Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 1
óiMiUfíi miklar Einstök veðurblíða hefur leikið við okkur Sunnlendinga megnið af sumrinu. Eru það mikil viðbrigði frá síðasta sumri. Við leituðum á vit Óskars Sigurðssonar, vitavarðar og veðurathugunamanns í Stórhöfða sem flestum öðrum betur þekkir veðurfar í Vestmannaeyjum og spurðum hann hvort þetta væru einsdæmi hér. , JvTei, ætli það,“ sagði Óskar. ,En þetta hefur verið mjög gott sumar. Bæði hafa hjálpast að rniklar stillur og þurrviðri og þegar það fer saman verður útkoman góð.“ Sem dæmi um þær stillur, sem hér hafa verið í sumar, sagði Óskar að hér hefði ekki komið stormur síðan 20 maí í vor. „Þetta hafa verið langvarandi stillur, lengst af sumrinu hefur veðurhæðin ekki farið yfir fjögur vindstig. En það hafa nú komið góð sumur hér áður, t.d. var sumarið 1991 rnjög gott ef ég man rétt. En ég held að ég muni ekki eftir jafngóðu sumri frá 1958 þá var einstök veðurblíða. En minnið er nú orðið reikult og sitthvað sem vill skolast til. Þau gætu svo sem verið fleiri blíðviðrissumrin þó að ég muni ekki eftir þeim í augnablikinu. Svo skulum við ekki gleyma því að sumarið í fyrra var einstaklega vont hér sunnanlands. Og fyrir vikið tmnst okkur munurinn líklega vera svona mikill þegar við höfum samanburð sem er þessu sumri svona hagstæður, það muna víst flestir eftir veðurfarinu í fyrra og það gerir líklega að verkum að okkur finnst sumarið núna svona feihialega gott,“ sagði Óskar Sigurðsson. Mynd: Óskar Björgvinsson. Hámarkc nrunnicniPQli) ösígur ■ eeigrad Hl llH Jfll IBVlautílægrahaldifyrirFK Gunnar Sigurðsson í mai Ohilik frá Júcóslavíu í Meist- Fátt er um leikinn að ses -1Hð komu Keikós til Vestmannaeyja. Bréfmeð hótun um að drepa hvalinn til rannsóknar hjá lögreglu í gær barst dagblaðinu Degi á Akureyri bréf frá óþekktum aðilum þar sem hótað er að drepa hvalinn Keikó með eitri. Bréfið er póstlagt á Akureyri og hefur málið verið sent Iögreglunni í Vestmannaeyjum til rannsóknar. HallurHallson fulltrúi Keikósjóðsins á íjslandi segir að þetta bréf sé tekið alvarlega og full ástæða til þess. „Við höldum okkar striki samt sem áður. Þetta bréf segir meira um þá eða þann sem sendir það en Keikó.“ Hallur segir að öryggisgæsla sé mikil í kringum Keikó og það verði engin breyting þar á. Öryggisgæslan er mjög góð og hún verður svo áfram, óháð þessu bréfi." Bréfið er ódagsett en sagt skrifað á íslandi árið 1998. Bréfið er stílað á Hall Hallsson og hann titlaður umboðsaðili Keikó á íslandi, en þar segir meðal annars að: Nokkrir félagar séu mjög vonsviknir yfir framferði hans (þ.e. Halls) og hans manna í málefnum hvalsins Keikó. Þeir telja að Eskfirðingar sem unnið hafi af miklum dugnaði við að koma hvalnum til íslands hafi verið notaðir sem ginningarfífl við að snúa al- menningi á þeirra mál (þ.e. Vest- mannaeyinga). Og í framhaldi af því segir í bréfinu: „Því höfum við ákveðið að fljótlega eftir að hvalurinn verður kominn á þann stað í Vestmannaeyjum sem þið ætlið að setja hann. munum við drepa hann svo að þið komist ekki upp með framferði ykkar. Ykkur til fjárplógs- framferðis. Hvalinn munum við drepa með eitri sem notað er til að drepa með Ioðdýr eða var notað fyrir nokkmm ámm, en af því eigum við nægilegt magn til að fyrirkoma honum með því að kasta til hans eitmðum fiski, en hann mun vera upp á dauðan fisk komin.“ (Staf- setning og orðalag bréfritara) Agnar Angantýrsson yfirlögreglu- þjónn í Vestmannaeyjum segir að þetta bréf verði tekið alvarlega. „Við munum verða með rannsókn þessa máls, að minnsta kosti þann hluta sem snýr að okkur. Það er full ástæða til að taka þessa hótun alvarleg og það er tekið mark á henni þar til annað kemur í ljós.“ Agnar segir að mjög öflug gæsla verði við hvalinn og komu hans til Vestmannaeyja. „Lögreglan í Eyjum mun koma að löggæslu og ör- yggisgæslu á meðan Keikó verður fluttur frá flugvelli til kvíar, en eftir að Keikó er kominn í kvína lýkur okkar þætti og aðrir munu taka við öryggismálunum,'1 segir Agnar Kvíin var flutt í Klettsvík í gær. IBV laut í lægra haldi fyrir FK Obilik frá Júgóslavíu í Meist- arakeppni Evrópu í gær. Lauk leiknum með sigri Júgóslva, 2 - 0. Leikið var í Belgrad og var mikill hiti, um 35 gráður, Eyjamönnum erfiður. Setti hitinn reyndar mark sitt á leikinn því hann virtist líka há heimamönnum. Fyrra mark leiksins kom í fyrri hálfleik og var af ódýrari gerðinni. Seinna markið, sem kom um miðjan seinni hálfleik, var aftur á móti fallegt mark og óverjandi fyrir Gunnar Sigurðsson í markinu. Fátt er um leikinn að segja. ÍBV var stærsta hluta leiksins í vöm og bakkaði eftir því sem leið á leikinn. Markmaður Obilik hafði það náðugt í markinu og markamaskínan Stein- grímur Jóhannesson hafði úr litlu að moða. Ljóst er að er ÍBV á erfitt verkefni fyrir höndum í seinni leiknum sem verður næsta miðvikudag. En fyrir- fram er óþarfi að afskrifa mögu- leikann á að komast í aðra urnferð og mæta Bayem Munchen. í íþróttamiðstöðinni hefur verið tekin upp sú nýbreytni að auka hitann í lauginni um helgar sem mælst hefur vel fyrir hjá elstu og yngstu borgurunum. Sjá bls. 13. awiálm egan Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481 Sumaráœtlun Herjólfs Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alladaga Kl. 08:15 Kl. 12:00 aukaferðir flmmtu-föstu-ogsunnudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 I ' ' 1P /wúarl>i/ið +teri0ltur Sími4812800Fax4812991 Bókabúðin Heiðarvegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.