Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Side 4
4 Fréttir Fimmtudagur 2.júlí 1998 Jóhanna Gísla- dóttir, sem hér lék listir sínar í síðustu viku, skoraði á ná- grannakonu sína Ingu Hrönn Guð- laugsdóttur. „Eg þakka Jó- hönnu kærlega fyrir áskorunina. Eg ætla að bjóða upp á kjötrétt sem er mjög góur og þægilegur og vinsæll hjá fjölskyldunni. Einnig tertu- uppskrift sem er góð sem ábætis- réttur, í veislum og saumaklúbbum eða bara hvenær sem er. Bæjonskinkuréttur: 1 kg bæjonskinka V-i dós ananashringir 4 matsk. Slott’s tómatpúré 2 pelar rjómi rifinn ostur paprikuduft Skinkan er soðin og sneidd og sett í eldfast mót. Ananashringjum raðað milli sneiðanna. Tómatpúré og rjóma blandað saman og hellt yfir. Rifnum osti dreift yfir og paprikudufti sáldrað yfir ostinn. Hitað í ofni í 45 mínútur. Þetta er borið fram með hrísgrjónum, salati, snittubrauði og kartöflum ef vill. O r ð - Aðkomufólk er eilftið undrandi á þeirri grósku sem er i mannlífínu í Eyjum fyrri hluta sumars og sömuleiðis doðanum sem einkennir seinni hluta sumarsins. Nú er júnímánuðí að Ijúka með öllum sínum viðburðum og uppákomum í Eyjum. Shellmót, pepsimót, golfævin- tyri, sjómannadegi og svo var Bylgjan á ferðinni með kraftakeppni og tónleika. I maí var náttúrulega hvítasunnumót sjóstangveiðjmanna, jasshátíðin og Vor í Eyjum. I júlímánuði er ekkert á dagskránni alla jafna en gosloka- Freia smil með monolit súkkuiaði: Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl púðursykur 2 bollar Rice Krispies Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur. Blandið Rice Krispies samn við með sleif. Setjið í tvö form (álpappír). Bakið í 60 mín. Viðl50° C. Slökkvið á ofninum og látið botnana kólna. Krem: Vi dl rjómi 2 rúllur Freia smil 2 eggjarauður Bræðið Freia smil í rjóma við vægan hita. Takið af hitanum og bætið eggjarauðunum út í. Fylling: 2 pelar rjómi 1 stórbanani 1 stk. kiwi 5 stk. jarðarber 3 stk. Freia monolit Skraut: 1 stk. kiwi 5 stk. jarðarber Samsetning: Annar botninn lagður á hvolf, ávextir sneiddir og þeim dreift á botninn. Hluta af kreminu dreift yfir afmælið setur svip sinn á júlímánuð þetta árið. Um mánaðamotin júlí - ágúst er reyndar þjóðhátíðin en f ágúst mánuði er allt dautt. Þetta undrast innlendir ferðamenn og nú er spurning hvort aðilar í ferðaþjónustu sjá ekki ástæðu til að bæta þarna úr. - Athygli hefur vakið umferð bíla tjald- gesta þvers og kruss um tjaldsvæðin í Dalnum með tilheyrandi skemmdum undanfarið. Hafa bæjarbúar undrast að þetta skuli látið óátalið. Inga Hrönn Guðlaugsdóttir ávextina. Rjóminn þeyttur og honum smurt ofan á. Monolit saxað og því dreift yfir rjómann. Seinni botninn settur ofan á og afganginunt af kreminu smurt ofan á tertuna. Skreytt með kiwi og jarðarberjum. Eg ætla að skora á hjónakornin í austurbænum, þau Olöfu og Bassa að vera næstu sælkerar því að ég veit að þau luma á frábærum réttum. rr HUSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Stundum erftt en dlltaf gaman Fjölmennasta Shellmóti, sem hérhefur verið haldið, lauk á sunnudag. Gífurleg vinna hefurávallt verið lögð íundirbúning af mótshöldurum enda hafa þeirhlotið einróma lof fyrir gott skipulag. Allt stenst eins og stafur ábókog ekki skemmdi veðrið fyrir að þessu sinni en rjómablíða varallamótsdagana. Einn þeirra sem staðið hefur í ströngu við undirbúning og framkvæmd þessa móts erBjörgvin