Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Page 12
12 Fréttir Fimmtudagur 2. júlí 1998 Norðmenn reyndust Eyjamönnum vel í gosinu: Buðu 1000 bömum til Noregs kennt okkur í Vestmannaeyjum og hans var sárt saknað. Einhverju sinni fórum við í verkfall vegna einhverrar óánægju. Þá fórum við hringferð með strætó og skrópuðum í tímanum. Það var auðvitað mikið rótleysi á þessum tíma og það gat farið illa með suma, þó held ég að ég hafi komist ágætlega frá þessu, hins vegar var svo mikið um bráðabirgðalausnir á öllu sem skapaði visst óöryggi. Eg fór hins vegar í Kvennaskólann í Reykjavík og fékk því fastan punkt í tilveruna." Arnfríður segir að það hafi ekki verið inni í myndinni að foreldrar hennar eða hún hafi ætlað að flytja aftur til Eyja. „Pabbi var orðinn það mikill sjúklingur, þannig að það voru engar forsendur fyrir því að flytja til baka. Svo er það hins vegar annað mál þegar fólk er orðið fullorðið að fara að byija upp á nýtt. Mér fínnst að þessi kynslóð hafi gleymst svolítið. Þetta eilífa „heim á ný tal" gat stundum verið dálítið sárt, því það var stundum talað um það fólk sem hálfgerða svikara sem ekki fór aftur til Eyja að gosinu loknu. Forsendumar voru bara svo misjafnar hjá fólki." Gosaska á glösum Viljálmur Garðarsson fór einnig í þessa Noregsferð, en hann hefur búið og starfað í Danmörku undanfarin átta ár. Flann segir að ferð þeirra Amfríðar til Noregs hafi fyrst og fremst verið farin til þess að safna peningum og kynna þetta átak og frumkvæði Nprðmanna til handa gosbömum. „Ég man það var sett gosaska í lítil glerglös sem Rauði krossinn í Noregi seldi til þess að fjármagna ferðina. Við Amfríður vorum svo send til þess að vekja frekari athygli á málinu. Það var einnig stór sýning í miklu sýningarhúsi, Splist sem er í útjaðri Osló. Þarvarokkurstilltuppásviðí lopapeysum og við komum einnig fram í bamatímum Norska ríkisút- varpsins. Það var líka á áætlun að norski kóngurinn myndi hitta okkur, en það misfórst eitthvað varðandi þann fund svo að aldrei varð neitt af honum. Gosaskan seldist mjög vel og öll þessi kynning tókst með ágætum svo að síðar um sumarið varð þetta ferðalag að raunveruleika fyrir önnur böm í Eyjum.“ Dönskukunnáttan kom þeim til góða Ffver var ástæða þess að þið voruð vaiin til þess að kynna þessa fyrir- huguðu ferð? „Ég held að það haft verið vegna þess að við vorum góð í dönsku. Einhvem tíma vorum við með hæstu einkunn á dönskuprófi. Það gekk að minnsta kosti vel að tjá sig á málinu. Hins vegar voru þetta nokkuð leiðandi spumingar sem við vomm spurð og kunnum þetta orðið utan að.“ Kynntur fyrir heilli stelpnalúðrasveit Vilhjálmur fór einnig í síðari ferðina til Noregs og segir hana hafa tekist ágætlega. „Það var margt um að vera og reynt að hafa ofan af fyrir okkur á allan hátt. Það var þvælst mikið með okkur og reynt að kynna okkur fyrir jafnöldrum okkar í Noregi. Ég man til að mynda eftir því að hópurinn sem ég var í var kynntur fyrir stelpna- lúðrasveit, sem var mjög gaman. Þetta voru milli þrjátíu og fjömtíu Þegar gosið stóð sem hæst barst boð frá þremur aðilum í Noregi til bama á aldrinum átta til fimm— tán ára í Vestmannaeyjum um að koma í hálfs- mánaðar ferð til Noregs. Alls vom þetta um þúsund böm sem stóð þessi ferð til boða. Þeir aðilar sem stóðu að boðinu voru Norsk Islandsk samband, íslendingafélagið í Noregi og Rauði kross Noregs. Börnunum var skipt í 14 manna hópa og dvöldu þau í tvær vikur í senn, en bömin vom að fara til Noregs frá miðjum júní til ágústloka. Fréttir freist- uðu þess að ná tali af bömum sem fóm utan og athuga hvemig stemmningin hafi verið í kringum þessa ferð sem hafði það að markmiði að veita bömunum andlegan stuðning og byggja þau upp. Kynntu ferðina í Norska sjónvarpinu Arnfríður Einarsdóttir lögfræðingur í Reykjavíkur fór tvisvar