Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagur I l.júní 1998 Verðkönnun ASI, BSRB og Neytendasamtakanna: 161 færsla i dagbók I síðustu viku vonj færslur í dagbók lögreglunníir 161. Það eru aðeins fæiri færslur en í síðustu viku þrátt fyrir að Sjómannadagurinn hafi verið haldinn hátíðlegur víða um Eyjuna. Fimmmeðfíkniefni Síðastliðna viku voru fimm teknir með fíkniefni. Um var að ræða hass, amfetamín og kókaín en ekki var um mikið magn að ræða. Athygli vekur að á aðeins einni viku hafa sex verið leknir með fíkniefni þannig að ljóst er að eitthvað magn er af fíkniefnum í unrferð í Vestmannaeyjum og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá almenningi þannig að hægt sé að stöðva þennan ófögnuð sem fíkniefni eru. Hraðbanki skemmdur Skemmdir á hraðbankanum í ís- landsbanka voru tilkynntar á laug- ardagsmorgun. Búið var að brjóta hluta af hraðbankanum en ekki er enn ljóst hverjum var svona illa við hraðbankann. Lögreglan óskar eftir upplýsingum um það hver hafi verið þarna á ferð. ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin tóku saman höndum og könnuðu verð á 83 algengum vörum í 22 matvöruverslunum á Suðurlandi, sunnanverðu Vesturlandi, Vest- fjörðum auk fimm verslana á höf- uðborgarsvæðinu sem teknar voru til samanburðar. Alls voru því 27 verslanir í könnuninni, en tvær verslanir á Akranesi, verslun Einars Olafssonar og Verslunin Traðarbakki neituðu að vera með. Könnunin var framkvæmd í maí síðastliðinn. Þær vörur sem lágu undir í þessari könnun voru algengar matvörur og hreinlætisvörur. Ekki þykir þó sanngjarnt að bera saman keðju- verslanir, stórmarkaði annars vegar og sjálfstæðar matvöruverslanir hins vegar, þar sem keðjuversalnir og stórmarkaðir ná yfirleitt hagstæðari magninnkaupum sem ætti óneitanlega að skila sér í verðinu til neytandans. Hraðkaup í Borgamesi er með lægsta verð á sunnanverðu Vestur- landi af þeim Verslunum sem tóku þátt í könnuninni. Á Suðrlandi er verð lægst í Kjarval á Selfossi, en sú versl- un er í eigu KÁ. Næst á eftir kemur KÁ Selfossi sem er 2% dýrari en Kjarval. Verðlag á Selfossi var borið saman við aðra könnun sem gerð var viku áður eða 20. maí og var ekki hægt að merkja verðbreytingar að undanskildum tómötum sem kostuðu 698 kr. viku áður, en kostuðu í þessari könnun 398 kr. Verslanirnar sem þátt tóku voru stórmarkaðir, keðjuverslanir og verslanir sem eiga í innkaupasam- starfi. Af verslunum sem teljast til ofannefndra verslana var verð hagstæðast í Fjarðarkaupum og Sam- kaupum. Þessar verslanir voru teknar til samanburðar en þær voru einnig lægstar í verðkönnun á höfuðborg- arsvæðinu viku áður. Næst á eftir koma Kjarval Selfossi og Hraðkaup í Borgamesi en athygli vekur að verð á flestum vörurn er örlítið lægra í Hraðkaupum en Hagkaupum Grafar- vogi sem nú heitir Nýkaup. Hagkaup rekur hins vegar Hraðkaup. Alls voru sjö verslanir sem teljast litlar sjálfstæðar verslanir og þar af vom fimm á Vestfjörðum. Verslanir utan Vestfjarða slanda sig betur, en Vömval í Vestmannaeyjum er hag- stæðust þessara verslana. Næst á eftir Vömval kemur Grundaval á Akranesi. Yfir 10% munur er á þessum versl- unum og þeim sem em á Vestíjörðum, en af litlum verslunum á Vestfjörðum er Metta á Tálknaftrði með lægsta verð. Ef skoðaður er verðmunur keðju- verslana, stórmarkað og þeirra sem eiga í innkaupasamstarfi var Kaupfél- ag Steingrímsfjarðar á Hólmavík með 110.2 meðalverð af verslununum 27. en Fjarðarkaup í Hafnarfirði lægst eða 87,1. Hverakaup í Hveragerði var með 96,6 meðalverð. KÁ Tanginn var með 95,1 meðalverð og KÁ Goðahrauni 94,7. Meðalverð kann- aðra vörutegunda var 94,3 hjá KÁ Selfossi og 92,5 í Kjarval á Selfossi og 101.2 í versluninni Hominu á Selfossi. Athygli vekur að meðalverðið er lægra í KÁ í Goðahrauni, en í KÁ Tanganum. Hlutfallslegur verðmunur milli lít- illa sjálfstæðra matvömverslana er hagstæðastur Vöruvali í Vestmanna- eyjum, þar sem Búðin okkar á Suðureyri er með 117,2 meðalverð en Vömval 102,3. Þessar tölur sýna hlutfallslegan verðmun þar sem meðalverð úr öllum verslununum 27 er hundrað. Verð hverrar vöm er lagt saman og deilt í með íjölda vara. leíta að ætnngjum sínum hér á lan Pæjumótumnæstu helgi Um helgina fer fram „Pæjumót" ÍBV og því mikill fjöldi gangandi vegfarenda í bænum og vill