Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Síða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Síða 21
Fimmtudagur 2. júlí 1998 Fréttir 21 orðum um þjóðhátíðina á Breiða- bakka sem stóð einungis einn dag. Um kvöldið var haldin rnikil brenna og flugeldasýning. Við tvíburamir og Hrafn Baldursson, tæknimaður útvaips, þurftum að fara ofan í fjöru til þess að sinna erindum okkar. En í sömu mund hófst flugeldaskothríðin og var skeytunum beint að fjörunni. Gripum við hvað sem fyrir varð, tæki og töskur og hlífðum okkur við prikahríðinni sem á okkur dundi. Lá við sjálft að erindin færu í handa- skolum fyrir óstöðvandi hlátri okkar félaganna. Þessari þjóðhátíð lauk svo á sjötta tímanum morguninn eftir nteð því að þeir hljóðfæraleikarar, sem enn voru vakandi, laumuðust niður af sviðinu. Lok Eyjapistils Eyjapistlarnir voru á dagskrá útvaipsins hvem dag vikunnar fyrst í stað en fljótlega fengum við frí á mánudögum. 1 október var þeini fækkað í tvo á viku og eftir áramótin var þátturinn á dagskrá einu sinni í viku. Þá voru menn sem óðast að byggja upp bæjarfélagið í Vest- mannaeyjum og ekki var lengur nauðsynlegt að halda úti sérstökum þjónustuþætti. Eyjapistill sannaði svo að ekki varð um villst hversu þýðingarmikið hlutverk útvaip getur leikið og hve ntiklu er hægt að koma til skila í stuttum pistlum. Fyrimryndir þáttanna fengunt við m. a. frá erlendum útvarpsstöðvum en dagskrá flestra þeima er sett saman úr stuttum pistlum. Þegar horft er um öxl skal fúslega viðurkennt að margt var gert af vanefnum og hreinni fákunnáttu. Einnig örlaði oft á unggæðingshætti og hreinum prakkaraskap umsjónar- ntanna. En fyrir vikið varð þátturinn heimilislegri. Við komumst þó í dálítil vandræði þegar Gísli átti viðtal við nokkra smiði sem vom að reisa íbúðarhús Viðlagasjóðs á Stokkseyri. Hafði einn smiðanna orð á því að eiginmenn á Stokkseyri væm heima- kærarari eftir að smiðimir koniu í þorpið. Varð talsverð rekistefna út af þessum ummælum. Síðasti Eyjapistillinn var á dagskrá útvarpsins mánudaginn 25. mars 1974 og urðu þeir alls um 260. Um 700 manns komu frant í þáttunum. Síðasta pistlinunt lauk með því að Guðmundur Jónsson söng lag við ljóð Kristins Bjarnasonar, sem var um árabil bflstjóri í Vestmannaeyjum. Kvæði Kristins, Vestmannaeyjar, er að nokkru táknrænt fyrir þau ósköp sem dundu á Vestmannaeyingum og hvatning hans á við enn á vomm dögum. Sungin vom 1. 2. og 11. erindi kvæðisins. Heimaey, þú hafsins gyðja, hrikaleg en fögur þó. Þér er helguð öll vor iðja, athöfn jafnt á landi og sjó. Storkur elds skal rjúfa og ryðja, rækta flöt úr hrauni og mó; framtíð þína og farsæld styðja fortíðin sem erfðir bjó. Yfir þessu undralandi einhver töfraljómi skín. Sem perludjásn á bylgjubandi blómgar eyjar njóta sín. Sær og vindur síherjandi sverfa fuglabjörgin þín. Það er sem vaki vemdarandi veiði svo hér aldrei dvín. Njóttu allra góðra gjafa, glæsilega eyjan vor, meðan röðulrúnir stafa ránarflöt og klettaskor. Föður, móður ömmu og afa ennþá greinast mörkuð spor. Æskan má ei vera í vafa að vemda drengskap, kraft og þor. Arnþór Helgason Larry Harris fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður hjá BBC var hér í gosinu: Mikifl sjónarspil og gott myndefni Larry segir að gosið í Vestmannaeyjum sé eftirminnilegasta uerkefní sitt á löngum ferli fijá BBC. Larry Harris fyrrverandi sjón- varpsfréttamaður hjá BBC var í Vestmannaeyjum í vikunni ásamt eiginkonu sinni Patriciu. Larry var hér við heimildamyndagerð fyrir BBC í gosinu 1973. Eins og sagt var frá í Fréttum í síðustu viku hafði fímmtíu og fímm mínútna heini- ildarmynd, sem hann gerði um gos- ið, týnst í hvelfingum BBC, en kom í leitirnar nýlega. Larry var beðinn að segja frá veru sinni í Eyjum 1973 og undanfara þess að myndin var gerð, og ekki síður hvernig myndin kom í leitirnar á ný. „Ég var sjónvarpsfréttamaður hjá BBC og við fréttum að sjálfsögðu af gosinu í Heimaey. