Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Síða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 2. júlí 1998 annan fótinn fram á mitt ár 77 að vinna. Þama var náttúrulega uppgripa- vinna fyrir smiði. Kristín og Inga bjuggu uppi á lofti hjá foreldrum hennar þangað til við fluttum hingað í árslok 76 en þá er yngri dóttir okkar Asdís nýfædd. Drengskaparheitnægði Úlafi hankastjóra Það var sameiginlegt með okkur flestum sem byggðum þessi hús að við áttum ekki neitt. Ekki nema væntanlegar bætur úr Viðlagasjóði. Við áttum ekkert til að veðsetja, höfðum ekkert nema þessi lánsloforð en þurftum náttúrulega að kaupa lóðir og ýmislegt. Þá er það Olafur Helgason, bankastjóri í Útvegsbank- anum, sem lánar okkur öllum gegn drengskaparloforði um að láta fyrstu bætur ganga upp í lánin. Eg held að slíkt sé óþekkt í bankasögunni en veit ekki betur en að það hafi allir farið á fyrsta degi og borgað. Tengslin rofnuóu aldrei Mörg okkar fluttu strax til Eyja og seldu jafnvel bara verksamninginn eða húsgmnninn. Það var svona allur gangur á þessu, fólk vissi ekki hvoru megin það ætti að vera. Við ákváðum vera héma áfram. Við komum þama eiginlega austast úr bænum og gátum ekki hugsað okkur að fara vestureftir þar sem byggðin var reist eftirgos og þetta bara æxlaðist svona. Eg var kominn með fasta vinnu á spítalanum en fór þó með reglulegu millibili eiginlega allan níunda áratuginn til sjós á Vestamannaeyjabátum í mánuð í senn eða svo og hélt þannig mjög miklu sambandi. Tengslin hafa líka haldist í gegnum það að ég fer árvisst út í Suðurey í lundaveiði.“ Hraungjalliðvesturíbæ heíllaðí ekki „En Kristín kærði hún sig ekki um að fara aftur?" „Nei svona síður.“ „En hefðir þú verið til í það?“ „Já, á þessum ámm. En þessi staður er meira fyrir karlmenn en kvenfólk. Þetta er veiðimannasamfélag. Já og svo á hún auðvitað fjölskyldu héma. En það var í sjálfu sér enginn ágreiningur um þetta." I þessu kemur Kristín af bókasafninu og ég spyr hana af hverju hún hefði ekki viljað flytja til baka. „Mér fannst bara alveg út í hött að fara vestur í bæ og setjast þar að ofan í einhverju hraungjalli,“ segir hún um leið og hún bætir í bollana hjá okkur. „Mér fannst það ekki aðlað- andi. Svo vomm við búin að festa okkur þetta. Sjálfsagt hef ég verið frekari,“ bætir hún við og hlær en Valur þvertekur fyrir það: „Þetta bara þróaðist svona. Það var óþægilegt að vera svona í lausu lofti. Gosnóttin var hégómi miðað við það sem á eftir kom. Þetta var óskaplegt rask og rótleysi. Þegar lóðin var keypt hafði maður eitthvað til að stefna að,“ segir hann og Kristín samsinnir því. Kristín á enga ættingja í Vest- mannaeyjum en er þó að hluta til uppmnnin þaðan. Móðir hennar Unnur Sigurðardóttir er úr Eyjum en hún er dóttir Sigurðar Sigurðarsonar múrara. „Ég var þama svo mikið sem krakki hjá afa og þá vandist maður þessu öllu. Mér finnst alltaf voða gott að koma til Eyja og lágmark að fara þangað einu sinni á ári. Valur heldur líka áfram að fara þó hann eigi orðið bara eina föðursystur þama.“ í lunda á hverju ári Valur fer alltaf síðustu tíu dagana fyrir Þjóðhátíð í Suðurey í lunda og hefur að sögn Kristínar ekki misst úr ár síðan '64. Um hvítasunnuna brá hann sér þangað út til að byggja við kofa þeirra félaganna þar. Hann á alltaf afmæli í Suðurey og hélt m.a.s. upp á fimmtugsafmælið þar. Að sjálfsögðu fékk hann þá nýjan fíberháf í afmælisgjöf frá Kristínu. Hún veit hvað honum kemur og er að hugsa um að gefa honum einhvers konar þar til gerðar buxur eða talíu til að hífa hann upp í eyna þegar hann verður sextugur. , Já, þú ætlar að fara meðan þú getur skreiðst oní bátinn," segi ég og leikur forvitni á að vita hvort þetta sé bara bara karlasport. Jú, Kristín heldur að þetta sé eitt af fáum sviðum mannlífsins þar sem konur hafi ekki haldið innreið sína. „Eru þetta bara helg vé eða sækja konur kannski ekki í þetta,“ spyr ég. „Nei það er auðvitað lúsin sem konum finnst kannski ekki kræsileg og svo er þetta ansi erfitt. Ég kem alltaf einhverjum kflóum léttari úr þessu,“ segir Valur og bætir við miklum lýsingum sem innihalda 45 gráðu halla, þverhnípi, háskagöngur, teina og keðjur í bergi og þar fram eftir götum. „Og hvað er svona sjarmerandi við þetta,“ spyr ég svolítið svekkt (sér- staklega á þessu með lúsina) því að ég hafði aðeins verið farin að gæla við þá hugmynd að prófa nú að bregða mér í lundaveiði. „Ég skil þetta vel,“ segir Kristín. „Það er varla kominn ianúar þegar hann er búinn að ákveða hvaða dag hann fer.