Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. júlí 1998 Fréttir 9 utanhúss og var svo gert. Sú viðbygging stendur enn austan við húsið Breiðablik. Reglurumhvenærmátti sturtaniður í þeim húsum, sem byggð voru eftir stríð, var í nær flestum tilfellum gert ráð fyrir vatnssalemi. En vandamálið var sem fyrr, vatnið þótti heldur dýrmætt til að hella því niður á eftir ekki merkilegri hlutum en í salemið fóm. Því voru ýmsar reglur settar á heimilum um það hvenær mætti sturta niður og hvenær ekki. Ungur maður úr Reykjavík trú- lofaðist stúlku úr Vestmannaeyjum og kom í sína fýrstu heimsókn til Eyja að heilsa upp á tengdaforeldrana. Vel fór á með þeim. Eftir hádegið þurfti ungi maðurinn að bregða sér á salemi og eins og hann var vanur frá sínum heimaslóðum þá sturtaði hann niður á eftir sér. Þá heyrðist kallað þrumandi rödduaf tengdaföðumum framan úr eldhúsi: „Hver er að sturta?" „Það er ég,“ svaraði ungi maðurinn. Þá var enn þmmað framan úr eldhúsinu: „Hér er sturtað niður einu sinni á dag og það er ég sem sé um það.“ í Eyjum datt nátttúrlega engum heilvita manni í hug að byggja fjöl- býlishús, slrkt gat ekki gengið vatnsins vegna. Þess vegna vom hér eingöngu byggð einbýlishús, í mesta lagi tvíbýlishús og þá með sinn hvom bmnninn. Aðkomufólk átti, eins og skiljanlegt er, erfitt með að sætta sig við þessa aðhaldssemi í vatnsnotkun. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir fólk sem leit á vatn sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut að þurfa allt í einu að fara að spara það við sig. Einu sínni í viku í bað Sögð er saga af vertíðarmanni einum sem bjó heima hjá útgerðarmanni sínum eins og alsiða var á ámm áður. Hann lýsti því hvemig vatnsnotkun Eyjantanna hefði verið háttað. „Einu sinni í viku var farið í bað. Það var á laugardögum. Vatn var látið renna í baðkerið og þess gætt að það væri ekki allt of mikið. Fyrst fór ég í baðið þar sem ég var gestkomandi á heimilinu. Því næst fór húsbóndinn í baðið, þar næst bömin tvö á heimilinu og að lokum fór húsmóðirin í baðið. Ekki þarf að taka fram að alltaf var sama vatnið í kerinu. Þegar hún hafði lokið sínu baði tók hún óhreina þvottinn og lagði hann í bleyti í baðkarið." Þótt ef til vill megi efast um sannleiksgildi þessarar sögu, þá er hún kannski lýsandi dæmi um þann vatnsspamað sem hér ríkti. Það má segja að það hafí verið fyrir kaldhæðni örlaganna að Vestmanna- eyingar fengu loks vatnsleiðslu frá landi. Surtseyjargosið 1963 og það öskufall sem því fylgdi, varð til þess að ekki varð lengur við unað, vatnið var með öllu óneysluhæft. Og eftir nokkurt þref um það hvar skyldi kaupa leiðsluna varð úr að hún var lögð. Sú saga verður ekki rakin hér enda hefur það verið gert annars staðar. Síðan bættist önnur leiðsla við og hafa Vestmannaeyingar ekki þurft að hafa áhyggjur af vatnsskorti síðan. Engu að síður er það svo að mörgum gömlum Eyjamanni líður illa, heyri hann vatn renna í tilgangsleysi. Þeim sem þetta ritar er þannig farið. Heyri hann vatn renna úr krana, beint í vask, án þess að nota eigi það til einhvers, þá hleypur hann til og lokar fyrir. Ríkur er bamsvaninn. Sigurg. Jónsson (Þessi grein erm.a. samansett í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan Vestmannaeyingar fengu „alvöru- vatn. “) iNáungi nokkur sem ég hitti á bar gaukaði þvr að mér, að hann ætti allan heiminn, með einum eða öðmm hætti. Hann væri stjómadi allra hluta og sæi um framvindu allra mála, sem miða til framfara og góðs. Þetta var maður léttur á fæti og snaggaralegur. Eg spurði hann að því hvort heimurinn vissi af þessum vemdar- og framfaraengli sem vakti yfír honum dag og nótt. Hann sagði svo ekki vera, enda væri það ekki nokkmm manni hollt að þekkja guð sinn of náið, hvað þá að reyna að líkjast honum. „Ég hef öll ráð heimsins í hendi mér,“ sagði þessi ágæti maður og brosti kankvís og föðurlega til mín. Ósjálfrátt hvarflaði guð að mér og ég mátaði skegg við hann í huganum. „Nei,“ hugsaði ég. „Ekki gengur það.“ Þess vegna ákvað ég að spyija hann hreint út hvemig tilfínning það væri að gnæfa svo mjög yfir með- bræður sína. „Það er einstök tilfinning, eins og að drekka gos í auglýsingu,eða eiginlega eins og að vera guð almáttugur sjálfur," sagði hann. Ur því að hann fór að líkja sér við guð, altént að líkja tilfinningunni við það sem hann héldi að væri guð, spurði ég hann, hvort það væri nokkmm manni hollt að reyna að nálgast hann með því að setja sig yfir aðra menn. „Það er allt í lagi fýrir þann sem er viss um sitt guðlega eðli að nálgast hann, en hættulegt fyrir þann sem treystir á forskrift presta af guði, þennan venjulega mann á götunni. Þú veist þennan sem situr í súpunni á hverjum degi og fer með bænimar sínar. Enginn nefnir mig í bænum sínum, þess vegna stend ég ekki í neinni ágjöf vegna manna í bænabiðröðum. Það er auðvitað þess vegna sem að ég fer huldu höfði. Hugsaðu þér hvemig ástandið væri hjá mér ef að allir vissu hver ég í rauninni er.“ s Eg reyndi að sjá fyrir mér annríkið á skrifstofu mannsins, ef hann hefði þá nokkra. Ég sá alla þá sem minna mættu sín hangandi íýrir utan hjá honum, reyna að snerta hann og leita ásjár hjá honum og komast í gosið. „En ef enginn veit hver þú ert hvemig getur þú þá látið hjá líða að opinberast mönnum, þannig að þú getir látið góðverkin tala og fólkið tilbeðið þig:“ Hann brosti sínu góða brosi og sagði: „Ég læt góðverkin tala. Þama skáka ég meira að segja guði sjálfum með hógværð minni. I raun er ég meiri guð ef út í það er farið vegna þess að ég vil ekki láta tilbiðja mig, eins og hann þama uppi,“ og hann benti með vísifingri upp í loftið um leið og hann skáskaut augunum á eftir bendingunni. „Ertu ekki tilbeðinn hvort sem er í óeiginlegri merkingu. Eða er guði himinsins þá ekki þakkað það sem þú í rauninni reddar?“ „Það er allt í lagi. Mér líkar samt yfirleitt illa við fólk á hnjánum í tilbeiðslu. En líkar þeim mun betur við fólk á hnjánum sem leitar til mín og hefur ekki hugmynd um hvers megnugur ég er,“ sagði hann og spurði hvort ég vildi ekki fá bjór að skola niður með honum. / Eg þakkaði honum og þáði ölið. Hann kallaði á þjón sem brást við skjótt og áður en ég vissi af var þjónninn kominn aftur og ekki einu sinni ntóður. Ég vissi ekki al- mennilega hveming ég ætti að halda áfram samræðum okkar. Hann brosti hins vegar og sagði skál. Það var eins og einhver spenna hefði myndast í andrúmsloftinu og mér fannst eins og ég væri búinn að gleyma öllu því sem við höfðum verið að ræða. Ég