því lögreglan biðja ökumenn að fara varlega og þá sérstaklega í kringum knattspyrnuvelli bæjarins. Tvöumferðaróhöpp Tvö umferðaróhöpp urðu síðast- liðna viku en í bæði skiptin var um lítið tjón að ræða. Lokanir Vegna vinnu í spennistöð við Bessastíg verður lokað fyrir rafmagn í eftirfarandi götum frá kl 23.00 fimmtudaginn 11. júní og fram eftir nóttu. Bessastígur frá Brimhóla- braut að Boðaslóð. Hólagata frá Kirkjuvegi að Hásteinnsvegi. Heiðarvegur frá Kirkjuvegi að Hásteinnsvegi. Illugagata bakhús nr. 17 að 45 milli Hraunslóðar og Kirkju- vegar KirkjuvegurJoe on the Hill Enn á ný verða Vestur-Islendingar á ferð á íslandi dagana 14. til 22. júní í leit að ættingjum sínuni hér á landi. Ferðin er á vegum Islend- ingafélagsins í Utah. Þetta er þriðja árið í röð sem Islendingafélagið skipuleggur slíka ferð til Islands. I fyrstu ferðinni fyrir tveimur árum kom 40 manna hópur, en í fyrra kom 16 manna hópur. I ár mun koma 20 manna hópur. Hópurinn kemur til íslands árla sunnudaginn 14. júní og mun koma til Vestmannaeyja daginn eftir og dvelja þai ítvodaga. Þriðjudaginn 16. júní flýgur hann til Akureyrar að undanskilinni Olson fjölskyldunni sem mun verða eftir í Eyjum Islendingafélagið áformar næstu ferð til íslands árið 2000 og er fólk þegar farið að skrá sig í þá ferð. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti kom til Utah síðastliðið suntar ræddi hann við marga Vestur-íslendinga um væntanleg hátíðarhöld ársins 2000. Vakti hann með þeim stolt og áhuga á Islandi og gera menn ráð fyrir fjölmennum hópi Vestur-Islendinga árið 2000. Hér á eftir fara nöfn forfeðra þeirra sem verða munu á Islandi 14. - 22. júní og tengjast Vestmannaeyjum. Ættingjar eru vinslantlega beðnir að hafa samband við hópinn á þeim hótelum sem þau dvelja á hverju sinni. Hafa skal samband við Tyler Sheperd, en hann mun sjá um að samband komist á milli frændfólks. Móðir Tylers, Lil Shepherd sem verið hefur fararstjóri undanfarin ár hefur orðið vitni að mörgum gleðilegum endurfundum og bendir á að þúsundir mílna og ára geti ekki aðskilið fjölskyldur. „Fjölskyldur eru eilífar," segir hún. Fölskylda Reed og Lorinee Braith- waite, Blance Hawkins, Marjorie Shepherd, Diane Elsmore og Betty Roinson: Gísli Gíslason f. 31. okt. 1844 í Skaftafellssýslu, eða Bjöms- koti. Faðir hans, Gísli Brynjólfsson. Móðir hans Þobjörg Þorsteinsdóttir. Steinunn Þorsteinsdóttir (eða Johnson) f. 22. sept. 1862 í Vestmannaeyjum. Frændfólk sem vitað er um á Islandi (að því að talið er) eru Margrét Sigurðardóttir, gift Haraldi Emi Sigurðssyni og búa þau í Garðabæ. Brynjólfur Jónatanson, sem býr f Vestmannaeyjum Fjölskylda Helen, Karen, Leon (Helgi) og Susan Olson: Ólafur Helgason (Ole Helgi Olson) f. 23. júní 1870 í Holti Rangárvallasýslu. Kona Ólafs var Þorbjörg Hólmfríður Magnússon f. 6. apríl 1869 í Vest- mannaeyjum. Fjölskylda Tyler og Kellie Shep- herds: Runólfur Runólfsson f. 10. apríl 1852 í Vestmannaeyjum. Sig- ríður Sigvaldadóttir f. 14 ágúst 1851 í Skagafirði. Ketill Eyjólfsson (Kelly Jameson) f. 9. okt. 1864 á Eyjarbakka, Tjamar. I Vestmannaeyjum mun verða hægl að ná í tengilið á Gistiheimilinu Brimhólabraut 1 (Isjakanum) sími: 481 -2920 eða 481-1389. Einnig má hafa samband við Normu og Ronald Svenson Mímisvegi 8 sími: 552-3306. Þau eru bæði af íslenskum ætturn og munu dvelja á Islandi næstu 18 mánuði. Jóna og Sveinn púttuðu best Púttvöllur Félags eldri borgara í gamla Isfélagshúsinu hefur notið vaxandi vinsælda meðal félags- manna. Fyrir skömmu var efnt til fyrstu keppninnar á vellinum og var hún bæði fjölsótt og spennandi. I fyrsta sæti í kvennaflokki varð Jóna Magnúsdóttir sem náði tíu fuglum. Næstar voru Jakobína sem var í öðm sæti og Inga Halldórsdóttir í því þriðja. Keppnin var ekki síður spennandi hjá körlunum en þar fór golfsnill- ingurinn Sveinn Magnússon með sigur af hólmi með tíu fugla. Á hæla hans komu Pétur Sigurðsson og Ágúst Helgason. Kókumboðið gaf verðlaunin, fengu karlamir Kók og konurnar konfekt sem Kristrún Axelsdóttir afhenti. (FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur. frenir@eyjar.is. Veffang: hnp//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu I Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn,_Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.