Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Page 20

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Page 20
20 Fréttir Fimmtudagur 2. júlí 1998 EYJA- PISTILL Þeir bræður, Amþór og Gísli Helgasynir sáu um útvarps- þáttinn Eyjapistil, sem var sérstakur þjónustuþáttur handa Vestmannaeyingum. í grein þessari rifjar Amþór upp sitthvað sem tengist þáttunum. Þriðji júlí 1973 Þriðjudagurinn þriðji júlí fyrir aldar- íjórðungi er mér einkar minnisstæður. Við tvíburarnir höfðum verið niðri í Ríkisútvarpi þennan dag og gengið frá Eyjapistli sem útvarpað skyldi þá um kvöldið. Um þetta leyti var tíðindalítið og gígurinn hafði ekki bært á sér um nokkurt skeið. Við höfðum áhyggjur af því að verða uppiskroppa með efni en einhvern veginn tókst að koma þættinum saman. Síðdegis þennan sama dag þurfti ég að hitta vinkonu mína og samnem- anda við Háskóla íslands. Hún var símalaus og um kvöldmatarleytið fylgdi hún mér heim. Hún var með son sinn í kerru og vegna þess hversu veðrið var gott lögðum við lykkju á leið okkar og gengum meðfram Ægisíðunni í Reykjavík. Veðrið var undurfagurt, sólrikt og blítt. Hafgolan lét ekki á sér bæra og það var eins og náttúran stæði einhvem veginn á öndinni. Eitt og eitt barn var að leik, spörfuglar kliðuðu og mávamir hlógu af gleði. Við Renata áttum hins vegar alvarlegar samræður um námið, líftð og tilveruna og vomm gmnlaus um að á þessu augnabliki var einum kafla íslandssögunnar lokið. Þegar ég skilaði mér loks í kvöldmatinn tjáði móðir mín mér að Gísli væri farinn niður í útvarp þvf að breyta þyrfti Eyjapistlinum; gosinu væri lokið. Mér urðu þetta engin stórtíðindi enda hafði ég fljótlega ákveðið að taka ástandinu, sem eldgosið í Heimaey skapaði, eins og öðm sem að höndum bar. Magnús Magnússon, bæjarstjóri, var ætíð bjartsýnn og nú uppskar hann laun erfíðis síns ásamt þeim fjölmörgu dugnaðarforkum sem létu aldrei deigan síga og trúðu á framtíð Vestmannaeyja. Upphaf Eyjapistils Það er einkennilegt að hugsa til þess að nóttina sem eldgos hófst í Heimaey vom tæknimaður og þulur Rfkisút- varpsins ræstir út. Þeir höfðu hins vegar hvomgur hugmynd um það sem var að gerast. Útvarp hófst kl. hálf tjögur um morguninn en klukkustund fyrr hafði okkur tvíbumnum dottið í hug að hringja niður á Skúlagötu 4 og hittum fyrir syfjaðan tæknimann. Sá trúði vart sínum eigin eyrum þegar við sögðum honum tíðindin. Á þessum ámm var einungis ein útvarpsstöð í landinu að undanskildu útvarpi banda- ríska setuliðsins á Keflavfkurllugvelli. Útsendingar hófust kl. 7 að morgni og lauk eigi síðar en um miðnætti. Þá var Ríkisútvarpið allra landsmanna og því ekki nema sjálfsagt að menn leituðu til útvarpsins um tíðindi. í annarri viku gossins heyrðum við að auglýstur var á dagskrá útvarpsins Eyjapistill sem féll síðan niður af óviðráðanlegum ástæðum. Ríkisút- varpið mun hafa boðið bæjarstjórn Vestmannaeyja aðstoð stofnunarinnar og kom þá upp hugmyndin um Eyjapistil sem Stefán Jónsson, dag- skrái'gerðarmaður nefndi svo. Að sögn Magnúsar Magnússonar var leitað til ýmissa manna og þeir beðnir að taka að sér þáttinn en þeir bmgðust þegar á reyndi. Þeir munu hefna föður síns Stefán Jónsson, sem var náinn vinur okkar bræðra og hafði verið í miklu vinfengi við Helga Benediktsson, föður okkar, stakk upp á því við Magnús að við bræður yrðum fengnir til að taka að okkur þáttinn; við stunduðum þá nám við Háskóla íslands, ég lagði stund á sagnfræði og íslensku en Gísli á lögfræði. Magnús sagðist hafa tekið þessari uppástungu vel og bar hana undir bæjarfulltrúa. Einhverjir þeirra kváðu upp úr með að tvíburamir