Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Side 27

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Side 27
Fimmtudagur2.júlí 1998 Fréttir 27 Fimmtánda Shellmótið heppnaðist frábærlega: Brasi Shellmótið, sem fram fór um síðustu helgi, var hið fjölmennasta til þessa. Yfir 1000 drengir úr 6. flokki, á aldrinum 8-10 ára mættu til keppni í a, b, c og d flokkum. Annar eins fjöldi þjálfara, farar- stjóra og foreldra mætti á svæðið, þannig að hér hafa verið um 2000 aðkomumanns vegna þessa móts. Mikill hluti gestanna, annarra en keppenda, gisti í Herjólfsdal og var yflr að líta svipað og á þjóðhátíð. Þetta mót fór frábærlega fram, þaulskipulagt frá A til Ö og ekki skemmdi fyrir að fádæma veður- blíða var alla mótsdagana. Sérstakt blað, Shellmótsfréttir, var gefið út á hverjuin morgni og komu þar fram öll úrslit dagsins á undan, ásamt viðtölum og fleiru. Samtals voru skoruð 1660 mörk á mótinu, þar af flest hjá a-Iiðum eða 425, 409 hjá b-liðum, 399 hjá c- liðum og 278 hjá d-liðum. Sjálfsmörk voru 43. Miklar framfarir hafa orðið í knattspyrnunni hjá drengjunum í 6. flokki. Þarna mátti sjá brasilíska sömbutakta, argentínskan tangó, danskan valstakt, þýska snerpu, ítalska lipurð og kerfisbundinn enskan bolta svo að fátt eitt sé nefnt. Margir hraðir og skemmtilegir leikir sáust á mótinu og greinilegt að þjálfun og umgjörð margra liða á þessu móti er til fyrirmyndar. Golf: Okkar menn á setníngunní. Landssímadeildin 11. umferð: IA 1 - IBV 0 Mjög lélegt á Skaganum Eyjamenn héldu upp á Akranes síðastliðinn sunnudag og léku þar við heimamenn í Landssíma- deildinni. Þetta var leikur úr 11. umferð, og var honum flýtt vegna Evrópukeppninnar hjá IBV. Leikurinn var sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og því miður urðu áhorfendur og stuðningsmenn IBV fyrir vonbrigðum með leikinn. Leikurinn byrjaði mjög rólega, bæði lið þreifuðu fyrir sér og lítið var að gerast. Þessi rólegheit héldust út fyrri hálfleik, og það er varla hægt að tala um að eitt einasta alvöru tækifæri hafi skapast í fyrri hálfleik. Staðan var því 0-0, í hálfleik og komu heimamenn heldur sprækari til leiks í þeim síðari, en Eyjamenn voru gjörsamlega á hælunum, og gátu hreint út sagt ekki neitt. Það kom að því um miðjan síðari hálfleik að Skagamenn skoruðu, og var þar að verki Sigurður R. Eyjólfsson, sem var nýkominn inná sem varamaður. Þetta hleypti. því miður, ekki nýju blóði í ÍBV og fór svo að lokum að þetta urðu lokatölur leiksins, 1-0. Leikur IBV liðsins í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Leikmenn virkuðu óöruggir og áhugalausir, og allan kraft og hraða vantaði í sóknarleik liðsins. Ef menn ætla sér að halda toppsæti deildarinnar, þá verður liðið að koma hugarfarinu í lag. LiðÍBV: Gunnar 7 - ívar 8, Hjalti 6, Zoran 6, Hlynur 6 - Ingi 5(Rútur 5), Ivar 7, Steinar 6, Kristinn 6(Kristinn H. 5) - Jens 5(Sindri 5), Steingrímur 6. Kiwanis sigraði í klúbbakeppninni Um síðustu helgi var klúbbakeppni í golfi. Klúbbarnir Akóges, Ki- wanis og Oddfellow keppa sín á milli árlega og á síðasta ári bættist Akóges í Reykjavík í hópinn en þeir keppa sem gestir á mótinu auk þess sem þeir keppa við Akógesa í V estmannaeyjum. Urslit urðu þessi í aðalkeppninni: Kiwanis 292 punkta Akóges 266 punkta Oddfellow 261 punkt Þá kepptu einnig sex manna fyrirfram valdar sveitir frá þessurn félögum urn sérstakan verðlaunagrip og þar báru Kiwanismenn einnig sigur úr býtum. Níu félagar úr Akóges í Reykjavík kepptu að þessu sinni við félaga úr Vestmannaeyjafélaginu og urðu úrslit þessi: Akóges Rvk. 194 punkta Akóges Vestm. 