taldi það vera vegna þess hve snöggur þjónninn hefði verið að koma með ölið. Ég sagði skál og reyndi að vinna tíma og finna eitthvað í hugskotunum til þess að halda áfram samtalinu. Hann brosti mjög innilega og leit á mig eins og hann biði eftir að ég segði eitthvað. Svo eins skyndlega og þjónninn afgreiddi bjórinn skaut spumingu niður í hugann. Einhvem veginn fannst mér samt eins og hann hefði sjálfur skotið henni að mér án þess að ég gerði mér fulla grein fyrir því. „Ertu ekki ósköp einmanna?11 spurði ég í grandaleysi. „Veistu,“ sagði hann. „Það fylgir því þjáning að vera guð. En hún skiptir mig engu máli. Að fólk geti staðið sæmilega í sínum veraldlega heimi og dmkkið gosið er mér nóg. Mín umbun er bros á vörum hins vinnandi manns, eftir að hann kemur heim með gosið úr kaupfélaginu.“ ,J3n ekki leitar fólk hamingjunnar í veraldlegum hlutum. Sagði ekki almættið að maður ætti að leita inn á við og leita hinna sönnu gilda þar. í andlegri fullnægju getur hinn þjáðasti brosað og sætt sig við það litla sem hann á,“ sagði ég. IVÍaðurinn lyfti brúnum, hallaði undir flatt og leit á mig vorkunn- araugum. „Ósköp getur þú verið mikið bam,“ sagði hann. „Ég vil ekki að fólkið brosi í þjáningu. Ég vil að fólk brosi í gleði og ánægju. I fullnægju veraldlegra hluta, það em þeir sem halda efnahagslífmu gangandi og þeir einir veita fullnægju. Menn verða ánægðir inni í sér ef þeir leita út á við.“ „En af hverju viltu að ég viti hver þú ert. Óttastu ekki að ég gæti komið þér í koll og jafnvel komið upp um þig, pða opinberað?" „Ég þarf ekkert að óttast það, því ég get líka steypt mönnum í glötun. Hent þeim í díkið og gert þig til dæmis að klökkum og vælugjömum fýlgjanda þess guðs sem fólk tilbiður á tyllidögum og heldur alla jafna að sjái þeim fyrir hamingjunni.“ Ég fékk mér sopa af ölinu og fann sætt hunangsbragð á tungunni. Þetta var örugglega besti bjór sem ég hafði smakkað og fann að þessi maður var ekki einhamur. Ég hafði orð á því við hann. Hann hélt áfram að brosa og um stund hvarflaði að mér að bros hans væri svo milt að það gæti ekki verið hans eigið. „Ég veit hvað þú ert að hugsa,“ sagði hann. „En þú þarft ekkert að óttast. Ég held að við gætum orðið ágætis vinir. Ég meina við gætum unnið vel saman.“ IVÍér varð ósjálfrátt hugsað til þjónsins, þegar hann sagði þetta um leið og ég leit yfir til hans og sá þrælsóttan í augum hans. „Meinarðu eitthvað svipað og þjónninn þama. Mér finnst hann ekki mjög gæáilegur." „Nei, nei. Ég á við samvinnu sem byggist á gagnkvæmni og trausti. Ekki óttablandinni virðingu, sem hægt er að fá í tonnum, heldur ein- hverju sem miðar okkur báðum fram á veginn. Eitthvað til hagsbóta fyrir okkur báða.“ og bætti við: „Viltu nammi væni,“ og otaði að mér sælgætispoka. „Hvað er það sem ég á að geta veitt þér. Þú hefur allt, ekki satt?“ sagði ég. „Illa trúi ég því að ég geti fært þér nokkuð. Það ert þú sem útdeilir gosinu, ef ég hef skilið þig rétt.“ „Það er aldrei of mikil hamingja. Það má alltaf ávaxta hana.“ „Ertu ekki með rýting upp í erminni,“ spurði ég og efaðist aftur um þennan góðgjama mann. „Mundu gagnkvæmt. Ég svík aldrei neinn. Ég er heiðarlegur og grandvar maður þó ég geti fyllst réttlátri reiði." „Hvað hef ég með allan heiminn að gera?