Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 23. júlí 1998 Eyjan í hafinu og köngulóin í vefnum Séra Jóna Hrönn Bolladóttir og séra Bjami Karlsson hafa sett mikinn svip á framgöngu kiistilegrai' kenningar í Vestmannaeyjum og bæjarlífið þau ár sem þau hafa staðið úti á meðal sóknai'bama sinna og fyrir altari á'ottins í Landakiikju. Þau hafa þótt íækja starf sitt af miklum áhuga og metnaði, og tekið upp maiga nýbreytni við útbreiðslu di'ottins orðs, sem fallið hefúi' í góðan jarðveg. Nú þegar þau hveifa til starfa á öðmm vettvangi er ekki úr vegi að biðja þau að líta yfir veginn og skoða hvemig sáðkomið hefur þroskast í þeim jarðvegi sem þau hafa yrkt í Vestmannaeyjum þau sjö ár sem þau hafa starfað í Eyjum. Fiéttir ákváðu því að taka Jónu Hrönn og Bjama í dulitla sálgæslumeðfeið. Sjarmi Eyjanna aldrei meiri Þau hafa látið sig Þjóðhátíð Vestmannaeyja miklu varða og Jónu Hrönn sérstaklega verið um- hugað um ýmis forvarnarstörf varðandi Þjóðhátíð í Eyjum. En hvaða skoðanir hafa þau á þessari hátíð og hvernig vildu þau sjá hana þróast? „Þjóðhátið á að vera meiri fjöl- skylduhátið," segir Jóna. „Mér finnst að leggja eigi áherslu á það að fá hingað tjölskyldufólk og brotttlutta Vestmannaeyinga og halda uppi hefðum og siðum, sem hafa fylgt hátíðinni alla tíð og ekki leggja svona mikinn poppbrag á hátíðina eins og mér finnst til- hneigingin hafa verið. Ungling- arnir koma samt án tillits til dagskrárinnar sérstaklega og þeim finnst miklu skemmtilegra ef margt fullorðið fólk kemur. „Unga fólkið vill „hómí“ stemmningu," segir Bjarni. „Hómí stemmning er in. I dag er fjöl- skyldufólk tilbúið að borga fyrir það sem höfðar til allrar fjöl- skyldunnar. Ég er ekki að tala um að minnka kröfurnar, eða tekjumar, heldur breyta áherslum. Fjölskylda með börn hefur miklu meiri veltu en unglingar á stangli með brenni- vínspoka." Jóna telur einnig að Vestmanna- eyjar hafi aðra stöðu í hugum fólks en fyrir tíu til fimmtán árum. „Ferðamannastraumur hefur aukist mjög mikið til Eyjanna og það er mikil athygli á öllu sem hér gerist. Sjarmi Eyjanna hefur aldrei verið eins mikið í meðvitund lands- manna eins og núna. Ég er alveg sannfærð um það.“ Bjarni segir að nú sé lag til að snúa við áherslum varðandi Þjóð- hátíð, vegna þess að fólk nennir ekki lengur að fara á fylleríis- hátíðir. „Ég helda að þjóðfélagið sé að þroskast frá því. Nú held ég að fólk vilji koma saman með þeim formerkjum að maður sé manns gaman.“ Sussað á það neikvæða Jóna segir og að fólk þori að tala um dökku hliðar Þjóðhátíðar og taka á þeim. „Fyrst þegar ég kom hingað upplifði ég, ef upp kom eitthvað neikvætt að þá var alltaf sussað á það. Það er miklu opnari umræða um að vinna þurfi gegn unglingadrykkju, það má tala um það. Einnig varðandi kynferðislegt ofbeldi sem hætt er við að fylgi jafn stórri hátíð sem Þjóðhátíð, þar sem margir eru. Úr því hægt hefur verið að opna umræðu um þessi mál, þá er líka hægt að gera eitthvað til þess að sporna við því. Það var svo mikil þögn um allt sem miður fór. Núna mun verða neyð- arvakt til stuðnings fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis. Heilbrigð- istofnunin í Vestmannaeyjum hefur á síðastliðnu ári undirbúið sig mjög vel til að taka á slíkum málum. Þessari neyðarþjónustu í Dalnum er sinnt í sjálfboðavinnu og af hugsjón.“ Bæði alin upp í kristilegu starfi Af hverju fóruð þið í guðfræði? „Ég er alin upp á prestsheimili og var alltaf í kristilegu starfi," segir Jóna Hrönn. „Ég var sjö ára gömul þegar ég tilkynnti að ég ætlaði að verða prestur, þá var engin kona prestur á Islandi og pabbi varð alltaf frekar kindarlegur þegar ég talaði um þetta. Mér þótti þetta hins vegar svo sjálfsagt. Það sem ég ákveð hef ég staðið við. Reyndar blundaði líka leikkona í mér á tímabili og ég fór í inn- tökupróf í Leiklistarskólanum, en þar var ekki komið auga á hæfileika mína. Við tókum lfka snemma ábyrgð í kristilegu