Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Qupperneq 24
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293
í síðasta blaði Frétta var greint frá
því að Þorsteinn Pálsson, sjávar-
útvegsráðherra, hygðist ekki styðja
frumvarp Árna Johnsen á alþingi,
þess efnis að eigendur Sæbjargar
VE fái aflaheimildir þær er þeir
telja sig eiga rétt á. Ráðherra sagði
að þær aflaheimildir yrði þá að
taka frá öðrum skipum í Vest-
mannaeyjum og m.a. þess vegna
gæti hann ekki stutt frumvarpið.
Sveinn Andri Sveinsson, forsvars-
maður Sæbjargarmanna, segist undr-
ast þessi ummæli ráðherra, þau hljóti
að byggjast á misskilningi. Það sé
Ijóst að úthlutun til Sæbjargar VE
myndi þýða skerðingu á aflaheim-
ildum allra þeirra útgerða á landinu
sem hafa fengið úthlutun. þ.á.m. í
Vestmannaeyjum.
Sveinn Andri segir ennfrentur að sér
sýnist málið ekki hafa fengið
nægilega skoðun í ráðuneytinu og mat
ráðherra sé byggt á fljótaskrift starfs-
ntanna hans. Frumvarpið muni konta
aftur fyrir þing í haust og til faglegrar
umfjöilunar í sjávarútvegsnefnd þar
sem menn hafi kynnt sér það
rækilega. Sveinn Andri segist þess
fullviss að þegar ráðherra hef'-
skoðað málið ofan í kjölinn. muni
hann mæla nteð samþykkt þess.
Litadýrð var mikil á skóladegi í Hamarsskóla. Þar var m.a. minnst Heimaeyjargossins í leikriti þar
sem þessir álfar sýndu með leikrænni tjáningu atburði fyrstu daga gossins. Sjá bls. 20.
Starfsfólk óttast um framtfð HIV
í morgun, 20. maí, komu menn frá
heilbrigðisráðuneytinu til Eyja til
þess að gera úttekt á starfsemi
Heilbrigðisstofnunar Vestmanna-
eyja (HIV) með það fyrir augum að
gera endurbætur á húsnæðinu
innanhúss. Bæði vegna viðhalds og
hagræðingar innan stofnunar-
innar. í framhaldi af heimsókn
ráðuneytisfólksins varð uppi niikil
umræða meðal starfsfólks stofnun-
arinnar um að markmiðið með
heimsókninni væri fyrst og fremst
að skera niður og fækka stöðu-
gildum. Starfsfólkið kallaði því til
fundar með frambjóðendum til
bæjarstjórnar í komandi kosning-
um og vildi fá skoðanir þeirra á
hreint í málefnum stofnunarinnar.
Samkvæmt því sem fram kom á
fundinum eru uppi hugmyndir hjá
ríkinu um að veita 50 til 80 milljónum
til HÍV vegna þessa verkefnis. Eru
þar inni hugmyndir um að A og B
deild verði sameinaðar á þann veg að
flytja B deildina á neðri hæðina. Með
viðeigandi raski sem starfsfólk mat á
þann veg að á HÍV yrðu fyrst og
fremst legudeildir og heilsugæsla, sem
væri í samræmi við stefnu ríkisins í
málefnum margra sjúkrahúsa á
landsbyggðinni. „Ég óttast að þetta sé
upphafið að einhverju miklu meira og
endalokum þess að á HÍV verði rekin
þjónusta fyrir Vestmannaeyinga. Við
getum ekki verið án þessarar þjónustu
vegna landfræðilegrar stöðu okkar og
það verður að efla þjónustu HIV með
það í huga svo þjónusta megi
Vestmannaeyinga í Vestmannaeyj-
um,“ sagði Steinunn Einarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
Starfsfólk og fulltrúrar framboðanna
tóku afgerandi afstöðu með því að
HÍV ætti að sjá um að þjónusta
Vestmannaeyinga á þann veg að ekki
þyrfti að leita til Reykjavíkur ef sinna
þyrfti bráðaaðgerðum og að vilji væri
fyrir því að stofnunin yrði byggð upp
með það fyrir augum að geta frekar
tekið að sér verkefni annars staðar að
af landinu, ef verða mætti til þess að fá
hæft starfsfólk og ná meiri nýtingu á
skurðstofum.
