Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Side 15
Fimmtudagur21. maí 1998
Fréttir
15
Leifur Ársælsson skrifar:
Örugg bæjarstjórn undir
forustu sjalfstæðismanna
Það er ákaflega mikilvægt fyrir afl-
mikla verstöð eins og Vest-
mannaeyjar að reglusemi og fyrir-
hyggja sé í stjóm bæjarfélagsins.
Þetta eru þau atriði sem mér þykja
vega þyngst hjá okkar bæjarstjóm
og það er mikið lán Vestmannaeyja
að undir forustu sjálfstæðismanna er
allt undir kontrol eins og kallinn í
brúnni myndi orða það.
Athafnasemi bæjarins er mikil og
stór hluti af tekjum bæjarsjóðs er
fyrirfram bundinn ákveðnum
verkefnum í sameiginlegu velferðar-
og þjónustukeifi okkar og fjánnagn
til framkvæmda verður síðan að
markast af því sem eftir stendur og
áhersla er lögð á í samræmi við vilja
og óskir bæjarbúa. Allir eru þessir
hlutir á réttri leið hjá okkur undir
fomstu sjálfstæðismanna og Guðjón
Hjörleifsson bæjarstjóri hefur verið
sérlega laginn og lipur við að koma
málum í rétt horf bæði hjá bænum
sjálfum og einnig einstaklingum sem
hafa leitað til hans. alveg sama hver
hefur átt í hlut. Auðvitað er ekki
alltaf hægt að leysa öll vandamál, en
það skiptir miklu að menn fái þá
aðstoð sem hver og einn getur veitt
þegarilla stendur á.
011 fjármál bæjarins era nú í góðu
formi, lán í skilum og innheimta
ágæt og jafnframt hefur verið unnið
að mörgum góðum málum. bæði í
skólamálum og til dæmis hafnar-
málum, veitumálum og orku. Það
segir sig sjálft að bæjarfélag sem er
með sitt á hreinu á mun betri aðgang
og hagstæðari en ella að lána-
stofnunum og lánastofnanir bjóða
slíkum betri kjör og hagstæðari en
öðrum sem búa við óreiðu eða upp-
safnaðan óleystan vanda.
Ég vil hvetja alla bæjarbúa til þess
að standa vörð um öryggi í stjóm
Vestmannaeyjabæjar og veita Sjálf-
stæðisflokknum áfram brautargengi
til þess að fara með stjóm bæjarins
næstu fjögur árin. Það er ekki aðeins
að sagan hafi sýnt okkur að við
höfum náð mestum árangri í stóru og
smáu undir forastu sjálfstæðismanna
sem standa ávallt þétt saman um
metnað fyrir hönd Vestmannaeyja,
vænting-amar og leikgleði
sjálfstæðismanna á líðandi stund
hrífa fólk með og það kallar á
jákvæða lund og bjartsýni.
Höfundur er útgerðarmaður.
X-Bæjarstjórnarkosningarnar -Georg Þ. Kr.istjánsson skrifar:
Bæjarstjóri meiri-
eða minnihluta
Já, það á að kjósa
um helgina. Þá
verður kosið um
þá fulltrúa sem
koma til með að
sitja við stjórn
bæjarins næstu
fjögur árin. Það
hefur verið ótrúlega rólegt í kosn-
ingabaráttunni og virðist áhugaleysi
vera allsráðandi. Ekki veit ég hveiju er
um að kenna, en ætli ástæðan sé
sigurvissa í herbúðum beggja
framboða? Nú er í fyrsta skipti val á
milli tveggja lista, hægri og vinstri.
Áhugaleysið sýnir að ekki veitir af
einu framboði í viðbót, ÓHÁÐU
FRAMBOÐI.
Ekki er ætlun mín að blanda mér í
dægurþrasið sem fylgir öllum kosn-
ingaundirbúningi, en ég get ekki orða
bundist varðandi allt tal um
BÆJARSTJÓRA MEIRJHLUT ANS.
Þann tíma sem ég hef verið bæjar-
fulltrúi hef ég leitast við að vera
samkvæmur sjálfum mér, hvort sem
ég hef starfað í meiri- eða minnihluta
bæjarstjómar. Ég hef ekki skipt um
ham við að starfa sem óháður, eða í
meiri- eða minnihluta sem bæjar-
fulltrúi sjálfstæðisflokksins. Eins og
allir vita fékk ég spark í rassinn frá
fyrrverandi flokksfélögum mínum
fyrir síðustu kosningar og fór því í
sérframboð ásamt félögum mínum
með þeim árangri að ég hef setið sem
bæjarfulltrúi fyrir H-listann þetta
kjörtímabil.
