Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur25. júní 1998 Tónleikar Skólahljómsveitar Peabodytónlistarskólans: Sætindi fyrir hlustimar Frá tónleikunum á laugardaginn. Skólahljómsveit Peabodytónlistar- skólans í Baltimore hélt tónleika í sal Hvítasunnusafnaðarins síðastlið- ið fóstudagskvöld undir stjórn Gene Young við góðar undirtektir fárra en þakklátra áheyrenda. A efnisskrá tónleikanna voru Sin- fónía no. 8 í B moll oft kölluð Ófull- gerða sinfónían eftir Franz Schubert sem hann samdi 1822, þá orðinn illa þjáður af taugaveiki. Schubert er af rómantíska skólanum, fæddur í Vín árið 1797. Þekktastur er hann fyrir ljóðasöngva sína sem hann samdi við ljóð helstu skálda þýsku róman- tíkurinnar, meðal annars Göthe og Schiller. Eftir Schubert munu ligga um sex hundruð Ijóðasöngvar. Sinfóníur Schuberts ná aldrei þeirri miklu dramatík sem einkennir verk Ludwigs van Beethoven (fæddur 1770) en á tónleikunum var flutt sin- fónía no. 6 í F dúr (pastorale) eftir Beethoven sem er tilfinningahlaðin lýsing sveita-lífs, þar sem náttúruöflin gegna ekki minna hlutverki en ölvaðir bændur og hiðingjar. Gafst áheyrendum því á-gætt tækifæri til að bera saman þessi tvö rómantísku tónskáld. Schubert leggur meiri áherslu á allt um lykjandi melódíur og einingu kennda og hug-mynda á meðan Beethoven túlkar ofsa eða mildi náttúruaflanna og verald-legri og mannlegri nautnir. Þriðja verkið sem flutt var, reyndar númer tvö á efnisskránni er eftir Robert Sirota (fæddur 1949) skóla- stjóra Peabodytónlistarskólans. Verk- ið kallar Sirota „Dark Dances“ og er það skrifað fyrir einleiks víólu sem Jamie Raudensky lék á af stakri tilfinningu. Verkið er byggt upp á fjórum þáttum sem höfðu yfirbragð myrkrar gleði. Þættirnir hétu mars, skuggavals, næturljóð og Phos Hilaron. Dark Dances var einkar áheyrilegt verk og ekki svo ólíkt þeiiri rómantík sem sveif yfír vötnum þetta kvöld. Verkið er þó nær okkur í tíma og slungið hrynjandi og taktuppbygg- ingu nútímatónsmíða. Víólan hélt eyrunum þó við jörðina og mildaði annars hin myrku öfl sem að verki voru í mjög svo skemmtilegu verki. Hljómsveitin var ágætlega samstillt ■ og fórst Gene Young stjómunin vel úr hendi. Helst mátti greina dálítið óör- yggi og ósamhljóm í Andante kafl- anum í sinfóníu Schuberts. Að öðm leyti vom þetta vel heppnaðir tón- leikar og mikil sætindi fyrir hlust- imar. Hljómleikasalurinn var hins vegar til skammar og með ólíkindum að bjóða bæði áheyrendum og hljóm- sveitinni að dvelja í slílai fúkkagryfju sem er eins og tilbúin undir tréverk. Kannski var vel við hæfi að flytja ófullgerðu sinfóníuna í slíkum salar- kynnum, þó er mér það til efs. En rétt að virða viljann fyrir verkið. Flugfélag Islands og Islandsflug neita orðrómi um uppstokkun í fluginu Erum ekki að yfirtaka flug tll Eyja / / -segirAsta Ólafsdóttir hjá Islandsflugi sem notar eingöngu stórar vélar á Eyjar ísumar Sumaráætlun íslandsflugs tekur gildi nk. mánudag, þann 29. júní og gildir til ágústloka. Ferðatíðni til Eyja helst óbreytt, þrjár ferðir á dag, virka daga kl. 07.30, 11.40 og 16.40. Þá er morgunflug á laugar- dögum og síðdegisvélinni seinkað til kl. 18.30 frá Reykjavík til að koma til móts við heima- og ferðamenn. Sætaframboð til Eyja eykst aftur á móti mikið því að nú verður eingöngu boðið upp á 46 sæta ATR vél í flug hingað. Sá orðrómur hefur gengið að undanfömu að íslandsflug sé að yfir- taka allt áætlunarflug hingað; það séu nokkurs konar býti við Flugfélag íslands þar sem íslandsflug hefur