngarða og efla frumkvöðla til dáða í atvinnulífinu, efla Þróunarfélag Vest- mannaeyja, hvetja fjárfestingaraðila innanbæjar sem utan til að taka þátt í sókn í atvinnulífi Vestmannaeyinga, auka fjölbreytni í störfum fyrir fólk með skerta starfsorku og fá til Vestmannaeyja þjónustu opinberra stofnana. Umhverfis-ogferðamál Á sviði umhverfis- og ferðamála segir Vestmannaeyjalistinn að stór verkefni séu framundan og að umhverfismálin skipi sífellt hærri sess í hugum fólks og að ferðamál bjóði upp á ótæmandi möguleika fyrir Vestmannaeyjar. Stefna Vestmannaeyjalistans í umhverfismálum er: Áð gera átak í fráveitumálum, hreinsa strandlengju Heimaeyjar og heimalandið, vemda einstök svæði óspilltrar náttúru fyrir komandi kynslóðir og gæta þess að verklegar framkvæmdir taki mið af náttúmvemdar- og minjasjónarmið- um. I ferðamennsku vilja þeir m.a. efla og stuðla að markvissri ferða- mannaþjónustu með vísun til sérstöðu Vestmannaeyja, stuðla að öflugri og fjölbreyttri gistiaðstöðu, m.a. með áherslu á sumarhúsabyggð og gera Vestmannaeyjar að aðlaðandi ráðstefnubæ. Þá vilja þeir byggja upp fallegan og lifandi miðbæ t.d með því að gera Stakkagerðistún að skipulögðu útivistarsvæði fjölskyldunnar, skipu- leggja Herjólfsdal og önnur sérstök svæði sent útivistarsvæði fjölskyld- unnar, að Ieita allra leiða tii að nýta þá orkugjafa sem hér eru nýtanlegir og stuðla að bættum samgöngum milli lands og Eyja. Skóla-og menningarmál í þessum málaflokki er boðað að öflugir skólar, metnaðarfull skóla- stefna og lífleg menning séu nauð- synlegir þættir í samfélagi sem stefnir til framfara. I þessum málaflokkum er stefna Vestmannaeyjalistans þessi: Að fýlgjaframsækinni skólastefnu sem þó er í stöðugri endurskoðun, tekinn verði upp sveigjanlegur vistunartími á leikskólum og sumarlokunum verði hætt, hraðað verði einsetningu grunn- skólanna og skóladagurinn lengdur. Boðið verði upp á gæslu og skapandi starf innan veggja skólanna í fram- haldi af kennslu. Tónlistamám yngri bama verði tengt samfelldum skóladegi, kennarar á öllum skóla- stigum verði hvattir og styrktir til endurmenntunar bæði innanlands og utan, framhaldsnám verði eflt og að ungmenni geti stundað nám á sem flestum sviðum í sinni heimabyggð og sérstök áhersla verður lögð á endur- reisn iðnnáms og nám tengt sjávar- útvegi og vinnslu. Og áfram er haldið og komist Vest- mannaeyjalistinn til valda á að stórefla tengsl foreldra og skóla og auka sam- starf leik- grunn- og framhalds- skólastigs, stórefla samvinnu þeirra við tónlistar- og listmenntun svo og samstarf skóla og félaga og auka tengsl atvinnulífs og skóla. Einnig á að gera veg safnanna í Vestmannaeyjum sem mestan og varðveita með þeim hætti mikilvæga menningar- og atvinnusögu, sérstaklega segja þeir að efla þurfi þá sérstöðu sem Náttúrugripasafnið hefur og styrkja tengsl þess við rannsókna- stofnanir. Félags- og heilbrígðismál í þessum málaflokki segir að góð félags- og heilbrigðisþjónusta sé lykill að traustu og öruggu samfélagi. I þessum málaflokkum er höfuðstefnan að tryggja örugga þjónustu við sjúka, öryrkja og aldraða, haft verði náið samstarf við lífeyrisþega um hús- næðismál þeirra, Hraunbúðir verði efldar sem þjónustumiðstöð aldraðra, gert verði heildarskipulag leiksvæða fyrir böm í bænum og haft verði skipulegt eftirlit með svæðunum, taka upp virka jafnréttisstefnu, vinna markvisst að uppbyggilegum for- vömum gegn vímuefnum og að Heilbrigðisstofnunin í Vestmanna- eyjum fái aukið hlutverk með fjölbreyttari og ötlugri þjónustu. íþrótta-ogæskulýðsmál í stefnulýsingunni segir að öflug íþrótta- og æskulýðsstefna beri vott um framsýni. Sú stefna stuðli að jákvæðu lífsviðhorfi og sé mikilvægur þáttur í að gera ungt fólk hæfara til þátttöku í nútíma samfélagi. Stefna Vestmannaeyjalistans í þessum málum er að móta raunhæfa stefnu um framtíðaruppbyggingu í- þróttamannvirkja og hafa fullt samráð við íþróttahreyfinguna þar um, tryggja sem besta félagsaðstöðu fyrir unglinga. Sérstaklega skal tekið á aðstöðuleysi aldurshópsins 15-18 ára. Setja á stofn nefnd ungs fólks til að taka þátt í ákvörðunum um málefni sín og skapa möguleika fyrir ungt fólk að auka víðsýni sína með erlendum samskiptum. Stjórn bæjarfélagsins Vestmannaeyjalistinn ætlar að breyta stjóm bæjarfélagsins að loknum kosningum fái hann til þess umboð Ifá kjósendum, segir í stefnulýsingunni. Teknir verða upp lýðræðislegir stjómarhættir þar sem virtur er réttur meiri- og minnihluta. Þá er komið að öðru atriði sem skilur framboðin að, það er hvemig staðið er að ráðningu bæjarstjóra. Sjálfstæðismenn tefla fram bæjar- stjóraefni en í stefnulýsingu V-listans segir að ráðinn verði bæjarstjóri allra bæjarbúa, ekki einungis meirihluta bæjarstjómar. Þá segir að bæjaryfirvöld muni sinna upplýsingaskyldu sinni við bæjarbúa, teknir verða upp fastir viðtalstímar bæjarfulltrúa þannig að bæjarbúar eigi greiðari leið að málefnum bæjarfélagsins. Gerbreytt vinnubrögð verða tekin upp um ákvarðanatöku þar sem nefndir og stjómir verða gerðar virkari og ábyrgari. leitað verður eftir skoðunum bæjarbúa við þýðingarmiklar ákvarð- anir og síðast en ekki síst þá verða álögur á bæjarbúa og gjaldskrár stofnana Vestmannaeyjar í lágmarki komist Vestmannaeyjalistinn til valda.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.