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar þessi tuttugu og fimm ár, og sérstaklega hefur þróunin í sjónvarpstækninni tekið miklum breytingum. Hins vegar var það ljóst að þetta gos yrði mikið sjónarspil og gott myndefni. Ég var því sendur hingað ásamt tökuliði til þess að afla frétta og myndefnis fyrir BBC.“ Larry segir að þetta ár hafi líka verið þorskastríð milli Islendinga og Breta og hann hafi einnig verið að sinna fréttaöflun af því. „I fyrstu ferðinni sem ég kom hingað til Vestmannaeyja sáu opinberir aðilar um að flytja erlenda frétta- og blaðamenn til Heimaeyjar. Við fórum svo frá Reykjavík til Þorlákshafnar, þar sem fjölmiðlaliðið var fíutt til Vestmannaeyja í togara eða fiskibát. I fyrstu var vera okkar takmörkuð við nokkra klukkutíma í eyjunni og síðan var allt liðið sent aftur til Reykjavíkur." Larry fer aftur til London eftir þessa ferð og í viðræðum við fréttastjóra sinn hjá BBC var ákveðið að fara aftur til Vestmannaeyja og afla frekara myndefnis af gosinu og því mannlífi sem þreifst í þessum náttúru- hamförum. „Við vildum fjalla um gosið í víðara samhengi og skoða hvernig það hefði áhrif á allt samfélagið. Þannig var hugmyndin að gera heimildarmynd um gosið sem tæki á öllum hugsanlegum þáttum þess. Við buðum því sendiheira Islendinga í London til hádegis- verðarfundar og ræddum hugmyndir okkar við hann. Á þessunt fundi var ákveðið að ég fengi leyfi til þess ásamt tökuliði frá BBC að vera á Heimaey svo lengi sem þyrfti til þess að afla efnis í myndina. Það eina sem íslensk yfirvöld fóru fram á var að fá eitt eintak af myndinni þegar hún væri tilbúin. Síðan var ég hérna við tökur meira og minna allan tíman sem gosið stóð yfir. Á þessum tíma söfnuðum við einstöku efni til þess að geta klippt saman í heimildarmynd. Myndin var svo sýnd í BBC eins og til stóð, en einlakið, sem íslensk sjómvöld áttu að fá, gleymdist og íslendingar því aldrei séð myndina.“ Larry segir að myndin hafi unnið til verðlauna Royal Television Society í nóvember sama ár. „Tökumaðurinn okkar Michael Bemard Hesckall átti mikið til heiðurinn af þessum verð- launum. en hann tók mikið af myndum fyrir BBC og myndaði meðal annars í Falklandseyjastríðinu á sínum tíma. Ég vissi ekki betur en að eintak hefði verið sent til Islands, en því hafði einhverra hluta vegna aldrei verið fylgt eftir. Ég kom afiur til íslands 1976, vegna þorskastríðsins þá. Þá báðu íslensk stjómvöld mig um að fylgjast með þeirri deilu frá sjónarhóli Islendinga. Ég var síðan meira og minna um borð í varðskipinu Tý þetta ár. Ég hafði eignast marga vini á íslandi frá því ég var að mynda í Heimaey 1973, en aldrei spurði mig nokkur urn myndina úr gosinu. Ég taldi bara víst að hún væri örugglega til í fómm Islendinga." Larry kom aftur til íslands 1983 til þess að gera útvarpsþátt um upp- bygginguna eftir gosið. „Ég er núna kominn á eftirlaun hjá BBC, þó að ég hafi gert nokkra þætti í lausamennsku fyrirBBC. Það var svo nýlega að ég hitti ég vin minn Gísla Gestsson og komst að því að myndin frá gosinu hefði aldrei verið sýnd hér. Ég skrifaði því nýlega bréf til sendi- ráðsins í London og hóf máls á þessari mynd og hugsanlegum afdrifum hennar. Ég gerði því gangskör í málinu að leitað yrði betur hjá BBC og þá fannst eintak af myndinni sem nú er komin í hendur Vestmanna- eyinga." Larry segist hafa horft á myndina eftir að hann kom til Eyja nú og segir hana hafa staðist tímans tönn ágætlega. „Ég horfði á hana með Jóa á Hólnunt og það var dálítið sorglegt að margir þeirra sent koma fram í myndinni hafa nú látist, en það er þó gangur lífsins. Mig langaði til þess að koma til Eyja vegna tuttugu og fímm ára goslokaafmælisins. Ég hef ferðast um allan heim vegna starfa minna hjá BBC og ég fer ekki í neinar grafgötur með það að af öllum stöðum sem ég hef komið á hefur þessi litla eyja náð að setja mark sitt á sál mína. Sú reynsla sem ég öðlaðist hér 1973 er mjög minnisstæð. Þetta var ógn- vekjandi og áhrifamikill tími. I raun fann maður hvemig þessi eyja skalf og nötraði undir fótum manns. Hins vegar er ekki síður áhrifamikið hvemig maður skynjaði viðhorf fólksins hér. Það ætlaði ekki að láta eldfjall hrekja sig í burtu. Þetta er einhver þrjóska og harðlylgi sem mér finnst eill af