Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 23. júlí 1998 Aukin biónusta írið gæludýr í Eyjum Aðstandendur Gufunnar, Jóhannes Egilsson, Guðmundur Kristinsson, Andrés Berg Sigmarsson, Kristinn Týr Gunnarsson, Júlíus Ingason og Tryggui Már. Sæmundsson. Vestmannnaeyjaútvarpið Gufan FM 104,7 hóf útsendingar í gær klukkan 16:00. Þjóðhátíðarútvarp hefur verið starfrækt fyrir og um Þjóðhátíð í tíu ár þar af undir Gufunafninu í sjö ár. Að sögn þeirra sem standa að útvarpinu er markmiðið með því að efla Þjóð- hátíðarstemmningu með Eyja- mönnum og tekur dagskráin mið af því, enda fullyrða þeir að Þjóð- hátíðin sé hafin að minnsta kosti óformlega um leið og Gufan fer í loftið. Beinar útsendingar og öflug dagskrárgerð verður frá klukkan 07:00 á inorgnanna til 01:00 eftir miðnætti, en að næturlagi mun hljóma tónlist undir stjóm Bínu fínu og Rögnvaldar Random. „Við erum að tala um góða tónlist og gluggatjöld,“ eins og einn frumlegur dagskrárgerðarmaður Guf- unnar orðaði það. „Við viljum reyna að hafa dagskrána eins fjölbreytta og kostur er, og viljum reyna að ná til allra aldurshópa. Sérstaklega þó til eldra fólks og í því augnamiði mun Hafsteinn Guðfinnsson verða með þátt þar sent Eyjalögin verða spiluð, en þau verða þó að sjálfsögðu spiluð á öðrum tímum líka.“ I gær voru þeir í beinu sambandi við fréttaritara sinn í Júgóslavíu sent var með beina lýsingu frá leik ÍBV og FK Obilik í Meistarakeppni Evrópu. Meðal fastra dagskrárliða má telja hinn magnaða þátt Þjóðhátíðarspjall, sem mun verða í loftinu milli klukkan 14:00 og 16:00, en þar mun verða spjallað við þekkta Vestmannaeyinga. A morgnana munu koma í hljóðver, ekki óknáari menn en Gaui Bæjó, Jói á Hólnum, Hildur Oddgeirs, Gummi Þ.B., Biggi Gauja og Silli og margir fleiri. Að sjálfsögðu verða dagskrár- gerðarmenn lika í stöðugu sambandi við skemmtikrafta Þjóðhátíðar. Á sunnudaginn mun skríbentinn og fjölmiðlavinurinn Þorsteinn Gunnars- son stjóma Þjóðhátíðarspjallinu og fá til sín leika og lærða, og spila Eyjalögin með stæl. Gufan FM 104,7 verður einnig með dagskrána á Intemetinu og hægt að nálgast upplýsingar um útvarpið á heimasíðu Þjóðhátíðar: http://eyjar,- is/eyjar 1998/ Þeir Gufumenn segja að Sigurður Einarsson hafi lánað þeim húsnæði undir starfsemina endurgjaldslaust af sinni alkunnu mildi og vilja þeir félagamir koma á sérstöku þakklæti til hans fyrir það. „Græjurnar eru hins vegar héðan og þaðan og fullnægja þeim kröfum sem nauðsynlegar em til að skapa skemmtilegt og fjölbreytt útvarp fyrir Vestamannaeyinga." Rekstur Útvarps Gufunnar FM 104,7 er byggður upp á styrkjum en án þeirra segja Gufumenn að téð ljós- vakaviðleitni væri ekki fram- kvæmanleg. Einnig munu þeir bjóða fyrirtækjum að auglýsa á Gufunni. Gufumenn vilja koma miklu og þægilegu þakklæti til allra þeirra sem ljáð hafa Gufunni lið með styrkjum og annari viðleitni til eflingar útvarpi Þjóðhátíðar. Þeir sem standa að Gufunni FM 104,7 og sjá munu um dagskrárgerð eru: Kristinn Týr Gunnarsson, Júlíus Geir Ingason, Jóhannes Egilsson, Guðmundur Kristinsson, Tryggvi Már Sæmundsson, Andrés Sigmars- son, Sigurður Oli Hauksson, Frosti Gíslason. Fríða Hrönn Halldórsdóttir. Emil Magnússon, Guðmundur L. Þorvaldsson, Jónatan Guðbrandsson, Jón Helgi Erlingsson, Viktor Ragnarsson, Kristinn Þór Jóhann- esson, Stefán Jónasson og sfðast en ekki síst Geir „FmmGUFUkvöðull" Reynisson. Útsendingarsími Gufunnar er 481 - 1102 og auglýsingasímar: 481-1103 og 481-1104. Komið hefur verið upp aðstöðu fyrir dýralækni í Vestmanna- eyjum. Aðstaðan er í gamla lík- húsinu, Villunni, en hluti neðri hæðarinnar hefur verið tekinn undir þessa starfsemi. Það er Dýralæknaþjónusta Suðurlands sem mun sjá unt þjónustuna og standa straum af kostanði við hana, en bæjaryfirvöld í Vestmanna- eyjum útveguðu húsnæðið og sjá um rekstur þess. Páll Stefánsson framkvæmdastjóri Dýralæknaþjóustu Suðrulands segir að frant að þessu haft aðstöðuleysi hamlað mjög dýralæknaþjónustu í Vestmannaeyjum. „Með auknum kröfum unt hreinlæti og fjölgun gæludýra var nauðsynlegt að koma upp þessari þjónustu. Þetta er eitt herbergi sem við fáum, þar sem sett var upp handlaug, skápar og borð til skoðunar.