SLAGORÐ OG ÁHERSLUR
Auðvitað eru ýmiss konar meðöl og
slagorð notuð í kosningaslagnum og
allir ánægðir með sitt ágæti, hvað
annað? Það sem rekur mig til að tjá
mig núna er að mér finnst ómaklega
vegið að bæjarstjóranum með því að
kalla hann BÆJARSTJÓRA MEIRJ-
HLUTANS. Það verður að segja
hlutina eins og þeir eru. Hvað mig
áhrærir sem MINNIHLUTAFULL-
TRÚA íbæjarstjóm getég ekki annað
en hrósað Guðjóni fyrir öll þau viðvik
sem hann hefur leyst úr og unnið fyrir
mig. Það hafa verið hin ýmsu mál og
málefni sem ekki hafa farið hátt og
hefur hann alltaf brugðist vel við og
vil ég að hann njóti sannmælis. Hins
vegar höfum við ekki alltaf verið
sammála í þeim mörgu málum sem
við höfum rætt, en það er bara eins og
gengur og gerist. Við erum alla vega
bæjarfulltrúar allra bæjarbúa, sama
hvaða pólitískum flokki við tilheyram.
Það hlýtur að vera akkur okkar allra
að vinna að framgangi Eyjanna númer
L2og3.
Svo að lokum, er ekki orðið
tímabært að breyta kosningalög-
gjöfinni svo að vægi einstaklingsins
vegi meira en flokksræðið minna?
Höfundur er bœjarfulltriíi H-listans.
X-Bæjarstjórnarkosningarnar - Guðjón Hjörleifsson á Iista Sjálfstæðisflokksins skrifar:
Samstaða, jákvæðni og bjarisýni
Næsta Iaugardag
velja kjósendur
stjómendur fyrir
bæjarfélagið okkar
næstu tjögur árin
og því er
mikilvægt að við
sem búum hér
nýtum okkur lýðræðislegan rétt að
taka þátt í kosningunum.
Orð og efndir
Fyrir síðustu kosningar kynntu fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokksins stefnu-
skrá sína fyrir kjósendum. Flest mál
stefnuskrárinnar hafa verið fram-
kvæmd og nokkur eru í vinnslu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við
stjóm sl. 8 ár og kjósendur þekkja
störf okkar sem höfum verið í trúnað-
arstörfum fyrir bæjarfélag okkar. Við
látum verkin tala og á þessum árum
hefur uppbygging verið mikil og sú
þjónusta sem boðið er upp á hér í
Eyjum er ein sú besta á landinu.
Um hvað snúast kosningarnar?
Kosningamar snúast fyrst og fremst
um það hvorum framboðslistanum
kjósendur í Vestmannaeyjum treysta
betur til þess að stjóma bæjarfélaginu
okkar næstu fjögur árin.
Þróunarfélag Vestmannaeyja
Þróunarfélag Vestmannaeyja sem er
eign bæjarsjóðs og stofnana hans, fer
með atvinnu- og ferðamál í Eyjum. Ég
hef gegnt stöðu stjómarformanns í
Þróunarfélaginu og það era mörg
spennandi mál framundan. Ef ein-
göngu hluti af þeim málum gengur
upp hjá okkur þá erum við svo
sannarlega komnir á beinu brautina og
framundan eru sóknarfæri sem við
munum nýta okkur.
V-listinn og áhættuféð
Vestmannaeyjalistinn hefur það á
stefnuskrá sinni að útsvarsgreiðslur
okkar skattborgaranna verði notaðar í
áhættufé til þess að koma að stofnun
fyrirtækja. Það eiga ekki allir samt að
fá styrk. heldur verður það pólitísk
geðþóttaákvörðun þeirra V-lista
manna sem ræðurferðinni. Slíkar hug-
myndir stangast á við hugmyndir
almennings um samkeppni og hlut-
verk opinberra aðila í atvinnurekstri.
