Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Page 23

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Page 23
Fimmtudagur 2. júlí 1998 Fréttir 23 Friðrik Friðriksson, í unglingaráði ÍBV: Margir bæjarbúar notuðu góða ueðrið til að fylgjast með Shellmótinu og uoru Frlðrik og fjölskylda haus í Ueirra hópi. .. Þarf fleiri æflngaleiki Friðrik Friðriksson, meðlimur í unglingaráði ÍBV, var að vonum ánægður með Shellmótið, þegar FRETTIR náðu af honum tali í vikunni. „Mótið var glæsilegt í alla staði og skipulagið var alveg til fyrirmyndar,“ sagði Friðrik. En fmnur þú mikinn mun á allri umgjörð í kringum yngri flokkana, eftir að unglingaráðið var sjofnað. Ef svo er, þá að hvaða leyti? Eg get ekki sagt að ég finni mikinn mun, heldur var unglingaráðið stofnað fyrst og fremst til að vera foreldrum innan handar og móta foreldraráð. Við létum útbúa þjálfarahandbók, til að útskýra fyrir fólki, hver sér um hvað hjá félaginu, það er að verkaskipting sé á hreinu hjá félaginu. Unglingaráðið er eins konar tengi- liður milli yngri flokkanna og aðalstjómar IBV, sem er mjög mikilvægt hjá félagi eins og IBV. En snúum okkur aftur að Shell- mótinu. „Ertu ánægður með árangur ÍBV í mótinu? Ég vil byrja á því að segja að ég hef sjaldan orðið vitni að sjötta flokki æfa eins mikið og skipulega, eins og undir stjóm Jóns Ola, nú í vetur. Hitt er svo annað mál að þegar yfir heildina er litið, þá hefði maður viljað sjá IB V mun ofar á þessu Shellmóti. ÍBV byrjaði illa á mótinu en undir lokin var mikil stígandi í liðinu. Ég vil meina að þama vanti leikreynslu, því að liðin á Reykja- víkursvæðinu, svo dæmi sé tekið, hafa spilað mikiu fleiri leiki en ÍBV fyrir þetta mót.“ Hvað er til ráða? „Fyrst og fremst að fara upp á land og spila fleiri leiki á undirbúningstímabilinu. Það auðvitað kostar sitt en þetta verður samt sem áður að gera.“ Guðjón Ólafsson, leikmaður með B-liði ÍBV: „Venni bróðir er bestur Jón Öli biálfari með B-lið ÍBV. Guðjón er annar frá hægri í fremmri röð á Guðjón Ólafsson lék með b-liði ÍBV á nýliðnu Shellmóti. Hann er sonur Þóru Guðmundsdóttur og Ólafs Sigurvinssonar, og á hann því ekki langt að sækja knattspyrnuhæfi- leikana. í samtali við FRÉTTIR, sagðist Guðjón vera mjög ánægður með Shellmótið og árangur síns liðs hefði verið alveg þokkalegur. „ Mér fannst mjög gaman að spila leikina, en á setningunni fannst mér flugeldasýn- ingin skemmtilegust. Okkur gekk al- veg ágætlega í leikjunum, þó svo að við hefðum ekki verið í neinu af efstu sætunum," sagði Guðjón. Hann sagði að sér hefði gengið þokkalega og skoraði hann eitt mark í mótinu. „Vinur minn tók aukaspymu og boltinn kom til mín inni í teig og ég bara lagði hann í homið.“ Sigurvin, bróðir Guðjóns, er uppá- haldsleikmaðurinn hans og ÍBV er besta liðið að hans mati, og er hann sannfærður um að þeir verði Is- landsmeistarar aftur í sumar. Guðjón hefur fylgst vel með HM í Frakklandi og þar heldur hann með Þjóðveijum og Klinsmann er í miklu uppáhaldi. Hann var mjög ánægður með stuðninginn sem IBV fékk á Shell- myndinm. mótinu. „ Mamma fylgdist með öllum leikjunum, en pabbi þurfti að fara á ættarmót, þannig að hann sá ekki eins mikið.