“ Páll segir að reyndar sé ekki mikið unt bráðaútköll. „Mig minnir að það hati komið upp eitt tilfelli í vor. En að mestu snýst þetta um þjónustu við gæludýraeigendur, eins og bólusetn- ingar, geldingar ög það sem til fellur.“ Páll segir að meiningin sé að vera hér einu sinni í mánuði, en þó muni eftirspum einnig ráða tíðni þjón- ustunnar við Eyjar. „Við vorum tvo daga síðast, en einu sinni til tvisvar í mánuði ætti að fullnægja eftirspum. Það er alltaf að aukast gæludýraeign og áður en þessi aðstaða kom til vorum við að leysa ýmis vandamál í gegnum sínta sem var allsendis ófullnægjandi." Það eru fimm dýralæknar starfandi hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands og Páll segir að nauðsynlegt sé að koma þessari þjónustu í fastar skorður. „Dýralæknir mun næst verða í Eyjum miðvikudaginn 12. ágúst og 2. september og sfmanúmerið hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands er 482-3060. Keikómenn ánægðir með dvölina í Eyjum Þeini fer fjölgandi Bandaríkja- mönnunum sem hingað koma vegna komu Keikós í september. Þeir staldra misjafnlega lengi við. Fréttir ræddu við tvo þeirra sem vinna að samsetningu kvíarinnar. Michael Parks er einn þeirra sem vinnur við samsetningu kvíarinnar fyrir Keikó. Hann hefur unnið mikið við samsetningu á kvíum í Alaska og Karíbahafinu. Hann er frá Alaska og segir að Vestmannaeyjar minni nokkuð á eyjaklasa úti fyrir ströndum Alaska. „Að vísu er dýralífið með nokkuð öðrunt hætti en hér, en samt sem áður þá er dagsbirtan svipuð. Staðurinn sem ég kem frá er á 58° norðlægrar breiddar en Vestmanna- eyjar á 67° norðlægrar breiddar." Michael segist ekki hafa getað farið rnikið um Heimaey vegna þess hversu mikið sé að gera. „Maður bíður eftir því að komast á rétt ról og helgarfrí til þess að getað skoðað sig eitthvað sig um. Það er svo mikið að gera þannig að maður hefur engan tfma til þess að láta sér leiðast. Það væri gamán að geta rölt í búðir í góða veðrinu, eða kannski hjólað. Jim hvatti mig til þess að hafa með mér hjól og ég gerði það. Ég hef samt talað við nokkra Eyjamenn og mér virðast þeir mjög vingjamlegir og ekkert mikið uppteknir af þessum framkvæmdum, þó að fólk renni hingað til þess að líta á hvemig verk- inu miðar." Michael á fjölskyldu í Alaska, vinkonu og þriggja ára son. „Við fórum til Oregon einu sinni til þess að heimsækja Keikó og sonur minn varð mjög hrifinn. Það var ekki nema glerþykktin á milli þeirra og honum þótti þetta mikil upplifun." Ertu sjálfur hriftnn af hvölum? „Já mér líka þeir ágætlega. Keikó er frábært tækifæri fyrir ungt fólk til að læra og tileinka sér ný viðhorf og fræðast um á náttúruna. Þetta verður vonandi grunnur að nýjum hugs- unarhætti fyrir fólk um allan heim.“ Verður þú hérna áfram eftir að kvíin er klár og Keikó mættur á svæðið? „Nei ekki geri ég ráð fyrir því. Ég er bara héma til þess að setja kvína saman, en það er nú ekki gott að segja enn þá hversu langan tíma það tekur. En allt gengur samkvæmt áætlun núna,“ segir Michael að lokum. Vestmannaeyingar úrræðagóðir Paul Gordon er verkstjóri við samsetningu kvíarinnar á vegum Strait Mooring Intemational Inc. Hann er frá New Brunswick í Kanada. Hann segir Vestmanna- eyinga mjög góða í viðkynningu, bæði vingjamlega og hjálpsama. Einnig eru þeir klárir og út- sjónarsamir við að redda hlutunum ef eitthvað vantar. „Náttúran er líka alveg einstök og mjög hreinlegt og snyrtilegt hér og veðrið leikur við mann.“ Fyrirtækið Strait Mooring sem Paul vinnur hjá er með starfsemi út um allan heim. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki eða fjögurra ára. Það hefur tekið að sér stærri verkefni en kvína hans Keikós, en hún er samt heilmikið fyrirtæki.“ Hvað em margir rnenn héma á vegum Strait Mooring? „Við erum fjórir og þar af einn kafari. Við reynum að halda okkur við efnið, svo allt verði tilbúið í tæka tíð.“ Hann segir að þeir muni fara þegar samsetningu kvíarinnar er lokið, en menn frá fyrirtækinu ntuni þó koma hingað til þess að fylgjast með hvemig kvínni reiðir af með Keikó innan borðs. En heldur Paul að Keikó hafi nóg pláss í kvínni? „Já ég hef engar áhyggjur af því. Mér skilst að þessi kví sé líka stærri heldur en það aðsetur sem Keikó hefur núna til umráða.“ MichaelLv.ogPauler ánægðirmeðallar aðstæðurogveru sínaíEyjum. Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.