Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 28. maí 1998
Samkór Vestmannaeyja:
Mjög góðir tónleikar
Samkór Vestmannaeyja hélt sína ár-
legu vortónleika sl. miðvikudag. A
dagskrá kórsins voru 14 lög, bæði eftir
innlenda og erlenda höfunda.
Fyrst á dagskránni var sænska lagið
Vorvindarglaðir. Smávegis óstyrkur
virtist hrjá kórlélaga og ekki óeðlilegt
í fyrsta lagi, harmonían skilaði sér
ekki sem skyldi. Svo tóku við tvö
Eyjalög el'lir Oddgeir, Heima og
Sólbrúnir vangar. I fyrra laginu var
eins og frumsýningarskjálftinn væri
enn til staðar en í seinna laginu voru
allir búnir að ná honum úr sér og það
var virkilega fallega flutt.
Þá var flutt lag Hafsteins Guðfinns-
sonar, Pípan, við ljóð Ragnars Inga
Aðalsteinssonar. Þama var á ferðinni
ný útsetning þeirra hjóna, Báru Gríms-
dóttur og Eyvindar Steinarssonar.
Lagið er gott, textinn sömuleiðis og
þessi útsetning var ákallega skemmti-
leg, svona í anda The Flying Pickets
og endaði á virkilega fílharmonískum
hljómi. Næst voru tvö nútímalög á
prógramminu, annað eftir Burt
Bacharat (sem er orðinn fastur liður á
dagskrá samkóra um víða veröld enda
tónskáld með miklum ágætum), hitt
lagið var jazzperlan sígilda, Misty eftir
Errol Garner, ákaflega fallega flutt
(enda ekki hægt að klæmast á þessu
dásamlega lagi). Ólafur Týr Guðjóns-
son, bassasöngvari, sá um kynningar á
i þessum tónleikum og fórst það vel úr
hendi. Raunar fannst undirrituðum
sem kynningarnar hefðu í sumum
tilvikum mátt vera viðameiri en aðall
góðra tónleika er að þeir gangi hratt og
vel fyrir sig og þá á hið sama að
sjálfsögðu við um kynningar, þær
mega ekki verða of langdregnar..
Lag eftir þá Lennon og McCartneý
var að sjálfsögðu á dagskránni, Can’t
buy me love. Þetta var í útsetningu
Keith Abbs, alveg frábærlega fallegri
madrígalaútselningu og svolítið jóla-
legt. Að mati undirritaðs besta lag
tónleikanna. Hann dauðlangaði til að
biðja um endurtekningu á því í lokin
en þar sem ákveðinn aðili í Vest-
mannaeyjum hefur orðið einkarétt á
slíku, lagði hann ekki í það. Raunar
bað sá ekki um endurflutning á neinu
lagi (hefur kannski ekki verið á
tónleikunumum).
Þá var komið að frumflutningi á
lagi Báru Gn'msdóttur, stjómanda
Samkórsins, við texta Guðbergs
Bergssonar, Festingin. Þetta er frá-
bærlega skemmtileg tónsmíð sem
gerir miklar kröfur til llytjenda. Fyrir
svo sem ftmm öldum hefði þessi
tónsmíð verið bönnuð, þar sem
tónbilin í henni voru talin frá hinum
illa komin, kölluð „diabolis in
musica“ og kaþólska kirkjan bannaði
slíkan tónlistarflutning. En í Safn-
aðarheimili Landakirkju hljómaði
þetla al veg dásamlega og engar óguð-
legar hugsanir sem komu upp í
hugann við flutninginn.
Næst tlutti kórinn alþekkt hollenskt
lag, „Tulips uit Amsterdam“ við texta
undirritaðs. Raunar voru það aðeins
karlaraddirnar sem sungu og fórst það
vel úr hendi. Þá var farið á léttari
strengi í lokin, Summertime Gersch-
wins í léttjassaðri útsetningu. Þar tóku
þrír gamlir nemendur undirritaðs
syrpu og sýndu að þær hafa engu
gleymt í sönggleði síðan þær sungu í
kór hjá honum á barnaskólaárrunum.
I lokin lék svo hljómsveit með
kómum í þremur lögum. Þar bar hæst
saxófónleik Andra Eyvindssonar en
eftir áreiðanlegum heimildum mun
hann hafa verið dubbaður upp til náms
á það hljóðfæri vegna þessara tón-
leika. Hann komst prýðilega frá sínu,
ásamt raunar öðrum í hljómveitinni.
