Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 28. maí 1998 Fréttir 19 Landssímadeildin 2. umferð: IBV - Skaginn 3 -1 á Hásteinsvelli Hrukku í gang í seinni hálfleik íslandsmeistarar ÍBV hafa til þessa ekki gefið tiiefni til mikillar bjart- sýni á góðan árangur í sumar. Þeir virtust ætla að vera við sama hey- garðshornið á sunnudaginn þegar Eyjamenn mættu Skagamönnum á Hásteinsvelli. Fyrri hálfleikur var einstaklega slakur af beggja hálfu en í síðari hálfleik tók ÍBV öll völd á vellinum og eftir sátu Skagamenn sem máttu sætta sig við algjöra niðurlægingu. Eyjamenn gerðu út um leikinn með þremur mörkum á tólf mínútum en í blálokin tókst Skagamönnum að pota boltanum í netið og lokatölur urðu 3-1 fyrir ÍBV Strax á upphafsmínútum síðari hálf- leiks kom í ljós hvert stefndi því Eyja- menn léku eins og þeir sem völdin hafa. Þar fóru fremstir í flokki Stein- grímur Jóhannesson. Sigurvin Ólafs- son, Kristinn Lárusson og Jens Paeslack. Samvinna þeirra skilaði fyrsta markinu á 8. rnínúm hálfleiksins og var það Jens sem átti lokaorðið. Fjórum mínútum seinna skoraði hann sitt annað mark. Það var svo Steingrímur sem skoraði síðasta mark ÍBV í þessum leik. Efti það má segja að Skagamenn hafi lagt árar í bát. Þeim gekk erfiðlega að koma boltanum fram fyrir miðju. Ef það gerðist varð eins og sóknimar gufuðu upp. A meðan sóttu Eyjamenn stíft og uppskáru þriðja ntarkið á 20. mínútu hálfleiksins. Áfram sóttu Eyjamenn af krafti en tókst ekki að skora. I lokin náði Heimir Guðjónsson að skora eitt mark fyrir gestina sem héðan fóru gulir en ekki bæði gulir og glaðir eins einkunnarorð Skagamanna segja. „Ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Bjami Jóhannsson eftir leikinn. „Síðusni ein til tvær vikur hafa verið erfiðar hjá okkur en nú fer þetta batnandi. Þetta er okkar besti leikur það sem af er tímabilinu og vonandi vísbending um framhaldið. Það er alltaf sterkt að vinna Skagann og sigurinn gefur okkur sjálfstraust í leikinn á móti Keflvíkingum í næstu umferð," sagði Bjami. Lið IBV: Gunnar Sigurðsson 7, Ivar Ingimarsson 7, Kjartan Antonsson 7, Steinar Guðgeirsson 6, (Ingi Sigurðs- son 6) Zoran Mikjkovic 6, Hlynur Stefánsson 6, Kristinn Lárusson 8 (Jóhann Sveinn Sveinsson), Jens Paeslack 8, (Sindri Grétarsson 6) Sigurvin Ólafsson 6 og Steingrímur Jóhannesson. Gul spjöld: Kjartan og Sigurvin. Maður lelkslns var Kristinn Lárusson. Vann vel, sýndi mikla baráttu og olli miklum usla í vörn Skagmanna með hraða sínum. Flugfé- lagsmót um hvíta- sunnuna Um hvítasunnuna verður Flug- félags íslands mótið haldið hjá Gollklúbhi Vestmannaeyja. Þetta er opið mót og verðlaun mjög vegleg. Þetta er tveggja daga mót sem hefst á laugardag kl. 11. Margir kylfingar hafa ævinlega kornið ofan af fastalandinu til að taka þátt í þessu móti og svo er einnig í ár. Nokkrir af bestu kylfingum landsins hafa þegar skráð sig í mótið. Ungling- arnir röð- uðu sér í efstu sætin Minningarmót Sveins Ársælssonar var haldið hjá GV á sunnudaginni var. Mjög góð þátttaka var í mót- inu eða 47 keppendur. Þetta var punktakeppni og ungl- ingamir í klúbbnum röðuðu sér í efstu sætin. Nú fer róðurinn sennilega að þyngjast hjá þeim því að spila- mennska þeirra á undanfömum mótum lækkar þá verulega í forgjöf. En þessir urðu efstir í mótinu: 1. Álexander J Vilhjálmss 44 punkta 2. Andri Ólafsson 43 punkta 3. Brynjar S Unnarsson 42 punkta Verðlaun vom einkar glæsileg, gefin af afkomendum Sveins heitins en þau hafa séð um alla skipulagningu þessa móts frá upphafi og farist það einkar vel úr hendi. Meistaradeild kvenna 2. umferð: IBV1 - Breiðablik 2 Naumt tap hjá stelpunum Á þriðjudagskvöld áttust við Breiðablik og ÍBV í meistaradeild kvenna. Eyjastelpur komu til leiks með sterkt og gjörbreytt lið. Að sögn Sig- urlásar Þorleifsson, þjálfara IBV, var þetta mikill baráttuleikur og lítið var um marktækifæri í leiknum. Blika- stúlkur komust yfir