Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. júli' 1998 Fréttir 11 Vegna banns við laundaveiði Af gefnu tilefni vill Náttúrufræði- stofnun Islands taka fram eftirfarandi: Stofnunin var á engan hátt viðriðin lundaveiðibannið sem bæjarstjóm Vestmannaeyja kom á í Miðkletti og Heimakleti á þessu lundaveiði- tímabili. Hún heyrði fyrst af banninu eftir að það hafði tekið gildi. Fuglamerkingar þær sem Náttúrufræðistofnun hefur staðið fyrir um áratugaskeið, og lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum þekkja fullvel, virðast hafa verið notaðar við ákvörðun bannsins. Stofnunin er ósátt við að gögn sem hún stendur fyrir að safna, og er ábyrg fyrir , séu notuð og túlkuð án nokkurs samráðs við hana. Náttúrufræðistofnun hefur ekki gefist færi á að skoða öll gögn sem snerta málið. Þó er ljóst að aðeins hefur verið notað lítið brot af þeim merkingagögnum sem stofnunin á til frá fyni árum. Því er hætta á að rangar ályktanir hafi verið dregnar af framlögðum gögnum, eða ekki hafi öll málsatvik komið fram, þótt stofnunin vilji ekkert fullyrða á þessu stigi. Merkingar em stundaðar í vísinda- legum tilgangi og má ekki beita gagnvart einstaklingum sem reynst hafa skilvísir á merki. Slík gögn eru engu að síður mikilvæg til þess að fá fram staðreyndir svo sem um áhrif veiða á fuglastofna. Afleiðingar af röngum ályktunum af merkingagögn- um geta bitnað á merkingastarfi stofnunarinnar, til dæmis ef lunda- veiðimenn hættu að skila inn merkjum þrátt fyrir ótvíræða skyldu þeirra samkvæmt lögum nr. 60/1992 og 94/1994. Stofnunin áskilur sér því allan rétt í framtíðinni sem hingað til, að gögn um fuglamerkingar séu ekki notuð í jafn viðkvæmu máli og þessu án hennar samþykkis. Náttúrufræðistofnun telur fljót- ræðislega hafa verið staðið að því að setja á lundaveiðibann þótt hún leggi ekki mat á réttmæti þeirrar ákvörðunar á þessu stigi. Lundaveiðar hafa hvort eð er verið suindaðar um áratugaskeið í Eyjum og ástæðulaust að láta bann taka gildi þegar í stað. Nauðsynlegt er að skoða betur þau gögn sem fyrir liggja, afla nýrra gagna, gæta hagsmuna þeirra sem ákvörðunin snertir og skoða málið í heild, til dæmis fyrir allar Vestmannaeyjar. Náttúrufræðistofnun beinir því til bæjarstjómar Vestmannaeyja að hún endurskoði ákvörðun sína þannig að unnt sé að undirbúa málið betur, safna þeim gögnum sem þörf er á og ná sem víðtækastri samstöðu um þá ákvörðun sem að endingu verður tekin. Stofnunin vill að lokum leggja áherslu á gott samstarf við lundaveiðimenn, bæjarstjóm Vestmannaeyja og aðra sem hafa með ofangreind mál að gera hér eftir sem hingað til. Fyrir skömmu fundu (rena Rós Haraldsdóttir og Inga Rós Gunnarsdóttir heila kókoshnetu í fjörunni í Höfðavík. Ekki eru þær búnar að gera upp við sig hvað þær ætla að gera við kókoshnetuna en til að byrja með ætla þær að þurrka hana. Seinna ætla þær kannski að opna kókoshnetuna og athuga hvort mjólkin úr henni sé drykkjarhæf. Kvenfélagið Líkn heldur árlegan Þjóðhátíðarbakkelsiskökubasar sinn föstudaginn 24. júlí nk., kl. 15 í Líkn við Faxastíg. Góðar kökur og brauð í Þjóðhátíðartjaldið Kvenfélagiö Líkn ihemmtílegt nám§hefð fvrir hreasa hrahha Þetta^amskeið sem er fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára býður upp á mikið gaman og mikið fjör og jafnframt þvi að vera lærdómsrikt. Þú færð tækifæri til að rannsaka ákveðið efni (Til dæmis: Keikó, Vikingaskipið íslending, Eldfell-Helgafell, eða eitthvað að þínu eigin vali) og búa siðan til heimasiðu tengda efninu. Þetta eru 2 námskeið, hvort þeirra er í 10 daga frá 13:00 til 16:00: Fyrra námskeið : 27. júlí tilll. ágúst. Seinna námskeið : 12. ágúst til 26. ágúst Verð 3,900 kr. Innifalið er: Mánaðarkoit í Athafnaverinu. Aðgangur að netinu og öllum forritum yfir námskeiðið . Aðgangur að stafrænni myndavél, prentara og skanna. Að setja upp heimasíðu tengda verkefninu Og einnig Keikó bolur og margt fleira. Til að fá fleirri upplýsingar eða til að skrá sig, hringið í sfma 481 -3007 Athafnaverið í Vestmannaeyjum Skólavegi 1 BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA HITAVEITA RAFVEITA ■ SORPBRENNSLA VATNSVEITA Bæjarveitur Vestmannaeyja og Gámaþjónusta Vestmannaeyja vilja vekja athygli á, að komið hefur verið upp nýrri aðstöðu til móttöku á spilliefnum í Sorpeyðingarstöð. Er það eindregin ósk okkar að fyrirtæki og bæjarbúar komi með þau efni sem teljast til spilliefna og láti eyða þeim á löglegan hátt. Hvaða efni eru spilliefni ? Flokkur A Flokkur B Flokkur C Flokkur H Flokkur K Flokkur T Flokkur X Flokkur Z Olíuúrgangur. T.d allar brennsluolíur og olíusýrur Lífrænn efnaúrgangur með. halogenum eða brennisteini. T.d. flúor, klór, freon. Upplausnarefni. T.d.bensín, terpentína. Lífrænn efnaúrgangur án halogena eða brennisteins. T.d. feiti, lím, epoxý, framköllunarvökvi. Úrgangur með kvikasiIfri T.d. rafhlöður, perur. Dýra og plöntueitur. Ólífrænn úrgangur. T.d. sýrur, lútur, ýmis klóríð. Afgangarfrá rannsóknarstofum og fl. T.d. sprautur, asbest, lyf, umbúðir. Gerum fallega eyju enn fallegri. Allar frekari upplýsingar veita starfsmenn Sorpeyðingarstöðvar. Sjómanna- og útvegsmannamót ísmarh/f & Golfklúbbs Vestmannaeyja Keppnisfvrirkomulag: 18 holur með forgjöf, tveir flokkar, starfandi sjómenn og útvegsmenn, ásamt mökum í öðrum flokknum og fyrrverandi sjómenn, útvegsmenn og gestir í hinum. Verður haldið í Vestmannaeyjum laugardaginn 25. júlí 1998 Ræst verður út á morgunvaktinni Sameiginlegur kvöldverður og verðlaunaafhending verður í Golfskálanum kl. 20. Öllum kylfingum heimil þátttaka. Eymenn leika fyrir dansi. Allar nánari upplýsingar eru veittar Golfskálanum Vm. í síma 481 2363 og hjá Gísla Jónassyni í síma 481 2121 og 481 1730.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.