I lok tónleikanna færði Unnur
Tómasdóttir, formaður menningar-
málanefndar, Báru Grímsdóttur
blómvönd og sömuleiðis undirrituð-
um fyrir hans framlag. Þá færðu
kórfélagar Hjálmfríði Sveinsdóttur,
skólastjóra Barnaskólans, gjöf vegna
velvildar skólans til kórsins en hann
hefur haft þar aðstöðu til æfinga fram
til þess er hann fékk inni í Lista-
skólanum.
Samkór Vestmannaeyja er kominn
til að vera, það er á hreinu. Hann er
enn ekki kominn í röð bestu kóra á
landinu en stendur vel fyrir sínu. Bára
Grímsdóttir, stjómandi kórsins, hefur
unnið frábært starf og vonandi fáum
við að njóta starfskrafta hennar og
þeirra hjóna beggja en Ey vindur leikur
stórt hlutverk með kómum, bæði sem
söngvari og hljóðfæraleikari.
Hafið bestu þakkir fyrir indælt
kvöld. Sigurg.
Skólamálaráð veitir
viðurkenningar
Á myndinni sem tekin var við þetta tækifæri, fr.v. Sigurður R. Símonarson, Sólrún
Bergþórsdóttir fulltrúi kennara, Eygló Björnsdóttir tölvukennari í Barnaskólanum
Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjóri Barnaskólans Una Þóra Ingimarsdóttir fulltrúi
foreldrafélags Barnaskólans, Arnar Sigurmundsson formaður skólamálaráðs.
Á síðasta fundi skólamálaráðs
síðastliðinn miðvikudag samþykkti
ráðið að veita Eygló Björnsdóttur
kennar viðurkcnningu fyrir fram-
úrskarandi árangur við uppbygg-
ingu og stjórnun töivukennsiu í
grunnskólum Vestmannaeyja á
undaniörnum árum.
Upphæð styrksins nemur einum
mánaðarlaunum giunnskólakennara í
launaflokki 147, efsta þrepi og kemur
til útborgunar við upphaf næsta
skólaárs, en þá hyggur Eygló á
fjarnám í tölvu- og upplýsingatækni
við Kennaraháskóla Islands.
Við sama tækifæri var Hjálmfríði
Sveinsdóttur skólastjóra Barnaskól-
ans afhentur blómvöndur og henni
þakkað starf hennar við að koma af
stað hinum svo kölluðu vinahringjum
í Bamaskólanum sem varð til þess að
Bamaskólinn hlaut Foreldraverðlaun
Heimilis og skóla nú í ár.
Fyrir börn 5 ára og eldri hefst þriðjudaginn 9. júní og lýkur
þriðjudaginn 30. júní.
Innritun fer fram í afgreiðslu Sundlaugar mánudaginn 8.
júníkl. 10:30-12:30.
Námskeiðsgjald kr. 2.500,- greiðist v/innritun.
Sundkennari verður Katrín Magnúsdóttir íþróttakennari
íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum
Vinnuskólinn hefst á
þriðjudag
Raðað verður niður í vinnuhópa, hjá vinnuskólanum,
næstkomandi þriðjudag, 2. júní klukkan 13:00 við
Barnaskólann og eiga þeir að mæta sem ætla að vinna
fyrri hluta sumars í vinnuskólanum. Starfsemin hefst svo af
fullum krafti daginn eftir.
Fundur með flokksstjórum
Vinnuskóla
Flokksstjórar vinnuskólans eru boðaðir til fundar í
Félagsheimilið, á morgun, föstudag klukkan 17:00.
Könnun á atvinnuhorfum
ungmenna.
Ákveðið hefur verið að kanna hvaða ungmenni f. 1982 og
fyrr hafa ekki fengið sumarvinnu. Skráning vegna þeirra
stendur nú yfir og geta þeir sem þess óska skráð sig í
Ráðhúsinu. Skráningunni lýkurfimmtud. 4. júní nk.
Barnaskólinn - skólaslit
Skólaslit verða föstudaginn 29. maí sem hér segir:
1. og 2. bekkur kl. 13:30
3. og 4. bekkur kl. 13:00
5.-7. bekkirkl. 11:30
8. og 9. bekkur kl. 11:00
Skólaslit hjá 10. bekk verða fimmtudaginn 28. maí kl. 18:00
Skólastjóri
Gæsluvöllur við Miðstræti
Opið verður frá kl. 13.00 - 17.00 tímabilið 1. júní til 31.
ágúst 1998. Munið nestistímana.
Verslunar-
menn
athugið!
Eftirtaldar vikur eru lausar í sumarbústað í Uthlíð
Biskupstungum: 5 - 12 júní, 12 - 19 júní, 26 júní - 3
júlí, 21-28 ágúst og 28 ágúst - 4 september.
Upplýsingar gefnar á skrifstofunni f.h. eða í síma 481
3091
Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119