einkennum Islendinga." Larry segir að þau efnistök sem sjá megi á myndinni séu ekki öðmvísi en að sýna nákvæmlega það sem gerðist. „Það er ekki verið að velta sér upp úr einstökum atriðum, eða sviðsetja hlutina. Þetta er einungis hlutlæg lýsing dramatískra atburða. Því vissulega var mikil dramatík í gangi hér. Þetta er ekki bara mynd um eldgos heldur ekki síður mynd unt mannlegu hliðamar og baráttu mannsins fyrir tilveru sinni. Á ferli mínum hjá BBC síðast liðin tuttugu og fímm ár held ég að þessir atburðir séu mér einna minnistæðastir.'' Larry Harris er nú sestur í helgan stein, en hann situr samt ekki aðgerðalaus. Hann hefur snúið sér að því að skrifa bamabækur og hefur gefið úl þrjár bækur. Hann er líka drátthagur maður. Hann hefur teiknað skopmyndir í blöð og tímarit á Englandi og hefur nú sest á skólabekk til að læra málun og hefur í hyggju að koma aftur til Vestmannaeyja til þess að mála, en í ferð sinni núna hefur hann einnig verið að gera skissur til þess að fullvinna eftir að hann kemur aftur til Englands. Lýstu yfír velþóknun á gosinu Það vakti nokkra athygli og þótti ekki síður ósmekkleg ályktun sem „Starfshópur 7" í þjóðmáladeild skólafélags Menntaskólans á Akureyri lét frá sér fara 27. janúar 1973. En í þeirri álvktun lýsti „Starfshópur 7“ yfír velþóknun sinni á eldgosinu í Eyjum. í ályktun „Starfshóps 7" segir meðal annars: „1 Hópurinn mótmæl- ir harðlega yfirgangi erlendra heims- valdasinna á íslandi, sérstaklega þó, að þeim skuli líðast að notfæra sér náttúruhamfarir til að brjóta niður sjálfstæði íslendinga. 2. Hópurinn lýsir yfir velþóknun sinni með náttúruhamfarimar í Vestmanná- eyjum. Sérstaklega er hópurinn ánægður nteð ef Vestmannaeyingar tapa öllurn veraldlegum eigum sínum. Bendir hítnn á að réttara hefði verið að safna andlegum auði, en hann þolir eldgos. Hópurinn vill ennfremur benda á að íslenska þjóðin tapar á þessu eldgosi engu, en vinnur heldur. því borgarastéttin lendir í mesta vanda og er það hagur Is- lendinga, að aðstaða hennar versni. Hópurinn skorar á verkalýðsstéttina að slá hvergi af kröfunt sínum og lúffa ekki fyrir borgarastéttinni, sem reynir að bæta tap sitt á kostnað verkalýðsins." í ljósi breyttrar heimsmyndar og falls kommúnistiskrar hugmynda- fræði þólti rétt að reyna að hafa upp á einhveijum jreirra sem störfuðu í „Starfshópi 7". Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, sem var einnig skólameistari árið 1973 segir að hópurinn sem stóð að baki þessari ályktun hafi ekki ferið formlegur félagsskapur. „Þetta var hópur sem kenndi sig við Marxista-Lenínista. Þeir höfðu ákveðnar og róttækar skoðanir á pólitískri framvindu, meðal annars að auðmagnið rataði til þeirra sem sköpuðu verðmætin og hópurinn óskaði borgarastéttinni og hinu kapitaliska samfélagi alls hins versta." Tryggvi segir að þessi ályktun hafi verið send út bæði í gamni og alvöru vitandi það að Vestmannaeyingar eru góðir húmoristar. „Ég sem skóla- meistari ákvað að sinna þessu engu og það var enginn kallaður fyrir vegna þessa. Eg hygg þetta hafa verið húmor, en því miður blandinn mikilli alvöru." Björn Zophonías Garðarsson og Jens Ólafur Bogason eru frá Vestmannaeyjum og stunduðu nám í Menntaskólanum á Akureyri á þessum tíma. Þeir segja að þeir hafi ekki vitað af þessari ályktun „Staríiihóps 7", þó að þeir hafi vitað af ýmsum róttæklingum í skólanum á þessum árum sem fóru nokkuð geyst í skoðunum sínum. Bjöm Zophonías segir að hann hafi lýst því snemma yfir að hann væri pólitískt viðrini og undi því ágætlega, en það hafí verið ýmsir þjóðmálahópai' í skólanum sem kenndu sig við nafntogaða komrn- únista, eins og Trotskíistar, Stalín- islar, Lenínistar og Maóistar, en sjálfur hafi hann ekki tekið þátt í starfsemi þessara hópa. Jens Ólafur segir að hann muni vel eftir Ingólft Á Jóhannessyni og Einari Steingrímssyni sem var virkur í KSML og formaður Albaníuvina- félagsins og minnir að hann hafi farið í ferð þangað á sínum tíma. Hann segist hins vegar ekki hafa vitað af þessari ályktun „Starfshóps 7".

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.