Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Qupperneq 18
18 Fréttir Fimmtudagur2.júlí 1998 Jóhanna Bogadóttir listmálari: Það er dramatík í náttúrunni ekki síður en mannlífinu Jóhanna Bogadóttir opnar myndlistarsýningu í húsnæði Listaskólans við Vesturveg í fundarsalnum og fyrrverandi vélasal sem nú hefur verið lagfærður. Sýningin hefst laugardaginn 4. júlí næstkomandi kl 14:00 og er liður í goslokahátíðarhöldum helgarinnar en sýningin mun standa til sunnudagisins 19. júlí. Þema sýningarinnar er „Eyjar, eldur og haf ‘ og eru myndimar málaðar með olíulit á striga, akríllit á striga, olíukrít á pappír, og einnig em nokkrar vatnslitamyndir á sýningunni. Jóhanna segir að sýningin sé sett saman með þetta þema í huga. Verkin hefur Jóhanna unnið á síðastliðnum átta ámm. Flest verkin em þó unnin síðustu tvö til þrjú árin. „Þetta þema hefur verið mér mjög eiginlegt gegnum tíðina og lá mjög vel fyrir mér að setja saman sýningu sem byggir á því. Átökin við höfuðskepn- urnar, krafturinn í náttúmnni og orkan sem í þessum öflum býr hefur að vissu leyti verið mjög einkennandi fyrir verk mín. Þessi orka gefur mér bæði ástæðu og löngun til þess að mála. Það sem einkennir einnig pensilskrift mína er mikið komið frá þessu umhverfi þar sem rætur mínar liggja. Það er hreyfingin á öllu hér og hafið iðandi allt um kring, og vindurinn. Mér lætur miklu betur að vinna verk þar sem eru átök og umbrot, en að mála ijómalogn.“ Jóhanna segir að hvernig hún vinni sé ekki endilega hennar val, heldur velji aðferðin hana. „Ég sest ekki niður og ákveð að svona myndir geri ég, heldur er mér eiginlegt að gera svona myndir. Ef ég geri ekki svona myndir þá finn ég ekki tilgang með því sem ég er að gera. Ég er til og staðsett í ákveðinni tilveru og ýmislegt sem hefur mótað mig og það hef ég ekki valið, nema að mjög litlu leyti. Maður fæðist inn í nokkurs konar forlög og spilar svo úr þeim eftir bestu getu.“ Jóhanna segir að hún noti þar af leiðandi heita og jarðtengda liti, en þó sé blái litur hafsins og himinsins líka ríkjandi í myndunum sem hún sýnir nú. „Það eru allar höfuðskepnumar; vatnið, jörðin, eldurinn og loftið, sem ég er að fást við. Einnig held ég að þetta séu lfka áfhrif frá því hvemig maður skynjar mannlífið í kringum sig og á jörðinni, þannig velst líka dálítið hvað manni finnst þessir þættir standa fyrirí náttúmnni. Það má þess vegna orða það þannig að þessar höfðuð- skepnur standi fyrir tilfinninguna gagnvart lífinu eða mannlífinu. Það er viss dramatík í náttúmnni, sem mér finnst vera viss myndlíking fyrir mannlíftð og átökin í því.“ Jóhanna hefur sótt mikið í að ferðast, dvelja erlendis og vinna þar tímabundið. Hún segir og að hug- urinn hafi snemma leitað frá Eyjunni til þess að geta séð hvað sé handan sjóndeildarhringsins. „Það að ferðast hefur skipt mig mjög miklu máli og ég finn oft að þó ég sé langt í burtu á landakortinu, þá er ég ekkert fjær uppmna mínum. Ég uppgötva líka ýmislegt á ferðum mínum sem veldur því að hugurinn hvarflar ósjálfrátt til Vestmannaeyja. Auk þess fær maður kannski aðra mynd af mannlífmu með því að fara á aðrar slóðir.“ Hversu mikilvægur er þá uppmninn í þinni list? ,Úg held að hann sé svo mikilvægur að engin leið er að þurrka hann út eða víkja honum til hliðar, enda engin ástæða til. Hins vegar er nauðsynlegt að bæta við sig og vera opin.“ A tímabili málaðir þú myndir þar sem myndheimurinn var einhver svífandi tilvera. Þar svifu um flötinn turnar, hús og fólk og manni fannst maður hverfa inn í einhvers konar ævintýri. Hefur þú alveg sagt skilið við þessa hlutlægu vísun í myndunum þínum? „Já, ég mála miklu meira abstrakt núna og það er meiri tilvísun til forma í náttúmnni, en til mannslíkamans. Á tímabili notaði ég manneskjuna beint, en hún er þó ekki horfin núna. Manneskjan er þarna nálæg, vegna þess að þetta er umhverfi mann- eskjunnar sem ég er að túlka og hvemig ég sem manneskja vil tjá þetta umhverfi. I sumum myndunum má sjá form sem eru eins og blanda af gróðri, dýri og jörð. Á sýningunni verða nokkrar myndir sem vísa til tilvemnnar en þær heita „Tilvera með eldi“, eða „Tilvera með hafi“. Þó að manneskjan sé ekki máluð á flötinn, þá er kannski formið í myndinni sem þar kemur fram tákn fyrir manneskju, eða lifandi vem. En