“ Guðjón sagði að strákamir í ó.flokki væru duglegir að æfa, og æfa þeir allavega 4 sinnum í viku. En stefnir Guðjón á atvinnu- mennsku? „ Já, ég ætla að reyna það. Ég vil helst spila á miðjunni og vera atvinnumaður hér á Islandi,“ sagði Guðjón að lokum. Drífa, Elvar Aron og Björn fylgjast með leik ÍBV. „GIIB ER KOMINN í ÍBV“ Drífa Kristjánsdóttir og Björn Kristjánsson eru dyggir stuðn- ingsmenn IBV, auk þess sem sonur þeirra spilar með ÍBV. Þau vom að fylgjast með leik ÍBV og Njarðvíkur, í hópi b-liða, þegar FRETTIR náðu tali af þeim. Þá liggur beinast við að spyrja; Hvemig hefur ykkur þótt til takast með mótið nú í ár? Drífa: Mjög vel, alveg meiriháttar. Ég hef fylgst með öllu mótinu og þetta er búið að vera yndislegt. Ég er í kvennadeildinni, þannig að ég get fylgst betur með öllu sem fram fer. Veðrið hefur heldur ekki skemmt fyrir, og er það betra heldur en ég spáði. Það bara klikkar aldrei veðrið á Shellmótinu, ég held að Guð sé kominn í ÍBV. Eruð þið ánægð með fyrirkomu- lag mótsins, eða er eitthvað sem betur mætti fara? Ég held að við séum bara mjög ánægð með alla umgjörð og fyrirkomulag. Þetta er auðvitað fjölmennasta mótið til þessa, en ef menn ráða fullkomlega við þetta, þá er ekkert þvf til fyrir- stöðu að halda áfram á sömu braut. Finnst ykkur foreldrar taka virkan þátt í mótinu? Dnfa: „Já, það er ekki spurning og þeim er alltaf að fjölga, og þátttakan er alveg frábær nú í ár. Bjöm: Það þarf ekki annað en að líta inn í Dal, til að sjá hvað fólk er áhugasamt. Því að þar er nkjandi sannkölluð þjóðhátíðarstemmning.'1 Egill, lengst til uinstri í fremri röð, ásamt félögum sínum í A-liði ÍBV. Skemmtilegastaðsigra Egill Jóhannsson er 10 ára leik- maður með A-liði ÍBV. í ílokki A-liða lentu Eyjastrákar í 14. sæti og var Egill nokkuð sáttur við þann árangur, en þeir ætluðu sér að ná betri árangri á næsta ári. „Mér fannst skemmtilegast að vinna leikina á mótinu. Þetta er annað Shellmótið sem ég tek þátt í, og mér fannst skemmtilegra núna, heldur en í fyrra.“ Egill er mjög efnilegur leikmaður, sem spilar annaðhvort vinstri kant eða framherja. Hann skoraði fjögur mörk í mótinu og stóð sig mjög vel. En hvað er flottasta mark sem hann hefur séð? „ Það var markið sem Roberto Carlos skoraði fyrir Brasilíu gegn Frökkum, beint úr aukaspymu. Síðan skoraði Carlos frábært mark með Real Madrid í vetur.“ Egill er nokkuð viss um að Brasilía verði heimsmeistarar, en hann heldur samt með Argentínu og uppáhalds- leikmaðurinn er framherjinn snjalli, Gabriel Battistuta. Hann er sann- færður um að ÍBV verði íslands- meistarar í sumar en Egill stefnir að því að spila með meistaraflokki ÍBV í framtíðinni. „Ég ætla kannski að verða atvinnumaður, en mér frnnst líka mjög gaman í spretthlaupi. Ég verð þá bara kannski íþróttakennari þegar ég verð eldri,“ sagði þessi hressi peyi að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.