Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Síða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Síða 17
Fimmtudagur 21. maí 1998 Fréttir 17 töðinni i^gluna í sumar baráttunni. Einu sinni kom kona í heimsókn til mfn sem er mjög næm. Hún gekk um allt húsið og ég spurði hana hvort hún fyndi eitthvað. Þá sagði hún að hún fyndi fyrir stómm þungum ljóshærðum manni. Það er enginn annar en Jón Páll. Mér finnst stundum að hann hafi bara rétt skroppið til útlanda og sé væntanlegur þá og þegar, eða að hann muni hringja. Svo hef ég fengið skilaboð frá honum af miðilsfundi þar sem skilaboðin voru þau að viðkomandi átti að hringja í mig og hvetja mig til þess að halda áfram baráttunni. Ég trúi á líf eftir dauðann og hallast að því að maður fæðist aftur einu ári eftir að maður deyr. Hins vegar er ég ekkert sérstaklega kirkjurækin. Ég fer kannski í kirkju ef eitthvað er um að vera, gifting eða jarðarför, en annars ekki. Þetta er samt ágætis stofnun og ég hef ekkert út á hana að setja sem slíka.“ Sigrún segist vera mjög tilfinningarík og næm. „Það dugir ekki einn vasaklútur ef ég horfi á einhverja dramatíska mynd. Ég þarf heilt handklæði til þess að hemja táraflóðið. Hins vegar nennir Hávarður ekki að horfa á svona myndir. Þannig að ég verð að vera ein í þessum dramatíska bíóheimi.“ Annars segir Sigrún að hún sé ekkert svartsýn, heldur þvert á móti bjartsýn. „Ég lít mjög björtum augum til framtíðarinnar og sérstak-lega er ég bjartsýn varðandi framtíð Bjarka Steins og veit að hann mun ná góðri heilsu." .' v ; ■.... X-Bæjarstjórnarkosningarnar -Steinunn Jónatansdóttir a' Vestmannaeyjalista skrifar: Eru heilbrígðismál okkar mál? Heilbrigðisþjón- ustan er miðstýrð frá ráðuneyti heil- brigðismála og fjármála í höfuð- borginni. Þar eru ákvarðanir teknar og fjármagninu útdeilt. Sífellt er verið að auka fjárveitingu til sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar. Sterkar raddir eru uppi hjá ráða- mönnum að á landsbyggðinni verði í framtíðinni eingöngu starfræktar heilsugæslustöðvar og öldrunar- þjónusta. Hvað með bráðaþjónustu? Hvað með fæðingar? Erum við sátt við þessa stefnu? Svarið er nei, því við teljum að öryggi í heilbrigðismálum sé einn af þeim grunnþáttum sem skiptir fólk máli þegar það velur sér fram- tíðarbúsetu. Við búum við sérstöðu, við búum á eyju og ekki alltaf hægt að fara héðan þó líf sé í veði. Hvernig getum við snúið þessari þróun við? Það þarf að standa vörð um að heilbrigðisþjónusta okkar sé ekki skorin niður. Það er hlutverk stjóm- málamanna í okkar byggðalagi, bæði þingmanna og sveitarstjómarmanna, að leggja því málefni lið. Pólitískt kjömir fulltrúar sitja í stjóm Heil- brigðisstofnunarinnar, það fólk hefur mikla ábyrgð gagnvart bæjarbúum. Stjómun öldrunarþjónustunnar og Heilbrigðisstofnunarinnar þarf að vera á sömu hendi. Óhagræðing fylgir því skipulagi sem nú ríkir og fjár- munum er ekki nógu vel varið. Auka þarf sérfræðiþjónustu á ýmsum sviðum. Gera þarf skipulagsbreytingu í hjúkrunarþjónustu, bæði stofnana- og heimahjúkrun. Félagslegri heima- þjónustu þarf að stjórna frá sama kjama. Gera þarf miklar kröfur um að stjómað sé af fagmennsku og ábyrgð, bæði hvað varðar gæði þjónustunnar og fjármálastjórnun. Stofna þarf starfshóp heilbrigðisstétta þar sem allar fagstéttir heilbrigðismála tilnefna sinn fulltrúa. Þessi faghópur getur svo lagt fram tillögur til sjúkrahússtjómar um framtíðarskipulag, bæði hvað varðar þjónustu og nýtingu húsnæðis. Það er óþolandi að allar tilskipanir komi „að sunnan" nauðsynlegt er að snúa vöm í sókn, heimamenn verða að láta til sín taka og krefjast róttækra breytinga. Það er margt hægt ef viljinn er fyrir hendi. V-listinn vill að Heilbrigðistofnunin fái aukið hlutverk með fjörbreyttari og öflugri þjónustu. Ef þú ert á sama máli settu þá x við V. Höfundw skipar 9. Sceti á Vestmannaeyjalistanum X -Bæjarstjórnarkosningarnar -Aðalsteinn Sigurjónsson á lista sjálfstæðismanna skrifar: Styðjum Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi góðra verka Þegar við göngum til kosninga þurfa kjósendur að meta þá valkosti sem í boði em. Að þessu sinni em valkostir kjósenda aðeins tveir og ég tel að þeir séu óvenju- lega skýrir. Hvorum treystið þið? Kosningar hljóta að snúast um það hverjum kjósendur treysta best til að stjóma bænum næstu fjögur árin. D- listinn hefur á að skipa mjög hæfu fólki sem hefur fjölbreytta reynslu og er albúið að takast á við það krefjandi verkefni að stýra málefnum