“ „Það er félagsskapurinn,“ svarar Valur „og maður náttúrulega elst upp við þetta. Ég fer fyrst í úteyjar með mömmu og pabba þegar ég er 6 ára. Atti 6 ára afmæli í Alsey. Fólkið mitt var í Álsey og er enn en það æxlaðist þannig að ég fór í Suðurey, er Suðureyingur." „Já, þetta skiptist svona í flokka eins og Vesturbæingar og Austurbæingar í Reykjavík í den eða fótboltabullur. Er kannski rígur milli eyja?“ spyr ég. Valur þrætir ekki fyrir það en segir að það sé allt í góðu. Hann segist finna fyrir því allra síðustu árin að þetta sé eyjalífið farið að taka í og hann nenni ekki að hanga yfir þessu ef veiðin sé dræm. „En það er búið að vera mikið að gera í kofanum. Ég segi að við klárum hann aldamótaárið. Fuglinn sem veiðist er látinn bera uppi kostn- aðinn af smíðunum." Saknarvinaogspjallsins „Hvað minnir lundabragðið á?“ spyr ég- „Ekkert,“ segir Valur snöggur upp á lagið og þykir líklega æði fávíslega spurt. Að sjálfsögðu minnir ekkert á lundann og lundinn á ekkert. Ég vendi mínu kvæði því í kross og spyr hvort þau sakni einhvers úr Eyjum og hvað hafí breyst við að flytja upp á land. „Þetta er allt annað samfélag," segir Valur eftir nokkra umhugsun. „Það er bara svo mikið pælt í öðrum hlutum, eins og t.d hvaða bátur var að koma, hvað þeir voru að fiska og svo lundinn, hvað þeir veiddu vel í þessari eða hinni eynni o.s.frv. Svo saknar maður auðvitað vinanna. Mig langar líka stundum til Eyja á vetuma þegar fiskast og maður heyrir aflafréttir. Bara að finna slorlykt kannski.“ „Enþú Kristín. Saknarþú einhvers?“ „ÚrEyjum? Austurbæjarins. Svo er maður náttúrulega bara gestur þegar maður kemur þangað." „Hættir maður einhvem tíma að vera Vestmannaeyingur?“ Valur verður fyrir svömm: „Nei ég Valur sjómaóur. Áhöfnin á ísleifi VL Valur er annar frá hægri. segi ennþá að ég sé að fara heim.“ Nú er dyrabjöllunni hringt og það skýrist af hverju geislar svona af þeim hjónum. Nágranninn er að færa þeim blóm og hamingjuóskir í tilefni af því að þau eignuðust fyrsta bamabamið fyrir örfáum dögum. Það eru eldri dóttir þeirra Ingibjörg og maður hennar Þorsteinn, einnig Vestmanna- eyingur í húð og hár, sem gerðu þau að afa og ömmu. „Þvílík hundaheppni að eignast vestmanneyskan tengda- son,“ segi ég. „Já, þetta er yndislegur drengur,“ segir Valur lukkulegur með sitt. Svo ntikið er víst að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn á varla undan- komu auðið með að teljast 100% Vestmannaeyingur þó fædd sé á meginlandinu. Ég fer nú að hugsa mér til hreyfings og segi þeim Kristínu og Val að ég sé að fara að hitta einhvem Ragnar Haf- liðason í Hafnarfirði. „Lilla á Hressó,“ svarar Valur að bragði. „Skilaðu til hans kveðju frá Val í Dal.“ Og að þeim orðum sögðum kveð ég þetta mektarfólk og held til Hafnarfjarðar. „Hvað gengur þeim eiginlega til þama á Fréttum?" hugsa ég svolítið óömgg þegar ég geng inn heimreiðina á snyrtilegu raðhúsi í grónu hverfi í norðurbæ Hafnarfjarðar. „Að senda mig, borinn og bamfæddan Reykvík- inginn, til að fregna af högum brott- fluttra Vestmannaeyinga og rifja upp minningar úr gosinu! Ég sem var bara peð þegar þetta var- eða púki heitir það víst. Og hvað ætli þetta fólk vilji svo sem við mig tala bláókunnuga manneskjuna sent ofan í kaupið veit ekki haus eða sporð á Vestmanna- eyjum. Kannski kveðjan frá Val í Dal til Lilla á Hressó geri gæfumuninn. Vonandi. Bank bank!