Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 28. maí 1998 SiálfStæðismenn átirirædir siguruegar kosnlnganna Sjálfstæðismenn eru ótvíræðir sigurvegarar bæjarstjómarkosninganna á laugardaginn. Þeir halda meirihluta bæjarfulltrua og bættu við sig fylgi. Vestmannaeyjalistinn náði ekki því takmarki sínu að fella meirihluta Sjálfstæðisflokks en oddviti hans telur sig geta vel við unað. V-listinn hafi bætt við sig manni og náð helmingi meira af fylgi H-listans en D-listi þrátt fyrir að H-Iistinn hafi verið klofningur úr Sjálfstæðisflokknum í kosningunum 1994. Kosningarnar á laugardaginn vom um margt sérstæðar í Vestmannaeyjum. Fyrir það fyrsta voru aðeins tveir listar í boði, listi sjálfstæðismanna og Vestmannaeyjalistinn. Þartil íkosningunum 1994 höfðu fjórflokkarnir, Alþýðul'lokkur. Alþýðubandalag, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, verið nær alls ráðandi og snerust kosningar yfirleitt um hvort sjálfstæðismenn næðu meirihluta eða ekki. Fyrir kosningarnar 1994 tókst A-flokkunum og Framsókn að stilla saman strengi sína í Vestmannaeyjalistanum og hefðu framboðin þá orðið tvö ef ekki hefði komið til klofningsframboðs H-listans úr Sjálfstæðisflokknum. Til þess kom ekki nú og því voru valkostir kjósenda ótvíræðir, D-listi eða V-listi. Niðurstaðan núna varð sú að Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihluta sínum, þriðja kjörtímabilið í röð. Hefur það ekki gerst í áratugi. Þriðja atriðið sem vekur athygli er mikil endurnýjun í bæjarstjóm. Hjá sjálfstæðismönnum koma Sigurður Einarsson og Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir inn ný. Reyndar kemur Sigurður aftur inn í bæjarstjórn eftir að hafa hvílt sig í eitt kjörtímabil en Sigrún Inga er alveg nýtt andlit á þessum vettvangi. Hjá Vestmannaeyjalistanum em Þorgerður Jóhannsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir nýjar í bæjarstjóm. í íjórða og síðasta lagi em konur í fyrsta skipti í meirihluta í bæjarstjóm. Þær eru Elsa Valgeirsdóttir og Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir á D-lista og Þorgerður og Guðrún á V-lista. Karlamir eru Guðjón Hjörleifsson og Sigurður Einarsson á D-lista og Ragnar Oskarsson á V-lista. Efst í huoa pakklætí Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri og fjórði maður á lista Sjáifstæð- isflokksins, segir að sér sé efst í huga þakklæti fyrir það traust seni lýsi sér úrslitum kosninganna. „Þetta er fyrst og fremst sigur allra frambjóðenda listans en við emm með góðan og samstilltan hóp sem ég er fullviss um að á eftir að verða trausts- ins verður,“ segir Guðjón. Hann segir að sjálfstæðismenn haft orðið að leggja störf sín í bæjarstjórn sl. átta ár í dóm kjósenda og gera grein fyrir því hvemig þeir ætluðu að starfa næstu fjögur árum. „Úrslitin sýna að þetta hefur tekist og við höfum staðist próf kjósenda.“ Guðjón segir að kosningabaráttan haft verið málefnaleg af þeirra hálfu og það haft átt sinn þátt í að skapa sjálfstæðismönnum það traust sem komi fram í kosningunum. „Við fórurn ekki þá leið að klippa á borða til hægri og vinstri eða taka skóflustungur þó ýmislegt sé í burðarliðnum. Okkur var t.d. í lófa lagið að setja hrygg í framkvæmdimar á Hraunbúðunt og búningsaðstöðuna við Hásteinsvöll. Það hefði kostað mikla peninga og fólk er löngu farið að sjá í gegnum svoleiðis uppá- komur." Þá sagði Guðjón að framundan væru uppgangstímar undir forystu sjálfstæðismanna. „Eg sé fyrir mér margt spennandi í atvinnulífinu sem á eftir að koma upp á yfirborðið á kjörtímabilinu. Svo vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í kosningabaráttunni með okkur fyrir þeirra framlag,“ sagði Guðjón. m* Siguróur Einarsson, sem hér er ásamt Guðbjfirgu Matthíasdóttur eiginkonu sinni, uar fljótur að átta sig á stöðunni begar fyrstu tölur frá Vestmannaeyjum komu í sjónuarpinu. Kiósendur treysta okkur -segir Sigurður Einarsson oddvifi sjálfstæðismanna „Ég er mjög ánægður með úrslitin en í þeim finnst mér koma fram traust bæjarbúa á framboðslista sjálfstæðismanna í kosningunum,“ sagði Sigurður Einarsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins þegar úrslitin lágu fyrir á laugar- dagskvöldið. Hann sagði þetta mikla traust verða bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins gott veganesti inn í nýtt kjörtímabil. „Eg vil koma á framfæri þakklæti til allra sem kusu okkur og eins þeirra sem lögðu hönd á plóg í kosn- ingabaráttunni en þeir eru fjölmargir. Framundan eru spennandi tímar og við vonumst til að verða þessa trausts verðir. Munum við gera okkar besta til að bæjarbúar verði ekki fyrir von- brigðum.“ Sigurður segir að kosningabaráttan hafi verið stutt og frekar málefnaleg. „Fólk hafði líka meiri áhuga en rnaður gerði sér grein fyrir og kemur fram í góðri kjörsókn. Við sjálfstæðismenn reyndum að vera málefnalegir og vekja athygli á þeim atriðum sem skildu að framboðin. Hefur það greini- lega tekist.“ Sigurður segist sjá ákveðin skilaboð í auðum og ógildum seðlum sem vom venju fremur margir. ,.í allt eru 113 seðlar auðir sem sýnir að fólk er ósátt við báða framboðslistana. Það hefur þó ekki viljað ganga svo langt að kjósa hinn listann." sagði Sigurður. Get ekkí uerið annað en sátt -segir Þorgerður Jóhannsdóttir oddviti Vestmannaeyjalistans Þorgerður, Guðrún, Lára og Magnús Sigurðsson eiginmaður Þorgerðar á kosningauökunni. Þorgerður Jóhannsdóttir, sem leiddi Vestmannaeyjalistann, segist í raun vera mjög ánægð með útkomuna þó ekki hafi tekist að fella meirihluta sjálfstæðismanna í þessum áfanga. „Við náðum þriðja manninum frá H-listanum sem var klofningsfram- boð úr Sjálfstæðisflokknum í kosn- ingunum 1994. Auðvitað hefðum við viljað ná meirihlutanum en við tökum þetta í áföngum. Eg get ekki verið annað en ánægð með að okkur skyldi takast að ná tæplega 42% fylgi sem segir okkur að tæplega helmingur bæjarbúa er ánægður með það sem við höfum fram að færa,“ segir Þorgerður. Hún segir að Vestmannaeyjalistinn hafi leitt kosningabaráttuna og náð að setja mark sitt á það kjörtímabil sem nú tekur við. „Við vorum fyrri til að koma fram með listann þar sem jöfn skipting er milli kynjanna. Það hafði sín áhrif á sjálfstæðismenn sem verður til þess að konur eru í fyrsta skipti í meirihluta í bæjarstjóm Vest- mannaeyja. Við vorum líka fyrri til að birta stefnuskrá og það fer ekki á milli mála að hún hafði áhrif sjálfstæðismenn. Eins og kom fram í Fréttum eru ekki nema tvö atriði sem skilur að stefnur framboðanna. I fyrsta lagi er það að bjóða fram bæjarstjóraefni og í öðru lagi að við vildum leggja tínrabundið fé í ný fyrirtæki en þeir ekki,“ segir Þor- gerður og segist ekki sjá annað en að bjart sé franrundan því allt annað sé á svipuðum nótum. „Nú hljótum við að fara að sjá líf í miðbænum, nýtt samkomuhús og endurbætur á íþróttamannvirkjum. Auk þess að að farið verði að styrkja og styðja við atvinnulífið í gegnum Þróunarfélagið." Þorgerður segist vilja leggja á- herslu á að framundan sé mikið starf og Bæjarmálafélagið ætli sér stóra hluti í stjómmálum í Vestmanna- eyjum í framtíðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.