Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Qupperneq 13
Fimmtudagur 25.júní 1998 Fréttir 13 Almennur fundur um komu Keikós til Vestmannaeyjum: Stæira og stórkosUegra mál en fölk gerir sér grein fyrir Um sjötíu manns sótti almennan fund, um komu Keikós til Vest- mannaeyja, sem haldinn var á Iaug- ardaginn. Þar sátu á palli Hallur Hallsson talsmaður Keikósjóðsins hér á landi, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, Bjarki Brynjarsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja og Páil Marvin Jónsson. íslandkomekkiinní myndina fyrr en í desember Hallur byrjaði á að óska Vest- mannaeyingum og Islendingum upp til hópa til hamingju með að ákveðið skuli vera að flytja Keikó til Vest- mannaeyja. Hallur sagði að Kletts- víkin væri eins og sniðin fyrir Keikó og allar kannanir sem gerðar hefðu verið sýndu að háhymingnum væri engin hætta búin. „Menn hafa vandað allan undirbúning og ég tel að þessi ákvörðun Bandaríkjamannanna sé góð,“ sagði Hallur og vísaði á bug á að þar hefði íslensk pólitík eða hreppa- rígur ráðið nokkm um. „Ég vil þakka bæði bæjarstjórn Vestmannaeyja og Eskifjarðar fyrir þeirra framlag þeirra í málinu.“ Hallur sagði að forráðamenn Free Willy Keikó sjóðsins hefðu víða leitað að stað íyrir Keikó áður en ísland kom inn í myndina. Hér á landi hefðu þeir mætt litlum skilningi fyrr en í des- ember sl. þegar þeir ræddu við Davíð Oddsson forsætisráðherra sem var tilbúinn að skoða málið. Eftir það fara hjólin að snúast og fljótlega er hann ráðinn sem talsmaður samtakanna hér á landi. Hallur sagði að viðbrögð íslendinga, þegar minnst var á Keikó, hefðu komið Bandaríkjamönnunum á óvart. „Þeir spurðu mig af hverju íslendingar fæm alltaf að hlæja þegar minnst væri á Keikó. Ég greindi þeim frá því eins samviskusamlega en fyrir Bandaríkjamennina er þetta dauðans alvara. Að málinu koma fæmstu aðilar á öllum sviðum, á það bæði við vís- indamenn og verktaka,“ sagði Hallur. Aður en ákvörðun var tekin um stað fyrir Keikó sagði Hallur að farið hefði verið ofan í kjölinn á kostum og göllum og þar hefði komið til kasta heimamanna að segja af eða á. „Farið var yfir alla þætti með heimamönnum og ég treysti þeim best til að meta aðstæður. Allt snýst þetta um traust og trúverðugleika og Vestmannaeyjar em trúverðugasti staðurinn til að koma Keikó aftur út í náttúmna. Plúsamir reyndust fleiri hér en á Eskiftrði." Kastljós heimsins mun beinastaðEyjum Hallur sagði að áætlað sé að Keikó komi í september en það gæti breyst eins og allt annað. Hann sagði þetta brautryðjendastarf sem líkja mætti við ferð Leifs Eiríkssonar dl Vínlands. „Við emm að gera allt í fyrsta sinn og það er mörgum spumingum ósvarað. Hvemig bregst Keikó við flutn- ingnum, nær hann að mynda tengsl við aðra hvali í kringum Vest- mannaeyjar og á hann eftir að ftnna fjölskyldu sína,“ sagði Hallur. Næst kom Hallur að því sem Vestmannaeyingar em e.t.v. ekki famir að gera sér grein fyrir, það er sú gífurlega athygli sem flutningur Keikós til Eyja á eftir að vekja. „Við þurfum að vera undir það búin að kastljós heims beinist að Vestmanna- eyjum. Hingað koma mörg hundmð blaðamenn og á annan milljarð manns mun fylgjast með flutningnum hingað. Verður Keikó aðalfréttaefnið í Banda- ríkjunum og víðar." Hvað verður Keikó lengi í kvínniP Hallur sagði að koma yrði upp aðstöðu fyrir frétta- og blaðamenn og er ekki um neitt smádæmi að ræða því gert er ráð fyrir allt að þeir verði á bilinu 750 til 800 þessa daga í sept- ember. „Þeir munu fjalla um mann- líftð og leita uppi neikvæða hluti þess. Það verður því í þeirra höndum hvort Keikó verður það aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem vonast er eftir.“ Annað atriði sem líka á eftir að hafa áhrif er hversu lengi Keikó á eftir að vera í kvínni í Klettsvík, verða það mánuðir, ár eða jafnvel áratugir. „Kemur Keikó til með að vera eins og heimalningur í túnfætinum sem kemur og fer úr kvínni eftir eigin hentug- leikum.