Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Blaðsíða 1
Fögnuður sjálfstæðismanna var mikill þegar fyrstu tölur komu í bæjar-stjórnarkosningunum á laugardaginn. Þeir gátu líka vel við unað því þeir héldu meirihlutanum. Alls greiddu 2823 atkvæði af 3165 og var kjörsókn 89,19%. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 1593 atkvæði eða 58,89% og V-listi, listi Bæjar-málafélags Vestmannaeyjalistans fékk 1112 atkvæði eða 41,11 %. Auðir seðlar og ógildir voru 118. Sjá bls. 8 og 15. Geir q Reynistað færir útkvíarnar: Opnar verslun á Selfossi Geir Sigurlásson, eigandi hús- gagnaverslunarinnar Reynistaðar í Vestmannaeyjum, mun opna hús- gagnaverslun á Selfossi næst- komandi laugardag. Gísli Geirsson starfsmaður á Reyni- stað segir að þeir hafi tekið 350m2 húsnæði á leigu undir starfsemi sína á Selfossi að Austurvegi 56 og líti nokkuð björtum augum á þessa tilraun til reksturs húsgagnaverslunar á Selfossi. „Til skamms tíma hefur engin húsgagnaverslun verið rekin á Suðurlandi, ef frá er talin verslunin Reynistaður hér í Eyjum og þar af leiðandi á Suðurlandi. Við teljum þetta vænan kost, bæði til þess að efla þjónustuna við fbúa á Suðurlandi og ekki síður eykur þetta möguleika okkar á að flytja meira inn sjálfir og lækka vöruverð bæði hér í Eyjum og á Suðurlandi. Jafnvel er hugsanlegt að taka inn meiri vöru gegnum Eyjar í stað þess að fara gegnum Reykjavík með allan flutning." Gísli segir að tveir starfsmenh muni verða á Reynistað á Selfossi og hann vonist til þess að Sunnlendingar muni taka vel í þessa þjónustu. Björn ivar segirupp Björn Ivar Karlsson, skurð- læknir og yfirlæknir skurðdeild- ar Sjúkrahússins, hefur sagt starfi sínu lausu. Björn staðfesti þetta við Fréttir í gær og miðast uppsögn hans við næstu mánaðamót og er uppsagnar- frestur þrír mánuðir. „Ég er búinn að starfa hér frá árinu 1975 og þetta er algjörlega mín ákvörðun. Hvort ég hyggst flytja héðan veit ég ekki og hef ekki meira um þetta að segja.," sagði Bjöm. Karl Gauti Hjaltason ráðinn sýslumaður Karl Gauti Hjaltason fulltrúi sýslu- manns á Selfossi hefur verið skipaður sýslumaður í Vestmanna- eyjum frá og með 1. júlí í ár. Karl Gauti hefur starfað sem fulltrúi sýslumanns á Selfossi undanfarin sjö og hálft ár, en þar áður hafði hann verið rúmt ár fulltrúi sýslu- mannsins í Kefiavík en í niillit íðinni starfaði hann hjá ríkisskattanefnd. Einnig hefur Karl Gauti starfað að félagsmálum í íþróttahreyfingunni og verið formaður Karatesam- bandsins. Karl Gauti segist hlakka til að koma til Vestmannaeyja og takast á við nýtt og krefjandi starf. „Embættið í Vest- mannaeyjum hefur verið talið eitt af fimm til tíu stærstu sýslumannsem- bættum á landinu svo að ég tel að þessi ráðning sýni ákveðið traust á mér og mínum verkum." Karl Gauti hefur búið í Kópavogi þrátt fyrir að vinna hjá sýslumann- inum á Selfossi. Það er því freistandi að spyrja hann hvort hann muni búa þar áfram þó hann hafi fengið em- bættið í Vestmannaeyjum. „Ég átti nú von á því að ég yrði spurður að þessu. Svarið er að sjálf- sögðu nei. Ég og ijölskylda mín mun- um að sjálfsögðu flytja til Eyja. Ég hef komið til Eyja nokkrum sinnum og mér hefur þótt fallegt þar og haft góð kynni af Éyjamönnum. Ég efast því ekki um að okkur muni koma til með að líða ágætlega þar.“ Aðal verkefni Karls Gauta hjá sýslu- manninum á Selfossi hafa snúist um ákærur, sektir og dóma, og ýmis lögreglumál. „Ég veit ekki hvort þessi mál vega eitthvað þyngra varðandi umsókn mína um embættið í Vest- mannaeyjum en önnur störf mín. Það má vel vera en það hefur ekki haft nein úrslitaáhrif." Er þetta að einhverju leyti pólitísk ráðning? „Nei alls ekki. Þó ég sé í Sjálfstæðisflokknum, þá hef ég ekki sinnt neinu pólitísku starfi þar og er alveg óbundinn af pólitík," segir Karl Gauti að lokum Eiginkona Karls Gauta, Sigurlaug Stefánsdóttir starfar í Islandsbanka á Suðurlandsbraut í Reykjavík og eiga þau tvo syni, Kristófer 15 mánaða og Alexander íjögurra ára. Tilraun hjá okkur Fréttirnáðu tali af Sigríði B. Guðjóns- dóttur skattstjóra, sem sótt hafði um sýslumannsembættið í Eyjum, en jafnframt hafði eiginmaður hennar séra Skúli Sigurður Olafsson sótt um embætti sóknarprests Landakirkju. Sigríður segir að hún hafi ekkert nema gott um ráðningu Karls Gauta að segja. „Ég tel Karl Gauta vel að þessu starfi kominn og óska honum alls hins besta. Umsókn mín um embætti sýslumanns og eiginmanns míns um prestsembættið var tilraun hjá okkur báðum til þess að geta fengið störf sem hentuðu okkar menntun og metn- aði. Niðurstaðan er þessi og við unum henni og óskum nýjum sýslumanni til hamingju með starfið og einnig að Vestmannaeyingar fái góðan og gegnan sálusorgara. Ráðinn maður með svipaða reynslu Fréttir töluðu einnig við Jóhann Pétursson héraðsdómslögmann, sem er eini Vestmannaeyingurinn sem sótti um embætti sýslumanns. Hann segir að Karl Gauti sé án efa vel að þessu starfi kominn. „Ég þekki Karl Gauta ekkert persónulega en þarna er ráðinn maður með svipaða reynslu og ég. Ég sótti að sjálfsögðu um starfið með það fyrir augum að fá það, en Karl Gauti hefur verið metinn hæfari og ég óska honum til hamingju með þetta embætti.“ Jóhann Pétursson segir að hann hafi fundið fyrir góðum stuðningi Eyjamanna við sig varðandi umsókn sína og vildi nota tækifærið til þess að þakka þann stuðning og velvild. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTOÐ: Græðisbraut 1 - sími4813, H Sumaráœtlun Herjólfs Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun.. Kl. 08:15 Kl. 12:00 sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00 aukaferð föstudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 Tieriólfur .BRUAR BILIÐ Tterfinpiu Sími 481 2800 Fax 481 2991 Bókabúðin Heióaivegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.