“ sagði ég. ,,Ég er ekkert viss um að ég kæri mig um allan heiminn." „En það er ég,“ sagði hann. „Hvemig get ég treyst þér," spurði ég, því einhvem veginn fannst mér hann standa betur að vígi og ég standa berskjaldaður frammi fyrir einhverju sem ég átti erfitt með að skilja. Hvers vegna ég. Var ég kannski af sama caliberi og hann. Var ég einhver önnur birtingarmynd þessa manns sem taldi sig vera nær guði sjálfum en guð sjálfur. Var ég orðinn fangi einhverrar tálmyndar eða dottinn inn í einhverja sögu sem einhver annar var að segja Hann horfði á mig eins og hann biði eftir því að ég segði já og allt í einu fannst mér eins og hann væri kominn á hnén og liti á mig þeim augum sem ég hélt að væm aðeins í höfðum þeirra sem biðja sér miskunnar áður en þeir em leiddir fyrir aftökusveit. „Get ég fengið smá umhugs- unarfrest f nokkra daga,“ spurði ég. Það var eins og honum létti við þessa ósk mína og skyndilega sat hann aftur við borðið með bjórglasið fyrir framan sig, lyfti því og saup á. „Ég skil þig, ég skil þig“ sagði hann. „Þetta er rnjög skyndilegt og ég er ekkert hissa á því að þú viljir hugsa málið en ég ítreka það að við getum unnið vel saman, mjög vel saman. Það er eitthvað við þig sem segir mér það, að þegar þú færð þitt gos þá munir þú kunna að fara vel með það.“ Hann stóð upp með sama kankvísa svipinn, kinkaði kolli og hvarf hljóðlega út um dyrnar. Eftir sat ég og hugsaði um hamingjuna í gosflösku, með hunangsbragð á tungunni og nokkurra daga umhugsunarfrest einhvers staðar þar á rnilli. Ég drakk meira af bjórnum og einhvem vegin fannst mér að ekki minkaði í glasinu. Ég var ánægður með það í sjálfu sér, en það var einhver hikandi ánægja sem bjó þar að baki. Ég hafði ekki hugmynd um hvaða afstöðu ég ætti að taka og hvarflaði að mér að úr því ekki tæmdist glasið að detta bara íða og tékka á málinu daginn eftir í þægilegum og heiðarlegum timbur- mönnum. Eitthvað aftraði mér þó frá því. Ég leit í kringum mig. Það var rólegt á barnum og kannski ekki að undra ef allir fengju glös senr entust þeim allt kvöldið. Þjónninn sem hafði komið svo snögglega með bjórana var horfmn líka og aðeins misaldurs- ákvarðaður kvenmaður stóð innan við barinn, las í blaði og reykti sígarettu sem var ekki sverari en rafsuðuteinn. Við borð úti í homi sat gamall maður með gleraugu og talaði við sjálfan sig. Ég velti því fyrir mér í hvaða biðröð þetta fólk væri. „Kannski eru allir í sömu bið- röðinni,“ hugsaði ég. „Nei fjandinn sjálfur,“ kom upp í hugann...og þó kannski í röð hjá Bakkusi, þá væri málið kannski ekki svo slæmt. Hann væri líka guð og útdeildi ákveðinni sælu og daginn eftir ælu eins og allir guðir hafa gert alla tíð. Það kostar allt eitthvað, en hvað var litli kankvísi maðurinn með uppi í erminni? Það er ekki hægt að treysta hvítu, því að tilvist þess byggði á hinu svarta, eins og dagur fylgdi nóttu eða öfugt. Guð á alltaf refsingu handa fylgendum srnum. Hann benti líka réttilega á það að honum væri í lófa lagið að steypa mönnum íglötun. Ég var milli tveggja elda, annar heitur og hinn kaldur milli sólar og tungls... það var eins og tveir púkar sætu á sinn hvorri öxl minni og hvorugur góður. Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.