starfi. Ég var 16 ára þegar ég leysti pabba af í fyrsta fermingartímanum og Bjarni var 12 ára þegar hann var foringi í Skálholti yfir hópi drengja í kristilegum sumarbúðum. Við kynntumst svo í guðfræðideildinni og Bjarni var fyrsti maðurinn sem ég mætti í Háskólanum. Og ég hugsaði með mér. „Mikið hrika- lega er hann eitthvað montinn og útskeifur." Leikmenn og hákirkjan „Ég held að forsendur okkar Jónu Hrannar séu í rauninni þær sömu, þó svo að ég sé alinn upp á heimili þar sem mikið var tekið þátt í kristilegu starfi KFUM og K. Ég mótaðist mjög snemma og hafði það snemma í huga að verða prestur. Við ólumst þess vegna upp við mjög keimlíkar aðstæður. Ég hins vegar í leikmanna- hreyfingunni en hún í þessu hákirkjulega umhverfi. Viðhöfum unnið saman í tólf ár. Það er í fyrsta skipti núna sem við verðum ekki að vinna á sama stað.“ Hafið þið ekkert verið að stíga á tæmar á hvort öðru? „Nei það hefur aldrei verið," segja þau bæði og undirstrika sam- heldnina sem ríkir á milli þeirra. „Við erum alveg sjálfstæð í þeim verkefnum sem við veljum okkur og þurfum ekkert að vera að bera hlutina hvort undir annað," segir Jóna Hrönn og Bjarni bætir við að þau gagnrýni líka hvort annað sem sé afar holt.“ Af tveimur embættum Jóna Hrönn og Bjarni hófu prestskap í Vestmannaeyjum 1. september 1991. Þau höfðu komið nokkru áður og skoðað Eyjarnar, farið svo heim og hugsað sig um í viku. Bjami sótti svo um og fékk starfið eins og kunnugt er. „Síðan var ég ráðin í hálft starf um haustið á vegum sóknamefndar,“ segir Jóna Hrönn. ,fyrsta árið vann ég í hálfu starfi á launum hjá sóknarnefnd, síðan var það Ami Johnsen sem kom því í gegnum tjárlaganefnd að Vestmanna- eyingar fengu til baka hitt prestsembættið sem þeir áttu.“ Bjarni segir að í Eyjum hafi um nokkurt skeið verið tveir prestar. „Það er hefð fyrir því að hér hafi verið tveir prestar sem þjónuðu. Annað embættið hafði hins vegar ekki verið nýtt síðan í gosinu. Þegar heimild fékkst fyrir hinu prestsembættinu sótti Jóna um og fékk. Þegar þau hafa verið í Eyjum á annað ár em þau bæði komin í fullt prestsstarf og þjónandi í drottins Ofanleitisbrauði á launum hjá ríkinu en ekki hjá söfnuðinum eins og Jóna Hrönn byrjaði. Þar af leiðandi vom auglýstar tvær stöður nú þegar þau hættu. „Þetta er mikil breyting," segir Jóna Hrönn. „Það er þess vegna hægt að halda úti ötlugra safnaðarstarfi og líka varðandi afleysingar og slíkt, þá er betra að hafa hér tvo presta. Það er búið að ráða tvo presta í fullt starf, þau Báru Friðriksdóttur sem prest og Kristján Bjömsson sem sóknar- prest. Þetta er fólk með sama nám og sömu vígslu og geta gegnt sömu þjónustu og ég vil endilega að það komi fram að það hefur enn þann dag í dag borið á því að fólk haldi að ég hafi verið í sjálfboðavinnu við að aðstoða Bjarna í safnaðar- starfmu." Fræðsla um jafnréttismál Jóna Hrönn er fyrsta konan sem gegnir prestsembætti í Vestmanna- eyjum og hún segir að stundum hafi borið á því að fólk áttaði sig ekki á því að hún væri prestur í fullu starfi. „Þetta hefur verið mér dálítið undrunarefni. Þetta segir manni að nauðynlegt er að auka fræðslu mjög mikið varðandi jafnréttismál. Maður er raun- verulega að átta sig á því og var reyndar mikil umræða um það á síðustu prestastefnu, hvort jafn- réttið milli kynjanna myndi ekki aukast með tímanum. Sannleikur- inn er hins vegar sá að þannig gerist það ekki. Það verður ekki hægt að brúa þetta bil nema með fræðslu og stöðugum upplýs- ingum.“ Jóna segir að hún sé líka mjög hreykin af því að sóknamefnd hafi tekið þá ákvörðun að ráða karl og konu í þessi embætti. „Karlmenn- imir þar sögðu að það væri nauðsynlegt og ein af rökum þeirra var að helmingur bæjarbúa væri nú konur.“ Spaugsamir skandalistar Þú átt við að karlamir fengju sinn kvenprest og konurnar sinn karl- prest? „Nei, nei, nei, nei,“ segja þau bæði einum rómi. „Spaugsamir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.