hætt áætlunaiflugi á ísafjörð og Flugfélagið tekið við því. Ásta Ólafsdóttir, afgreiðslustjóri hjá íslandsflugi, aftók í viðtali við Fréttir að nokkuð slíkt væri á döfinni. „Það hefur ekki komið upp á borðið hér og ég veit ekki til að nokkuð slíkt hafi verið rætt. Við verðum áfram í samkeppni við Flug-félag Islands í flugi til Eyja, það eina sem breytist er að við emm að stórauka sætafram- boðið í sumar," sagði Ásta Ólafsdóttir. Thor Ólafsson hjá Flugfélagi Islands: 35 prósent aukning milli ára Að sögn Thors Ólafssonar sölu- og markaðsstjóra Flugfélags Islands stendur ekki til að Flugfélag Islands hætti að lljúga til Vestmannaeyja og láti Islandsflugi eftir allt flug milli Reykjavíkur og Vestmanna- eyja. „Það er ekkert til í þessum orðrómi. Hugsanleg skýring á því að þessi umræða kom upp er sú að við vorum seinir fyrir að setja inn vetraráætlun félagsins. Nú er búið að setja inn áætlun september og október mánaða.“ Thor Ólafsson segir að verið sé að ráðgera að taka í notkun nýtt tölvukerfi, sem skýri seinkunina. „Þetta var spurning um að setja alla vetraráætlunina inn í gamla kerfið. Það var ákveðið að setja inn september og október í gamla kerfið, en framhaldið verður samkvæmt þessu nýja kerfi sem er í bígerð." Thor segir að frá 1. janúar til 1. júní á þessu ári sé 35% aukning farþega milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. „Þessi flugleið er á mjög góðum vegi þrátt fyrir samkeppni. Við sjáum líka að á jafn stuttri flugleið virðist gefast betur að fara fleiri ferðir á Metro vélunum, heldur en færri á Fokker. Metró vélarnar hafa líkað vel, þó stundum sé talað um að þær séu þröngar. Við erum síður en svo að hætta þessu flugi,“ segir Thor. Birgir í tekur vifl umbofli Brimborgar Birgir Sueinsson, forstöðumaður Skeljungs í Vestmannaeyjum hefur tekið uið umboði Brimborgar sem er með umboð fyrir Ford, Voluo og Baihatsu bíla. Brimborg uar með sína fyrstu bílasýningu í Eyjum undir uerndaruæng nýja umboðsmannsins um helgina. Gekk hún uel að sögn Birgis og uoru Brimborgarmenn ánægðir með uiðtökur Eyjamanna. Þegar Byigjulestin uar hér á ferð uar Ferðaskrifstofan Samuínnuf erðir-Landsýn meðal fyrirtækja sem bar kynnti biónustu sína. Var SL með lukkuhjól tii styrktar félaginu Þroskahjálp sem er að fara skemmtiferð til údanda í sumar. Söfnuðust 93 búsund krónur á hjólinu auk bess sem uerslunin Vöruual setti 20 búsund krónur í pottinn. Þeir sem komust í stóra hjólið uoru Sigurður Árni Trygguason sem uann ferð fyrir einn dl Oublin, Hallgrímur Heigí Hallgrímsson sem uann 10 búsund króna ferðaáuísun, Þórdís Gyða Magnúsdóttir uann kassa af sælgæti frá Freyju og Anna Hulda Long uann birgðir af appelsíni. Á myndinni eru m.a. Sigríður Sigmarsdótdr frá SL og Benóný Gíslason forniaður Þroskahjálpar. Milli 60 og 70 félagar úr Húsbílaklúbbi íslands uoru hér með húsbíla sína um síðustu helgi. Var beim komið fyrir inni í Botni. Var ekki annað að sjá en að uel færiumfólkið ábessumstað. Endurvinnslan er lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 15. júlf Minnum fólk á að nýta sér Endurvinnsluna og koma með umbúðir af gosdrykkjum, gler frá ÁTVR og áldósir og gera verðmæti úr þessu. Nýtt úr notuðu Endurvinnslan Flatir 20 sími 481-2977 Þakkir Sendi mínar bestu þakkir til ættingja og vina fyrir skeyti og gjafir á 85 ára afmæli mínu 17. júní. Sérstakar þakkir fyrir myndina frá SJÓVE. Hannes Tómasson Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferdir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.