192 punkta Akógesar úr Reykjavík halda því verðlaunaskildinum í eitt ár a.m.k. í einstaklingskeppni urðu úrslit þessi: 1. Einar Olafsson 34 punkta 2. Gunnlaugur Axelss. 34punkta 3. Fríða D. Jóhannsd. 33 punkta 4. Jóhann Pétursson 33 punkta Eitt hollíð í klúbbakeppninni , frá uinstri Sígurgeir Jónsson Akóges Vestm., Axel Gunnlaugsson, sem keppti sem gestur, Hilmar Herbertsson Akóges Ruk. og Hjörtur Hermannsson Oddtellow. Veðrið lék uið keppendur á mótinu. Á innfelldu myndinni er Einar Úlafsson Oddfellow en hann uar punktahæstur einstaklinga á mótinu. Enn sigrar KFS A sunnudaginn lék KFS, hér heima, gegn liði Snæfells. Eins og í fyni sigurleikjum KFS var leikurinn afgreiddur á fyrsta hálftímanum. Þá höfðu menn vaknað af Jónsmessu- blundi og léku frábærlega. Staðan í hálfleik var 4-0. KFS-menn slök- uðu aðeins á í seinni hálfleik, enda með unninn leik í höndunum. Lokatölur leiksins urðu því, 6-2. Fremstir í flokki KFS-manna voru þeir Heimir Hallgrímsson, sem átti frábæran leik, Magnús Steindórsson, sem nú hefur gert 11 mörk ííslandsmótinu, Yngvi Borg- þórsson og Sigurður Gylfason, sem átti glæsilegt „come-back“. Mörk KFS skoruðu: Magnús 3, Yngvi 1, Heimir I og Sigurður 1. KFS er nú í öðru sæti A-riðils, sex stigum á eftir efsta liðinu, Aftureldingu. Næsti leikur er ein- mitt við Aftureldingu, þann lO.júlí. Góóferóí Kópavoginn A-og B-lið fjórða flokks kvenna gerðu góð ferð í Kópavoginn í síðustu viku, þegar þau mættu heimamönnum í Breiðabliki. A- liðið vann 1-5, með mörkum Ástu H., sem skoraði þrjú, Margrét L. og Berglind gerðu eitt mark hvor. B- iiðið stóð sig einnig frábærlega og vann sinn leik, 3-5. Mörk ÍBV skoruðu: Thelma 4 og Eyrún 1. En þess má geta að Breiðablik varð Pæjumótsmeistari í flokki b-liða, en ÍB V lenti þar í ó.sæti. Sluppu víð að leika Strákamir í 4. flokki áttu að spila við Völsung á mánudaginn, en Völsungur hefur dregið lið sitt úr keppni, þannig að ekkert varð af leiknum. Frækilegt jafntefli Annar flokkur kvenna mætti liði Breiðabliks, sem hefur á að skipa einu besta liði landsins í þessum aldursflokki, ásamt ÍBV og Val. Þetta var hörkuleikur og endaði hann meðjafntefli, 2-2. Mörk ÍBV skoruðu þær Hrefna og Bryndís. Sannfærandi sigur Fjórði flokkur karla gerði góða ferð til Keflavíkur, þegar þeir sigruðu heimamenn mjög sannfærandi, 1-4. Mörk ÍBV skoruðu Friðrik 2 og Víðir2. Cantat3 laugardag Urn næstu helgi verður stórmót hjá GV, Opna Cantat 3 mótið. Aðalstyrktaraðili mótsins er Lands- síminn og eru verðlaun fádæma glæsileg. farsímar og þráðlausir símar. Verðlaun eru veitt bæði með og án forgjafar auk þess sem lengsta teighögg á fyrstu braut er verð- launað og veitt nándarverðlaun fyrir 2. og 17. braut. Mótsgjald er kr. 1500 og athygli er vakin á því að lokaskráning er til kl. 17 á morgun, föstudag. Athugið að ekki er hægt að skrá sig eftir þann tíma. Framundan Fimmtudagur 2. júlí kl.20:00 3. fl. ka ÍBV-Haukar, föstudagur 3. júlí kl. 20:00 2. fl.ka, ÍBV - Keflavík (bikarkeppni), sunnudagur 5.júlí kl.20:00 mfl.ka. Leiftur - ÍBVog mánudagur 6. júlí kl.20:00 mfl.kvenna ÍBV - Fjölnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.