Gunnar Gunnarsson framkvæmda-
stjóri HÍV bað starfsfólk ekki skjóta
þessar milljónir á færi áður en málið
fengi skynsamlega umfjöllun. „Þessi
upphæð er til þessa ákveðna verk-
efnis. Það hefur verið ákveðið að gera
frumdrög að þessurn breytingum sem
svo verða lögð fyrir stjóm HÍV, auk
þess sem skipuð verði nefnd með full-
trúa starfsfólks, auk hönnuðar og
framkvæmdastjóra HÍV sem fara
munu yfir tillögumar og meta þær af
skynsamlegri yfirvegun. Það er engin
ástæða til annars en að fullt tillit verði
tekið til skoðana starfsfólks í þessu
máli.“
Einnig kom fram að HÍV væri í
mikilli niðumíðslu vegna skorts á fé til
viðhalds, auk þess sem aldrei væri
hægt að snúa sér að uppbyggingu
stofnunarinnar, vegna þess að tími og
orka færi einatt f málefni sem sneru að
innviðum stofnunarinnar, hvort sem
það væri vegna samskiptaörðugleika
starfsfólks eða skipulagsmála innan
Heilbrigðisstofnunarinnar.
Sendibílaakstur innanbæjar.
Vilhjálmur Bergsteinsson
SEHðÍPEftðASÍLL
V481-2943,
nr 897-1178
FLUTNINGAR- VESTUANNAEYJUM
Hajuag ÆmmMÍm X IjhmjJ MM
■r9givgcH BwW^w o w^bo som or#
Vöruafgreiðsla
Sidldlsgovegl 4 Siml 481 3440
Vöruafgreiðsla ■ Reykjavík
UUasgota 1-3
Sinl 881 3030
Sýslumannsembættið:
Ráðherravandiáhöndum
Enn hefur ekki verið ráðinn nýr
sýslumaður að embættinu í Vest-
mannaeyjum. Þorsteinn Pálsson,
dómsmálaráðherra, mun ráða í
það starf en alls bárust átta
umsóknir um starfið.
Ráðherra mun nokkur vandi á
höndurn og er undir þrýstingi frá
ýmsum aðilum. T.d. ntun hart að
honum lagt að ráða konu í starfið og
hefur þá einkum komið upp nafn
Áslaugar Þórarinsdóttur, deildar-
stjóra hjá dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu. Önnur kona sótti um,
Sigríður B Guðjónsdóttir, skattstjóri
á Vestfjörðum en eiginmaður
hennar, Skúli S Ólafsson, sótti um
prestsembættið hér og var það
bundið því skilyrði að eiginkonan
hreppti embætti sýslumanns.
Vandinn er sá, hvað konumar tvær
varðar. að margir aðrir umsækjendur
ntunu taldir þeim hæfari.
Þá mun og hart lagt að ráðherra að
heimamaðurinn Jóhann Pétursson
verði ráðinn. Og loks stendur
ráðherra frammi fyrir því að Bjami
Stefánsson, sýslumaður á Neskaup-
stað, stendur starfinu næst, hefur
rnesta reynslu. auk þess sem leggja á
embættið á Neskaupstað niður.
Munið öll góðu afmælistilboðin
Sumarleikur
L’OREAL & Vöruvals
Þú kaupir eitthvað tvennt frá L’OREAL og
festir kassakvittunina við þátttökuseðilinn
Dregið verður um 3 gjafaöskjur frá L'OREAL
rfdfal ofiob