bæjarins vel. Jákvæðni Þegar Vestmannaeyingar fjalla um mál líðandi stundar er mjög mikilvægt að fjalla um þau með jákvæðum hætti og vera með jákvæðar lausnir. Það færir engum neitt að finna öllu alltaf allt til foráttu og finna að öllu sem gert er en koma ekki með neinar lausnir sem horfa til bóta og framfara. Sjálfstæðismenn hafa fyrir þessar kosningar sagt frá hvað þeir hafa gert og ætla að gera á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðismenn vilja nálgast málefni bæjarins með jákvæðum hætti og byggja upp en ekki brjóta niður og finna að öllu. Bærinn er fyrirtæki okkar allra Bæjarsjóður og stofnanir hans velta á ári 1260 milljónum. Það þarf að taka margar ákvarðanir í svo umfangsmiklum rekstri, hvemig hlutum er komið fyrir og hvaða ráðstafanir eru gerðar. Eignir bæjarins eru miklar og því skiptir máli að bæjarbúar geti treyst því að vel sé haldið á í fjármálum. Góð fjármálastjórn Ég tel að fjármálastjóm Vestmanna- eyjabæjar undir stjóm Guðjóns Hjörleifssonar hafi verið rnjög farsæl undanfarin ár og Vestmannaeyjabær nýmr mikils trausts á lánamarkaðnum. Slíkt traust hefur myndast vegna þess að öll lán hafa verið höfð í skilum og gætt aðhalds í rekstri og fram- kvæmdum. Vextir hafa farið lækkandi undanfarin ár og það hefur hjálpað Vestmannaeyjabæ verulega. Ég get því óhræddur mælt með því við Vestmannaeyinga að þeir velji D- listann á laugardaginn því þannig er vel séð fyrir málum bæjarins. X-D fyrir trausta stjórn Vestmannaeyjabæjar. Höfundur skipar 8. sœti á D-lista. • , • ' i • n • v r • ' i • . • ' 11 i \ • i . p 'jarstjornarkosningarnar -Sigurour fcinarsson a lista sjaltstæoismanna skritar: Verum jákvæð, byggjum upp og gerum góðan bæ betri Á laugardaginn verður kosin ný bæjarstjóm. Fram- bjóðendur hafa undanfarið kynnt kjósendum það sem liðið er, hvað er framundan og hvemig þeir ætla að taka á hlutunum. Hvorum treystið þið betur? Það er ljóst að frambjóðendur á báðum framboðslistunum hafa áhuga á að gera ýmsa góða hluti fái þeir umboð til þess. Grundvallarspumingin sem kjósendur standa frammi fyrir er því sú hvomm þeir treysta betur til að koma hlutunum í framkvæmd og haga málum þannig að vel takist til. Ég er sannfærður um að fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins em traustsins verðir og munu reyna að starfa þannig að málum bæjarins að vel muni reynast. Hvað er framundan? Það er alltaf svo að framtíðin er óráðin og óviss. Ýmislegt er á döfinni og ýmis verkefni sem taka þarf á. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins munu leggja sig alla fram við að taka á þeim málum sem em framundan, reyna að leysa úr þeim í samræmi við stefnuskrána sem þeir hafa lagt fyrir kjósendur og vinna úr þeim málum sem þar eru uppi á borði. Framboð Sjálfstæðisflokksins hefur komið heiðarlega fram við kjósendur með því að segja hver verður bæjarstjóri. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær meirihluta vita bæjarbúar það fyrirfram hver verður bæjarstjóri en þurfa ekki að velkjast í neinum vafa um það. Allir Vestmannaeyingar þekkja Guðjón Hjörleifsson og störf hans. Ég er sannfærður um að almenn sátt ríkir um hann sem bæjarstjóra. Eitt atkvæði getur ráðið úrslitum í þessum kosningum þar sem listamir eru aðeins tveir fer sá listi með stjóm bæjarins næstu fjögur ár sem fær einu atkvæði fleira en hinn listinn. Það er því mjög mikilvægt fyrir alla að nýta sér atkvæðisrétt sinn og sitja eícki heima á kjördag því með slíku er tekin áhætta á því að V—listinn gæti fengið meirihluta í kosningunum á laugar- daginn. Gerum góðan bæ betri Það eru margir kostir sem fylgja búsetu hér og nauðsynlegt er að líta á þá í samanburði við annað. Sú félagslega þjónusta og það skólahald sem boðið er upp á er með þeim hætti að það gerist ekki betra á landinu. Það verður alltaf hlutverk Vestmanna- eyinga sjálfra að gera góðan bæ betri. Það gera það engir aðrir en þeir sjálfir. Þeir sem skipa bæjarstjóm á hverjum tíma geta leitt starfið en verkefnið verður aðallega Vestmannaeyinga sjálfra. Ég hvet að lokum kjósendur til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosning- unum næsta laugardag og ég er sannfærður um að geri þeir svo verður bænum vel stjómað. Gerum góðan bæ betri með því að setja X við D á laugardaginn. Höfundur er oddviti lista Sjáilfstœðisflokksins. Við styðjum IBV og hvetjum fólk til að mæta á völlinn álaugardaginn Frambjóðenaur Sjálfstæðisflokksins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.