Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Side 8
8 Fréttir Miðvikudagur 29. júlí 1998 Af vatni í Eyjum Það uar ekki að ástæðulausu að Herjólfur Bárðarson ualdi sér búsetu í Dalnum buí hann er einn af fáum stöðum á Heimaey bar sem uatn er að finna. í Vestmannaeyjum er vatn óvíða að finna. Hvergi er hér uppsprettuvatn en á nokkrum stöðum sígur regnvatn úr bergi og safnast saman. Ákjósanlegustu aðstæður fyrir slíkt eru í Herjólfsdal en þar sígur vatn úr fjöllum á þrjá vegu og myndar tjörnina í botni dalsins. Nokkru austar tjamarinnar er svo vatnspósturinn gamli þar sem var aðalvatnsból Vestmannaeyinga um aldir. Herjólfs óáttur Bárðarsonar Aðrir staðir, þar sem vatn safnast saman á sama hátt, eru Undir Löngu, Inni í Botni, undir Hlíðabrekkum og svo er slíkt vatn að finna suður í Stórhöfða austan til. Þá er ónefnd Vilpa, vatnsból austur á eyju, í hvilft við Vilborgarstaði. Það svæði er nú allt undir hrauni. í þessi vatnsból sóttu menn svo vatn öldurn saman. Astæða þess að Herjólfur Bárðarson, sem talinn er fyrstur hafa numið land í Vetmannaeyjum, valdi sér Herjólfsdal fyrir búsetu, er vafalaust sú að þar var vatn að finna. Herjólfur var bisness- maður að upplagi og vildi selja öðrum landsetum í Eyjum af þessari auðlind og eru af því skráðar sögur sem ekki verða raktar hér. Nú á dögum, þegar menn keppast við að bölva kvótakerfi í sjávarútvegi og telja það upp- fundningu þessarar aldar, er ekki úr vegi að minnast þess að kvótakerfi hvers konar hefur verið við lýði á Islandi um aldir. Sennilega hefur þó Herjólfur Bárðarson verið fyrsti kvótaeigandi á íslandi. Eini munurinn var sá að í dag er kvótinn bundinn við fisk en á hans dögum var það vatn. Samkvæmt Landnámu á Herjólfur að hafa numið hér land seint á 9. öld. Þegar hafist var handa að grafa upp rústir svonefnds Herjólfsbæjar, fyrir nokkrum áratugum, kom sú staðreynd í ljós að þær rústir eru a.m.k. hundrað árurn eldri. Þarna er því komin glompa í söguna. Annaðhvort hefur hér verið fólk fyrir þegar Herjólfur Bárðarson kom hér, ellegar að höfundi Landnámu skjöplast í ártölum. Ut í þá sálma verður ekki farið hér en heldur hallast þó höfundur að fyrri skýr- ingunni enda hafa verið færðar sönnur á að á Islandi hafi verið blómleg byggð keltneskra manna áður en norrænir menn tóku að venja hingað komur sínar. Nóg um það. Dýrmænvatnogbrunnar Öldum saman máttu Eyjaskeggjar búa við vatnsskort. Hér var vatn dýrmæti sem ekki mátti sóa og fara varð sparlega með. Á meginlandinu var aftur á móti litið á vatn svipað og andrúmsloftið, nokkuð sem ekki þurfti að hafa áhyggjur af. Eyjamenn lærðu fljótt að um leið og hús var byggt, var nauðsyn að hafa þar brunn. Fyrr á öldum var það algengt að bæir og hús hefðu sameiginlegan brunn en síðar, og þó sérstaklega á þessari öld, varð það æ algengara að hvert hús hefði sinn eigin brunn. I þessa brunna var safnað regnvatni, áður fyrr, þegar brunnar voru fjarri húsum, með því að hafa þá nið- urgrafna og í slakka og aflíðandi hliðar að þeint. Síðar rneir, þegar brunnur fylgdi hverju húsi, var þak hússins notað til regnvatnssöfnunar. Var þessi háttur á langt fram yfir miðja jressa öld. Vatnsleiðslan Nú kann einhverjum að vera spurn, hvers vegna Vestmannaeyingar hafi ekki löngu fyrr hafist handa við að leggja vatnsleiðslu ofan af landi en það er ekki fyrr en 1968 sem það er gert. Fyrr á öldinni