myndu þá sjálfsagt nota tækifærið og hefna harma föður síns. Sagðist Magnús hafa talið það fráleitt og gaf samþykki sitt til þess að Stefán leitaði til okkar. Um þetta sama leyti hafði Gísli boðið útvarpinu þátt um þonann. Var ákveðið að í þættinum skyldi flutt eftir mig lag við kvæði Bólu-Hjálmars, „Feigur fallandason". Þar sem ég hafði ekki yfir slaghörpu að ráða fengum við að hljóðrita lagið á hljóðfæri Háskóla íslands handa Guðmundi Gilssyni að útsetja það. Þegar heim kom hringdi til okkar Magnús Magnússon og spurði hvort við gætum lagt eitthvað af mörkum til Eyjapistils. Þar sem við bræðurnir vorum ástríðusafnarar efnis á segul- bönd játtum við því og sögðumst eiga sitthvað í fórum okkar sem hægt væri að hafa gaman af. Lauk svo því samtali. Skömmu síðar gall símabjallan enn við. Var þá Stefán Jónsson frá útvarpinu í símanum og spurði Gísla hvort bæjarstjóri hefði haft samband við okkur og spurði hvað hann hefði sagt. Þegar honum var greint frá því mælti hann: „Magnús er svolítið ruglaður þessa dagana eins og allir þið Vestmannaeyingar, en frá og með morgundeginum eigið þið tvíburamir að sjá um 15 mínútna þátt í útvarpinu á hverjum degi.“. Gísli mótmælti fyrir hönd okkar beggja en það kom fyrir ekki. Stefán sagði að við fengjum alla nauðsynlega aðstoð og kvaðst mundu hitta okkur daginn eftir kl. I eftir hádegi. Okkur var mjög bmgðið og vissum vart hvað til bragðs skyldi taka. Okkur kom þó saman um að hlíta þessu kalli. Jafnframt þóttumst við vita að eitthvað yrði greitt fyrir þessa þætti og urðum sammála um að í raun væri þetta eins og hver önnur himnasending eins og ástæður okkar voru þá. Barátta við þjóðtrú - þraut- góðir Vestmannaeyingar Það var ótrúlegt að hefjast handa við Eyjapistlana. Allt var á fleygiferð þegar við komum að hitta Stefán. I skyndi var ákveðið hvaða tæki og tól við þyrftum og okkur var fengin til umráða skrifstofa sem við deildum eftir hádegi með Stefáni Jónssyni. Hann bar í fyrstu ábyrgð á þáttunum og veitti okkur ómetanlega aðstoð. Fyrstu vikumar sá Gunnar Sigur- mundsson, prentari, einnig um að afla efnis. Eftir að fyrsta þættinum var útvarpað hinn 7. febrúar 1973 tóku Vestmannaeyingar vel við sér og inn streymdu tilkynningar unt hvað eina: fundi, týnda muni, umferðamámskeið svo að Eyjamenn fæm sér ekki að voða í umferð höluðborgarinnar, auglýsingar um fjárhagsaðstoð o. s. frv. Mikla kátínu vöktu tilkynn- ingarnar frá öllum þeim sem höfðu týnt svörtum plastpokum og var eitthvað brothætt í sumum þeirra. Fljótlega bjuggu tæknimenn útvarpsins til búnað handa okkur þannig að við gátum tekið símaviðtöl á skrifstofu okkar í stað þess að hljóðrita þau í hljóðstofu. Notuðum við snældur úl þessa verks og var það í fyrsta sinn sem sú tækni var notuð hjá Ríkisútvarpinu. Fjöldi fólks hringdi með hin ótrúlegustu málefni. Kona nokkur hringdi og sagði mér frá draumi sem hana hafði dreymt. Hún þóttist vera komin undir hraunið sem rann í Skaftáreldum og sá þar kirkju. Bað hún mig að forvitnast um hvort kirkja hefði farið undir hraunið. fjölmargir hringdu og spáðu hinu og þessu um gang gossins og enn fleiri voru þeir sem sendu okkur vísur og kvæði um Vestmannaeyjar. Er flest af þessu efni nú varðveitt á skjalasafni Vestmanna- eyja. Dag nokkum hringdi ung kona og kvaðst ekki vera hjátrúarfull. Sér hefði þó dottið í hug hvort Vestmanna- eyingar ættu ekki að boða til fundar og biðja séra Karl Sigurbjömsson að segja af sér, en eins og við vissum væri hann biskupssonur og það væri aldrei að vita nema afsögn hans þjónaði duttlungum Drottins. Ekki sögðum við Karli frá þessu fyrr en