Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Qupperneq 14
14 Fréttir Miðvikudagur 29. júlí 1998 Landa- KIRKJA Föstudagur 31. júlí Kl. 15.00 Hugvekja við setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal. Laugardagur 1. ágúst Kl. 15.00 Hugvekja á barnaskenuntun í Herjólfsdal. ATH. Litlu lærisveinamir koma fram íbæði skiptin. Kirkjan er opin alla virka daga milli klukkan 11:00 og 12:00. Sími sóknarprests er 897-9668. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fiinmtudagur Kl. 20:30 biblíulsetur - Guðni Hjálmarsson Laugardagur Kl. 20:30 bænasamkoma Sunnudagur Kl. 11:00 Vakningarsamkoma - samskot til starfsins. Allir hjartanlega velkomnir á samkomurnar Aðventkirkjan Laugardagur 1. ágúst Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Kl. 11:00 Guðsþjónusta. Gestur lielg- arinnar, Jóhann Hj. Jónsson. AUir velkomnir. Baháí SAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími i'M. * 1 Golf: Sjómanna- og útvegsmannamótið: Fjölmenni á velheppn uðu Sjómannamóti Sjómanna- og útvegsmannamótið í golfi, sem haldið vr hér í Eyjum á laugardag, var það fjölmennasta til þessa. AIls mættu 74 kylfingar til leiks, bæði héðan úr Eyjum og ofan af fastalandinu. Margir þeirra sem koma ofan af landi mæta hér í þetta mót á hverju ári, það er orðinn fastur liður á stundaskránni. Að þessu sinni var keppt í tveimur flokkum. Annars vegar starfandi sjómenn og útgerðarmenn í og makar þeirra í 1. flokki og hins vegar fyrrverandi sjómenn og útvegsmenn ásamt gestum í 2. flokki. Úrslit urðu þessi í flokki 1: 1. Vignir Sigurðsson GV 62 h 2. Þorsteinn Erlingss. GS 63 h 3. Jón Þór Klemenss. GV 68 h Árangur Vignis er mjög góður, raunar á hann ekki langt að sækja golfeðlið þar sem hann er sonur hins landsþekkta kylfings Sigurðar Guð- mundssonar, Sigga Gúmm. í kvennatlokki 1. flokks urðu úrslit þessi: 1. Sigrún R Sigurðard GR 74 h 2. Elsa Valgeirsd. GV 85 h 3. Unnur Jónsd. GOB 88 h í 2. flokki urðu úrslit þessi: 1. Ólafur M Kristinss. GV 63 h 2. Þorsteinn Hallgríms GR 64 h 3. Bjami G Viðarsson GV 67 h í kvennaflokki 2. flokks urðu þessar efstar: 1. Fríða D. Jóhannsd. GV 80 h 2. Sigurbjörg Guðnad. GV 81 h 3. Jakobína Guðlaugs. GV 82 h Að auki voru veitt verðlaun fyrir teighögg á 1. braut og nándarverðlaun fyrir allar par 3 brautir vallarins. Ismar hf. gaf öll verðlaun til keppn- innar eins og ævinlega áður og voru þau einkar glæsileg, þ.á. m. farsímar af vönduðustu gerð. Sismar öldunsameistari í síðasta blaði var greint frá úrslitum Meistaramótsins í golli. Þar láðist að geta þess að Veslmannaeyjameistari öldunga án forgjafar var Sigmar Pálmason. Fékk kúlu í höfuðið Og meira af kylfingnum knáa, Sig- mari Pálmasyni. I Sjómannamótinu á laugardag varð hann fyrir því óhappi á 17. fiöt að fá kúlu í höfuðið og rotaðist. Var hann fluttur á Sjúkra- húsið og reyndist hafa fengið sneil af heilahristingi. Hann mun þó óðum að hressast og varla langt í að hann haldi áfram að slá bolta á golfvellinum eins og hann hefur gert daglega í sumar. Gamli Uestmannaeyingurinn, iúllus Ingibergsson, lét sig ekki vanta á mótið frekar en uenjulega. Hann uar sérstaklega heiðraður fyrír bátttöku sína en hann hefur mætt á öll mótin frá upphafi. Verðlaunahafar í 1. flokkí, ásamt fulltrúum fsmar hf. F.u. Reynir Guðjónsson, ísmar, Þorsteinn Erlíngsson, Vignir Sigurðsson, Jón T. Helgason ísmar og Jón Þórklemensson. Knattspyrna: Gull og silfurmótið Eyjastúlkur í fremstu röð Annar fl. B varð í öðru sæti. Aftari röð f.v. Gígja Óskarsdóttir, Kristrún Hlynsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Byigja Haraldsdóttir, Fjóla Ríkharðsdóttir og Saga Huld Helgadóttir. Fremri röð f.v. Kristín Erna Sigurlásdóttir, Andrea Káradóttir, Dröfn Haraldsdóttir og Heiða Ingólfsdóttir. Liggjandi er Arna Guðjónsdóttir. Það var fríður og föngulegur hópur Eyjastúlkna, sem lagði leið sína á Gull-og silfurniútið í knattspyrnu, sem frani fór í Kópavogi ekki alls fyrir löngu. Hópurinn sem fór héð- an úr Eyjum var óvenju stór þetta árið, og setti skemmtilegan svip á mótið. Árangur flokkana var sem hér segir: 6. fiokkur A hafnaði í 3. sæti eftir I - 0 sigur á Stjörnunni. I flokki B liða átli ÍBV tvö lið, ÍBV1 og ÍBV 2. ÍBV 1 lenti í 3. sæti og ÍBV 2 lenti í 2. sæti. Þjálfari stelpnanna er Erna Þorleifs- dóttir. í 5. llokki A liða lenti ÍBV í 5. sæti eftir 3 - 0 sigur á Val. B-liðið lék um 3. sæti en varð að láta í minni pokann fyrir UBK1 1 - 3 og lenti því í 4. sæti. Þjálfari stelpnanna er Olga Stef- ánsdóttir. í 4. flokki A-liða varð ÍBV Gull-og silfunnótsmeistari. Stelpumar skoruðu hvorki fieiri né færri en 42 mörk í 6 leikjum, en fengu aðeins 3 á sig. Margrét L. Viðarsdóttir varð markahæst með 17 mörk og Karítas Þórarinsdóttir var með 10 ntörk. Árangurinn var frábær og var það góð og sterk liðsheild sem skóp sigurinn á þessu móti. B-lið ÍBV lék urn 3. sætið á móti UBK2 og sigraði 2 - 1 og hafnaði því í 3. sæti. ÍBV B2 þurfti að spila sem b-lið í staðinn fyrir c og vann aðeins I leik, og lenti í 9.sæti. Iris Sæmundsdóttir, þjálfari 4. fiokks, var mjög stolt af stelpunum. „Þær lögðu sig allar fram og voru félaginu til sóma, bæði utan vallar sem innan. Eg vil koma þakklæti til fararstjóranna, sent stóðu sig frá- bærlega, “ sagði Iris að lokum. í 3. flokki A-liða léku stelpumar á móti Haukum um 3. sætið og unnu leikinn 1 - 0. ÍBVI lenti í 4. sæti og ÍBV 2 lenti í 6. sæti. Þjálfari stelpnanna er Heimir Hallgrímsson. Þess má geta að IBV var með fjöl- mennasta hópinn á Gull- og silfur mótinu, rúmlega hundrað stúlkur, sem gefur vonir um vaxandi gengi kvennaknattspymunnar í Eyjurn. Tryggvi og Andri urðu stiga- hæstlr á mótinu. Vestmanna- eyjamót í frjálsum Vestmannaeyjameistaramót í frjálsum íþróttum fór fram lS.júlí síðastliðinn. Um 50 krakkar tóku þátt í mótinu. Stigahæstu einstaklingar urðu þessir: Tryggvi Hjaltason, varð stigahæstur í eldri tlokki, með 855 stig. I Iangstökki stökk hann 4.08 metra. í yngri flokknum varð Andri M. Jónsson, stigahæstur með 1030 stig. I langstökki með atrennu stökk hann 2.97 metra.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.