“ ígóðumhöndum Ég hefði getað sparað mér áhyggj- umar því til dyra kentur maður á sjötugasta aldursári, svo viðmóts- þýður að mér finnst eins og ég hafi alltaf þekkt hann. Þetta er þá Ragnar Hafliðason en betur þekktur Vest- mannaeyingum sem Raggi á Hressó eftir því sem mér er sagt. Það er yfir honum einhver stóísk ró svo að manni líður strax vel í návist hans en gegnum rólegt yfirbragðið grillir í strákslega glettni. Hann er með „glimt i pjet" eins og Danskurinn mundi segja og ég á eftir að komast að því að það er stutt í hláturinn. Kona Ragnars, Sigríður Alda Eyjólfsdóttir, er í eldhúsinu og ég heilsa upp á hana áður en við göngum út í garðhúsið. Þegar við höfum tyllt okkur bið ég Ragnar fyrst að segja mér einhver deili á sér. Foreldrar hans voru Guðbjörg Erlendsdóttir og Hafliði Ólafsson. „Ég hafði lítil afskipti af föður mínum því að hann fórst á stríðsámnum. Ég sá hann tvisvar eða þrisvar sinnum þegar hann kom til Vestmannaeyja en hann var í millilandasiglingum á Heklunni. Svo ólst ég upp hjá Guðmundi Einars- syni í Viðey en mamma var vinnu- kona hjá honum. Hann var útgerð- armaður og útvegsbóndi, ágætiskall og þetta var stór og mikil fjölskylda, einir 14krakkar." FíntaðalastuppíEyjum „Áttu engin systkini?" „Jú jú. Helling af hálfsystkinum. Þrjár systur Guðmundsdætur og svo tvær sem Hafliði átti. Enn á ég tvær hálfsystur í Eyjum sem ég held sambandi við. Ég ferþó ekki mjög oft núna. Það eru að verða komin 3 ár síðan ég fór síðast en Alda konan mín fer helst árlega. Ég ætlaði með henni núna en kemst ekki vegna vinnunnar. Ætli maður bíði ekki eftir Keiko,“ bætir Ragnar við og hlær skelmislega. , Já hvemig líst þér á það ævintýri?“ „Þetta er allt í lagi. Það er ekki svo mikill straumur þama inni í víkinni. Maður lék sér oft þama á bátum, bæði heimasmíðuðum kajökum og árabátum." „Heimasmíðuðum kajökum?" ét ég upp eftir honum. „Já, við smíðuðum þá sjálfir, úr hessíansstriga sem við máluðum og gerðum vatnsheldan. Við fómm alveg út í Bjamarey og Elliðaey.“ „Já er það,“ segi ég full aðdáunar á uppátektarsömum æskulýð fortíðar- innar og bæti gáfulega við: „Eru þær langt undan landi?“ „Ja, að minnsta kosti var maður klukkutíma að róa þangað,“ segir sá innfæddi brosleitur. „Sumir fóm nú kringum eyjuna.“ „Á þessum skektum,“ segi ég vantrúuð og bæti við „þið hafið nú þá ekki mikið verið að spyrja mæður ykkar.“ „Nei það vissi enginn um þetta fyrr en eftir á. Það var fínt að alast þama upp.“ RakHressóí19 ár Ragnar og Alda eiga Qögur böm, þijár dætur og son sem öll em fædd í Vestmannaeyjum. Dætur þeirra, Krist- ín, Líney og Ágústa, em uppaldar í Eyjum og vom allar um eða yfir fermingaraldri þegar þau fluttu. Þær eiga því rætur þar og fara þangað reglulega. Sonurinn Óskar var aðeins þriggja ára þegar gosið varð og man því lítið ffá þeim tíma. Ragnar rak Hressingarskálann í tæp nítján ár og þegar gaus höfðu þau hjónin nýverið gert gagngerar endur- bætur á staðnum. Það má heyra á honum að það hefur verið erfitt að yfirgefa heimastöðvamar örlaganótt- ina- snúa baki við tveggja áratuga starfi upp á von og óvon og sigla í land. „Ég ætlaði bara að senda konuna en við þurftum að taka tengdamömmu og hún var orðin máttfarin svo að ég varð að fara með. Ég ætlaði að snúa strax aftur en það varð nú ekki úr því. Það tók mig átta daga að komast út aftur, ég fékk ekki leyfi til að fara. Svo var það skipstjórinn á Herjólfi sem smyglaði mér til Eyja. Hann faldi mig í skipstjóraklefanum. Þá var búið að éta upp allt á Hressingarskálanum. Hjálparsveitimar, slökkviliðið og lög- reglan vom búin að éta allt. Einhvers staðar urðu þeir að borða manngreyin og þetta var nærtækur staður. Þeir önsuðu því engu í Viðlagasjóði að bæta það. Það gerir svo sem ekkert til,“ segir hann og smellir í góm, „maður hefur þurft að taka öðm eins.“ Halldór bankastjóri sagðinei Ragnar ætlaði að byggja upp Hressingarskálann eftir gos en var

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.