Gott umhverfi
Sjálfstæðismenn hafa haft það á
stefnuskrá sinni að skapa hér gott
umhverfi fyrir atvinnufyrirtæki í
Vestmannaeyjum. Álögur eru mjög
lágar hérna, við erum með lægstu
útsvör á landinu, þjónustugjaldskrá er
einnig lág, við eram einir með lægsta
afla- og vörugjald og svona mætti
lengi telja.
Samstaða, jákvæðni og bjartsýni
Við sem skipum framboðslistann
höfum mikla trúa á því samfélagi sem
við búum í hér í Vestmannaeyjum og
ætlum okkur að halda áfram þeirri
uppbygggingarstarfsemi sem hefur átt
sér stað og höfum það sameiginlega
markmið að gera góðan bæ enn betri,
fáum við til þess umboð í næstu kosn-
ingum.
Við erum bjartsýn á framtíð okkar
byggðarlags og það er ekki stíll okkar
Eyjamanna að vera með svartsýni og
sjá alltaf dökku hliðarnar á öllum
málum. Það hefur oft reynt á sam-
stöðu okkar og þegar á reynir þá hefur
það sannast að það fara engir í „skóna
okkar“ þegar á samstöðuna reynir.
Eitt atkvæði getur ráðið úrslitum
I kosningunum á laugardaginn eru
mjög skýrir valkostir. Það era aðeins
tveir framboðslistar í kjöri og því
sigrar sá sem fær einu atkvæðinu
meira.
Ég vil því hvetja þig kjósandi góður til
þess að taka afstöðu í þessum
kosningum og nýta kosningaréttinn.
Höfimdur skipar 4. sœti á lista
Sjálfstceðisflokksins.
Árni Johnsen alþingismaður skrifar:
Megi laugardagurinn verða Eyjamönnum fll luhku
Samstarfið við
meirihluta bæjar-
stjórnar á því
kjörtímabili sem
nú er að Ijúka
hefur verið bæði
skemmtilegt og
árangursríkt og
það hefur nýst Vestmannaeyjum
mjög vel að sjálfstæðismenn fara með
forustu bæði í landsmálum og
bæjarmálum. Við höfum því getað
margfaldað afl okkar sameiginlega í
mörgurn baráttumálum og allt hefur
það orðið til þess að styrkja stöðu
Vestmannaeyja. Það er engin tilviljun
að árangurinn blasir hvarvetna við, í
vegamálum, hafnarmálum, skólamál-
um, menningarmálum, flugvallar-
málum, í- þróttamálum og lengi
mætti telja stórt og smátt sem allt
skiptirmáli.
Það hefur reynst ákaflega nota-
drjúgt fyrir Vestmannaeyjar hve
samheldni hefur verið mikil í baráttu
fyrir hinum fjölmörgu baráttumálum
okkar. Auðvitað greinir okkur stund-
um á í aðferðum og áherslum en það
hefur aldrei tafið fyrir framgangi og
árangri, því ágreiningnum eyðum við
snarlega.
Það skiptir öllu máli að við getum
haldið áfram á sömu braut og fylgt
eftir í því sem nú er í farvatninu, svo
sem átak í endurbyggingu Vest-
mannaeyjahafnar, endurbyggingu
Flugstöðvarinnar, bæði stækkun og
breytingar, áframhaldandi Iagfæringar
á sjúkrahúsinu, átak í ferðaþjónustu
og fullnaðarskoðun á möguleikum
vegtengingar við fastalandið svo
nokkuð sé nefnt.Ég held að það sé
ekkert ofsagt þó maður segi sjálfúr frá
að við sjálfstæðismennimir sem era í
broddi fylkingar á vettvangi lands-
málanna og bæjamiálanna höfum
nýst Vestmannaeyjum vel og þeim
hagsmunum sem þarf að sækja og
verja fyrir íbúa Vestmannaeyja. í
hverju einasta máli er það lykilatriði
okkar að láta árangur sitja í fyrirrúmi.
Samstarf okkar Guðjóns bæjarstjóra
er mjög gott og það hefur létt róð-
urinn. Ég hvet bæjarbúa til þess að
tryggja áframhaldandi hlutverk hans
sem bæjarstjóra og kjósa hinn sterka
og litríka lista sjálfstæðismanna á
laugardaginn kemur. Megi laugar-
dagurinn verða til lukku.
Höfimdur er alþingismaður.
styðjum IBV
hvetjum fólk til að mæta á völlinn
augardaginn
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins