Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. júlí 1998 Fréttir 13 Heitir da Síðustu tvær helgar hefur íþróttamiðstöðin boðið upp á heitara vatn en venjulega í sund- lauginni. Er ætlunin að halda þessu áfram til hausts og hentar þetta einkum öldruðum, öryrkjum og foreldrum með ungbörn. Elliði Vignisson segir að vatnið sé hitað úr 29,8 gráðum upp í 33,2 gráður. „Með þessu erum við að breikka þjónustusviðið," segir Elliði. „Meiri hiti í lauginni hentar einkum öryrkjum, öldruðum og fólki með ungböm. Auðvitað eru okkar fasta- gestir íhaldssamir á hitann en þetta hefur mælst vel fyrir og við erum að sjáhér mörg ný andlit." í sundlauginni eru 560 tonn af vatni sem hita þarf um 3,4 gráður og því fylgir talsverður kostnaður., Jrátt fyrir kostnaðinn finnst okkur þetta tilraunarinnar virði. Með þessu bjóðum við upp á stærstu ungbama- og sjúkralaug landins og þó víðar væri leitað. IVIeðlimir í Félagi Eldri borgara hafa nýtt sér meiri hita í sundlauginni og segir formaður félagsins, Kristjana Þorfmnsdóttir. að reynslan af því sé dásamleg. „Við erum reglulega í sundleikfimi undir stjóm Guðnýjar Gunnlaugsdóttur íþróttakennara. Tímarnir eru á föstudögum en á laugardaginn ákváðum við að skella okkur í laugina og reyna einn tíma. Það gekk Ijómandi vel og mætti verða framhald á þessu og að boðið verði upp á meiri hita líka á föstudaginn. Ég hef heyrt af fólki sem ekki treystir sér í leikfimina hjá okkur vegna kuldans," sagði Kristjana. „Þessi hiti er langtum betri fyrir eldra fólk en maður syndir ekki rnikið," segir Guðný íþróttakennari sem ekki lætur sér nægja að kenna sundleikfimi. „Þegar maður er með æfingar í lauginni má vatnið ekki vera kaldara en 32 til 33 gráður. Mest hafa verið 15 til 18 í þessum tímum en ég veit um fólk í félaginu sem situr það fyrir sig að koma vegna hitans. Á miðvikudögum er ég með leikfimi í Týsheimilinu og þar hafa mætt allt upp í 38 manns. Sýnir þátttakan að fólk hættir vilja hreyfa sig þó árunum fjölgi. Og þó stundum sé þröngt um okkur í Týsheimilinu er alltaf pláss fyrir einn,“ sagði Guðný að lokum. En það eru ekki bara eldri borgarar sem kunna að meta heita vatnið, það kunna yngstu borgararnir einnig. Sigþóra Guðmundsdóttir og Geir Reynisson eiga Guðmund Tómas sem er tveggja og hálfs árs og Guðnýju sem er sjö mánaða. Reynsla þeirra af því að fara með þá stuttu í laugina er mjög góð. „Það var mjög gaman að fara með hana í laugina á laugardaginn og hún var fljót að venjast vatninu. Hún naut lífsins til hins ýtrasta, var ekkert hrædd og fór í kaf eins og ekkert væri,“ ségir Sigþóra. Þau reyndu þetta með Guðmund Tómas þegar hann var yngri en hitinn í lauginni reyndist ekki nægur fyrir hann. „Hann varð strax blár þannig að við fórum ekki með hann í sund nema í góðu veðri þegar hægt var að vera úti. Við ætlum að nýta okkur þetta meðan færi gefst og hvetjum aðra foreldta til að gera það saman. Boðið er upp á góð sundvesti þannig að peyinn bjargaði sér alveg og það þýðir ekkert að gefast upp þó bömin verði hrædd í fyrsta skiptið," sagði Sigþóra að lokum. Valgeir reisir or- lofshús að Ofanleiti Valgeir, sem hér stendur framan uið fyrsta orlof shúsið sem hann reisir, ætlar sér stéra hluti í méttöku ferðamanna. Þessa dagana er Valgeir Jónasson að Ofanleiti að taka í notkun fyrsta sumar- og orlofshúsið af tíu sem hann hyggst byggja á jörð sinni. Samhliða húsunum ætlar Valgeir að koma upp aðstöðu fyrir húsbíla og tjaldstæði. Verður sú aðstaða tilbúin fyrir næsta sumar. Húsið sem Valgeir er að taka í notkun er 15 fm nettó að flatarmáli og geta fjórir Tullorðnir látið fara vel um sig í því. í því er tvíbreitt rúm, tvær kojur í fullorðinsstærð, snyrting með sturtu og eldhús með ðllum búnaði. Er húsið hitað upp með rafmagni. „Öll tæki og búnaður er nýr og ég held að hér eigi fólki að geta liðið vel,“ segir Valgeir sem er rétt að byrja framkvæmdir. „Byrjað verður á næsta húsi eftir áramót og verða gerðar á því smávægilegar breytingar frá þessu húsi. En stærsta verkefnið fyrir komandi sumar er aðstaða fyrir húsbílana og tjaldstæðið. Við það ætla ég byggja eldhús og snyrtiaðstöðu sem verða í útihúsinu." Valgeir segir markaðssetningu ekki hafa verið mikla enda hafi ekki legið Ijóst fyrir fyrr en í júní að öll leyfi Gistiaðstaðan. væru í hendi. „En ég hef engar áhyggjur því fullt af fólki hefur talað við mig og spurst fyrir um húsin." Það er fleira sem Valgeir er með á prjónunum. „Ég er með hugmyndir um að byggja ofan á útihúsið og vera með aðstöðu fyrir námskeið í handverki og smíði minjagripa. Ég hef látið teikna skipulag af svæðinu,“ segir Valgeir en livað um tjármögnun framkvæmdanria? „Það eina sem ég get sagt um þá hlið er að tjármögnun virðist ekki vera vandamál í dag.“ Trémaðkur og smákrabbadvr komin aftur í Vestmannaeyjahöfn Ummerkieftírmaðkinn. Fyrir um einu ári var Hlýri VE 305 tekinn á land, við skoðun á bátnum kom i' Ijós að báturinn var töluvert ormétinn. Þurfti að skipta urn tvö eða þrjú ormétin borð í byrðing. Þess háttar skemnrdir á bol tréskipa höfðu þá ekki sést hér f Vestmannaeyjum í fjölda ára. Tekin voru sýni af þessum kvikindum og kom í ljós að þetta var krabbadýr sem étur sig inn í viðinn og veldur miklum skemmdum. Fyrir nokkru var Léttir tekinn upp í slipp til bolskoðunar og lagfæringar, við skoðun kom í Ijós að bolur var stórskemmdur eftir sömu krabbadýr og höfðu skemmt Hlýra. Er með ólíkindum hvað þessi örsmáu kvikindi geta fljótt étið upp viðinn ef þau komast að honum bemm. En þess skal getið að hvorki maðkur né krabbinn geta farið gegnum botnmálningu ef hún er vel máluð á skipið. Það þarf vart að taka það fram að skip sem mikið em í höfninni og lítið hreyfð, eru í mestri hættu. íhuga má hvers vegna þessi ófögnuður er kominn aftur í höfnina, skýringin er eflaust sú að höfnin er nú orðin það hrein að þessi kvikindi lifa og dafna þar vel. Áður fyrr var mikið af allskonar hreinsiefnum dælt í höfnina eins og klór, vítissóda, og öllum gerðum af sápum, þetta ásamt mörgum óþverra öðrum hefur eflaust drepið þessi smáu dýr. Þessu er nú öllu dælt út fyrir Eiöi og fer því ekki í höfnina. Það má einnig koma hér fram að með tilkomu Fátækraslippsins svo- kallaða, hafa menn freistast til