samt er ég meira að fjalla um tilfinningu." Ertu sjálf kannski þessi manneskja, eða þessi eldur og jörð? „Við emm það öll. Hins vegar hugsum við mismikið út í það og misjöfn þörf hjá fólki til að tjá það eða skila því áfram. Það er eitthvað sem mér fmnst að ég hafi fundið síðan ég var krakki í Eyjum. Ég heillaðist mjög snemma af ýmsu í umhverfinu, svo sem litum, gróðrinum, klettunum og sjónum, og vildi drekka þetta allt í mig. Mjög snemma langaði mig til þess að tjá þetta og miðla því og það er þessi löngun sem enn rekur mig áfram til þess að mála. Mér finnst ég þess Jóhanna Bogadóttir iistmálari vegna eiga Eyjunum mikið að þakka og finnst stórkostlegt að hafa fengið að alast upp á þessum stað." Jóhanna segir að hún haft ekki ætlað að fara út í myndlistina sem starf, heldur hafi myndlistin verið eitthvað sem hún var alltaf að fást við. Hún segir og að hún hafi farið í Mennta- skólann á Akureyri í stærðfræðideild og hafi ætlað að fást við allt annað í lífinu. „Þetta æxlaðist svona. Ég gat ekki hætt að mála. Reyndar var mikið teiknað og málað heima. Karl Jónsson föðurbróðir minn sem bjó á heimilinu í Hlíðarhúsi var skrautskrifari og gerði auglýsingar og ýmsar skreytingar listilega. Þar fékk maður tækifæri til að fylgjast með og kynnast ýmsu í gegnum það sem hann var að gera, og fékk hka mikla hvatningu." ú talaðir áðan um dramatik í myndunum þínum, sem leiðir kannski hugann að ævintýrinu aftur og einhvers konar frásagnannyndlist. „Sá þáttur kemur kannski alltaf eitthvað inn í myndirnar mínar. Mér finnst til dæmis ekkert síður núna að bókmenntir geti gefið mér hugmyndir og löngun til að vinna. Það sem er í bókmenntaarfi okkar getur verið hvati svipað og hið sýnilega. Ég legg mig líka eftir því að lesa höfunda frá mjög framandi menningarheimum. Mér finnst það mjög gefandi fyrir mig bæði sem manneskju og mynd- listamann. Það má líka orða það þannig að hver mynd fyrir sig segi ífá vissu sjónarhomi á tilvemna sem mig langar til að áhorfandinn geti tekið við. Hins vegar upplifir sérhver listaverk á sinn hátt. Ég segi hins vegar það sem mér býr í huga með verkinu og viðtakandinn reynir vonandi að taka því með opnum huga." Jóhanna vill að sú kynslóð sem nú ber ábyrgðina, reyni að standa sig í því að miðla til þeirra ungu svo að þeir fái notið þess sem hún kallar raunvemleg verðmæti. „Mér er til dæmis mjög ofarlega í huga þegar ég kem til Vestmannaeyja að þeir sem em að alast upp í dag fái slíkt veganesti að þeim sé leiðbeint á þeirri braut og að þeir sem fara með þessi verðmæti hér í Eyjum gæti þeirra. Ég er til dæmis mjög glöð yfir því að það var stofnað Náttúruvemdarfélag Vestmannaeyja í vetur. Mér finnst að náttúmvemd sé mjög mikilvæg og að þar séu verðmæti sem geta verið mjög vand með farin.“ Hversu mikilvægt telur þú að ákveðin hugmynd eða heimsmynd sé að baki þess sem að þú ert að gera? „I myndsköpuninni sjálfri koma hlutimir mjög ómeðvitað. Ég vinn mikið þannig að verkin em kannski nokkur ár í vinnslu, jafnvel tvö til þijú ár með stóm málverkin. Oft hef ég búið til skissur af þeim löngu áður og fikra mig svo áfram. Hugmyndunum sjálfum er hins vegar mjög erfitt að lýsa í orðum. Ég vil hins vegar að myndirnar geti fengið að flæða ómeðvitað og vonast til að áhorfandinn sé ekki með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvemig mynd eigi að vera.“ Undanfarna daga hefur Kolbrún Aðalsteinsdóttir verið í Eyjum ásmt fyrirsætum og Ijósmyndurum. Hópurinn hefur verið hér að Ijósmynda fyrirsætur í umhverfi Eyjanna fyrir spænska tískutímaritið Harpers Bazar. Koibrún segir að þetta sé ómetanlegt fyrir Eyjar að fá þennan hóp hingað og sé mikil og góð auglýsing fyrir Vestmannaeyjar. Þróunarfélag Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabær hafa styrkt komu hópsin til Eyja, en aðalstuðningsaðilar hér í Eyjum eru Hótel Bræðraborg og veitinga- staðurinn Fjaran sem nýlega var opnaður í Eyjum. Kolbrún, eða Kolla er Vestmannaeyingum að góðu kunn fyrir að reyna að koma Vestmannaeyjum á kortið með því að leyta að fyrirsætum í Vestmannaeyjum. Hefur það starf skilað mjög góðum árangri og hafa stúlkur sem Kolla hefur fundið í Vestmannaeyjum náð mjög langt í keppnum á vegum tískuskóla John Casablancas.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.