löngu síðar og kvaðst hann hafa orðið var við slíka fordóma og hégiljur hjá ýmsum öðmm en Vestmannaeyingum sem höfðu megnustu skömm á slíku hjali. Fjölmargir hringdu til okkar til þess að bera upp vandræði sín. Tók ég fljótlega þá afstöðu að hlusta á fólk og ræða við það af þeirri takmörkuðu hlýju sem ungur hugur minn átti til. I raun sárvorkenndi ég þessu fólki en lét ekki á því bera. Reyndi ég að stappa í það stálinu. Einkum vom það konur sem bám sig illa; suntar þeirra bjuggu við þröngan kost og sáu ekki fram úr þeim vanda sem við blasti. Vafalaust hefur margur karlmaðurinn liðið önn fyrir aðstöðuleysi sitt en oss er ekki gefíð að ræða opinskátt um atburði líðandi stundar sem yður konum. Samhugur og sundrung Ekki fór hjá því að menn deildu um leiðir þegar greiða skyldi úr vanda Vestmannaeyinga. Ég tel að það hafi að ýmsu leyti verið heppilegt að við bræður stóðum að nokkru utan við þær deilur. Við reyndum að gera afstöðu beggja aðila málsins skil. Stundum varð þó að biðja menn að gæta hófs í orðavali. Viðmælendur okkar vom fjölmargir og flestir tóku þeir beiðni okkar um viðtal afar vel. Ýmsir lögðu sig fram um að útvega okkur efni og er ekki kastað rýrð á neinn þótt Eyþórs Þórðarsonar, formanns Félags Vest- mannaeyinga á Suðumesjum, sé sérstaklega getið. Hann fór með okkur í hvem leiðangurinn á fætur öðmm og kom okkur í samband við fjöldann allan af hinu mætasta fólki. Þá kynntist ég m. a. Pétri á Kirkjubæ, Eyjólfi á Bessastöðum og fleirum, sem ég þekkti einungis af afspum. Ertu sonur hennar móður þinnar? Kona hét Karólína Tómasdóttir. Bjó hún í bikuðum kofa sem stóð millum Hásteinsvegar og Brekastígs. Gekk hún undir gælunafninu Kalla og var sögð laundóttir Einars Benediktssonar, skálds. Eitt sinn fór Gísli á fund hennar þar sem hún dvaldi á elliheimilinu Grund í Reykjavík og átti við hana langt og gott samtal. Þegar hún sá hann í dyrunum, horfði hún lengi á hann og spurði svo: „Ert þú ekki sonur hennar móður þinnar, góði minn?“ Hljómsveit og kór Eyja- pistils og þjóðhátíðin 1973 Ámi Johnsen var óþreytandi við að vekja máls á ýmsu sem kom okkur að gagni við gerð þáttanna. Fljótlega eftir að gos hófst santdi hann lag og ljóð um eyjuna sína og vildi að það yrði flutt í Eyjapistli. Lékum við bræður þetta inn á segulband ásamt höfundi. Viðlagið söng einnig Ámi Gunnars- son, fféttamaður og nefndum við þetta Hljómsveit og kór Eyjapistils. Tveimur dögum áður en þjóðhátíð skyldi haldin á Breiðabakka hringdi Ámi til mín, óður og uppvægur og sagðist hafa samið nýtt þjóðhátíðarlag sem yrði að birta í Éyjapistli. Bað ég hann að koma daginn eftir; við skyldum æfa lagið og hljóðrita það eftir hádegið. Um tíuleytið á laugardagsmorgni kom Ámi og hóf upp raust sína og gítar: Ég fómaði höndum í angist og spurði hvort hann væri ekki að syngja Gömlu götuna eftir Oddgeir. "Jú, hver andskotinn," sagði Ámi. “Ég hlustaði á plötuna hans Oddgeirs í gær en sleppti þessu lagi.“ Nú vom góð ráð dýr. Ég samdi nýtt lag ásamt honum og létum við viðlagið haldast. Var síðan lagið hljóðritað. Þegar það skyldi fmmflutt á þessari ógleyntanlegu þjóðhátíð var höf- undurinn búinn að gleyma laginu og varð að rifja það upp undir sviðinu. Síðan þá höfum við Ámi fengið sameiginleg stefgjöld fyrir þetta merka tónverk sem Hljómsveit og kór Eyjapistils flutti með fmmstæðum glæsibrag. Ekki ætla ég að fara mörgum Arnbór stundaði nám í haynvtri fjölmiðlun sl. uetur og uar bá m.a. í uerklegri biálfun á Fréttum. Eyjapístlarnir eru tll á snældum, töluudiskling og í handriti á Skjalasafninu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.