Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir Miðvikudagur 29. júlí ] 998 Pólitík 09 ipróttum á ekki að blanda saman -segir Jóhann Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV lfignir hættur með Lundann Á laugardaginn uar síðasta kuöldið sem Uignir Guðmundsson hélt um stjórntaumana á Lundanum. Hann hefur rekið Lundann í brjú og hálft ár en húsnæðið eríeígu Sparisjóðsins. „Þetta hefur uerið skemmtilegur tími en ég er mjög sáttur uið að hætta á bessum tímapunkti," segir Uignir. „Samskiptum mínum uið Sparisjóðinn lauk með fullum sáttum og ég uíl nota bena tækifæri til að bakka Vestmannaey ingum fyrir uiðskiptin. Það er óráðið huað ég fer að gera en bað mun skýrast á næstunni. Uignir með starfsfólki sinu á lokakuöldinu. F.u. Þórunn Ragnarsdóttír, Sigríður Kristinsdóttir, Guðfinna Ágústsdóttir, Uignir og Guðmundur Sueinsson. Síðastliðinn föstudag hélt Arnór Hermannsson bakarameistari móttöku vegna opnunar nýrrar aðstöðu undir starfsemi bakarís síns. Nýja húsnæðið hefur tekið gagngerum breytingum og er á Hólagötu 28. Arnór hefur eingöngu bakað og dreift bakstri sínurn til smásöluaðila í Vestmannaeyjum og segir nóg að gera. „Við vorum hætt að anna eftirspurn svo það er eðlilegt framhald að stækka við sig til þess að geta veitt betri þjónustu.“ segir Arnór. Auk þess að baka fjölbreytt úrval brauða fyrir smásöluverslanir rekur Arnór cinnig veisluþjónustu, þar sem völ er á miklu góðgæti úr rjóma- og marsipanheiminum. Á myndinni eru fv. Sigríður Helga Ástþórsdóttir, Birna Vigdís Sigurðardóttir, Davíð Arnórsson, hjónin Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson og Sigurjón Þorkelsson. Eins og flestum mun kunnugt lék ÍBV við jógóslavneska liðið FK Obilic í síðustu viku ytra og tapaði þeim leik 2 - 0. Heimaleikur IBV verður í kvöld á Hásteinsvellinum. Jóhannes Ólafsson, formaður knatt- spyrnudeildar ÍBV, fór með liðinu til Júgóslavíu og við inntum hann fregna af móttökum og aðbúð. „Við Zoran fórum út tveimur dögum á undan liðinu til að kynna okkur aðstæður. Satt að segja hafði ég haft nokkrar áhyggjur vegna ástandsins á þessum slóðum en sá ótti reyndist ástæðulaus. Það var mjög vel tekið á móti okkur. Sá frægi maður, Arkan, aðaleigandi liðsins, virðist valdamikill í borginni, ræður nánast öllu og getur gert hvað sem honum sýnist. T.d. hikaði hann ekki við að aka móti rauðu Ijósi og komst upp með það. Húsið hans er gífurleg villa, sjö hæðir og alll í gulli og marmara. Hann er greinilega vellauðugur. Allur aðbún- aður var mjög góður en það sem var að drepa okkur var hitinn. Hann fór upp í 40° og það var nógu erfitt að standa undir sjálfum sér í slíkri svækju hvað þá að eiga að spila fótbolta. Það sem vakti athygli okkar var að þarna var enginn túrismi eins og áður var, ástandið í landinu hefur greinilega sín áhrif.“ Nú er Arkan þessi yfirlýstur stíðsglæpamaður. Mörg lið hafa lýst því yfir að þau muni ekki leika við Obilic, dragist þau á móti því. Einnig hafið þið verið nokkuð gagnrýndir íyrir það sem menn segja nokkuð náið samband við hann. Hverju svarar þú þeiiyi gagnrýni? „Ég er hræddur um að við værum fátækir í dag hefðum við tekið þá afstöðu að leika ekki gegn þessu liði. Við hefðum verið sektaðir og vísað úr keppni og guð má vita hvaða eftirköst það hefði haft, við hefðum getað orðið gjaldþrota. Sem dæmi get ég nefnt þegar ekki ófrægara lið en A C Milan mótmælti fyrir nokkrum árum með því að spila ekki síðustu mínútu leiksins. Þeir voru dæmdir í háar fjársektir auk þess að vera vísað úr keppni. Þá höfum við nærtækt dæmi úr leik Leifturs frá Ólafsfirði í Evrópukeppninni í sumar. Þeir voru með leikmann sem var ólöglegur og fengu auk þess fimm gul spjöld og tvö rauð. Þeir voru sektaðir um hálfa milljón fyrir vikið. Það má því rétt ímynda sér hvaða sekt við hefðum fengið fyrir að neita að spila. Ég vil lfka benda á að Bayern Miinchen hefur lýst því yfir að þeir ntuni leika gegn Obilic, komi til þess. Enda tel ég að ekki eigi að blanda saman pólitík og íþróttum. Það kom vel í ljós þegar Bandaríkjamenn og Iranir léku saman á HM þrátt fyrir pólitískar erjur milli þjóðanna. Og það samband sem við höfðum við forráðamenn Obilic var ekki nánara en við forsvarsmenn annarra liða sem við höfum leikið á móti. Þetta voru eðlileg samskipti og bara almenn kurteisi bæði af þeirra hálfu og okkar. Raunar er Arkan ekki Jóhannes og Bjarní biálfari á blaðamannafundi í Belgrad með Arkan og eiginkonu hans. sjálfur skráður sem forseti félagsins heldur er það konan hans. Ég neita því ekki að það var í okkur beygur vegna þessara mála en þetta var hvorki betra né verra en það sem við höfum kynnst annars staðar. Ef við ættum að fara að velja og hafna efdr einhverjum geðþóttaaðferðum væmm við komnir út á hálan ís. Persóna Arkans er bara ekki okkar mál, við fómm út til að spila fótbolta og pólitík kom þar hvergi við sögu." Nú er seinni leikurinn í kvöld. Hvemig leggst hann í ykkur? „Bara nokkuð vel. Reyndar er þetta fantasterkt lið, við komumst að því í fyrri leiknum. Við verðum að eiga algeran toppleik til að vinna þá. Þá bætir það ekki stöðuna að þrír okkar manna em meiddir, auk þess sem Sigurvin er úr leik í sumar. En að sjálfsögðu stefnum við á sigur. Þessi leikur verður góð byrjun á þjóðhátíð og góður stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli. Ég vil þó biðja áhorfendur að sýna fyllstu kurteisi og láta það eiga sig að senda leikmönnum eða dómurum tóninn. Við emm á undanþágu með völlinn og það skiptir miklu máli að engin leiðindi verði. En það er í lagi að láta vel í sér heyra og hvetja okkar menn. Öflugir stuðn- ingsmenn geta virkað eins og tólfti leikmaðurinn á vellinum,“ sagði Jóhannes Ólafsson. Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.