að taka skip sín sjaldnar upp, en látið þess í stað einungis fjara undan þeim einu sinni eða tvisvar á ári og er það mjög slæm þróun. Skipið nær þá ekki að þoma almennilega áður en málað er. Gamli slippurinn hefur ekki verið í notkun í eitt ár, en er nú komin í gagnið aftur, og er rekinn af Drang ehf, á Kristján Eggertsson heiður skilið fyrir að hafa komið slippnum af stað aftur. því það er lífsnauðsynlegt meðan skip eru hér að hafa þannig slipp í Vestmannaeyjum, sem getur tekið þessi minni skip upp, Skipalyftan hf. er ekki útbúin til að taka á land lítil skip. Ég vil benda öllum þeim sem eiga tréskip, að vera vel á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði, taka skip sín reglulega á land til skoðunar. og ef skip taka niðri og botnfarfi rispast svo viðurinn er ber. er nauðsynlegt að taka skipin upp og farfa þau að nýju ef menn vilja vera öruggir fyrir krabba og trémaðki. Ég læt hér fylgja með fróðleik um trémaðk og krabbadýr sem ráðast á tréskip. Maðkur og krabbadýr í tréskipum Maðkur og krabbadýr geta gjöreyði- lagt botn á tréskipum á stuttum tíma ef ekkert er að gert, og því nauðsynlegt að veija vel bom skipanna. Ekki nægir að tjarga botninn eða bera blakkfemis á hann eingöngu, þó það hjálpi rnikið, heldur verður einnig að bera gróðurdrepandi málningu yfir tjöruna eða grunninn. Reglur um breytingu á reglum um smíði tréskipa mæla fyrir um hvemig verja skuli botn tréskipa, samanber grein nr. 62. Þess ber þó að gæta, að ákvæði þessi gilda aðeins sem krafa fyrir ný skip. Þar af leiðandi getur Siglingamálastofnum ekki gert kröfu til að menn verji botn gamalla skipa með þessurn hætti, þó sjálfsagt sé að benda mönnum á hve mikilvægt það er. Hins vegar ber stofnuninni skylda til að gera kröfu til viðgerða á skipum eftir að skaðinn er skeður. Munurinn á maðki og krabbadýrum er sá, að maðkurinn leynist inni í viðnum og holar hann að innan, en krabbinn og skemmdirnar eftir hann em alltaf sjánleg. Maðkurinn er örlítill þegar hann kemur í viðinn og gatið út úr viðnum verður aldrei stærra en það er í byrjun þegar maðkurinn kemur í hann. Hins vegar heldur maðkurinn áfram að stækka inni í viðnum meðan hann liftr, sem er á bilinu 15 til 18 mánuðir. en fer aldrei út úr viðnum né inn í hólf eftir annan maðk. Maðkurinn er þar af leiðandi mun alvarlegra vandamál en krabbinn, þar sem erfitt getur verið að sjá götin eftir hann á viðnum, þó svo viðurinn sé kannski orðinn sem næst holur að innan. Maðkurinn lifir ekki í ferskvatni og hann verður að hafa opna leið út í sjóinn til að þrífast, það er þetta litla auga sem hann gerir þegar hann kemur í viðinn, annars drepst hann. Þetta þýðir að ef málað er yfir gatið eða því lokað á annan hátt, drepst maðkurinn. Holrúmið sem hann hefur gert verður þó að sjálfsögðu áfram til staðar, en það getur verið betra að láta það vera óbreytt. heldur en að sponsa viðinn eða höggva skemmdimar úr, ef holrúmið er ekki því nteira. Stærð holrúmsins má kanna með vír eða öðm sambærilegu. Signiar Þór Sveinbjörnsson skipaskoðunarmaður

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.