Eyjólfsson og hann er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Björgvin Eyjólfsson Fæðingardagur og ár? 3. nóvember 1955 Fæðingarstaður? Reyðarfjörður. Fjölskylduhagir? Kvæntur Ólu Heiðu Elíasdótturog við eigum tvo stráka, Elias Inga 17 ára og Eyþór 10 ára. Menntun og starf? Stúdent frá ML1976, íþróttakennari frá ÍKÍ1978, kinesiolog frá Svenska Kinesiologskolan 1998. Starfa sem íþróttakennari við FÍV og kinesiolog í frístundum. Laun? Kennaralaun. Helsti galli? Það er annarra að meta það. Helsti kostur? Sama hér. Uppáhaldsmatur? Gamlaársgæsin hjá Ella Björns. Versti matur? Enginn, nema hann sé skemmdur. Uppáhaldsdrykkur? íslenskt bergvatn. Uppáhaldstónlist? Allt taktfast í rólegri kantinum. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að flatmaga áhyggjulaus á sólarströnd með fjölskyldunni. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að kenna einhverjum sem getur lært en vill það ekki. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ég myndi njóta þess með fjölskyldunni Uppáhaldsstjórnmálamaður? Fidel Kastró. Uppáhaldsíþróttamaður? Hemmi Hreiðars. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttirog íþróttir. Uppáhaldsbók? Líffærafræði, bókin sem ég fékk lánaða hjá Einari Jóns fyrir 16 árum (og hef ekki enn skilað) Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni og hæfileikann til að virða skoðanir annarra þótt menn séu þeim ekki sammála. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þröngsýni og tillitsleysi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hólminn í Eiðavatni og Vestmannaeyjar á góðum degi. Hvenær er yfirleitt byrjað að undirbúa Shellmót? Á næsta Shellmóti á undan. Hve margir koma að því við undirbúning og aðra vinnu? Allir Vestmannaeyingar koma að því á eínn eða annan hátt og hundruð foreldra og forráðamanna félaga á fastalandinu. Er gaman að standa í þessu? Stundum erfitt en alltaf gaman. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Shellmót? Frábær samvinna fjöldans sem gerir hið ómögulega mögulegt. -Fótbolti? íslandsmeistarar 1997 og frábær skemmtun. -ÍBV? Þarf tiltekt í einu herbergí á efstu hæð. Eitthvað að lokum? Til allra sem unnu við Skellmótið. Takkfyrirað fá að vinna með ykkur. Þið eruð frábær. NYF6EDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Stúlka Þann 20. maí eignuðust Linda Hermannsdóttir og Ragnar Borgþór Torfason dóttur. Hún vó 16 merkur og var 55 sm að lengd. Hún hefur verið skírð Ingibjörg Lucia. Fjölskyldan býr á Höfn í Homafirði. Drengur Þann 21. júní eignuðust Asdís Steinunn Tómasdóttir og Sigfús Gunnar Guðmundsson son. Hann vó 16 merkur og var 53 sm að lengd. Það er Guðmundur Tómas stóri bróðir sem heldur á litla bróður. Ljósm. var Drífa Bjömsd. cf Drengur Þann 6. apríl eignuðust Gunnlaug Hannesdóttir og Hlynur Bergvin Gunnlaugsson son. Hann vó 14 merkur og var 55 sm að lengd. Hann fæddist á Fæðingardeild Landsspítalans. Það er systir hans Berglind Osk sem heldur á litla bróður sínum á J myndinni. cd • • • • f ' cLa illnni 3 - 5.júlí Goslokaajmteli 3. - U.júlí Myndlistarsýning Vilhjálms Vilhjálmssonar í Akóges 3. - n.júií Samsýning jjögurra listamanna í Gallerí Prýði. Bjarni Ólqfur Magnússon Hallsteinn Sigurðsson Sylvia Achead og Sjöfn Sigfúsdóttir 30.júlí Húkkaraball 31. júlí - 3. úgúst Þjóðhátíð 10. -15. sept Keikó kemur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.