Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Page 7
Fimmtudagur 13. ágúst 1998 Fréttir 7 N amibíu þar sem hann starfar við iðn sína Netauerkstæðið er ólíkt buí sem uið tiekkjum enda er ueður annað og betra en uíð eigumaðuenjasL Les Fréttir á Netinu En hvers saknar þú mest frá Vest- mannaeyjum? „Það er náttúrulega fótboltinn og íþróttimar, en ég get nú fylgst þvt sem er að gerast á Internetinu. Ég les til dæmis FRÉTTIR á Netinu og þótti mikill fengur að því þegar þær komu á Netið. En það er slæmt að komast ekki á fótboltaleikina sjálfa. En ég get fylgst með enska boltanum í sjón- varpinu." Hver er þá stærsti kosturinn við að búa þama? „Það er trúlega hversu ódýrt er að lifa og það er sól á hverjum degi og ég uni mér þar af leiðandi mjög vel.“ Ingi Freyr er með ráðningar- samning til ársins 2000 og segist muni klára hann, en eftir það segist hann ekki vita hvað hann muni gera. Ingi Freyr hélt til Namibíu á ný á föstu- daginn var. Hann segir að Gaui í Gíslholti haft farið með Jóni V til Namibíu og sagðist trúlega hitta hann þar og hlakka til þess. Að lokum spurði ég Inga Frey hvort hann gæti ekki sagt eina góða sögu frá vem sinni í Namibíu. „Það er svo sem af nógu að taka,“ segir Ingi Freyr. „Kannski má segja frá þvt þegar ég hengdi þvottinn minn í fyrsta skipti út á snúm. Ég var í góðri trú og hengdi minn þvott upp. Síðan fór ég í vinnuna eða að sinna einhverju öðru. I hitanum þarna er þvottur fljótur að þoma. Nú þegar ég ætla að taka hann niður er hann horfinn. Það hafði einhver klæðalítill átt leið hjá og kippt með sér tauinu og hef ég ekki séð það síðan. Þannig að ef maður hengir þvottinn sinn út á snúm þá er vissara að vakta hann og ég hef fylgt þeirri reglu síðan.“ Úskilamunir Lögreglan hefur þó haft nóg að gera við að sinna þeim sem týndu hinum ýmsu munum á þjóðhátíðinni og er langflest af því komið til skila. Það sem er merkt hefur verið sent til viðkomandi en erftðari er við að eiga þegar hlutir em ómerkt en oft tekst fólki að lýsa hlutunum þannig að hægt er að þekkja þá og koma til skila. Það sem eftir er, eru svefnpokar, ómerkt veski og töskur. Þetta er mun minna en oft áður og er greinilegt að fólk hefur verið nokkuð hirðusamt með hluti sína að sögn lögreglu en því miður var nokkuð um að fólk væri of hirðusamt og hirti það sem aðrir áttu. Ester og Ólafur, sigurvegararnir í söngvarakeppni á þjóðhátíð Ostyrk í byijun Söngvakeppni barna var haldin á Þjóðhátíðinn í ár eftir nokkurt hlé. Keppt var í tveimur aldursflokkum, tólf ára og yngri og þrettán ára og eldri. Góð og mikil þátttaka var í keppninni og krakkarnir skemmtu sér vel, jafnt þeir sem þátt tóku og þeir sem hlíddu á sönginn. Sigurvegari í yngri flokknum var Olafur Sigurðsson, en í eldri flokknum Ester Bergsdóttir. Olafur söng lagið „Heyrðu mig Halla“. Hann segir ástæðu þess að hann vann í sínum flokki sé fyrst og fremst því að þakka að hann hafi valið rétt lag. „Þetta er stuðlag og passaði vel við röddina mína, en pabbi minn kenndi mér lagið.“ Er pabbi þinn mikill söngmaður? „Eiginlega ekki, en hann spilar á gítar.“ Spilar þú eitthvað á hljóðfæri? „Nei, en ég ætla að læra á gítar. Pabbi ætlar að kenna mér.“ Olafur segir að hann hafi verið dálítið feiminn á sviðinu. „Ég var dálítið feiminn í fyrra skiptið, en Jóna Hrönn var þama svo þetta bjargaðist allt saman. Svo söng ég aftur um kvöldið og þá var þetta ekki eins erfitt. Maðurinn hennar Jónu var þá, en ég þekki þau bæði. En ég mismælti mig í fyrra skiptið, en það virtist ekkert hafa áhrif á dómnefndina. Ég held ég hafi sungið „malla“ í staðin fyrir „bralla". Hvað fékkstu í sigurlaun? „Ég fékk geislaspilara og fána sem stendur á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Svo gáfu Svanhvft og Lóa mér vatnsbyssu og kringlótt sjálfflýsandi eitthvað til þess að hafa á hausnum eða um hálsinn.