sinnum til Noregs þetta sumar. „í fyrra skiptið fórum við Vilhjálmur Garðarsson til þess að kynna þessa ferð sem Norðmenn hugðust bjóða krökkum frá Vestmannaeyjum í. Við bjuggum hjá Skarphéðni Ámasyni starfsmanni Flugfélags íslands í Osló. Við komum meðal annars fram í barna- tíma Norska sjónvarpsins og kynntum ferðina í ýmsum skólum í Osló, og fórum í ýmsar ferðir sem okkur var boðið í. Ég man líka eftir því að það varð einhver umræða um það hvort við ættum að vera í þjóðbúningum. Það varð nú ekki úr því. Villi var bara settur í lopapeysu man ég. Ég fór svo aftur með hópnum í seinni ferðina, en það voru um átta eða níu hundruð böm sem fóru til Noregs sumarið 1973.“ Frábær ferð Arnfríður segir að Norðmenn hafí tekið mjög vel á móti krökkunum og ferðin haft verið mjög skemmtileg og eftirminnileg. „Ég veit ekki af hverju við vomm send í þessa kynningarferð frekar en einhver annar. Ég held að það hafí bara verið tilviljun. Kannski þóttum við líka liðtæk í dönsku.“ Arnfríður segir að hún hafí búið í Porsgmnn við Oslóijörð ásamt tveim- ur öðmm stelpum. „Það var frábært að fara í þessa ferð. Fólkið var mjög vinalegt og yndislegt. Ég var þrettán ára þegar þessi ferð var farin og í minningunni er hún einn sælutími og mjög höfðinglegt af Norðmönnum að bjóða okkur. Norðmenn eiga í mér hvert bein og þeir sýndu mikla elsku með þessu boði. Þessi ferð var mikill gleðigjafi og ég skrifaðist lengi á við krakka sem ég kynntist í ferðinni.“ Hvernig kom gosið fyrir sjónir þrettán ára stelpu? „Krakkar á þessum aldri hafa kannski ekki pælt mikið í þessu, en auðvitað kom gosið miklu róti á hugann og ýmis vandamál sem krakkamir stóðu frammi fyrir og þessi Noregsferð því kærkomin tilbreyting. Svona ferð getur gefið miklu meira heldur en peningagjafir. Fjölskylda mín bjó víða í Reykjavík, en við gengum hins vegar í Laugamess- skólann. Sigurður Jónsson hafði Arnfríður og Vilhjálmur við innganginn á Kontikisaf ninu í Noregi. böm í þessum hópi sem ég fór með. Við gistum í Fjellskolen í Hpvringen sem er upp af Guðbrandsdal í 1000 metra hæð. Vera okkar þama var mikið byggð upp á útivem og löngum gönguferðum og auðvitað var þetta mikið ævintýri fyrir krakkana. Það var helst að manni fannst við fá of lítið að borða miðað við göngugleðina. Annar staður sem krakkamir gistu var í Gjpvik en margir vom líka á einkaheimilum.“ Vilhjálmur segir að þessi gostími hafi ekki haft nein sérstök áhrif á sig, enda margt annað sem að var að ske í hausnum á 13 ára unglingi. „Þetta var meira ævintýri og átti ágætlega við mig. Maður leit á þetta eins og rosalega flotta flugeldasýningu og svo var ágætt að komast til Reykjavíkur og í framhaldi af því því bjó fjölskyldan í Ölfusborgum við Hvera- gerði. Ég var í skóla þar en fljótlega fann maður fyrir því að við Vest- mannaeyingamir voru öðm vísi og unglingar í Hveragerði vom ekkert ragir við að láta vita af því. Eftir Noregsferðina bar líka á öfund í okkar garð og við vomm stundum kölluð „goshundar" á Suðurlandi og talað um að við værum frá „Gasasvæðinu", en unglingar gera þetta og hefði ekki þurft neitt gos til, ef út í það er farið.“ Ferðin eins konar bónus Lára Huld Grétarsdóttir var ein þeirra sem fór í ferðina til Noregs. Hún segir að ferðin sé frekar óljós í minninguni. „Ég man það þó að við vorum nokkur sem fómm á sveitabæi. Ég verð nú að segja það að það var frekar ein- manaleg vist, og lítið fjör. Það var allt mjög gamaldags þar sem ég var, en þetta var svolítið sérstakt. Hins vegar var stór hópur í Tromsp sem meira íjör var í kringum. Ég var ekki nema fimmtán ára og hafði ekki miklar áhyggjur af málunum heima vegna gossins. Ferðin var kannski meira eins og bónus fýrir okkur.“ LáraHuld Grétarsdóttir. Vilhjálmur um bað leyti sem hann fórtil Noregs.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.