höfðu menn ekki tækniþekkingu til slíkra hluta. Líkast til hefði þetta verið unnt strax eftir seinni heimsstyrjöld, tæknilega séð, en vafalaust hefur mönnum vaxið kostnaðurinn í augum. Þá er og rétt að geta þess að Vestmannaeyingar eru og hafa alltaf verið manna íhaldssamastir og lítt fyrir breytingar gefnir. Það er ekki fym en á síðustu árum sem aðeins hefur tekið að rofa til í þeim efnum. Til að mynda voru sjómenn hér ævinlega seinir til að tileinka sér nýjungar sem komu upp við veiðar og verklag. Hér var lína lögð með hönd- urn löngu eftir að Vestfirðingar og aðrir höfðu tekið svonefndan lagn- ingskarl í notkun. Þá er og fræg sagan af því þegar kenna átti Vestmanna- eyingum að nota úrgreiðsluborð við netaveiðar. I stað þess að standa við borðið og greiða fiskinn úr, stóðu þeir uppi á borðinu og þótti lítill kostur að þessari nýjung, hentu borðinu í land eftir fyrsta róður. Þversögnin í íhaldsseminni Aftur á móti er það einkennileg þversögn að Vestmannaeyingar hafa, þrátt fyrir alla sína íhaldssemi, verið í fararbroddi í öllu því er varðar öryggismál á sjó, svo sem í notkun gúmbáta og öryggisbúnaði þeim tengdum. Líkast til hefur það verið þessi íhaldssemi og þrjóska sem stóð í vegi fyrir því að vatnsleiðsla var ekki lögð hingað fyrr en 1968. „Þetta hefur alltaf verið svona; hann afi gat alveg notað þetta vatn; og af hverju ættum við ekki að geta notað það Iíka?“ Enda voru þeir margir, sérstaklega af eldri kynslóðinni, sem mótmæltu því harkalega þegar ákveðið var að leggja vatnsleiðsluna; óaði líklega kostnaðurinn við verkið. Einhverjir sögðust alls ekki ætla að taka inn vatnsleiðslu, myndu nota sinn gamla góða brunn og ekki borga fimmeyring fyrir þessar framkvæmdir. Ekki ósvipað kom upp þegar ákveðið var að leggja hitaveitu í allan bæinn eftir gos. Þá risu margir Vestmannaey- ingar upp á afturfæturna, sérstaklega þeir sem komnir voru nokkuð yfir miðjan aldur, og sögðust áfram ætla að nota sinn gamla og góða olíufír. í hvorugt skiptið var hlustað á slíkar úilöluraddir enda hefði sjálfsagt verið óhægt um vik í báðum tilvikum að fara að sleppa úr húsum við innlagnir. Görotturdrykkur En Vestmannaeyingar vöndust sem sagt við það öldum santan frá blautu barnsbeini að fara sparlega með vatn. Nú var þetta neysluvatn okkar langt í frá að vera slíkur gæðadrykkur sem vatnið okkar er í dag. Sem fyrr segir var því safnað af húsþökum. Öll hús voru annaðhvort olíukynt eða með kolum og því talsvert sót sem settist á þökin. Vildi því vatnið oft verða fremur dökkleitt á litinn. Þá vantaði og í þetta vatn öll þau steinefni sem fylgja uppsprettuvatni og eru líkam- anum nauðsynleg og tæplega hefur sótið orðið til að auka hollustu þess. Rannsóknir, eftir miðja öldina, sýna að tannskemmdir í bömum f Vest- mannaeyjum vom mun meiri en annars staðar á landinu. Vart þarf að leiða getum að því að þar mun vatninu um að kenna, varla hefur sælgætisát verið meira hér en annars staðar, fyrir utan að gosdrykkjaþamb þekkúst varla nema á jólum og öðmm stórhátíðum svo sem þjóðhátíð. Þrátt fyrir stærri og betri bmnna vildi það brenna við, sérstaklega í þurrka- sumrum, að brunnar tæmdust. Á ámm áður fór fólk þá með flát í eitthvert áðumefndra vatnsbóla, ýmist á sjálfum sér eða hestum. En þegar líða tók á þessa öld voru menn hættir þess konar tilstandi og keyptu vatn. Á Bílastöðinni var ævinlega einn bfll með vatnstanki, reiðubúinn til þjónustu. Oftast nær var vatnið í hann sótt í vatnspóstinn inni í Botni en einnig inn í Dal. Síðan kom hann til viðkomandi og var vatninu dælt í branninn. Tankurinn tók u.