í leiknum en Karen Burke jafnaði fyrir IBV, skömmu fyrir leikhlé. Heimamenn skomðu síðan sigurmark leiksins um miðjan síðari hálfleik, lokatölur því 2-1. „ Ég er hálfsvekktur eftir þennan leik, því við vomm síst lakari aðilinn í leiknum. Liðið var gjörbreytt frá síðasta leik og ég er sannfærður um að þær eiga eftir að verða sterkar þegar á líður," sagði Sigurlás. Elena, Karen, Hrefna, Fanný - Olga Lið ÍBV var þannig skipað: Sigríður - (Dögg L.), Bryndís. Sigríður Á.. Ema, Iris, Kristín Eva - Odýrt gegn Stjörnunni IBV lék sinn fyrsta leik gegn Stjörnunni úr Garðabæ um síðustu helgi. Margir biðu spenntir eftir fyrsta leik stelpnanna, en úrslitin urðu því miður ekki eins og allir vonuðust eftir. Eyjastúlkur töpuðu nokkuð stórt, 5-1, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2-0. íris Sæmundsdóttir skor- aði eina mark IBV, með góðum skalla. Sigurlás Þorleifsson, j ÍBV, sagði í samtali við FRÉTTIR eftir leikinn, að tölumar gæfu ekki rétta mynd af leiknum. „Við spil- uðum ekki vel og vomm í talsverðum erfiðleikum í fyrri hálfleik. En við vomm alls ekki lakara liðið í þessum leik, heldur vom það þrjú ódýr mörk, sem gerðu gæfumuninn.” Hermann Hreiðarsson, leikmaður Crystal Palace, sem hér er ásamt Leifi Geir Hafsteinssyni leikmanni ÍBV, er þessa dagana staddur hár á landi. Var hann meðal gesta á leik Skagamanna og ÍBV á sunnudaginn. KFS tapar KFS spilaði sinn fyrsta leik í 3. deild Islandsmótsins síðastliðinn föstudag. KFS leikur í A-riðli og mættu þeir sterku liði Aftureldingar. Að sögn Hjalta Kristjánssonar, þjálfara KFS, var þetta jafn og góður leikur en Afturelding þó greinilega í betra leikformi. Leik- urinn endaði 1-2, eftir að staðan í hálfieik hafði verið 0-1. Óðinn Steinsson gerði mark KFS úr vítaspyrnu. Nokkur hasar var í leiknum og fengu tveir leikmenn að sjá rauða spjaldið í lokin. Bestir í liði KFS vom Erlingur B. Richardsson og Jón B. Amarsson. Tap í bikarnum Á mánudagskvöld mætti KFS liði Reynis úr Sandgerði í forkeppni Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu. Leikið var á malítrvellinum við Löngulág í blíðskaparveðri. KFS var mun sterkari aðilinn gegn 2. deildarliði Reynis en það dugði ekki til. Staðan í hálfleik var 0-0, þrátt fyrir mörg góð marktækifæri KFS- manna. Reynismenn komust síðan yfir um miðjan seinni hálfleik, eftir klaufaleg mistök í vöm KFS. KFS gerðu allt sem þeir gátu lil að jafna metin, fengu vítaspyrnu en klúðruðu henni, og ekkert gekk að koma tuðmnni í netið. Svo fór að lokum að Reynir rétt marði sigur og er þar af leiðandi kontinn áfrant í bikamum. Reynsluboltamir Heirnir Hallgrímsson og Jón B. Arnarsson vom traustir á miðjunni. Magnús Steindórsson átti ágætis spretti frammi og Erlingur B. Richardson var fastur fyrir í vörninni. Lið KFS var þannig skipað: Tryggvi - Rúnar (Helgi), Bjítrni (Jón), Erlingur, Sigurður S. - Kári, Yngvi, Jón B„ Heimir - Einar (Stefán), Magnús Sigur hjá 2. flokki Á sunnudaginn lék annar flokkur kvenna einn leik í Islandsmótinu. Þá fengu þær Stjömuna úr Garðabæ í heimsókn og var leikið á Týs- vellinum. ÍBV stelpur fóm með sigur af hólmi í leiknum og var það Rakel Rut, sem skoraði eina mark leiksins. Guðbjörgí 18ára landsliðið Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum var ofsagt í síðasta blaði að Guðbjörg Guðmannsdótlir væri hætt í knattspyrnu. Hið rétta er að Guðbjörg er í 18 ára landsliðinu í handboltanum og ætlar að einbeita sér að því verkefni á næstunni. Keflavík - ÍBV í kvöld mætast lið Keflavíkur og IBV í Landssímadeildinni í knatt- spymu. Leikið verður í Keflavík og hefst leikurinn kl.20:00. Framundan Landssímadeildin ntánudagur 1. júníkl. 16:00 ÍR - ÍBV 2. flokkur karla þriðjudagur 2. júní kl. 20:00 ÍBV- Grindavík 4.flokkur karla þriðjudagur 2. júní kl. 17:00 ÍBV - Þróttur Rvk. 3. flokkur karla miðvikudagur 3.júníkl. 20:00 ÍBV - KR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.