“ Hvaða stelpur eru það? „Þær eiga heima í Grafarvog- inum,“ svarar Ólafur sem var staddur hjá þeim þegar viðtalið var tekið. Ætlar þú að verða söngvari þegar þú verður stór?„Ég veit það ekki, en mig langar að syngja aftur á næstu Þjóhátíð." Ólafur segist eiga tvær systur, en þær syngi ekki núna. „Þó er Sara systir mín búin að syngja á Þjóðhátíð. En mamma syngur ekki voðalega mikið.“ En fannst þér ekki gaman á Þjóðhátíðinni? „Nei eiginlega ekkert rosalega. Ég mátti bara kaupa eitt dót á einum degi.“ Ólafur segist ekki vita hvort hann muni keppa aftur ef það verður söngvakeppni á næstu Þjóðhátíð. „Maður vill nefnilega alltaf vinna og það er ekki víst að maður vinni tvö ár í röð.“ Ester Bergsdóttir er 13 ára en hún bar sigur úr býtum í eldir flokknum. Hún söng lagið „Bamabragur“ sem er gamalt Þjóðhátíðarlag frá því um 1950. En Hún segist hafa sungið frá því hún man eftir sér. Fréttir náðu tali af henni þar sem hún var í heimsókn hjá frænkum sínunt í Svíþjóð. Hún sagði að það væri þrjátíu stiga hiti í Svíþjóð og fullt af flugum og ógeði. En hvemig stóð á því að hún ákvað að taka þátt í keppninni? „Hafsteinn Guðfinnsson bað mig að syngja á Goslokahátíðinni í sumar og í framhaldi af því var ég búin að æfa lagið svo vel að ég ákavð að taka þátt í Þjóðhátíðarkeppninni." Ester segist hafa sungið áður opinberlega jtegar hún var í kór Bamaskólans. „Þá söng ég líka einsöng hjá kómum. En svo hætti tónlistarkennarinn og þá var enginn kór meira.“ Var ekkert erfitt að syngja fyrir fólkið á Þjóðhátíðinni? „Ég var svolítið óstyrk fyrst, en svo var þetta allt í lagi. Það var líka rosalega gaman á Þjóðhátíðinni, þó að það hafi rignt svolítið, en það var allt í lagi. Hefurðu sungið lengi? „Já eiginlega frá þvt' ég var lítil. Ég söng bara upp úr söngbókum og lærði svoleiðis. Ég tók líka með mér söngbók til Svíþjóðar. Svo tók ég líka með mér vídeóspólu sem var tekin upp á söngkeppninni til að sýna frænkum mínum í Svíþjóð.“ Spilar þú á eitthvert hljóðfæri? „Ég var að læra á blokkflautu og svo lærði ég á hljómborð í tvö ár og gekk ágætlega. Mig langar samt ekki að halda áfram að læra á hljómborðið. Ég vil frekar læra á gítar.“ Varstu ömgg um að þú rnyndir vinna keppnina? „Nei, það kom mér reyndar á óvart, en veistu hvað hann Óli sagði þegar úrslitin vom kynnt? Nei. „Ég vissi að ég myndi vinna,“ sagði hann. Var hann svona öruggur með sig? ,Já það má eiginlega segja það. En veistu hvað hann sagði þegar honum var óskað til hamingju með að hafa unnið?“ Nei. „Ekkert að þakka.“ I framhaldi af þessu vomm við Ester sammála utu það að Olafur væri fullur af sjálfstrausti og væri vel að sigrinum kominn í sínum aldursflokki. En átt þú eitthvert uppáhaldslag? „Mér finnst mjög gaman að gömlu Eyjalögunum og uppáhaldslagið mitt er lagið sem ég söng í keppninni." Ester segir að hún gæti vel hugsað sér að verða söngkona þegar hún verði stór, en fyrst vilji hún læra sönginn svolftið betur, en spurði svo hvemig veðrið væri. „Það er tólf stiga hiti, hægur andvari og sól með köflum,“ segi ég. „Það er þá betra en héma í Svíþjóð," sagði Ester og bað um góðar kveðjur heim. Benedikt Gestsson Bg . . == K/t$<sL\ 'p. K/ts<\L\ {/t^\L\ 40% tíl $0% 20% «.\fslÁttwr «\f íiVjjjvmi vörvim OifsíÁttur Verslunin JIWOB&'R Miöstræti 14 Vestmannaeyjum ■: ■!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.