þ.b. íjögur tonn og var greitt íyrir þennan akstur á sama hátt og um annan akstur væri að ræða, vatnið sjálft var frítt en bfllinn þurfti sitt gjald. Ekki þarf að tala um að vatn sem fengið var með þessum hætti þurfti að fara enn sparlegar með, það var hálfu dýrmætara en það sem rann af þökunum, þar sem borga hafði þurft fyrir það. Fyrir kom í miklum þurrkasumrum að vatnspóstamir þomuðu algerlega upp og þá varð að bregða á það ráð að fá skip með vatni frá meginlandinu. Súkkulaðibíllinn Það leiðir nokkuð af sjálfu sér að í jafn vatnslausu héraði voru vatnssalemi litin óhýmm augum. Slíkur munaður að ausa vatni á eftir úrgangi líkamans þótti með endemum lengi vel. Alls staðar voru útikamrar með fötu, nokkuð stórri. Sérstök starfsstétt hafði það að atvinnu að tæma fötumar og nefndust þeir kamarkarlar. Vom það í mörgum tilvikum sömu aðilar og sáu um sorphirðu. Ekki unnu þeir þó þessi verk samhliða og ekki var sami bfll notaður til sorphirðu og kamarhirðu. Venjulega var hirt úr kömmm að kvöld- eða næturlagi, stundum þó á morgnana. Þetta var ósköp einfalt, svipað og sorphirða nú til dags. Sérstakur bfll ók um götumar, honum fylgdu, auk bflstjóra, þrír eða fjórir karlar sem fóra inn á hvem kamar, tóku fötuna, helltu úr henni í bflinn og fóm svo með hana til baka á sama stað. Bíllinn var opinn. átti að heita vel þéttaður en þó vildi brenna við að úr honum læki og eins gat gusast úr honum ef hann lenti ofan í holu á götunni. Böm bæjarins kölluðu þennan bfl alltaf súkkulaðibflinn. Oftast nær var svo farið með innihaldið vestur á hamar þar sem því var sturtað í sjóinn en fyrir kom að túneigendur báðu um að fá farminum sturtað á tún sín að vorlagi. Kamarkarlarnir vom sérkennilegir persónuleikar og líklega fáir nú til dags sem vildu stunda þessa iðju. Líkt og öskukarlar fyrir nokkrum ámm vom naskir að sjá hvar veisluhöld hefðu verið um helgar, eftir flösku- magni, áður en allt var sett í endur- vinnslu, vom kamarkarlamir fljótir að sjá ef eitthvað brá út af um venjulega notkun á kamrinum. Kamrar með persónuleika Einn kamarkarlanna var Finnur í Upp- sölum, lágvaxinn og snaggaralegur, alltaf kátur og glaður. Einn mánu- dagsmorgun árla sat Engilbert Gíslason, listmálari, utan við hús sitt við Hilmisgötu og naut veðurblíð- unnar. Þá komu kamarkarlar að sinna sínu starfi. Finnur fór og sótti fötuna, veifaði henni glaðhlakkalega að Engilbert og sagði síðan: „Vom gestir um helgina?" Kamrar vom við hús allt fram yfir 1960 en eftir það munu vatnssalemi hafa tekið við enda mun heilbrigðissamþykkt hafa bannað notkun kamra. Fyrsta húsið með vatnssalemi, sem byggt var í Vestmannaeyjum, var húsið Breiðablik en það reisti Gísli Johnsen sem þá var umsvifamestur atvinnurekandi í Vestmannaeyjum. Byggingameistarinn, gamalreyndur í sínu fagi, sagði þegar hann leit á teikningamar, að hann aftæki að setja kamar inn í hús, það kæmi ekki til rnála. Og hann stóð fast á sínu, hann kæmi ekki nálægt því að byggja hús með kamri innandyra. Eftir mikið japl og samninga fannst málamiðlun. Hann tók að sér verkið með því skilyrði að kamar yrði einnig settur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.