“ Vinsælli en Demi Moore og Jack Nicholson til samans Eins og flestir vita má rekja vinsældir Keikós til Free Willy myndanna þar sem hann var í aðalhlutverki. Síðan hefur hann komist á stall með ffægustu Holywoodstjömum og sagði Hallur að samanlagt hefðu Demi Moore og Jack Nicholson ekki helm- ing af því aðdráttarafli sem Keikó hefur. Algjör umbylting varð í New Port í Oregonfylki þegar Keikó var fluttur þaðan frá Mexíkó. Þessi átta þúsund manna bær fékk yfir sig flóðöldu ferðamanna og sem m.a. urðu til þess að störfum fjölgaði þar um 3000. „Við skulum hafa í huga að þetta eru Bandaríkin en fjölgi ferða- mönnum til Vestmannaeyja um tíu þúsund er það mikil aukning því í dag em þeir nálægt 30 þúsund. Þessu fólki þarf að bjóða upp á góða þjónustu á góðu verði. Verðið kemur til með að skipta miklu máli. Stefnt er að því að koma upp lögaðila á íslandi sem tengist Keikósjóðnum og viljum við að hann verði með aðsetur í Vest- mannaeyjum. Ég trúi því að Vest- mannaeyingar taki myndarlega á málinu og muni gera þetta vel," sagði Hallur að lokum í ræðu sinni. Táknmynd Bjarki sagði að líta yrði á flutninginn á Keikó sem táknmynd til að opna augu heimsins fyrir vemdun náttúmnnar. „Við verðum líka að horfa á verkefnið sem sem mikið tækifæri fyrir vísindamenn. „Hér verður komið upp stærstu sjókví sem gerð hefur verið í þessum tilgangi. Þetta verður lengsta ferð sem farin hefur verið með hval og Keikó er stærsta spendýr sem flutt hefur verið með þessum hætti. Það em því ótal íjöll sem við emm að klífa í fyrsta skipti,“ sagði Bjarki. Guðjón bæjarstjóri sagði að strax væri kominn nokkur gullgrafarabragur á umstangið í kringum Keikó. Fólk væri farið að falast eftir vinnu og kaupkröfur væru ekki í lægri kant- inum. „Þá hafði maður samband við okkur sem hafði tryggt sér netfangið, keikur.is. Hann var tilbúinn að selja okkur það á tíu milljónir króna,“ sagði Guðjón. Beintflug besti kosturinn Ámi Johnsen, alþingismaður rakti þá möguleika sem fyrir hendi em í að flytja Keikó frá Oregon til Vest- mannaeyja. í fyrsta lagi er um að ræða flutning með C-130 Herkúles flutn- ingaflugvél sem yrði að millilenda nokkmm sinnum á leiðinni til Vest- mannaeyja. Annar möguleikinn og sá besti er að flytja Keikó beint frá Oregon til Eyja með C-17 Herkúles sem er fjögurra hreyfla þota. Þriðji möguleikinn er að flytja Keikó á milli flugvéla í Keflavík eða flytja hann með þyrlu frá Keflavík og í síðasta lagi að flytja hann í Þorlákshöfn og með Heijólfi til Vestmanna- eyja. Talsvert var um fyrirspurnir á fundinum og fengust svör við nokkr- um þeirra en ekki öilum. Það er þó ljóst að líf Eyjamanna mun að stómm hluta snúast um komu háhymingsins Keikós í september. Um framhaldið er ómögulegt að segja en vissara er fyrir bæjaryfirvöld, bæjarbúa og fyrirtæki í bænum að vera viðbúnir einhverju sem er stærra og viðameira en nokkuð annað sem við höfum kynnst áður. Komi ferðamönnum til með að fjölga úr 30 þúsund í 40 þúsund kallar það á miklar framkvæmdir. Nægt gistirými er ekki fyrir hendi en hvort hér eiga eftir að rísa hótel frá helstu hótelkeðjum heims verður að koma í ljós. Isólfur Gylfi Pálmason alþings- maður sagði að í Keikó kæmi fram mismunur á bandarísku og íslensku þjóðfélagi. Hér á landi ættu börn möguleika á að komast í beina snertingu við dýr en bandarísk böm yrðu að svala þessari þörf sinni í gegnum bíómyndir og aðra íjölmiðla. Þetta er atriði sem við verðum að virða, það er ekki nema sjálfsögð kurteisi en það má líka hafa gaman af eins og kom fram hjá Þór Vil- hjálmssyni, formanni ÍBV-íþróttafé- lags. Hann bauð Keikó velkominn í ÍBV enda er hann hvítur og svartur eins og aðrir góðir IBVarar. Atvinna ^iísfélag VESTMANNAEYIA HF. STOFNAD 1901 VESTMANNAEYJA HF. Sími 481 1100 • Pósthólf 380 • 902 Vestmannaeyjum Óskum eftir starfsfólki í frystihús ísfélags Vestmannaeyja hf. Um er að ræða störf í snyrtingu og pökkun, í sal. Vinnutími er frá kl 07:00 til 15:00, í sumar. Við emm að leita að starfsfólki til framtíðar. Isfélag Vestmannaeyja hf er elsta starfandi fiskvinnslufyrirtæki á Islandi með mjög fjöiþætta vinnslu og lítur björtum augum til framtíðarinnar. Fyrirtækið rekur eitt fullkomnasta alhliða frystihús á íslandi. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Bjarnason í síma 488 1142 FUNDARBOÐ Efni: Kynningarfundur Skipulagsstofnunar v/gildistöku nýrra skipulags- og byggingalaga og -reglugerða. Skipulagsstofnun mun mánudaginn 29. júní kl. 16.00 í sal Listaskólans Vesturvegi 38, standa fyrir kynningarfundi um skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 sem tóku gildi þann 1. janúar sl., og reglugerðir sem settar verða á grundvelli þeirra laga. Á fundinum verða ofangreind lög kynnt ásamt drögum að skipulags- og byggingareglugerðum. Að því loknu er gert ráð fyrir fyrirspurna- og umræðutíma. Fulltrúar Skipulagsstofnunar og nefndar sem unnið hefur drög að byggingareglugerð verða á fundinum. Fundurinn er opinn öllum er áhuga hafa og sérstaklega ætlaður bæjarstjórnar- mönnum, starfsmönnum bæjarfélagsins, hönnuðum, bygg- ingastjórum, iðnmeisturum og öðrum þeim sem starfa að skipulags- og byggingamálum. Fundarstjóri verður Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. Nánari upplýsingar gefur byggingafulltrúi Vestmannaeyja á skrifstofu sinni að Tangagötu 1.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.