Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Side 16
16 Fréttir Fimmtudagur 2. júlí 1998 Emstaeö femim^ í Sl^áíholti vori5 1973 Þann 22. janúar árið 1973 hefði engan á íslandi órað fyrir því að nóttina á eftir yrðu 5300 manns að yfirgefa heimili sín. Flóttamenn urðu allt í einu hluti af íslenskum veruleika þegar Vest- mannaeyingar flýðu Heimaeyjargosið sem kom upp á 2. tímanum hina örlagaríku nótt, 23. janúar 1973. Þau voru mörg vandamálin sem þurfti að leysa í kjölfar gossins og reynt var að milda áhrifín eins og kostur var. M.a. stóð fólk frammi fyrir því að um 120 fermingarböm, sem í Vest- mannaeyjum voru í einum skóla og með eina kirkju, voru dreifð vítt og breitt um landið en flest á Suðvesturhominu. Til að halda hópnum saman í útlegðinni var ákveðið að efna til einnar fermingar í Skálholti þar sem rúmlega 100 börn frá Eyjum vom fennd þann 27. maí 1973. Eyjaprestarnir, Þorsteinn Lúther og Karl Sigur- bjömsson, voru með fermingarbörnin í eina viku á Flúðum til undirbúnings fermingunni. Fréttir litu á þennan þátt í sögu Heima- eyjargossins með nokkrum fermingarbörnum frá þessum tíma. Skálholtskírkia var béttsetín. Marta Jónsdóttir: Sárt að kveðjast -eftir að hafa eytt saman einni viku á klúðum þar sem við reyndum að bæta upp margra mánaða aðskilnað Marta Jónsdóttir, segist sem móðir í dag gera sér grein fyrir því hversu mikið þrekvirki það var að gera ferminguna í Skálholti að veruleika. Það hati verið þrekvirki sem reyndar margir hafi komið að og þau hafi náð tilætluðum árangri sem var að lialda hópnum saman. Marta bjó með foreldrum sínum, Jóni Valgarði Guðjónssyni og Guð- laugu Gunnarsdóttur að Heiðarvegi 53 þegar gosið hófst og gosnóttina man hún eftir að hafa verið vakin af annað hvort mömmu sinni eða pabba. „Ég man mest eftir því að allir vom komnir út á götu þegar ég vaknaði. Gaui Manga var með útvarp með bátabylgjunni og við heyrðum þegar Hjalli á stöðinni sendi út Mayday neyðarkallið og stefndi öllum skipum til Vestmannaeyja til að bjarga fólkinu," segir Marta. .Foreldrar mínir voru forvitnir og langaði til að fara austur á Eyju og skoða gosið en ég neitaði að vera ein heima með yngri systkini mín." Þrátt fyrir áhyggjur af gosinu sáu Marta og jafnaldrar hennar einn kost við gosið. „Við áttum að fara í dönskupróf daginn eftir og vorum fegin að losna við það. En gosið átti ekki að vera nema kannski einn eða tvo daga og þá ætluðum við að koma aftur í skólann." Pabbi Mörtu var skipstjóri á bát sínum, Gunnari Jónssyni VE, þegar gosið hófst og var því eðlilegt að fjölskyldan færi með bátnum til Þorlákshafnar. „Ég var ekki sjóveik. Ég sat aftur á bátapalli alla leiðina þar sem pabbi fylgdist með mér. Mamma var í klefanum hans pabba sem var fullur af konum með börn þannig að mér fannst best að vera úti." Þau fóru fyrst til Reykjavíkur en þaðan lá leið fjölskyldunnar austur á Selfoss þar sem Guðni, fyrrum kaupfélagsstjóri í Eyjum, útvegaði þeim íbúö. „Síðar fluttum við í íbúð í Bústaðahverfinu og vomm svo komin heim aftur í september." Marta var, eins og Þorsteinn, í Langholtsskóla og var svo heppin að fá einn af skólabræðrum sínum í nágrennið. „Gummi Ingvars bjó þama líka og við urðum samferða í skólann. Við vomm í sérbekk og það tók nokkum tíma að venjast nýjum skóla og nýju umhverfi. Við Rósa Guðjóns vomm mikið saman en mínar bestu vinkonur vom annars staðar, Solla var í Þorlákshöfn og Elín á Akranesi." Þau gengu til spuminga hjá séra Karli. Á Flúðum vom þau undir handleiðslu séra Karls og Kristínar Guðjónsdóttur konu hans og Eiríks heitins Guðnasonar, kennara og skóla- stjóra Bamaskólans og Gunnhildar Bjarnadóttur konu hans. „Það var alveg meiriháttar að hitta alla krakkana aftur. Ég man eftir kvöldvökum, okkur var boðið í bíó og í skoðunarferðir. En mesta fjörið var að hittast og ná upp þessum mánuðum sem við höfðum tapað. Við vomm þijár saman í herbergi vinkonumar, ég Solla og Elín." Þegar kemur að sjálfri fermingunni segir Marta að sér sé eftirminnilegast Þessi mynd af Hlörtu var tekin árið áðurenhúnfermdisL þegar Brósi og hans fólk fór að setja rúllur í stelpumar. „Það er held ég fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið rúllur í hárið. Mamma og pabbi komu ekki fyrr en um hádegi og þá var ég búin að fá hárgreiðslu, hafði klætt mig og málað. Málningin varð reyndar að fjúka því mamma var búin að ákveða að ég yrði að fermast áður en ég fengi að mála mig." Marta segir að sjálf fermingin sé sér ekki svo minnisstæð. „En ég gleymi aldrei söknuðinum þegar við vorum að fara, það var sárt. Við höfðum nýtt vikuna til að bæta upp glataða mánuði og vildum halda í það sem við höfðum náð. Söknuðurinn varð því sár." Marta 26 áruin síðar Marta og íjölskylda tóku ekki þátt í veislunni á Élúðum en fjölskyldu og vinum var boðið í kaffi og kökur þegar þau komu til Reykjavíkur. „Ég fékk fjóra silfurhringi, alla frá Jens gullsmið og með hraunmola. Þetta sýnir hvað allir voru uppteknir af gosinu." Fermingarárgangurinn 1973 hefur haldið hópinn og strax árið 1983 hittust þau á Hótel Sögu þar sem séra Karl var meðal gesta. Fermingarmót hafa átt vaxandi hylli að fagna en Marta vill halda því fram að þau hafi verið fyrst eða meðal þeirra fyrstu til að halda slfk mót. Síðast hittust þau í Vestmannaeyjum í vor. Fermingarsysturnar, Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir, Elín Sigurbjörnsdóttir, Kristín Bernharðsdóttir, Rósa Guðjónsdóttir og Marta Jónsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.